Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 14
Helgarblað 8.–11. ágúst 201414 Fréttir
LýtaLæknar neita enn
að veita uppLýsingar
n Málið til athugunar hjá Persónuvernd n Þarf að vera mun meiri áhersla á sálfélagslega líðan kvenna, að mati hjúkrunarfræðinga
L
ýtalæknar eru sá hópur sem
hefur staðfastlega neitað að
gefa nokkrar upplýsingar,“ seg
ir Geir Gunnlaugsson land
læknir í samtali við DV. Geir
segir embættið hafa sent út bréf í
byrjun maí til lýtalækna og nokkurra
annarra sérfræðinga þar sem ítrekað
er enn einu sinni að ákveðnar upplýs
ingar verði veittar. Hann segir Lækna
félag Íslands hafa gert athugasemd
ir við bréfið og sent fyrirspurn til
Persónuverndar vegna málsins. Er
málið nú til skoðunar þar og íhugar
landlæknisembættið jafnframt hvert
næsta skref hjá því verður.
Geir segir að fyrir utan lýtalækna
hafi nokkrir sérfræðingar í hópn
um, sem höfðu ekki gengið frá sín
um málum gagnvart embættinu, gert
það í kjölfar ítrekunarinnar. Aðspurð
ur segist Geir ekki vita hvenær megi
vænta svars frá Persónuvernd og að
svona mál séu seinunnin. „Við höf
um stefnt að því að gera þetta í eins
góðri sátt og mögulegt er,“ segir hann.
En kemur þá ekki til greina að svipta
menn starfsleyfi, líkt og landlækn
ir getur gert, lögum samkvæmt? „Ég
ætla ekki að gefa út neinar yfirlýs
ingar um hvað kemur til greina og
hvað kemur ekki til greina,“ segir Geir.
Hafnar rökum lýtalæknis
Hann segir nokkra sérfræðinga í
hópnum, auk lýtalækna, segja upp
lýsingagjöfina varða við lög um
persónuvernd. Spurður segir Geir
lýtalækna verða að svara því hver
rökin séu fyrir því að um sé að ræða
viðkvæmari eða öðruvísi gögn en í
tengslum við aðrar aðgerðir. „Eigin
lega verða þeir að svara því. Ég sé
engan mun,“ segir hann.
Þórdís Kjartansdóttir, þáverandi
formaður Félags íslenskra lýtalækna,
sagði í samtali við mbl.is í apríl að
veiting upplýsinganna stangist á við
lög um gagnaöryggi. Landlæknir
hafnar þessum rökum. „Ég hafna því.
Við höfum sagt að gögnin eru örugg
lega geymd, eins og öll önnur gögn
úr heilbrigðisþjónustunni, þau eru
geymd við hæsta öryggisstig,“ segir
Geir.
Snýst fyrst og fremst um trúnað
við sjúklinga
Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna
félags Íslands, segist telja eðlilegast
að bíða og sjá hvað Persónuvernd
hafi um málið að segja, áður en
nokkuð verði aðhafst. Að hans sögn
fór stjórn Læknafélagsins með mál
ið til Persónuverndar fyrir hönd fé
lagsmanna sem til þeirra hafa leitað,
en í þeim hópi segir hann vera lækna
úr alls fimm sérgreinum, þar á meðal
hópur af geðlæknum. „Þessir lækn
ar, þeir hafa kannski meiri áhyggjur
af þessu en ýmsir aðrir læknar,“ segir
Þorbjörn í samtali við DV, en upp
lýsingarnar sem þessir læknar eru
krafðir um eru þær sömu og óskað
hefur verið eftir frá öðrum læknum
og þeir hafa veitt.
Hann segir málið snúast fyrst
og fremst um trúnað við sjúklinga.
„Þetta snýst náttúrlega líka um um
fangið á upplýsingunum, hvort að
þetta sé umfram þær heimildir sem
lög og reglur raunverulega heimila,“
segir Þorbjörn. Hann segist vita til
þess að einhverjir úr hópnum hafi
boðist til þess að afhenda upplýs
ingar á einhvers konar yfirlitsformi.
Halla Fróðadóttir, formaður Fé
lags íslenskra lýtalækna, vísaði í sam
tali við DV fyrirspurnum um málið á
formann Læknafélags Íslands.
Skortur á haldbærum
rannsóknum
Hin fullkomnu sköp nefnist lokaverk
efni þeirra Eyglóar Einarsdóttur og
Hildar Þóru Sigfúsdóttur í hjúkrunar
fræði við Háskóla Íslands, en þær
Eygló og Hildur Þóra útskrifuðust
sem hjúkrunarfræðingar í júní síð
astliðnum. Er um að ræða heimilda
samantekt um skapabarmaaðgerðir
en skortur á upplýsingum um þær
reyndist vera algengur bæði hér á
landi og erlendis. „Við rákumst á það
í okkar heimildaleit að það er lítið til
um þetta efni og helstu punktarnir
sem við fengum út úr þessu voru
í rauninni þeir að það er skortur á
haldbærum rannsóknum um að
gerðirnar og þær rannsóknir sem
hafa verið gerðar, og sem við skoðuð
um, eru oft á tíðum einsleitar og úr
takið lítið. Það eru náttúrlega engar
rannsóknir til á Íslandi og það er
eiginlega ekki hægt að lýsa umfangi
aðgerðanna hér á landi út af því að
tíðnitölurnar eru ekki aðgengilegar,“
segir Eygló í samtali við DV. Það er því
erfitt að draga áreiðanlegar ályktanir
út frá niðurstöðum þeirra rannsókna
sem hafa verið gerðar. Helstu ástæð
ur sem konur tilgreindu fyrir aðgerð
voru óánægja með útlit eða líkamleg
óþægindi. Þær voru almennt ánægð
ar með aðgerðina og í þeim fimm
rannsóknum þar sem fjallað var um
eftirfylgni komu fá vandamál í ljós.
