Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 19
O rð hafa afleiðingar Ég trúi ekki að Anders Be- hring Breivik sé geðveikur. Atburðirnir í Osló og á Ut- øya voru hryllilegri en orð fá lýst. Fórnarlömb Breiviks voru ung, sak- laus og varnarlaus. Hvers vegna hann gæti mögulega talið dauða þeirra vera markmiði sínu – að koma múslimum úr Noregi – til framdráttar er flestum ómögulegt að skilja. Heimssýn geðveiks einstaklings einkennist hins vegar af dómgreindar- og samhengisskorti og að mati Brei- viks og þeirra sem deila heimsmynd hans voru gjörðir hans rökréttar. Í hans augum voru vinstri stjórn- málaflokkarnir hættulegir Noregi og norskri menningu vegna stefnu þeirra í innflytjenda- og mannréttindamál- um. Hans stríð var ekki gegn múslim- um, sem hann álítur ómennska, held- ur gegn samlöndum sínum sem veittu óvininum aðgang inn í föðurlandið. Það væri tilgangslaust að hreinsa land- ið af íslömsku sýkingunni án þess að skera sárið, inngangspunktinn, fyrst af líkamanum. Innlendu svikararnir eru í augum Breiviks hættulegasti óvinur- inn. Þess vegna verða þeir (og börn þeirra) að deyja. Sköpunarverk öfgaafla Það væri grunnfærnislegt að skella allri sökinni á hægri öfgamenn Norð- ur-Evrópu og Ameríku. Gildi íslams eru að sumu leyti ósamrýmanleg gild- um frjálsra, lýðræðislegra þjóðfélaga. Meðferð kvenna í mörgum löndum múslima er andstyggileg. Dauðadóm- ar yfir þeim sem snúa frá íslam eru villimannlegir. Engu að síður verða fjölmiðlarnir, bloggararnir og stjórnmálamennirn- ir sem hvöttu Breivik til dáða að taka ábyrgð á sköpunarverki sínu – heimi þar sem aðgerðir hans voru fullkom- lega rökréttar. Orð hafa ábyrgð, eins og Hitler ætti að hafa kennt okkur, og af- leiðingar krafna um „þjóðernishreins- anir“ geta aðeins endað á einn hátt. Skoðanir Breiviks eru því miður á nákvæmlega sömu bylgjulengd og hatrið og fáfræðin sem fjölmiðlar eins og Faux News (þeir kalla sig Fox News) dreifa 24/7 yfir heimsbyggðina og sem bergmálar svo endalaust frá smærri útpóstum – í sumum ríkjum Banda- ríkjanna er næstum ómögulegt að finna útvarpsstöð sem útvarpar öðru en áróðri og hugarórum bókstafs- trúarfasista. Hættulegur haturskúltúr Þessi öfgastefna, sem er orðin ein hættulegasta ógn við siðmenntuð þjóðfélög, snýst ekki um kirkjusöfn- uði og kirkjur heldur um hugsunar- hátt með eigin kúltúr, dægurstjörnur og eiturpenna í fullu starfi. „Við ættum að gera innrás í lönd þeirra (múslima), drepa leiðtoga þeirra og snúa þeim til kristni,“ skrifaði Ann Coulter. Reyndar kemur lýsingin á Breivik – hægrisinnaður, kristinn, anti-ríkis- vald, anti-innflytjendur og byssu- sjúkur – heim og saman við marga af nýjustu þingfulltrúum repúblikana. Þessir byssu- og biblíuberandi bók- stafstrúarþingmenn hata Obama og vinstrimenn og fyrirlíta menntun – enda óþarfi fyrir þá sem hafa beina línu til himnaforeldrisins. Leiðbein- ingarnar að ofan, þó þær innihaldi fyr- irmæli um hryðjuverk, eru guðs vilji. Tepartímeðlimir mæta vopnaðir á bæjar- og sveitarstjórnafundi. Aðdá- andi Söruh Palin gargaði við mikinn fögnuð um forseta Bandaríkjanna á aðalfundi repúblikana: „Obama er hryðjuverkamaður, drepið hann!