Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 15
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fréttir 15 LýtaLæknar neita enn að veita uppLýsingar n Málið til athugunar hjá Persónuvernd n Þarf að vera mun meiri áhersla á sálfélagslega líðan kvenna, að mati hjúkrunarfræðinga um lýtaaðgerðir og borið við sjón­ armiðum persónuverndar. Engar tölur um umfang og eðli lýtaað­ gerða liggja því fyrir hjá heilbrigðis­ yfirvöldum þrátt fyrir að embætti landlæknis hafi sent lýtalæknum árlegt bréf frá árinu 2007 þar sem óskað er upplýsinga um starfsemi þeirra. Eygló segir þær hafa feng­ ið svipuð svör hjá lögfræðingi hjá landlæknisembættinu, og hafi komið fram í fréttum í vetur. Lýta­ læknar segja þessa upplýsingagjöf vera brot á persónuverndarlög­ um. „Upplýsingarnar um sjúkling­ ana eru dulkóðaðar í gögnunum og við í rauninni áttuðum okkur ekki á því hvers vegna upplýsingarnar væru ekki aðgengilegar og af hverju þetta liðist,“ segir Eygló. Ef heil­ brigðisstarfsmaður skilar ekki inn þessum upplýsingum, brýtur það í bága við ákvæði í heilbrigðislög­ gjöf landsins. Þá getur landlæknir, lögum samkvæmt, gefið viðkom­ andi tillögur að úrbótum og í kjöl­ farið áminningu. Ef áminningin skilar ekki árangri getur landlækn­ ir svipt starfsmanninn starfsleyfi tímabundið eða að fullu. Þarf að kafa dýpra ofan í ástæðurnar Eygló og Hildur drógu þá ályktun út frá niðurstöðum þeirra rannsókna sem þær skoðuðu, að það væru tvö sjónarmið ríkjandi. Annars vegar að aðgerðirnar séu óþarfi og að þetta sé bara tilbúin þörf en hins vegar að þetta sé lausn á vandamáli sem hefur valdið konum erfiðleik­ um. „En ef raunin er sú að aðgerð­ um á kynfærum kvenna er að fjölga hér á landi þá þarf náttúrlega að bregðast við því og fræða almenn­ ing, sérstaklega ungt fólk, um kyn­ færi og þann fjölbreytileika sem á að ríkja þar, líkt og í sambandi við aðra líkamshluta,“ segir Eygló. Hún segir að þeim þyki alvar­ legt ef þróunin í vestrænum sam­ félögum í tengslum við fegrunar­ aðgerðir sé orðin sú að það sé farið að framkvæma þær á jafn persónu­ legum stöðum og kynfærin eru. „ Okkar mat er að það þarf að vera mun meiri áhersla á sálfélagslega líðan kvenna og það þarf að skapa vettvang þar sem konur geta rætt hvað liggur að baki þeirri löngun að fara í aðgerð og draga þá ályktanir út frá siðfræðilegri hugsun og gagn­ rýna þær hugmyndir sem búa að baki þeirri ákvörðun að fara í skapa­ barmaaðgerð í stað þess að gagn­ rýna aðgerðina sjálfa,“ segir hún. Eygló segir að sjónarmið ljósmæðra og kvensjúkdómalækna varðandi aðgerðina hafi komið skýrt fram í fjölmiðlum og ummæli oft á tíðum harðorð. „En okkur fannst kannski pínu vanta að kafa aðeins dýpra ofan í þetta. Af hverju viltu fara í þessa aðgerð? Komast að því hvað liggur að baki þessari löngun,“ segir hún. n Hjúkrunarfræðingar Hildur Þóra (t.v.) og Eygló fjölluðu um skapabarmaaðgerðir í lokaverkefni sínu í hjúkrunarfræði. Eygló segir upplýsingar um aðgerðirnar skorta hér á landi og erlendis. Mynd Aðsend Meiri áhyggjur „Þeir hafa kannski meiri áhyggjur af þessu en ýmsir aðrir læknar,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna- félags Íslands, um hóp sérfræðinga sem hefur leitað til félagsins vegna málsins. Í slandsbanki neitar að upplýsa um hvort fyrirtækið hafi boð­ ið völdum viðskiptavinum sín­ um í boðsferðir í laxveiði. Þetta kemur fram í svari frá bankan­ um við fyrirspurn DV um boðsferð­ irnar. Íslandsbanki er þar með eini bankinn, af stóru viðskiptabönk­ unum þremur, sem ekki vill svara fyrirspurnum DV um boðsferðir bankans í laxveiði. Í DV á miðviku­ daginn var greint frá svörum bæði Arion og Landsbankans um boðs­ ferðir bankanna í laxveiði. Í svari frá Arion kom fram að bankinn byði viðskiptavinum sínum í tvær boðsferðir í sumar. Arion vildi ekki taka fram í hvaða ár hann byði. Um er að ræða fyrstu tvær boðsferð­ irnar í laxveiði sem bankinn býð­ ur í frá bankahruninu árið 2008. Landsbankinn, sem íslenska ríkið á 98 prósent í, svaraði því hins vegar til að hann byði ekki boðsferðir í laxveiði. Trúnaðarmál Í svarinu frá Íslandsbanka kemur fram að spurningum um viðskipta­ tengsl bankans verði ekki svarað. Orðrétt hljómar svarið svona: „Ís­ landsbanki svarar ekki fyrirspurn­ um sem tengjast viðskiptatengslum bankans þar sem þau eru trúnaðar­ mál. Það skal þó upplýst að bank­ inn hefur sett sér skýrar verklags­ reglur um viðskiptatengsl sem regluvörður bankans tryggir að sé framfylgt.