Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
24 Umræða
„Djöfull ertu hommalegur“
Þetta er svo
mikið frelsi
Georg Erlingsson Merritt segir drag veita mikið frelsi. – DV
Deyfilyf VG
Mörgum finnst kaldhæðnislegt
að forysta VG hafi skaffað Sjálf
stæðisflokknum skjól til að koma
Geir H. Haarde í feitt embætti á
kostnað skattborgaranna með
því að leggja þingmann úr sín
um röðum, Árna Þór Sigurðsson,
inn í fléttuna. Árni Þór hefur ver
ið borgarfulltrúi, þingmaður og
formaður þingflokks VG, og er
einn nánasti samverkamaður
Katrínar Jakobsdóttur formanns.
Nýlega skrifaði innanbúðarmað
ur úr VG, Úlfar Þormóðsson verð
launahöfundur, harðorðan pistil
á Herðubreið.is þar sem hann
segir að í sendiherrakaplinum
sé eitthvað falið, „eitthvað sem
ekki þolir dagsljósið.“ Kallar Úlfar
þetta „hrossakaup milli stjórnar
flokkanna með óvæntu deyfilyfi
úr forðabúri VG“. Dylst engum að
óvænta deyfilyfið er að hans dómi
Árni Þór Sigurðsson.
Draumur Hönnu
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, rauf þögina í
vikunni og gaf út loðna yfirlýsingu
um stöðu Hönnu
Birnu Kristjáns-
dóttur innanríkis
ráðherra. Bjarni
hafði þagað dög
um saman og neit
að að tjá sig um
varaformann sinn.
Rifjast þá upp þögn Hönnu Birnu
á lokametrum kosningabarátt
unnar eftir að könnun sem sýndi
hana með yfirburðafylgi umfram
Bjarna var lekið í Viðskiptablaðið
þar sem núverandi aðstoðar
maður hennar, Gísli Freyr Valdórs-
son starfaði. Það er skilningur
margra að Lekamálið hafi eyðilagt
þann draum Hönnu Birnu að fella
Bjarna og verða formaður.
Brynjar hissa
Brynjar Níelsson alþingismaður
á það til að fara ótroðnar slóðir í
málflutningi sínum. Þannig vek
ur athygli sú sýn
hans að óeðli
legt hafi verið
af lögreglunni
að skoða tölvu
póst ráðherra og
samstarfsfólks í
innanríkisráðu
neytinu. Skömmu síðar tjáði
hann sig um flóttafólk og sagð
ist ekki skilja af hverju flóttafólk
þyrfti að ferðast með fölsuð skil
ríki. Flestir vita að flóttafólk er á
flótta að gefnu tilefni.
Gulli sparar!
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis
maður hefur fótað sig ágætlega
í pólitík með því að gagnrýna
bruðl í ríkisrekstri og gera tillög
ur til úrbóta ásamt félaga sínum,
Vigdísi Hauksdóttur, formanni
fjárlaganefndar. Hafa þau verið
mjög óvægin í tillögum og bein
skeytt. Eitthvað er þó Guðlaug
ur að beygja af leið því hann,
þráspurður í Bítinu á Bylgjunni,
fékkst ekki með nokkru móti til
að gagnrýna skipan tveggja nýrra
sendiherra, Geirs Haarde og Árna
Þórs Sigurðssonar. Hann hljóp
undan spurningunni en sagði svo
að utanríkisráðherra myndi þá
bara spara annars staðar.
F
relsið er einkenni Gleði
göngunnar, frelsi allra til að
vera eins og þeir eru, alls konar
og öðruvísi og hinsegin, og ekk
ert endilega bara eitthvað eitt. Frelsið
gagnvart fjölbreytileikanum er and
stæða kúgunar, þöggunar og tilrauna
til að troða öllum í sama mót, eins og
lengi hefur verið tilhneiging manna,
en er kannski víða gert með lúmskari
og lævísari hætti nú en áður.
Hér á landi þarf enginn að óttast
dauðarefsingar, ofsóknir eða útskúf
un vegna kynhneigðar sinnar, eins
og sums staðar er raunin. Lögbund
in réttindi samkynhneigðra eru hin
sömu og gagnkynhneigðra. Fyrsti
þjóðarleiðtoginn sem var opinber
lega samkynhneigður var íslenskur
og nú, þegar pólitískum ferli hans
er lokið, er hann farinn að beita sér
í réttindabaráttunni á alþjóðavett
vangi. Um tíma áttum við líka borg
arstjóra sem tók afstöðu með því
að klæða sig upp sem kona í Gleði
göngunni. Við megum vera stolt af
því að Ísland er á meðal þeirra þjóða
sem hafa náð hvað best að jafna
stöðu samkynhneigðra og gagnkyn
hneigðra. Ár eftir ár flykkjast tug
þúsundir Íslendinga niður í bæ til
þess að ganga í gleði og fagna fjöl
breytileika.
