Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 32
Helgarblað 8.–11. ágúst 201432 Fólk Viðtal
L
inda ólst upp víðs vegar um
Reykjavík og átti hamingju
sama æsku.
„Fjölskyldan mín flutti
mikið svo ég bjó í Breiðholti,
Álftamýri og síðar í Grafarvogi,“
segir hún.
Linda var mikill íþróttaálfur sem
barn og stundaði ýmsar íþróttir en
eftir að hafa meiðst á hné neyddist
hún hins vegar til að hætta.
„Þá gerðist ég pönkari. Ég var
rosalega mikill pönkari strax þegar
ég var þrettán ára og alveg þang
að til ég byrjaði í menntaskóla,
þá slakaði ég aðeins á. Ég var með
grænt og bleikt hár og mætti í
skólann í sjöunda bekk í bleikum
netsokkabuxum og með dökkbláan
augnskugga. Einhvern tímann
spurði kennarinn mig hvort það
væri allt í lagi heima hjá mér. Þar var
allt í himnalagi, mig vantaði bara
svolítið mikið athygli,“ segir Linda
og hlær.
Var villtur unglingur
„Pabbi er dúkalagningameistari og
mamma er bókavörður í Borgar
bókasafninu. Við erum algjört al
þýðufólk og þetta var basl. Við
erum þrjár systurnar og svo bættist
einn lítill bróðir við löngu seinna.
Mamma og pabbi voru mjög ungir
foreldrar; mamma var búin að eiga
okkur systurnar, allar þrjár, þegar
hún var 21 árs.“.
Að loknu pönkaratímabili lá
leið Lindu í Menntaskólann við
Hamrahlíð.
„Ég var svolítið villt, var rosa
mikið úti að skemmta mér,“ segir
hún.
„Það var einhver athyglisþörf og
ævintýramennska í manni. En svo
kláraði ég stúdentsprófið og hætti
öllu þessu.“
Eftir að hafa lokið stúdentsprófi
hóf Linda nám í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands.
„Pabbi var alltaf mjög pólitískur
og við ræddum oft um stjórnmál, en
mér fannst hann ekki hlusta nógu
vel á mig. Ég held að þetta hafi ver
ið ákveðin hefnd til að fá hann til að
hlusta á mig,“ segir Linda brosandi.
„Svo finnst mér þetta bara ofsa
lega gaman. Stjórnmál eru svo litrík;
þau geta verið alveg ömurleg en líka
alveg frábær.“
Hitabeltishúsmóðir á Möltu
Linda bjó á Möltu um tíma og hef
ur verið með annan fótinn þar síðan
hún var sextán ára.
„Systir mín hefur búið þar í 26
ár. Hún flutti mjög ung og giftist inn
í stóra fjölskyldu þannig að ég var á
Möltu öll sumur og stundum um jól
og páska líka í meira en tuttugu ár.
Það hefur verið mitt annað heimili í
öll þessi ár. Svo var ég í sambúð þarna
um tíma líka, var hitabeltishúsmóðir,“
segir Linda og brosir. „Það er að hafa
ekkert að gera; vera í sólbaði og taka
„siestur“. Enda dó ég úr leiðindum.
Það eru nefnilega líka mánudagar
á Möltu og frítímar gefa manni ekki
réttu myndina af svona stöðum, af því
hvernig lífið er þar í raun og veru.“
Linda ber sterkar taugar til eyj
unnar litlu og veit fátt betra en að
vafra um höfuðborgina Valletta á
góðum degi.
„Draumadagarnir mínir eru
þegar ég geng um Valletta; eyði öll
um deginum alein og er bara að
grúska inni í borginni. Þetta er ein
best varðveitta miðaldaborg Evrópu
og það er rosalega mikil saga þarna.
Það eru algjörir unaðsdagar þegar
ég er ein, það er rosaheitt og ég vafra
bara um borgina. Sest svo niður inn
á milli með sögu Mölturiddaranna.“
Illa staðið að uppsögnum
Stuttu eftir útskrift úr háskólanum
byrjaði Linda að starfa við fjölmiðla.
Hún hóf feril sinn á Bylgjunni og fór
þaðan yfir á Ríkisútvarpið þar sem
hún vann í þrettán ár, bæði í frétt
um og ýmiss konar dagskrárgerð.
Í desember síðastliðnum var hún í
hópi þeirra sem var sagt upp vegna
niðurskurðar hjá stofnuninni.
„Það var mikið sjokk og rosalega
vond tilfinning. En þegar allt kom til
alls þá var þetta mjög gott fyrir mig
því þá fór ég á endanum á Stöð 2
sem er frábær vinnustaður.“
Að sögn Lindu var illa staðið að
uppsögnunum.
„Þetta var mjög illa undirbúið.
Fólk hefur til dæmis verið ráðið aft
ur til baka og svo var sumum sagt
upp sem voru kannski með þætti og
það gleymdist að hugsa að það yrði
þá bara ekkert í útvarpinu. Þetta var
gert á mjög skrýtinn hátt og maður
fékk engar skýringar,“ segir hún.
„En þessu fylgdi mikil sorg og
fólki leið mjög illa. Sumir voru bún
ir að vera þarna mjög lengi og það
hvarflaði ekki að manni að það
myndi nokkurn tímann vera látið
fara.“
Uppsögnin var tækifæri
„Þetta var erfitt en einnig smá léttir
því það var búið að vera erfitt and
rúmsloft. Ég átti svo rosalega marga
vini og kunningja á RÚV og allt í
einu voru lyklarnir teknir af mér og
mér leið eins og ég mætti ekki fara
að hitta vini mína. Það var búið að
læsa mig úti eftir að hafa verið þarna
í svo langan tíma. Ég hef ekki farið
þangað einu sinni í kaffi síðan.“
Linda lítur þó einnig á uppsögn
ina sem tækifæri.
„Auðvitað líður manni illa inni í
sér og þessu fylgir höfnunartilfinn
ing. Maður er sorgmæddur. Það er
ömurleg tilfinning að vera sagt upp,
það er bara glatað. En þetta var líka
gott fyrir mig. Ég var náttúrlega að
verða ellidauð á RÚV og ég hefði
aldrei drattast til að fara að gera eitt
hvað annað fyrr en mér var hrein
lega kastað út.“
Vildi komast úr skugganum
„Ég held það hafi verið bara til að
yfirstíga feimni,“ segir Linda, spurð
„Mig langaði alltaf að lifa einhverju ævintýri. Ég er
að átta mig á því fyrst núna að það að eiga börn er
ævintýri. En ég hef alltaf þráð frelsið umfram það,“
segir fjölmiðlakonan Linda Blöndal. Linda
hóf störf á fréttastofu Stöðvar 2 í vor en hún hafði
verið hjá Ríkisútvarpinu í meira en áratug þegar
henni var sagt upp í desember síðastliðnum. Fyrir
tveimur árum fann hún ástina í sínum elsta æsku-
vini og íhugar nú að gera eitthvað í barnleysi sínu
og kærastans. Blaðamaður hitti Lindu og ræddi við
hana um ástina, uppsögnina á RÚV og húsbrunann
sem olli henni miklum erfiðleikum.
„Ég hef
alltaf
þráð
frelsið“„Mömmur
okkar
sögðu alltaf
að við ættum
að giftast
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is