“ DV hefur ekki heimild­ ir fyrir því, líkt og blaðið hafði í til­ felli Arion banka, að Íslandsbanki hafi boðið völdum viðskiptavin­ um sínum í laxveiði. Svar bankans bendir hins vegar til þess að svo sé. Ef bankinn stundaði það ekki að bjóða viðskiptavinum sínum í lax­ veiði þá ætti honum að vera í lófa lagið að segja frá því opinberlega, líkt og til dæmis Landsbankinn gerði fúslega í vikunni. Á bankan­ um hvílir hins vegar ekki nein upp­ lýsingaskylda – auðvitað ekki – sem knýr á um að hann eigi að upplýsa um slíkar boðsferðir. Árin fyrir hrun Íslensku viðskiptabankarnir stunduðu það í miklum mæli á ár­ unum fyrir hrun að bjóða kúnnum sínum í laxveiði. Fjallað var tals­ vert um þessar ferðir í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis og víðar í hinum ýmsu miðlum eftir hrunið 2008. Lýsingar Ingva Hrafns Jóns­ sonar, fjölmiðlamanns og leigu­ taka Langár í Borgarfirði, á þess­ um veiðiferðum urðu til dæmis þekktar. Í viðtali við DV sagði hann til dæmis um boðsferðir Glitnis í Langá. „Þetta var sumarið 2006 og 2007, aðallega 2007. Fólk var bara galið. Ruglið hjá Glitnisfólkinu skaraði einfaldlega fram úr öllu. Það sem einkenndi starfsfólkið í kringum þetta var ómerkilegheit og lygar og annað í þeim dúr. Þetta var nokkuð sem maður hefur ekki séð fyrr eða síðar. Í Glitnisboðsferðun­ um var tryllingurinn mestur. Þar fór allt úr böndunum.“ Frá hruninu hafa slíkar boðsferðir í laxveiði hins vegar ekki tíðkast hjá viðskipta­ bönkunum. Boðsferðirnar á veg­ um Arion banka eru þær fyrstu frá hruninu sem greint er frá að stóru viðskiptabankarnir þrír hafi boð­ ið í. Hvort Íslandsbanki býður líka í slíkar ferðir liggur ekki fyrir vegna þess að bankinn vill ekki greina frá því. n Íslandsbanki sá eini af stóru viðskiptabönkunum sem segir upplýsingar um boðsferðir vera trúnaðarmál Svara ekki spurn- ingum um boðs- ferðir í laxveiði Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is „ Íslandsbanki svarar ekki fyrirspurnum sem tengjast viðskipta­ tengslum bankans þar sem þau eru trúnaðarmál. sagt vera trúnaðarmál Íslandsbanki segist ekki svara því hvort bankinn bjóði viðskiptavinum sínum í laxveiði eða ekki. Bankinn segir þessar upplýsingar vera trúnaðarmál. Mynd RóbeRT Reynisson H eimilisofbeldi virðist vera að aukast ef marka má upplýs­ ingar frá lögreglunni á höfuð­ borgarsvæðinu. Í júlímánuði bárust 23 tilkynningar um heimilis­ ofbeldi, en það eru töluvert fleiri til­ kynningar en mánuðinn á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglustjórans um af­ brotatölfræði fyrir mánuðinn. Nokk­ uð fleiri tilkynningar bárust í júlí en að meðaltali síðustu þrjá mánuði þar á undan. Þá hefur tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 21 pró­ sent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Samkvæmt sömu skýrslu voru átta kynferðisbrot tilkynnt til lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæðinu í júlí og er það fækkun á milli mánaða. Þá voru færri kynferðisbrot tilkynnt í júlí en að meðaltali síðustu tólf mánuði. Kynferðisbrotum hefur fækkað um 41 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Hegningarlagabrotum fækkar í heildina á milli mánaða og hefur fækkað um 13 prósent sé miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára. Þrátt fyrir að innbrotum hafi í heildina fækkað þá hefur innbrotum í bíla, á heimili og í verslanir fjölg­ að. En alls bárust lögreglunni á höf­ uðborgarsvæðinu 78 tilkynningar um innbrot í júlí, flest þeirra áttu sér stað á heimili. Mest hefur fjölgunin þó verið í innbrotum í ökutæki og vill lögreglan brýna fyrir ökumönnum að skilja aldrei eftir verðmæti sem sjást í gegnum glugga bifreiða. n Heimilisofbeldi eykst 23 tilkynningar um heimilisofbeldi í júlí Fleiri tilkynningar Heimilisofbeldi færist í aukana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.