Athygli þeirra Eyglóar og Hildar Þóru
vakti að hagsmunaaðilar voru hluti
rannsóknarhóps í fjórum af ellefu
rannsóknum sem þær skoðuðu, sem
getur haft áhrif á áreiðanleika niður
staðna.
Lýtalæknar fengið árlegt bréf
frá 2007
Í febrúar síðastliðnum óskaði Líneik
Anna Sævarsdóttir, þingkona Fram
sóknarflokks, eftir upplýsingum um
þær reglur sem gilda um upplýs
ingagjöf lýtalækna til landlæknis um
lýtaaðgerðir. En frá því hafði þá verið
greint að lýtalæknar hefðu um árabil
neitað landlækni um upplýsingar
Erla Karlsdóttir
erlak@dv.is „Þau eru
geymd við
hæsta öryggis-
stig
S
igríður Dögg Arnardóttir kyn
fræðingur undirbýr þessa
dagana útgáfu bókar sem
nefnist Kjaftað um kynlíf við
börn og unglinga – Fullorðnir fræða
og ræða. Í bókinni verða myndir af
kynfærum 50 manns á aldrinum 20
til 60 ára, og er tilgangurinn að sýna
fjölbreytileika kynfæra. Í síðustu
viku birti Sigríður hluta af mynd
unum á vefsíðu sinni. „Ég hef mætt
ótalmörgum mýtum og fordóm
um gagnvart kynfærum, sérstaklega
píkunni, og mér þykir því mikilvægt
og tímabært að fjalla opinskátt og
hreinskilnislega um kynfærin,“ seg
ir Sigríður á heimasíðu sinni. Mikill
áhugi var á myndatökunum og mun
sú síðasta fara fram í ágúst.
Snýst líka um kynlíf
Sigríður segir suma hafa tekið þátt í
myndatökunum vegna þess að þeir
vildu ekki að einhverjir aðrir myndu
ganga í gegnum það sama og við
komandi hefðu sjálfir upplifað í
tengslum við útlit kynfæra sinna.
Spurð segir Sigríður umræðuna um
útlit kynfæra þurfa að snúast meira
um sálfélagslegu hliðina. Hún seg
ir umræðuna vera stóra og að hún
snúist líka um kynlíf. „Hvernig við
hugsum um kynlíf og hvað við fók
userum alltaf á kynfærin og jafn
vel ranga staði á kynfærunum. Það
finnst mér líka alltaf svo ótrúlega
áhugavert og ég tek alltaf sérstak
lega fram í fræðslunni að þetta
sé ekkert spurning um eitthvert
ákveðið notagildi eða útlit eða að
einhver hönnun sé betri en önnur
þegar kemur að kynfærunum. Það
er svo margt annað sem þú þarft
að vita heldur en bara að mæta á
svæðið með einhver kynfæri. Það
skiptir ekki máli hvort það sé typpi
eða píka, ef þú í rauninni veist
ekki hvernig líkaminn virkar og þú
skilur þetta ekki þá verður þetta
aldrei eitthvað frábært. Þú færð
ekkert bestu fullnæginguna af því
að typpið er stærra eða píkan með
minni barma eða stærri barma eða
snípurinn ofarlega,“ segir Sigríður.
Alltaf meira sem hangir á
spýtunni
Spurð hvort hún telji vera háværari
þá umræðu í þjóðfélaginu að leita
til læknis frekar en að tala meira
um fjölbreytileika kynfæra og efla
sjálfstraust fólks. „Þú sérð það al
veg á geðlyfjanotkun Íslendinga.
Við niðurgreiðum geðlyf en við
niðurgreiðum ekki sálfræðiþjón
ustu,“ segir Sigríður og bætir við að
Íslendingar séu hliðhollir læknum.
„Ég meina, hvað ætlar þú svo að
gera eftir aðgerðina? Ertu að fara að
bíða eftir því að einhver hrósi því
hvað píkan á þér lítur miklu betur
út? Það er kannski ekkert það sem
þú vilt, þetta er alltaf flóknara. Það
er alltaf meira sem hangir á spýt
unni en í rauninni bara það sem
læknirinn getur gert, myndi ég
telja,“ segir Sigríður. n
Ekki spurning um eitthvert ákveðið útlit
„Tímabært að fjalla opinskátt og hreinskilnislega um kynfærin“
Enginn munur
Landlæknir segir
engan mun á gögn-
um um lýtaaðgerð-
ir og aðrar aðgerðir.
Mynd Sigtryggur Ari