Hér er glíman helst við fordómana
sem leynast í myrkrinu. Síðastliðinn
vetur létu Samtökin '78 gera könnun
þar sem niðurstaðan var sú að rúm
lega 80 prósent þátttakenda höfðu
orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigð
ar sinnar, fengið óviðeigandi spurn
ingar eða athugasemdir, heyrt for
dómafulla umræðu eða lent í einelti.
Meirihlutinn hafði upplifað þetta á
síðustu þremur árum.
Fordómarnir birtast gjarna í
gegnum staðalmyndir og samkvæmt
íslenskri rannsókn eru hugmyndir
ungmenna um hlutverk kynjanna á
heimilinu og í atvinnulífinu íhalds
samari nú en áður. Slík viðhorf skerða
frelsi einstaklinga til að haga lífi sínu
eftir áhuga og styrkleika en ekki kyni.
Ungmenni sem fara út fyrir kynja
boxið eru líklegri til þess að verða
fyrir aðkasti eða einelti. Þess vegna
er ágætt að þema Hinsegin daga í ár
sé ögrun, allt það sem gengur gegn
norminu og hinu hefðbundna, hvort
sem um er að ræða staðalmyndir,
samfélagið eða samskipti okkar, fell
ur hér undir. Það er merkilegt hvað
þarf stundum lítið til.
Blómabuxur geta jafnvel komið
þröngsýnisseggjum úr jafnvægi, eins
og kom í ljós þegar ungur maður að
nafni Arnar Eyfells ákvað að fara í
bæinn í litríkum skóm og buxum
með blómamynstri. Fyrir vikið þurfti
hann að sitja undir umtali, fólk starði
á hann, benti og gerði hróp að hon
um. Krakkar allt niður í tólf ára gaml
ir kölluðu á eftir honum: „hah, GAY!“
og þar sem hann var stopp á rauðu
ljósi hrópuðu ungir menn: „djöfull
ertu hommalegur maður!“
Í kjölfarið sagðist Arnar hafa verið
hugsi yfir þessu viðmóti, bæði af því
að hommar klæðast blómabuxum
ekkert frekar en aðrir og eins vegna
þess að í fullkomnum heimi ætti
hann að hafa frelsi til þess að klæða
sig eins og honum sýnist án þess að
verða fyrir aðkasti. „Ég er reyndar
ekki samkynhneigður en vegna þess
að ég ákvað að klæðast buxum með
blómamynstri í einn dag, þá gáfu sér
það allir eins og það væri eitthvað
slæmt og voru ekkert að spara mér
kveðjurnar. Ef samkynhneigt fólk
þarf í alvörunni að sæta þessu ógeðs
lega viðmóti einhvern tímann, bara
vegna þess að það er ekki gagnkyn
hneigt – þá finn ég innilega til með
því, vegna þess að þetta á ekki að
skipta máli.“
Í ljósi þessa þarf kannski engan
að undra að lífsánægja samkyn
hneigðra unglinga er minni en gagn
kynhneigðra unglinga. Þeir eru lík
legri til þess að verða þunglyndir,
kvíðnir og líða illa í skóla, upplifa
höfnun, andúð og finnast skóla
félagar óvingjarnlegir. Það er ástæða
til að taka það alvarlega því samkyn
hneigðir unglingar eru líka mun lík
legri til að hugsa ítrekað um sjálfs
víg og allt að 25 sinnum líklegri til að
hafa reynt margsinnis að svipta sig
lífi.
Það er því ástæða til að fjölmenna
í göngu gegn fordómum og taka af
stöðu með frelsinu, nú um helgina,
sem og alla daga. n
Þegar ég rústaði líkama mínum
É
g elska íþróttir. Ég hef alla tíð
stundað íþróttir. En ekkert hef
ur kostað mig jafn mikið og
íþróttir. Ég spilaði handbolta
sem hálfatvinnumaður frá
unglingsaldri og ég er einn af þessum
óheppnu, illa hönnuðu sem meidd
ust illa. Á tæplega fjórum árum hef ég
fengið brjósklos jafn oft. Ástæðurnar
eru nokkrar. Fyrst og fremst eigin
þrjóska en líka röng þjálfun og
skortur á líkamlegri greiningu.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa
þessa grein eru nokkrar. Þjálffræði á
Íslandi er alltof skammt á veg kom
in miðað við hvað við teljum okkur
vera frábær, sérstaklega líkamlega
og það er langt frá því að vera sama
semmerki á milli þess að vera í góðu
formi/íþróttamaður og að hugsa vel
um líkama sinn.
