Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport 3. ágúst 2011 Miðvikudagur V iðræður milli eigenda NBA-liðanna og leik- mannasamtakanna sigldu enn einu sinni í strand á mánudaginn þegar allir aðilar hittust undir forystu Davids Sterns, yfirmanns NBA-deildarinnar. Deildin er frosin eins og staðan er og hefur ekkert lið hafið æfingar. Ef svo fer sem horfir verður engin NBA- deild í vetur en deilendur virð- ast alls ekki geta komist að sam- komulagi. Deilan snýst að sjálfsögðu um peninga en eigendur lið- anna vilja róttækar breytingar á launastrúktúr deildarinnar. Þeir segjast hafa tapað yfir 300 milljón dollurum á síðasta ári eða því sem nemur 35 milljörð- um króna. Leikmannasamtökin undir forystu Laker-mannsins Dereks Fischers viðurkenna tap- ið en segja það ekki jafnmikið og eigendurnir vilja halda fram. Þeir eru aftur á móti harðlega á móti nýja harða launaþakinu sem eig- endurnir vilja, launaskerðing- unni sem fyrirhuguð er og hversu langir samningar mega vera. Bæði leikmenn og eigendur hafa komið með hinar og þessar tillögur en í grunninn vilja báð- ir aðilar fá sem mestan pening. Sagði David Stern að nákvæm- lega ekkert hefði þokast áfram á fundi á mánudaginn. Eins og staðan er virðist lausn ekki ná- lægt því að vera í sjónmáli sem þýðir að íþróttaáhugamenn verða án NBA í vetur. Margar NBA-stjörnur hafa sagst vera tilbúnar að spila í Evr- ópu í ár og gæti þar orðið algjör gósentíð hjá liðum sem hafa efni á risastjörnum. Besti körfubolta- maður heims, Kobe Bryant, hef- ur meira að segja sagst vera klár í að spila með Besiktas í Tyrklandi finni þeir milljón dollara á mán- uði til að leggja inn á hann. Miðað við körfubolta- áhugann í Besiktas sem kristall- aðist með komu Allens Iversons síðasta sumar til liðsins er ekki ólíklegt að svo fari. tomas@dv.is Hæpið að spilað verði í NBA n Deilur eigenda og leikmanna sigla í strand Gæti farið til Tyrklands Kobe Bryant hefur sagst vilja milljón dollara á mánuði til að spila með Besiktas verði engin NBA-deild. MynD ReuTeRs Meistaraliðin mætast Pepsi-deild karla hefst aftur í kvöld, miðvikudag, eftir versl- unarmannahelgi. Fimm leikir eru á dagskrá en þar ber lík- lega hæst viðureign Íslands- meistara Breiðabliks og bikar- meistara FH. Fyrir norðan geta Þórsarar farið að kveðja fall- drauginn endanlega hafi þeir sigur á Fram. Víkingar eiga gríðarlega mikilvægan heima- leik gegn Stjörnunni og þá taka Valsmenn á móti Grinda- vík. Allir þessir leikir hefjast klukkan 19.15 en leikur Fylkis og ÍBV hefst í Árbænum klukk- an 18.00. Leik KR og Kefla- víkur er frestað vegna farar Vestur bæinga til Georgíu. Redknapp snýr sér að Llorente Leit Tottenham að heims- klassa framherja sem getur komið liðinu aftur í Meist- aradeildina heldur áfram. Um helgina mistókst Lund- únafélaginu að landa Mirko Vucinic frá Roma en hann samdi við Juventus. Er Harry Red knapp nú aftur farinn að skoða spænska landsliðsfram- herjann Fernando Llorente sem skoraði 19 mörk með Bilbao í fyrra. Verðmiðinn hef- ur þó ekkert breyst á Llorente en hann er falur fyrir 43 millj- ónir punda samkvæmt klásúlu í samningi hans. Tottenham hefur áður hætt við kaup á Llorente vegna þessarar upp- hæðar sem og Englandsmeist- arar Manchester United, en Tottenham-menn eru að verða nokkuð örvinglaðir í leit sinni. Uppgjör efstu liða Valskonur geta komist á topp Pepsi-deildar kvenna á fimmtudagskvöldið þegar þær sækja heim topplið Stjörn- unnar. Stjarnan er með tveggja stiga forskot á Íslands- og bik- armeistara Vals sem hafa verið á miklu skriði og fengu nýlega til sín landsliðskonuna Hólm- fríði Magnúsdóttur. Þegar liðin mættust á Vodafone-vellinum í þriðju umferð hafði Valur betur, 2–1. Sigur Stjörnunnar kæmi henni í þægilegt fimm stiga forskot og er því allt und- ir á gervigrasinu í Garðabæ á fimmtudaginn. Þ að er frekar skrýt- ið að vera að yfir- gefa Eyjuna sína. Ég er náttúrulega búinn að búa hér í tuttugu og eitt ár,“ segir miðvörður- inn frábæri Eiður Aron Sig- urbjörnsson hjá ÍBV. Sænska liðið