Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 38
Helgarblað 8.–11. ágúst 201438 Lífsstíll Snjallsímafíkn Snjallsímafíkn er vaxandi vandamál en talið er að allt að 176 milljónir manna þjáist af henni í heiminum í dag. Snjallsímafíkill er sá sem kveikir á appi í símanum oftar en 60 sinnum á einum degi. Margir fá alvarleg kvíðaköst ef þeir týna símanum sínum, jafnvel í aðeins nokkrar mínútur, og hafa sjúklega þörf fyrir að kíkja reglulega á símann sinn – við matarborðið, í bílnum, í kvikmyndahúsum, í miðjum sam- ræðum – og geta jafnvel ekki farið á klósettið án símans. Í nýlegri bandarískri rannsókn sagðist einn af hverjum fimm á aldrinum 18–34 ára hafa notað snjallsímann meðan á kynlífi stóð og þá segjast 12% notenda hafa notað símann í sturtu. Nomofóbía Nomofóbía er nýtt hugtak yfir óttann sem fylgir því að vera án símans. Einstaklingur sem þjáist af nomofóbíu upplifir mikinn kvíða og ótta þegar hann er án símans og finnst hann sjálfur vera úr sambandi við vini, fjölskyldu, vinnu og heiminn. Þessar tilfinningar hellast einnig yfir einstak- linginn þegar síminn verður rafmagnslaus, sambandslaus, inneignarlaus eða gleymist heima. Snjallsíminn er orðinn framlenging af okkur sjálfum, besti vinur og sálufélagi. Missirinn er þannig í líkingu við að missa nákominn vin. App til að losna við snjallsímafíkn Í maí síðastliðnum kom á markað nýtt app sem er ætlað að aðstoða þá sem haldnir eru snjallsímafíkn við að takast á við vandann. Appið, sem nefnist „BreakFree's“, heldur utan um tímann sem fólk eyðir í símanum og bendir fólki á þegar tími er kominn til að leggja hann frá sér. Þá reiknar appið út svokölluð „fíknistig“ og lætur notendur vita þegar stigin eru orðin óhóflega mörg. Ert þú haldinn snjallsímafíkn? Líkur eru á að þú sért haldinn snjallsímafíkn ef: n Þú fyllist kvíða þegar síminn er ekki innan seilingar. n Þú ert stöðugt að kíkja á símann og verður að svara öllum skilaboðum um leið og þú sérð þau. n Þú finnur símann titra þó svo að ekkert bendi til þess að hann hafi gert það. n Þú hefur ekki hugmynd um hvað manneskjan fyrir framan þig var að segja því þú varst í símanum. n Þú stendur þig verr í skóla eða vinnu, því þú ert stöðugt í símanum á þessum stöðum. n Þú ert kominn hálfa leið á áfangastað þegar þú áttar þig á því að síminn gleymdist heima. Þú snýrð samt við og sækir hann. Ellefu dæmi um skaðlega nútímafíkn n Ert þú fíkill? n Selfie-fíkn og Facebook-fíkn vaxandi vandamál n Vöðvafíkn og brúnkufíkn geta haft alvarlegar afleiðingar Þ egar talað er um fíkn eða fíkla dregur hugurinn strax upp mynd af langt leidd- um eiturlyfja- eða áfengis- fíkli. Fíkn getur hins vegar birst okkur með margvíslegum hætti. Ekki er alltaf um raunveru- lega vímu að ræða heldur getur fíkn birst okkur sem ákveðin hegð- un sem er komin úr böndunum. Til eru margar mismunandi skilgrein- ingar á því hvað fíkn sé í raun og veru en flestar eru á svipuðum nót- um – að fíkn sé endurtekin, áráttu- kennd hegðun eða notkun á efni sem hefur neikvæð félagsleg, and- leg og/eða líkamleg áhrif á viðkom- andi. DV hefur tekið saman upplýs- ingar um ellefu viðurkennda fíkni- sjúkdóma og þráhyggju sem tengist nútíma lífsstíl og samfélagi. Tek- ið skal fram að listinn er ekki tæm- andi og til viðbótar við þennan lista mætti til dæmis bæta koffínfíkn, adrenalínfíkn, vinnufíkn, spilafíkn, matarfíkn og ferðafíkn. Getur verið að þú sért haldinn einhverri fíkn án þess að gera þér grein fyrir því? n Tölvuleikjafíkn Töluvert hefur verið skrifað og rætt um tölvuleikjafíkn hér á landi á síðustu misserum. Um er að ræða alvarlega áráttu sem tengist vaxandi tölvunotkun í nútíma samfélagi. Tölvuleikjafíklar missa stjórn á hegðun sinni og fara að vanrækja aðra hluti í lífi sínu, svo sem nám, starf, aðrar tómstundir og samveru með vinum og fjölskyldu. Þá sinna langt leiddir tölvuleikjafíklar gjarnan ekki grunnþörfum líkamans eins og