Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 25
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Umræða 25
E
fnahagsvandræði Argentínu
verðskulda nú eins og oft
áður athygli hér heima, þar eð
löndunum tveim svipar saman.
Vandinn nú er sá, að ríkissjóður
Argentínu treystir sér ekki til að standa
skil á skuldum sínum við erlenda
lánardrottna og samdi því við þá um
„klippingu“, sem kallað er, til að kom-
ast hjá greiðsluþroti. Samkomulag-
ið felur í sér, að lánardrottnar geri sér
að góðu að fá aðeins hluta skuldanna
endurgreiddan og allir sitji við sama
borð. Nokkrir vogunarsjóðir, sem eiga
um 7% útistandandi krafna á ríkissjóð,
höfnuðu samkomulagi. Þeir höfðuðu
dómsmál, þar sem þeir heimtuðu fulla
endurgreiðslu og engar refjar.
Til að styrkja samningsstöðu sína,
efla traust og tryggja sér lægri vexti
hafði Argentína fallizt á, að ágrein-
ingi um samkomulagið mætti vísa
til bandarískra dómstóla frekar en
argentínskra. Vogunarsjóðir neyttu
lags og unnu málið gegn Argentínu
fyrir bandarískum dómstóli, sem úr-
skurðaði, að Argentínu bæri að endur-
greiða sjóðunum til fulls. Hæstiréttur
Bandaríkjanna neitaði að taka málið
til umfjöllunar, svo að dómur undir-
réttar stendur óhaggaður. Skv. dóm-
inum er ríkissjóði Argentínu óheimilt
að greiða lánardrottnum í samræmi
við samkomulagið, nema vogunar-
sjóðunum sé jafnframt endurgreitt til
fulls. Því er ekki um eiginlegt greiðslu-
fall Argentínu að ræða, heldur bann
bandarísks dómstóls gegn því, að
Argentína haldi samkomulagið.
Réttur dómur eða rangur?
Sumir kalla dóminn gegn Argent-
ínu réttan, þar eð ekki sé að lögum
hægt að neyða vogunarsjóði eða aðra
til aðildar að samkomulagi, sem þeir
kæra sig ekki um. Aðrir kalla dóm-
inn rangan, þar eð hann muni hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir argentínsku
þjóðina og fyrir margar aðrar þjóð-
ir í skuldavanda. Þeir telja, að dóm-
aranum hafi borið að taka mið af af-
leiðingum dómsins fyrir aðra, þar eð
lög og rétt þurfi að skoða í víðu sam-
hengi. Dómurinn sendir skýr boð
til kröfuhafa um, að þeir geti að lög-
um heimtað fulla endurgreiðslu, og
grefur undan þeim hætti, sem lengi
hefur verið hafður á skuldaskilum
landa í greiðsluerfiðleikum. Hingað
til hafa bankar og aðrir lánardrottnar
skuldugra ríkja jafnan sýnt skilning
á þeirri skoðun, að ekki er hægt að
leggja þyngri skuldabyrði á nokkurt
land en það getur borið. Vogunarsjóð-
irnir, sem heimta fulla endurgreiðslu í
Argentínu, sýna þessu sjónarmiði þó
engan skilning, heldur einblína þeir
á bókstaf laganna. Umtalsverður hluti
skulda ríkissjóðs Argentínu varð til í
tíð herforingjastjórna, sem kjósendur
og skattgreiðendur í landinu geta ekki
talizt bera neina ábyrgð á.
Lærdómar
Þessi Argentínusaga á erindi við Ís-
lendinga af þrem höfuðástæðum. Í
fyrsta lagi fylgir því ábyrgð að stofna til
fjárskuldbindinga í útlöndum í stórum
stíl, einkum ef svo hefur verið búið um
hnútana, að hægt sé að skjóta ágrein-
ingi vegna uppgjörs til erlendra dóm-
stóla, þar sem þekking á innlendum
staðháttum kann að vera takmörkuð.
Þessi hætta hefur ágerzt með hnatt-
væðingu laga og réttar, sem kallar á
enn meiri varkárni en áður. Ríki, sem
tapar dómsmáli erlendis gegn erlend-
um kröfuhöfum, á yfir höfði sér kyrr-
setningu erlendra ríkiseigna, jafnvel
kyrrsetningu gjaldeyrisforða seðla-
bankans, nema sérstakar varúðarráð-
stafanir hafi verið gerðar.