Örebro hefur gengið frá kaupum á Eiði sem er einn- ig búinn að semja um kaup og kjör. Hann spilar sinn síð- asta leik með sínu uppeldis- félagi gegn Fylki í Árbænum í kvöld, miðvikudag, og heldur síðan utan til Svíþjóðar. Eið- ur Aron hefur staðið vaktina í hjarta varnar ÍBV undanfar- in þrjú ár og orðið betri með hverjum leiknum. Hann er al- mennt talinn einn besti mið- vörður Pepsi-deildarinnar þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs en sérstök dómnefnd fag- aðila knattspyrnuvefsíðunnar fotbolti.net valdi hann einmitt þann besta í deildinni. Á eftir honum komu þeir Grétar Sig- finnur Sigurðarson, hjá KR, og samherji hans í Eyjum, Dan- inn Rasmus Christiansen. Útsendarar sáu tapleik Gengi ÍBV undanfarin tvö tímabil hefur verið mjög gott en liðið var hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitl- inum síðastliðið haust. Liðið tapar ekki mörgum leikjum en útsendarar Örebro völdu þó ekki besta leikinn til að horfa á. Mættu þeir á 2–0 tap Eyja- manna gegn fallkandídötum Grindavíkur. „Umboðsmaður- inn minn hringdi í mig eftir þann leik og sagði mér að ein- hverjir kallar hefðu verið þarna frá Örebro. Af öllum leikjum mættu þeir á þennan. Þeir voru samt víst virkilega hrifnir af mér og eftir það byrjaði þetta að rúlla. Þetta hefur gengið nokk- uð hratt fyrir sig. Það eru tvær vikur síðan ég heyrði af þessu fyrst og nú er þetta frágengið,“ segir Eiður Aron sem er ánægð- ur með hversu vel honum gekk að semja við Svíana. „Ég sagði umboðsmannin- um mínum hvað ég vildi fá og þeir samþykktu það strax. Það var alveg rosalega kósí að þurfa ekki að vera í neinum samn- ingaviðræðum. Ég var bara ekki að nenna því núna,“ segir Eyja- peyinn sem hefur þó ekki kynnt sér Örebro-liðið mikið. „Jeffsy [Ian Jeffs innsk. blm] spilaði þarna og sagði að þarna væru toppaðstæður og frábært að búa. Konan hans vildi helst ekki yfirgefa staðinn þegar hann þurfti að fara aftur til Íslands.“ Keyptur beint í byrjunarliðið Eiður Aron átti að vera farinn til Örebro en Eyjamenn vildu að hann spilaði leik til viðbótar eftir bikartapið gegn Þór. „Það átti að vera síðasti leikurinn en Eyjamenn heimtuðu að ég fengi að enda á sigurleik. Við munum því gera okkar besta til að vinna hann. Auðvitað hefði ég frekar viljað enda á heima- leik en ég er bara sáttur við að klæðast hvítu treyjunni einu sinni enn,“ segir Eiður Aron sem býst við að ganga beint inn í byrjunarlið Örebro. „Umboðsmaðurinn minn sagði að þeir væru búnir að selja einn miðvörð og ég færi því beint í liðið. Það verður samt auðvitað samkeppni en þeir eru að kaupa mig í fyrstu ellefu. Það er gott að staðan sé mín til að tapa,“ segir hann en í Örebro, sem er sjöunda stærsta borg Svíþjóðar, bíður Eiðs lítil íbúð. „Þeir eru búnir að redda fyrir mig pinkulítilli íbúð sem ég verð í fyrstu vikuna eða tvær. Svo þurfum ég og kærast- an mín að leita okkur að ein- hverju stærra. Kærastan kem- ur og Örebro borgar fyrir hana nám. Þeir hugsa greinilega vel um sína þarna úti eins og Eyja- menn,“ segir Eiður Aron sem hefur eytt síðustu dögum í að kveðja sitt fólk. „Ég er búinn með stóran kvóta í Eyjum en ég býst við að koma upp á land í dag [þriðju- dag]. Ég á líka skyldmenni í bænum sem ég þarf að kveðja. Maður má ekki gleyma nein- um og skilja einhvern eftir reiðan,“ segir Eiður Aron Sigur- björnsson léttur að lokum. „Heimtuðu að ég fengi að enda á sigurleik“ ungur og efnilegur Eiður Aron er aðeins 21 árs en hefur staðið í hjarta varnar ÍBV undanfarin þrjú ár. MynD FóTbolTi.neT n eiður Aron sigurbjörnsson gengur í raðir Örebro n spilar kveðju- leik með ÍbV gegn Fylki á miðvikudagskvöld n Keyptur beint í byrjunarliðið n svíarnir borga nám fyrir kærustuna Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti „Umboðs­ maðurinn minn sagði að þeir væru búnir að selja einn miðvörð og ég færi því beint í liðið. Öflugur Eiður Aron í baráttu við Kristin Steindórsson, leikmann Íslands- meistara Breiðabliks. MynD FóTbolTi.neT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.