Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 22
Helgarblað 8.–11. ágúst 201422 Fréttir Erlent
Musteri Salómons
rís að nýju í Brasilíu
n Ein stærsta kirkja heims vígð í Sao Paulo n Umdeildur risasöfnuður
G
ríðarstórir fótboltavellir
eru ekki einu musterin sem
gnæfa yfir Brasilíumönnum
eftir viðburðaríkt ár 2014.
Nú hefur risastór kirkja ver-
ið opnuð í Sao Paulo á vegum hvíta-
sunnusafnaðarins Igreja Univer-
sal. Kirkjan, sem tekur tíu þúsund
manns í sæti, á að vera nákvæm
eftir líking musterisins sem Salómon
konungur reisti í Jerúsalem á 10. öld
f.Kr. Kirkjan var vígð með pomp
og prakt á dögunum en hún þekur
gríðarlega stóra lóð í stórborginni
Sao Paulo. Framhlið hennar er eins
og 18 hæða stórhýsi að hæð.
Igreja Universal er líklega um-
deildasta trúarsöfnuður Brasilíu.
Hann var stofnaður af trúarleið-
toganum Edir Macedo í litlu húsi
í úthverfi Rio de Janeiro árið 1977.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan. Igreja Universial telur millj-
ónir safnaðarmeðlima og Macedo,
sem nú er biskup safnaðarins, er
einn ríkasti maður í heimi, birtist
til dæmis í 1.331. sæti á lista Forbes
2013.
Ríkur biskup
Áhrif Igreja Universal eru ekki síst
umdeild vegna mikilla umsvifa
safnaðarins. Macedo biskup stýrir
stórfyrirtækjum í Brasilíu sem hann
á ýmist í gegnum söfnuðinn eða
tengd félög. Þar ber helst að nefna
samsteypuna Rede Record, sem er
annað stærsta fjölmiðlafyrirtæki
landsins en það rekur margar af
helstu sjónvarpsstöðvum Brasilíu.
Macedo hefur nýlega fest kaup á
brasilíska bankanum Banco Renner.
Þessi fjölmiðla- og fjármálabiskup
stýrir auðæfum sínum frá Atlanta-
borg í Georgíu í Bandaríkjunum.
Edir Macedo hefur verið sak-
aður um peningaþvætti og að taka
fjármuni ófrjálsri hendi úr auðug-
um fjárhirslum Igreja Universal sem
byggja á áheitum trúaðra í Brasilíu
og víðar um lönd.
Hann er líklega ríkasti trúar-
leiðtogi í heimi. Þegar Macedo
birtist á lista Forbes sagði hann:
„Forbes skrifar að ég sé ríkasti
prestur Brasilíu. Ég er ekki bara rík-
asti prestur Brasilíu, heldur ríkasti
prestur í heimi!“
Umdeildur söfnuður
Brasilía er, eins og önnur lönd í
Rómönsku-Ameríku, kaþólskt land.
En kaþólskan er á undanhaldi. Þjóð-
in telur um 200 milljónir og um 60%
landsmanna eru kaþólikkar. Fjöldi
mótmælenda vex stöðugt vegna
safnaða á borð við Igreja Universal
en meðlimir slíkra trúfélaga telja
um 40 milljónir. Talið er að kaþ-
ólikkar verði aðeins 50% árið 2030.
Þessi þróun hefur gert trúar-
brögðin að mikilli peningastarf-
semi og gert nokkra safnaðarleið-
toga moldríka. Macedo fer fremstur
í flokki hinna ríku og frægu mót-
mælendapresta. Igreja Universal,
sem kallast Universal Church of
the Kingdom of God á ensku, hef-
ur stundað útrás á síðustu árum og
boðað trú í Bandaríkjunum, Evrópu
og Afríku. Trúfélagið hefur nánast
alls staðar vakið deilur.
Söfnuðurinn leggur áherslu á að
túlka orð Biblíunnar bókstaflega.
Samkynhneigð er talin synd og
fóstureyðingar sömuleiðis. Mikil
áhersla er lögð á sögur og persónur
Gamla testamentisins. Því kemur
ekki á óvart að leiðtogar hans vilji
endurreisa musteri Salómons.
Rúllustigi og Sáttmálsörk
Hið nýja musteri Salómons í Sao
Paulo er á 100 þúsunda fermetra
lóð. Í því er ítalskur marmari og
tré sem voru flutt frá Ísrael. Rúllu-
stigi flytur gesti til og frá tilbeiðslu-
herbergjum. Tíu þúsund LED-per-
ur eru í loftinu í aðalsalnum og lýsa
eins og stjörnur á himni. Á veggj-
um eru gríðarstórar ljósastikur úr
gyðingdómi. Og þarna eru líka fán-
ar Brasilíu, Bandaríkjanna og Ísrael.
Altari musterisins er sérstak-
lega stórt. Það er í laginu eins og
Sáttmálsörkin, sem var kistan sem
geymdi steintöflurnar með boð-
orðunum tíu og geymd var í upp-
haflega musterinu. Altarið er skreytt
með skíragulli.
Kaká hætti
Fjölmargir ríkir og stórir hvíta-
sunnusöfnuðir eru í Brasilíu.
Knattspyrnuhetjan Kaká var með-
limur í söfnuði Hernandes-hjón-
anna sem komust í heimsfréttir
árið 2007 þegar þau reyndu að
smygla ferðatöskum fullum af pen-
ingaseðlum til Bandaríkjanna.
Sumir seðlarnir voru faldir á milli
blaðsíðna í Biblíum. Hjónin hafa ít-
rekað verið rannsökuð af yfirvöld-
um í Brasilíu vegna peningaþvættis.
Kaká hætti í söfnuðinum 2010 eftir
að upp komst um peningamisferli
hjónanna. n
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
Musterið Forhliðin er
eins og 18 hæða hús.
Æðstipresturinn Milljarðamæringurinn
og biskup Igreja Universal, Edir Macedo, fyrir
framan líkan af musterinu.
Stór kirkja Musterið tekur 10 þúsund
manns í sæti.
Sáttmálsörkin Hér ganga vaskir menn
með Sáttmálsörkina sem sumir þekkja úr
Indiana Jones. Hún geymir boðorðin 10.
Forsetinn Dilma Rousseff, forseti Brasilíu,
var viðstödd vígslu musterisins. Það
hefur vakið miklar deilur. Hún er þó ekki í
söfnuðinum og segist aðeins vilja heiðra
mismunandi trúarbrögð í landinu.
Gríðarstór bygging Hið
nýja musteri Salómons í Sao
Paulo er engin smásmíði.