Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 30
Helgarblað 8.–11. ágúst 201430 Fólk Viðtal
illa, en nokkrum dögum síðar var
ég farinn að hugsa um hvað ég ætl
aði að gera næst. Ég er bara þannig
gerður að ég neita að fara í fórnar
lambshlutverk og ég var kominn
með minn eigin þátt á annarri sjón
varpsstöð fjórum vikum síðar.“
Þarna á Sölvi við Spjallið með
Sölva á Skjá Einum en hann gerði
alls fimm þáttaraðir af þeim þætti.
Málið kom í kjölfarið en sjötta og
síðasta serían fer í loftið á næstu
vikum. „Eftir því sem ég var lengur
á Skjá Einum þá fann ég alltaf bet
ur fyrir því hvað ég var orðinn mik
ill einfari. Inni á stóru fréttastof
unum ertu innan um fólk sem
er sömuleiðis að vinna fréttir og
fréttatengt efni allan daginn, en
á Skjá Einum var enginn að vinna
neitt í líkingu við það sem ég var að
gera. Ég er mjög stoltur af því sem
ég hef afrekað með lítilli leiðsögn
þar sem ég hef oftar en ekki þurft
að treysta á eigin dómgreind. Ég
hef fjallað um gífurlega erfið mál og
má þar til dæmis nefna misnotk
un gegn börnum. Ég gerði einnig
nokkra þætti um undirheimana á
Íslandi en margt skrítið kom upp á
meðan þeir voru í vinnslu. Ég fékk
til dæmis símtöl frá mönnum sem
sitja inni á LitlaHrauni þar sem
mér var hótað lífláti. Þættirnir voru
ekki einu sinni farnir í loftið en þeir
höfðu áhyggjur af því hvað kæmi
þar fram. Eftir þessi símtöl gisti ég
hjá foreldrum mínum í nokkrar
nætur. Ég var bara hræddur,“ viður
kennir Sölvi.
Hálfgerð grænmetisæta
Eftir þetta sá Sölvi að tími var kom
inn til að skipta um gír í efnisvali.
Hann hafði varpað ljósi á mörg
þung þjóðfélagsvandamál á borð
við kynferðisofbeldi, fíkniefna
neytendur og burðardýr, en í síð
ustu þáttaröð Málsins ákvað hann
að fjalla um málaflokk sem brenn
ur sérstaklega á honum um þess
ar mundir – heilsu og heilsutengd
málefni. „Serían sem er nú að fara í
loftið er að mínu mati sú mikilvæg
asta sem ég hef gert,“ segir hann. Í
fyrstu þáttunum fjallar hann ítar
lega um aðbúnað dýra í matvæla
iðnaði hér á landi, málaflokk sem
fær að hans mati alltof lítið vægi í
umræðunni. „Þegar ég var að vinna
þessa þætti fannst mér ég vera að
gera eitthvað sem raunverulega
skipti máli. Oft er talað um að fjöl
miðlar eigi að fjalla um þá sem
minna mega sín og þar eru dýrin
ofarlega á blaði. Þau eiga sér engan
málsvara. Það er skelfilegt hvernig
farið er með dýr á Íslandi og ég
held að það eigi eftir að verða mik
il vakning í þessum efnum á næstu
árum. Það að varphæna sem lifir í
þrjú til fjögur ár hafi eitt A4blað til
þess að eyða allri sinni ævi á, það er
bara ekki í lagi. Ég fann mjög sterka
réttlætiskennd koma upp í mér
þegar ég var að gera þessa þætti,“
segir Sölvi og viðurkennir að hann
hafi nánast gerst grænmetisæta
í kjölfarið. Hann hafi að minnsta
kosti haft mjög takmarkaða löngun
til þess að leggja sér kjöt til munns
eftir gerð þáttanna.
Yrði góður pabbi
Ekki er hægt að sleppa Sölva án
þess að spyrja hann út í ástamál
in. Hver er staðan á þeim? „Ég hef
verið einhleypur núna í eitt og hálft
ár. Þar áður var ég í þremur alvar
legum samböndum þar sem eitt
tók eiginlega við af öðru. Segja má
að ég hafi verið samfleytt í sam
böndum í ellefu ár. Ég hef ekkert
nema gott um þær konur sem ég
hef verið með að segja. Þær eru all
ar yndislegar manneskjur á sinn
hátt og mögulega hefði eitthvert af
þeim samböndum orðið lengra ef
ég hefði verið á öðrum stað. Síð
asta eina og hálfa árið hef ég verið
að kynnast sjálfum mér enn betur
og rækta með mér ákveðna eigin
leika. Þegar þú ferð í gegnum sama
tilfinningaróf einn og þú ert búinn
að fara í gegnum með einhverri
manneskju þá neyðist þú til þess að
átta þig á því að það er ekki mann
eskjunni að kenna þegar þú lend
ir í vandræðum. Þá fyrst held ég
að þú sért tilbúinn að vera í alvöru
sambandi. Þá fyrst getur þú boðið
annarri manneskju inn í líf þitt án
þess að gera hana að lífi þínu.“
Talið berst næst að barneignum
en Sölvi er 35 ára og barnlaus.
Langar hann í börn? „Systir mín
á tvo stráka og ég er mjög hænd
ur að þeim. Mér finnst ég hafa allt
sem til þarf til þess að verða góður
pabbi og ég hef mjög mikið að gefa.