Í annan stað fylgir því ábyrgð
að leyfa hagstjórn að reka á reiðan-
um og stjórnmálaspillingu að festa
rætur. Verðbólgan í Argentínu hefur
að sönnu verið meiri en hér heima að
undanförnu sem endranær, eða 14% á
ári þar frá aldamótum á móti 5% hér.
Og spillingin er enn meiri þar en hér.
Skv. skýrslu Gallups frá 2013 telja 76%
Argentínumanna spillingu vera út-
breidda í argentínskum stjórnmálum
á móti 67% hér heima. Það er bita-
munur en ekki fjár. Eduardo Duhalde,
fv. forseti Argentínu, sagði í viðtali við
Financial Times, þegar hann tók við
embætti 2001: „Stjórnmálaforusta
landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt,
stafsetning skv. orðabók Menningar-
sjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Al-
þingi sýndi af sér svipaða hreinskilni,
þegar það ályktaði einum rómi 2010,
að „taka verði gagnrýni á íslenska
stjórnmálamenningu alvarlega“.
Í þriðja lagi bera argentínskir kjós-
endur ekki ábyrgð á þeim hluta efna-
hagsvanda Argentínu, sem rekja má
til einræðisstjórna fyrri tíðar. Álita-
mál er, hvort svipað megi segja um
íslenzka kjósendur, sem hafa kos-
ið til Alþingis skv. hlutdrægum kosn-
ingalögum, sem tveir þriðju hlutar
kjósenda höfnuðu í þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá 2012.
Alþingi, sem endurspeglar ekki
þjóðarviljann vegna misvægis at-
kvæðisréttar í krafti bjagaðra kosn-
ingalaga, getur ekki vænzt þess að
njóta trausts meðal kjósenda. Lausn
vandans liggur fyrir. Hún felst í jöfnu
vægi atkvæða með persónukjöri og
auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna
og var samþykkt af kjósendum lið fyr-
ir lið 2012, en Alþingi heldur henni í
gíslingu. n
Argentína og Ísland„Skv. skýrslu
Gallups frá 2013
telja 76% Argentínu-
manna spillingu vera út-
breidda í argentínskum
stjórnmálum á móti 67%
hér heima.
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari
Lestarferð svo langt í burtu
E
inhverju sinni var ég staddur
í útlöndum. Ég var á ferðalagi
með skólafélögum mínum í
lest frá Þýskalandi til Noregs.
Þetta var í þá daga langt og
mikið ferðalag. Við höfðum – einu
sinni sem oftar – farið til þýsku land-
anna beggja og séð nokkrar stórkost-
legar leiksýningar. En á þessum árum
var ég við nám í Noregi og nam leik-
húsfræði við Háskólann í Bergen. Um
miðja nótt vorum við stödd á ein-
um stað í Þýskalandi og þurftum að
fara á milli lesta. Samviskusamlega
tók ég þátt í að bera farangur yfir í þá
lest sem flytja skyldi okkur áfram. En
svo fór, að í einu hugsunarleysi mínu,
elti ég ekki mitt fólk, heldur fór óvart
mína leið. Og þessi leið var röng. Ég
settist sem sagt í ranga lest. Lestin fór
af stað og ég hóf (náttúrlega árangurs-
lausa) leit að ferðafélögum mínum.
Hér er rétt að það komi fram að þetta
gerðist á þeim árum þegar ég notaði
áfengi. Og hér er kannski rétt að geta
þess að þarna var þess ekki langt að
bíða að ég hætti þeim drykkjuvenjum
sem ég hafði tamið mér. Og reyndar
sagði ég hreinlega skilið við áfengið.
En aftur að óförum mínum. Næst
gerist það, eftir að lestin hafði ekið í
u.þ.b. klukkustund, að ég gef mig á
tal við lestarþjón og segi honum að
ég sé á leið með félögum mínum og
að mín stefna sé tekin á Noreg. Þá til-
kynnir þessi ágæti maður mér, að ég
hafi farið um borð í ranga lest. Og ég
tilkynnti til baka, að þá hlyti að vera
rökrétt að álykta að ég væri í djúp-
um skít, þar eð allt mitt dót, að með-
töldum peningum og vegabréfi, væri
í þeirri lest sem ég hafði ekki tekið.
