Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 37
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Skrýtið Sakamál 37
KaleiKur dauðans
n Cherrylle og Scott Dell höfðu slitið samvistir n Framtíðarsýnin sem Cherrylle bauð honum varð skammlíf
U
m miðja nótt, 29. desember
1995, sat Scott Dell, 44 ára,
í holi heimilis síns í bæn
um Killaloe í Ontario í
Kanada. Hann spjallaði við
eiginkonu sína, Cherrylee, í síman
um. Hjónin höfðu slitið samvist
ir og á meðan þau mösuðu hripaði
Scott hugsanir sínar á blað og sötr
aði úr glasi vín sem Cherrylle hafði
gefið honum. Síðar kom í ljós að á
meðal þess sem hann skrifaði var:
„Hvað hélst þú að myndi gerast ef
ég drykki eina vínflösku, hlustandi
á tónlistina sem við vorum vön að
hlusta á? Ég mun hugsa um mig og
þig saman.“ Lokasetning Scotts var:
„Líf okkar flýgur hjá.“ Svo virðist sem
Scott hafi síðan farið upp í svefnher
bergi og gefið upp öndina. Í upphafi
var talaði að um sjálfsvíg hefði ver
ið að ræða og krufning leiddi í ljós
að hann hafði innbyrt frostlög. Síð
an leið rúmt ár.
Andleg framtíðarsýn
Fátt gerðist markvert fyrr en í mars
1997 þegar Gay Doherty, sem hafði
verið ástkona Cherrylle þegar Scott
skildi við, hafði samband við lög
regluna og upplýsti að Cherrylle
hefði gefið Scott flösku af heima
löguðu víni með frostlegi í. Að sögn
Gay hafði Cherrylle gefið Scott vín
flöskuna og sagt honum að fara
heim og drekka hana þar; þá mundi
hann upplifa andlega sýn af fram
tíð þeirra. Cherrylle Dell var ákærð
formlega fyrir morð í desember
1997, en fleira átti eftir að koma
upp úr kafinu. Inn í málið bland
aðist myndbandsupptaka af vitnis
burði Nancy nokkurrar Fillmore.
Nancy hafði átt í ástarsambandi við
Cherrylle og haft samband við lög
regluna og sagt að Cherrylle hefði
viljað Scott feigan. Ekki löngu síðar,
í ágúst 1997, fórst Nancy í eldsvoða,
fertug að aldri, og það eina sem eft
ir lifði var myndbandsupptakan af
yfir lýsingu hennar hjá lögreglunni.
Undarlegt vín
Áðurnefnd Gay Doherty hafði á sín
um tíma komið að líki Scotts. Fyrir
dómi sagði hún að líkið hefði verið
í fósturstellingu og „mjög undarlegt
á litinn, eins og grátt,“ og fingurn
ir með „undarlegan bláma.“ Einnig
sagðist Gay hafa séð vínflösku á
símaborðinu í holinu: „Það var
vökvi í flöskunni sem leit ekki út
eins og vín, eða var eins og ein
hverju hefði verið blandað í það.“
Vitnisburður Cherrylle, sem var
sakleysið uppmálað, var á þá leið að
hún hefði rætt við Scott um nóttina,
hann hefði virkað niðurdreginn og
talað um vin sinn sem hafði svipt
sig lífi. En undir lok símtalsins hefði
hann virst léttari í lund: „Hann var
hress. Hann ætlaði í rúmið að sofa.“
Daginn eftir hefði Scott ekki kom
ið til að ná í börnin og Gay, eft
ir að hafa rætt við Cherrylle, hefði
farið heim til Scotts til að huga að
honum.
Þáttur Nancy Fillmore
Verjandi Cherrylle, Robert Selkirk,
reyndi hvað hann gat til að draga úr
trúverðugleika vitnisburðar Nancy
Fillmore og koma í veg fyrir að
upptakan af honum fengist notuð
við réttarhöldin. Hafði verjandinn
meðal annars á orði að Nancy
hefði átt „harma að hefna“ gagn
vart Cherrylle. Eitt vitna ákæru
valdsins, Kim Meisel, hafði aðra
sögu að segja. Kim hafði átt vin
gott við Nancy skömmu fyrir dauða
hennar og sagði að Nancy hefði
verið ástfangin af Cherrylle. „Hún
elskaði hana … en á sama tíma ótt
aðist hún um líf sitt. Hún vissi að
henni myndi ekki endast aldur til
að bera vitni hér í dag,“ sagði Kim.
Cherrylle sór af sér eldsvoðann sem
varð Nancy að aldurtila en játaði
að hafa verið í sambandi við mann,
Brent Crawford, og fengið hann til
að áreita og ógna Nancy. Brent hafði
gripið til eldfæranna en fullyrti að
Cherrylle hefði fengið hann til að
kveikja í heimili Nancy. Til að gera
langa sögu stutta þá fékk Cherrylle,
í febrúar 2001, lífstíðardóm fyrir tvö
morð, með möguleika á reynslu
lausn eftir aldarfjórðung. n
„Það var
vökvi í
flöskunni sem leit
ekki út eins og vín
Scott Dell Þáði
vínflösku dauðans
af eiginkonu sinni.
Cherrylle Dell
Vildi eiginmann
sinn feigan.