Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 23
Lífsstíll | 23Miðvikudagur 3. ágúst 2011
„Það er líka
betra að gera
grín að sjálfum sér
áður en aðrir gera
grín að manni.
vörur fyrir líkamsræktarfólk
sérstaklega, heldur fyrir alla,
bæði þá sem stunda íþróttir og
aðra. Vörurnar eru hins vegar
það góðar og hollar að líkams-
ræktarfólk, íþróttamenn og
konur, hafa mikið sótt í þær.“
Fyndnari en Ívar
Þeir félagar, Arnar og Ívar, eru
báðir með sérstakan húm-
or sem hefur heillað land-
ann. Þeir hafa komið fram í
auglýsingum í Rocky-stíl, í
hestsgervi og í gervi ávaxta að
auglýsa heilsudrykkinn sinn
Hámark. Þeir hafa að auki
verið með sinn eigin sjón-
varpsþátt þar sem þeir ferð-
uðust og tóku púlsinn á and-
anum í borgum nokkurra
nágrannalanda okkar. Þeir
hafa komið fram í alls kyns
aukahlutverkum í gaman-
þáttum, til að mynda Nætur-
vaktinni, Stelpunum, Manna-
siðum Gillz og Steindanum
og virðast alls óhræddur við
að koma fram. Eru þeir báðir
svona fyndnir?
„Já, við erum mjög fyndn-
ir en ég held að ég sé aðeins
fyndnari en Ívar,“ segir Arnar.
„Bara aðeins samt. Annars eru
auglýsingastofurnar sem við
vinnum með að gera frábæra
hluti.“
Löngu hættir að hnykla
vöðvana
„Við erum líka svolítið að skjóta
á sjálfa okkur í þessum aug-
lýsingaherferðum,“ segir Ívar.
„Við vildum brjóta niður þessa
ímynd líkamsræktartrölls-
ins sem er þögult og fjarlægt.
Við þurfum ekkert að hnykla
vöðvana og sanna okkur á ein-
hverri vöðvasýningu. Við erum
löngu hættir að hnykla okkur
á sviði. Frekar vildum við ná
til fólks, sýna því að við erum
bara venjulegir menn sem áttu
sér markmið og drauma sem
þeir vildu að rættust. Það er
allt hægt. Við viljum að það séu
skilaboðin.
Það er líka betra að gera
grín að sjálfum sér áður en
aðrir gera grín að manni,“ seg-
ir Ívar og hlær og segir Arnar
fá heldur meira af skotum á
sig en hann sjálfur. „En það er
bara gaman. Það væri nú alveg
glatað að vera með húmor fyrir
sjálfum sér fyrir opnum tjöld-
um en vera svo heima hjá sér
í fýlu.“
Veldið stækkar enn
Þeir félagar framleiða bæði
próteindrykkinn Hámark og
próteinsúkkulaðistykkin Kraft,
Styrk og Hreysti og nú fyrir
stuttu kynntu þeir nýjustu af-
urð sína, pakkinn.is. Á síðunni
bjóða þeir fólki að kaupa heil-
an dag af hollum, næringar-
ríkum og hitaeiningasnauðum
mat.
„Mataræðið skiptir öllu
máli,“ segir Ívar. „Það þekkja
það allir að vera að hamast
í ræktinni en ná litlum ár-
angri. Það er mjög oft vegna
þess að það er ekki hugað
að mataræðinu. Fólk gleym-
ir nefnilega að rétt mataræði
er um 70% góðs árangurs í
líkamsrækt, það er ekki nóg
að hreyfa sig, heldur verður
maður líka að passa upp á
það sem maður setur ofan í
sig.“
Fólk borðar of stóra
skammta
Arnar tekur undir þetta. „Mat-
aræðið er 65–70% af líkams-
rækt. Fólk verður að passa
sig á að velja ekki of einhæft
fæði. Til að fá allt sem líkam-
inn þarfnast þarf að borða fjöl-
breytt. Helsta vandamál hjá
fólki í dag er að borða of stóra
skammta, of lítið af próteini og
of fituríkt og brasað fæði,“ seg-
ir Arnar. „Það er mikilvægt að
borða sex hollar og rétt sam-
settar máltíðir á dag, en það
getur verið erfitt að viðhalda
fjölbreytni. Við sem höfum
verið í fitness þekkjum það
vel,“ segir Ívar. „Ég man hversu
einhæft mataræðið gat orðið
þegar maður var að skera sig
niður fyrir mót. Þetta var allt-
af það sama, kjúklingur með
grjónum, skyr, hafrar og pró-
teindrykkir. Þetta verður leiði-
gjarnt og til þess gert að draga
úr manni viljann.“
Réðu meistarakokk í
verkið
Til að bæta úr þessu efndu
þeir félagar til samstarfs við
kokkinn Snorra Snorrason
sem stundum er kenndur við
Brauðbæ. Snorri hefur mikla
reynslu af heilsusamlegri elda-
mennsku að sögn þeirra félaga
en markmið þeirra er að bjóða
upp á rétta næringu með sex
rétt samsettum máltíðum sem
borðaðar eru á þriggja tíma
fresti yfir daginn.