“ Morðhvatningar stjórnmála- manna Stjórnmálamennirnir sjálfir hika held- ur ekki við morðhvatningarnar. Einn frambjóðandi repúblikana í öldunga- deildarkosningunum í fyrra, Sharron Angle, sagði í viðtali: „People are really looking toward those Second Amend- ment remedies…what can we do to turn this country around? I’ll tell you the first thing we need to do is take Harry Reid out.“ Fólk er virkilega að líta til úrræða annarrar stjórnarskrár- breytingarinnar… (um rétt til að bera vopn)…hvað getum við gert til að snúa við blaðinu hér… ég get sagt þér að það fyrsta sem við þurfum að gera er að „taka út“ Harry Reid.” (take s-one out – að myrða, drepa e-n). „Svona talsmáti er ekki kostnaðar- laus,“ sagði starfsmaður CIA og ráð- gjafi um hryðjuverkastarfsemi í viðtali við New York Times. Margir báðu Pal- in – sem hvatti kjósendur til að „hlaða og miða“ á demókrata – um að draga úr ofbeldistali fyrir kosningarnar. Ein þeirra var þingkonan Gabrielle Gif- fords, sem varaði við „afleiðingum“ slíkrar ræðumennsku. Hana hefur vart órað fyrir hve persónulegar afleiðing- ar afstaða hennar hafði, en í janúar var hún skotin í höfuðið af öðrum öfga hægrisinnuðum hryðjuverkamanni. Gæti ekki gerst á Íslandi? Við skulum ekki telja okkur trú um að þetta geti ekki gerst á Íslandi. Við erum ekkert öðruvísi en önnur þjóð- félög – nema síður sé – hvað varð- ar skiptingu heimsins í Okkur gegn Þeim. Við fluttum inn verkafólk frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum þeg- ar tíðin var góð, en þeir gátu hypjað sig þegar harðna fór í ári. Okkar stjórn- málamenn eru jafn fúsir lýðskrum- arar og kollegar þeirra hvar sem er í heiminum og íslenskir eiturpennar sem á bloggsíðum leggja til ofbeldi og nauðganir á stjórnmálamönnum sem þeim líkar ekki við eru ekkert öðruvísi en útlendir haturshvatafélagar þeirra. Það er kaldhæðnislegt að á þeim áratug sem liðinn er frá 9/11 gætu Bandaríkin hafa breyst úr því að vera sjálfskipuð fyrirmynd lýðræðis og frelsis í að vera, í nafni heilags anda, heimsins helsti útflutningsaðili of- beldis og haturs. Hið geigvænleg- asta er að gjöreyðing krefst ekki leng- ur hernaðaraðgerða heilla þjóða. Það þarf bara einn til, eins og Anders Brei- vik og Timothy McVeigh hafa sýnt. „Við höfum séð óvininn og hann er við sjálf.“ Bin Laden hlýtur að hlæja í helvíti. Umræða | 19Miðvikudagur 3. ágúst 2011 Hvað er það besta við sumarið? „Ætli það sé ekki útiveran og íslenska deildin í fótbolta.“ Stefán Gunnar Stefánsson 18 ára þjónn á Thorvaldsen „Spila golf og drekka bjór.“ Hafsteinn Kristinsson 42 ára fjárfestir „Tíminn. Sumarið er tíminn.“ Haukur Ingi Jónsson 35 ára athafnamaður „Ef ég væri ekki að vinna þá væri það sumarfrí.“ Davíð Hanssen 40 ára matreiðslumaður „Sólin, útilegur og góður félagsskapur.“ Kara Rut Hanssen 21 árs þjónn í veiðihúsi 1 Með’ann á heilanum Henrý Þór: Þjóðin er með Davíð Oddsson á heilanum en sér ekki Jón Ásgeir. 2 Óttast að Breivik verði byrlað eitur Sólarhringsvöktun á norska fjöldamorðingjanum. 3 Tryggvi Þór og rotturnar Sand-korn: Alþingismaðurinn beinir bloggfærslu til þeirra sem vega að honum þar sem hann líkir fjölmörgum óvinum sínum við rottur. 