Og hér kem ég mér loks að kjarna
þessarar sögu: Þarna gerðist það, að
maður sem ég hafði aldrei séð áður,
maður sem vissi engin deili á mér,
maður sem trúði frásögn minni og
var meira en fús til að líta framhjá
því að áfengi átti hlut að máli. Já,
þarna tók þessi lestarþjónn þá stór-
kostlegu ákvörðun að koma þessum
auma Íslendingi til bjargar. Hann fór
með mig út á næstu stoppistöð. Þar
ræddi hann við fólk; stöðvarstjóra,
hávaxna konu og lágvaxinn karl. Og
skömmu síðar var ég sestur upp í
jeppa, ásamt karlinum og konunni.
Lestarþjónninn, hafði bara stöðvað
hjól tímans um stund. Hann kvaddi
okkur, sagði mér að þetta fólk myndi
koma mér á réttan stað. Ég þakkaði
honum hjálpina og svo ók jeppinn af
stað. Tveimur klukkustundum síðar,
var ég staddur á lestarstöð. Þarna var
mitt fólk. Þessi ókunni maður, hafði
hjálpað mér; þetta ókunnuga fólk
hafði komið mér á rétt spor. Og núna,
meira en aldarfjórðungi síðar, segi
ég: -Danke sehr! n
Hið góða vex með þinni þökk,
já, það mun stækka ört
og ísköld veröld, aum og dökk
mun aftur verða björt.
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Illa uppalinn hundur
er slæmur hundur
Stefán Arnarsson er yngsti Husky-hundaræktandi landsins. – DV
Af hverju verður fólkið að
ferðast með fölsuð skilríki?
Brynjar Níelsson skrifar um flóttafólk og hælisleitendur. – Facebook
Ég held ég hefði
ekki treyst mér í tjald
Ívar Guðmundsson skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. – DV
Myndin Ferðamenn Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa að undanförnu. Ferðamenn, eins og við Íslendingar, kunna sannarlega að meta það. MyNd ÞoRMAR ViGNiR GuNNARSSoN
Mest lesið
á DV.is
1 „Hann var alltaf að biðja mig um að hitta sig“
Rebekka Rósinberg, 19 ára tveggja
barna móðir úr Hafnarfirði, segir Svein
Andra Sveinsson lögmann vera föður
eins og hálfs árs gamals sonar hennar,
sem hún eignaðist þegar hún var 17 ára
en var 16 ára þegar hún varð ólétt.
108.564 hafa lesið
2 Íslendingur nauðgaði dóttur sinni í tíu ár Hlynur
Ólafsson var í byrjun apríl dæmdur í
Noregi í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa
ítrekað nauðgað dóttur sinni.
68.633 hafa lesið
3 Ólafsfjörður í heljargreipum glæpamanna Að
sögn íbúa Ólafsfjarðar halda fáeinir
glæpamenn samfélaginu í heljargreip-
um. Svo slæmt er málið að íbúar íhuga
að taka lögin í eigin hendur.
51.337 hafa lesið
4 Ætlaði allt um koll að keyra í dalnum þegar
kærastinn bað hennar í
brekkunni Það var mikil gleði á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna
helgi en fáir skemmtu sér eflaust jafnvel
og Jón Þormar og kærastan hans.
48.665 hafa lesið
5 Sóknarprestur á skilorðiÍ febrúar var Anna Eiríksdóttir,
sóknarprestur vestur í Dölum, dæmd í
fjögurra mánaða skilorðsbundið fang-
elsi. Dóminn fékk hún fyrir ítrekaðan
fjárdrátt í opinberu starfi en hún dró
sér fé á árunum 2008 og 2009 er hún
starfaði sem skrifstofustjóri Jarðvís-
indastofnunar hjá Raunvísindastofnun
Háskólans.
43.565 hafa lesið
6 Tölvupósturinn sem öllum yfirsást Hanna Birna
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir
að skjalið sem henni sjálfri, aðstoðar-
mönnum hennar og ráðuneytisstjóra
barst í tölvupósti þann 19. nóvember
hafi „dúkkað upp“ löngu seinna.
32.847 hafa lesið