„Við réðum meistarakokk
í verkið,“ segir Ívar. „Við vilj-
um ekki bjóða upp á einhvern
mötuneytismat. Snorri eld-
ar mat eins og þú pantar þér
á veitingahúsi. Mikil áhersla
er lögð á að bjóða fjölbreytta
og bragðgóða fæðu sem ein-
göngu eru unnin úr fersku
hráefni. Við ætlum að koma
góðu orði á pakkamat og
pössum upp á að öll hlutföll
próteins, kolvetna og fitu séu
virt svo að líkaminn fái alla þá
næringu sem hann þarfnast
án þess að fara yfir 1.500 eða
1.800 hitaeiningar.“
Arnar er marsbúi og Ívar
sælgætispúki
Þeir Arnar og Ívar sinna fjöl-
mörgum öðrum verkefnum en
líkamsrækt. Fáir vita það um
Arnar að hann er menntaður
húsasmiður og er alþjóðlegur
kynbótadómari hesta. Hann
vinnur þó helst við einkaþjálf-
un í dag.
Ívar hefur stýrt vinsælasta
morgunþætti á Bylgjunni til
margra ára og er dagskrárstjóri
á Bylgjunni. En er eitthvað sem
fólk veit ekki um þá félaga?
„Já,“ segir Arnar og hlær. „Ég
er í raun og veru marsbúi sem
var sendur til jarðar til að koma
fólki í form og kenna því að
hugsa um heilsuna.“ Ívar skell-
ir upp úr. „Ég á ekki neitt svona
leyndarmál. Nema þá helst að
ég er algjör sælgætisgrís. Ég hef
barist við nammipúkann í mér
í mörg ár. Þess vegna var fyrsta
varan sem við framleiddum
kannski einmitt með súkkul-
aðibragði. Ég er annars mikill
miðjumaður. Trúi ekki á öfgar
og vil meðalhófið í þessu. Ég er
nú ekkert að háma í mig sæl-
gætið. Fæ mér stundum kók og
Prins Póló eða KitKat sem er í
uppáhaldi í seinni tíð.“
5 óbrigðul ráð Ívars
1. Best er að ákveða í byrjun dags
að þetta verði góður dagur.
2. Mundu að þú átt bara einn
líkama og hann þarf að endast.
Ekki troða þig út af rusli því þú
ert ekki ruslakista
3. Hreyfðu þig á hverjum degi,
aukin hreyfing þýðir meiri orka
og þú kemur meiru í verk.
4. Skrifaðu niður skammtíma- og
langtímamarkmið. Það er
líklegra að þú náir þeim ef þú
hefur þau niðurskrifuð og kíkir á
þau reglulega.
5. Að vera í formi er lífsstíll ekki
átak.
5 óbrigðul ráð Arnars Grant
1. Borða morgunmat sem inni-
heldur rétt magn af kolvetnum,
fitu og próteinum. Og það
fjölbreyttan að það fáist flest
þau vítamín og steinefni sem
líkaminn þarf á að halda.
2. Drekka oft vatn á dag. Samtals
um 2 lítrar fyrir utan það
sem drukkið er með mat og á
æfingum.
3. Hreyfa sig 1 klukkutíma á dag.
4. Ekki sofa of mikið né of lítið.
7–8 tímar hentar flestum full-
komlega.
5. Verum glöð og hress. Þú getur
valið hvort þú ert glaður eða
fúll. Vel gefið fólk snýr öllu upp
í jákvæða hluti og líður þar af
leiðandi betur.
Svona kemstu í form
Nánir vinir „Við erum bestu vinir og
hittumst oft með fjölskyldurnar utan
vinnutíma,“ segir Arnar um vináttu
þeirra félaga og bætir því við að þeir
hafi aldrei rifist.