4 Þingmenn kvöddu Sævar Cie-sielski Sævar var jarðsunginn á þriðudag í Dómkirkjunni og var það séra Örn Bárður Jónsson sem jarð- söng hann. 5 Háseti á Goðafossi sendur í fangelsi Benedikt Pálmason var dæmur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla tæplega fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. 6 Útför Sævars Ciesielski í dag Sævar lést í Kaupmannahöfn þann 12. júlí síðastliðinn eftir höfuðhögg. 7 Grunaður nauðgari fari í gæslu-varðhald Tvítug kona sakar manninn um nauðgun í Herjólfsdal og mun hann sitja í gæsluvarðhaldi í viku. Mest lesið á dv.is Myndin Er hann að fá’ann? Þessi renndi fyrir fisk í höfninni í Reykjavík fyrir stuttu þegar ljósmyndara bar að garði en ekki fylgir sögunni hvort hann hafi veitt í soðið í þetta skiptið. MynD GunnaR GunnaRSSon Maður dagsins Nokkrar krónur geta bjargað mannslífi Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson ljósmyndari ætlar að gefa ágóðann af sölu mynda sem hann tók í Búrma til hjálparstarfs Rauða krossins. Þorkell fór til Sómalíu þegar hungursneyð var í landinu árið 1992 en ferðin hafði mikil og mótandi áhrif á hann. Hvað drífur þig áfram? „Ég reyni bara að vera góður við sjálfan mig og aðra.“ Hvar ert þú alinn upp? „Ég er alinn upp í Vesturbænum í Reykjavík.“ af hverju ætlar þú að gefa ágóðann af sölu myndanna til Rauða kross- ins? „Ég hef verið að vinna í verkefnum sem tengjast mannúðar- og hjálparstarfi og fór til Sómalíu árið 1992. Sú ferð hafði mjög mótandi áhrif á mig sem ljósmyndara og sem manneskju. Ég veit að sömu hörmungarnar eiga sér stað þarna núna og í raun þarf svo lítinn pening til að bjarga einu mannslífi.“ Hvernig er ástandið í Sómalíu í dag? „Ef það er einhvers staðar verulega erfitt og vont ástand þá er það þar. Þurrkar og óöld hafa búið til hörmungar sem verður ekki lýst með orðum.“ Hvaða áhrif hafði það á þig að koma til Sómalíu? „Tuttugu árum síðar er ég enn að hugsa um þessa ferð. Þessi upplifun hafði mikil og mótandi áhrif á mig – hvernig ég hugsa og hvað ég geri. Ég veit að einn maður getur ekki breytt þessu ástandi en með því að gefa pening gerum við líf þessara sam- systkina okkar örlítið skárra.“ Ert þú bjartsýnn á framtíðina? „Ég er bjartsýnn að því leytinu til að ég hef trú á því að svona ástand geti ekki varað endalaust. Ef það tekst að koma á friði, þá verður allt hægt.“ Hvar er hægt að nálgast myndirnar? „Við erum með lítið gallerí í Borgarnesi sem heitir Gallerí Gersemi. Ég hvet fyrirtæki og þá einstaklinga sem geta til að styrkja söfnunina með því að kaupa mynd á 100 þúsund krónur. Á bak við þá upphæð eru 50–70 líf.“ Hvað er næst á dagskrá? „Ég er að reka mitt fyrirtæki og leita mér að vinnu. Svo eru vonandi einhver spennandi verkefni fram undan.“ Orð hafa afleiðingar Dómstóll götunnar „Þessi öfgastefna, sem er orðin ein hættulegasta ógn við sið- menntuð þjóðfélög, snýst ekki um kirkjusöfnuði og kirkjur heldur um hugsun- arhátt með eigin kúltúr, dægurstjörnur og eitur- penna í fullu starfi. Kjallari Íris Erlingsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.