svefni, hreyfingu, hollu mataræði og persónulegu hreinlæti. Einstaklingurinn hugsar stöðugt um leikinn og verður pirraður og eirðarlaus þegar hann er ekki að spila. Þessi spenna losnar ekki fyrr en hann fer aftur í leikinn. Þetta getur leitt til félagslegrar einangrunar, veruleikafirringar og þunglyndis. Þeir sem eiga helst á hættu að ánetjast tölvuleikjum eru unglingsdrengir og ungir karlmenn. Candy Crush Saga Staðalímyndin af tölvuleikjafíkli er fölur unglingsdrengur í gluggalausu herbergi, umkringdur orkudrykkjum og snakkpokum, að spila ofbeldisleik í leikjatölvu. Tölvuleikjafíklar eru hins vegar margir og mismunandi. Fjölmargir hafa orðið háðir símaleikjunum svokölluðu. Þegar fyrstu farsímarnir komu á markað ánetjuðust margir til að mynda Snake sem finna mátti í flestum símum frá Nokia. Öðrum var þá jafnvel bannað að spila leikinn af ótta við að þeir bættu metið í símanum. Þá muna flestir eftir netleiknum Bubbles sem margir spiluðu meira en góðu hófi gegnir fyrir nokkrum árum. Einn fyrsti snjallsímaleikurinn sem náði gífurlegum vinsældum meðal notenda var leikurinn Angry Birds, þá kom Farmville, en eitt nýjasta æðið er síðan leikur að nafni Candy Crush Saga. Alls spila 93 milljónir manns leikinn daglega og segja notendur hann gífurlega ávanabindandi. Nokkrar staðreyndir um notendur Candy Crush Saga: n 67% notenda segja leikinn hafa haft áhrif á líf sitt n 32% notenda hunsa vini og fjölskyldu til þess að spila leikinn n 30% notenda segjast vera háð leiknum n 25% notenda hafa eytt peningum í leikinn n 20% notenda viðurkenna að þeir spili leikinn „oft“ n 10% notenda hafa lent í rifrildum vegna leiksins Nefúðafíkn Fá lyf hafa jafn skjót áhrif og nefúði hefur við kvefi. Á nokkrum mínútum getur þú andað með nefinu að nýju. Þessi frelsistilfinning býður upp á misnotkun. Nefúðar frá framleiðendunum Nezeril og Otrivin fást án lyfseðils í öllum apótekum landsins og eru mörg dæmi þess að fólk misnoti þá. Þess má geta að ekki er mælst til að fólk noti nefúða lengur en í tíu daga í senn. Ofnotkun á lyfinu verður til þess að nefið heldur áfram að stíflast og fólk verður háð nefúðan- um. Þá þarf fólk alltaf að nota meira og meira af úðanum til þess að hann virki. Nefúðafíklar hafa því úða alltaf við hönd; eru með hann á náttborðinu, í bílnum, í veskinu og á skrifborðinu. Vítahringur verður til sem margir líkja við fíkn. Þessi vítahringur gæti varið mánuðum, og jafnvel árum, saman. Ofnotkun á nefúða er ekki hættulaus. Langtímanotkun getur leitt til nefslímubólgu og þá eru dæmi um að fólk fái sár í nefið eftir of mikla notkun – sár sem læknar hafa líkt við hálfgerðan efnabruna. Leiðin til frelsis: Á internetinu má finna fjölmargar reynslusögur frá nefúðafíklum. Einn þeirra útbjó leiðbeiningar um hvernig losna mætti við fíknina. Hér er hún: n „Hentu hverju einasta glasi af nefúða í ruslið – NÚNA! n Veldu þér hentugan tíma til þess að hætta allri notkun, til dæmis um miðjan dag. n Næturnar verða erfiðastar. Undirbúðu þig undir það versta. Settu stórt vatnsglas, varasalva, mentólkrem og verkjatöflur á náttborðið og hafðu nóg af koddum í rúminu. Þú munt fá nefrennsli og nefið mun stíflast. Þú munt frá þrýsting fram í augun og í kjölfarið slæman höfuðverk. Þér mun líða illa og þú munt þrá nefúða. Ekki láta undan. n Hafðu nóg af koddum undir höfðinu. Settu á þig nóg af varasalva því þú munt þurfa að anda með munninum og varirnar munu þar af leiðandi þorna. Taktu inn verkjatöflu við höfuðverknum. Berðu mentólkremið í hvora nös og undir nefið. Ef þú vaknar upp um nóttina fáðu þér þá vatnssopa og berðu á þig meiri varasalva. Líkur eru á að þú sofir lítið fyrstu nóttina. n Haltu áfram að drekka nóg af vatni næstu daga. Ekki gefast upp! n Á tæpri viku ættir þú að vera orðinn laus við nefúðann. Til ham- ingju! Næst þegar þú færð kvef – ekki kaupa þér nefúða.“ Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.