Ég er algjörlega tilbúinn til þess að
eignast barn. Hins vegar liggur mér
heldur ekkert á. Ég trúi því að hlutir
eins og að kynnast réttu manneskj
unni og eignast barn muni gerast á
réttum tíma. Ef ég færi að hugsa um
þetta með þeim hætti að ég sé að
missa af einhverju, eða að tíminn
sé að líða of hratt, þá held ég að það
væri vísasta leiðin til þess að gera
hlutina kolrangt.“
Brotlenti líkamlega
Bróðir Sölva lést í eldsvoða aðeins
tíu ára að aldri. Sölvi var þá fjögurra
ára. Þetta var aðfaranótt aðfanga
dags og þrátt fyrir ungan aldur eru
þessi erfiðu jól honum enn í fersku
minni. „Ég hef hugsað meira um
hann á síðustu tveimur árum en
nokkurn tíma fyrr á ævinni. Mig
langar til þess að heiðra minn
ingu hans með því að lifa mínu lífi
með það fyrir augum að við fáum
ekki endalausan tíma. Bróðir minn
fékk bara tíu ár á þessari jörð og
mér þætti ég vanvirða minningu
hans með því að eyða tíma mín
um í óþarfa. Þess vegna er einnig
svo mikilvægt að hlúa að heilsunni
og nýta hana á meðan maður hef
ur hana.“
Í þessu samhengi nefnir Sölvi
erfitt tímabil sem hann gekk í gegn
um þegar hann var enn á Stöð 2.
„Á ytra borðinu hef ég ekki gengið
í gegnum nein gífurleg áföll en ég
hef þurft að takast á við margt innra
með sjálfum mér. Þegar slitnaði upp
úr fyrsta langa sambandinu mínu,
sem var búið að vara í sjö ár, gekk
ég í gegnum mjög erfitt tímabil. Þá
var ég tímabundið gerður að rit
stjóra Íslands í dag og því var mik
ið álag á mér í vinnunni í ofanálag.
Ég brotlenti algjörlega líkamlega. Ég
fann stöðugt fyrir líkamlegum ein
kennum á borð við oföndun, svima
köst og meltingartruflanir. Í heilt ár
gekk ég á milli sérfræðilækna sem
reyndu að finna hvað væri að mér
en það var sambland af álagi og
andlegri vanlíðan sem ollu þess
um einkennum. Það er oft ekki fyrr
en þú lendir í líkamlegum veikind
um sem þú sérð hversu ofboðslega
þakklátur þú átt að vera fyrir að vera
heilbrigður. Í öllum erfiðleikum fel
ast tækifæri og í dag finnst mér ég
mjög lánsamur að hafa gengið í
gegnum þetta. Ég lærði mjög mikið
á því.“
Sölvi segir fjölmiðlafólk oft og
tíðum of lokað. „Þó svo að við séum
iðulega að fjalla um fólk sem hef
ur lent í erfiðleikum þá eigum við
erfiðara með að viðurkenna eig
in veikleika. Á Íslandi er fjöldi fjöl
miðlafólks sem hefur lent í gífurleg
um erfiðleikum, hvort sem það er
vegna áfengis eða eiturlyfjafíknar
eða geðrænna vandamála. En fólk
viðurkennir þetta ekki. Þar var ég á
þessum tíma og þetta tímabil var því
sérstaklega erfitt fyrir mig því ég var
alltaf að reyna að láta á engu bera.“
Á góðum stað
Sölvi leggur áherslu á að hann sé
á afar góðum stað í dag, bæði lík
amlega og andlega. „Þetta er stað
ur þar sem að þú vaknar á morgn
ana og hlakkar til að byrja daginn.
Staður þar sem þú kemur vel fram
við fólkið í kringum þig og þú áttar
þig á því að litlu hlutirnir í lífinu séu
þeir sem gefa lífinu mest gildi. Stað
ur þar sem þú ert mjög þakklátur.
Mér finnst ég alltaf vera að komast
að því betur og betur að munurinn
á hamingju og óhamingju er falinn
í þakklæti. Þú getur átt mjög lítið en
ef þú setur athyglina á að vera þakk
látur fyrir það litla sem þú átt þá
ertu hamingjusamari en ef þú ætt
ir mjög mikið en værir alltaf með
athyglina á því sem þú ættir ekki.“
Skoðar alla möguleika
Eins og áður segir eru ákveðin tíma
mót hjá Sölva um þessar mund
ir. Fjölmiðlaferill hans spannar ná
kvæmlega tíu ár og hvað framhaldið
varðar segist hann vera að skoða
alla möguleika. Hann er opinn
fyrir því að vinna við eitthvað al
veg ótengt fjölmiðlum og segist vera
með mörg járn í eldinum. „Núna er
ég að leyfa mér það í fyrsta skipti
á ævinni – og ég þarf að beita mig
hörðu við það – að vera á ákveðnu
flökti. Ég er að lesa bækur, fá hug
myndir og koma þeim í ákveðinn
farveg. Í fyrsta skipti er ég nánast
laus við þennan afkomuótta sem
stýrir lífi svo margra. Í fortíðinni hef
ég verið svolítill áhyggjupúki en mér
hefur tekist halda ró minni að þessu
sinni,“ segir hann og þakkar með
al annars heilbrigðu líferni, jóga og
reglulegu svetti árangurinn. Til út
skýringar þá er svett ævaforn athöfn
þar sem fólk safnast saman í kring
um heita steina í hálfgerðu indíána
tjaldi, svitnar og kyrjar. Tilgangur
inn er að endurnýja lífskraftinn og
hreinsa bæði hug og líkama. „Ég er
á mjög góðum stað í dag og treysti á
að næstu skref verði jafn skemmti
leg og þau sem á undan eru.“ n
Á góðum stað „Þetta er staður
þar sem þú vaknar á morgnana og
hlakkar til að byrja daginn.“
„Mér
fannst
þetta skítleg
framkoma og ég
átti hana ekki
skilda