Ofurkonan Annie Mist
Eitt nærtækasta dæmið sem mér
dettur í hug fyrir utan sjálfan mig
er ofurkonan Annie Mist. Ótrúlegur
íþróttamaður. Hún sneri til baka eftir
gríðarlega erfið meiðsli á baki. Annie
grét þegar hún sagði í viðtali eftir að
hafa hafnað í öðru sæti á Heimsleik
unum að hún hafi óttast um tíma að
hún gæti ekki gengið aftur. Annie
stundar crossfit eins og flestir vita.
Æfingakerfi/íþrótt sem er oft á milli
tannanna á fólki. Crossfit er nefni
lega í svolítilli hugmyndafræðilegri
klemmu. Crossfit vill fá viðurkenn
ingu sem íþrótt en vill selja sig sem
æfingakerfi fyrir alla. Þótt Annie Mist
sé í sturluðu líkamlegu formi þá er
hún, líkt og allir íþróttamenn sem
æfa af slíkri ákefð, að taka toll af lík
ama sínum. Það að stunda heilsu
rækt og íþrótt á hæsta stigi er aldrei
sambærilegt. Crossfit er frábært fyrir
þá sem hafa áhuga og getu, yndis
legt jafnvel, en það er aldrei fyrir alla.
Ekki frekar en handbolti eða kraft
lyftingar.
Stefna HSÍ
Sömu sögu er að segja um aðrar
íþróttir. Þeir íþróttamenn sem klára
heilan feril í íþróttum án þess að
bera af því einhvern líkamlegan
skaða eru undantekningin. Þess
vegna er líkamleg þjálfun, sérstak
lega hjá ungmennum svo gríðarlega
mikilvæg. Þar sem ég er handbolta
maður tek ég sem dæmi að það var
aðeins fyrir 1–2 tveimur árum sem
HSÍ setti fram heildræna stefnu um
líkamlega þjálfun yngri flokka. Sú
vinna er skammt á veg komin þótt
þetta sér gríðarlega jákvætt skref. Ég
tek ofan fyrir öllum þeim sem komu
að þeirri vinnu. Inni í íþróttafé
lögunum sjálfum er vinna sem þessi
of oft engin eða sáralítil. Það verður
þó ekki af nokkrum sterkum félög
um tekið að hugsunarhátturinn er
farinn að mjakast í rétta átt.
Líkamleg þjálfun
Hvernig dettur fólki í hug að það sé
minna mikilvægt að þjálfa líkama
íþróttamanns en færni hans í
íþróttinni? Þá er ég að tala um börn
og unglinga líka. Af hverju er í sára
fáum félögum starfandi yfirþjálfari
yfir styrktar og sjúkraþjálfun? Auð
vitað snýst þetta um fjármagn líka
en það þykir sjálfsagt hjá flestum fé
lögum að hafa yfirþjálfara yfir hverri
íþrótt. Er hitt minna mikilvægt?
Ég er ekki bara viss, heldur hand
viss um að ég væri í mun betra standi
í dag og hreinlega að ferill minn
hefði þróast allt öðruvísi ef ég hefði
fengið þá þjálfun og aðhald sem þörf
er á þegar þú æfir sex til sjö daga
vikunnar. Að lokum þá vil ég taka
fram að þetta er hugleiðing, upplif
un í innlegg í umræðu í þeirri von
að breyta, bæta og jafnvel bjarga. Ég
er ekki að kenna neinum um. Ég ber
ábyrgð á eigin líkama og það er eitt
hvað sem allir verða að muna. Ég er
að benda á það sem blasir við mér
eftir 20 ár sem íþróttamaður og 10 ár
sem þjálfari. n
„Þótt Annie Mist sé
í sturluðu líkam-
legu formi þá er hún, líkt
og allir íþróttamenn sem
æfa af slíkri ákefð, að
taka toll af líkama sínum.
Ásgeir Jónsson
asgeir@dv.is
Kjallari
Annie Mist Átti ótrúlega endurkomu eftir
erfið meiðsli.
Við erum
sálufélagar
María Rut Kristinsdóttir trúlofaði sig um síðustu helgi. – DV
Nú er fólk farið að taka
hraustlega undir með mér
Eva Hauksdóttir segir marga sammála henni í að vera andsnúnir femínisma. – Morgunblaðið
Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Leiðari
„Rúmlega 80
prósent þátt-
takenda höfðu orðið
fyrir aðkasti vegna
kynhneigðar