Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 3
Fréttir 3Vikublað 1.–3. júlí 2014
Landeigendur í Dúfnahólum 10
n Framkvæmd gjaldtöku í Mývatnssveit verulega ábótavant n Kvartað yfir skipulagsleysi
H
ver sá sem vill afla sér upp-
lýsinga um gjaldtökuna fyr-
ir að skoða Leirhnúka við
Kröflu og hverina austan
við Námaskarð símleiðis
og fer á vefsíðuna náttúrugjald.is til
að finna símanúmerið lendir á þeim
vegg að númerið sem þar er gefið
upp er 555-555. Heimilisfangið er
sagt vera Dúfnahólar 10.
„Hvað er fréttnæmt við þetta?
Hún er ekkert komin í loftið,“ segir
Ólafur H. Jónsson, formaður og
talsmaður Landeigenda Reykjahlíð-
ar, spurður um málið. Vefsíðan var
opnuð í mars og hefur verið opin í
þrjá til fjóra mánuði. Gjaldtaka hófst
hinn 19. júní síðastliðinn.
Víðtæk óánægja er meðal ferða-
skipuleggjenda í Mývatnssveit
vegna gjaldtökunnar og hún sögð
mjög illa skipulögð. RÚV greindi frá
því á dögunum að skipuleggjendur
hefðu engar upplýsingar fengið um
hvernig gjaldtöku væri háttað.
Ræður ekki við forritarana
Ólafur segir að vefsíðan, sem þó fór
á netið fyrir nokkrum mánuðum, sé
alls ekki tilbúin. „Hún er ekki kom-
in í loftið til að selja. Hún er bara í
vinnslu hjá forriturum. Það komu
upp tæknileg vandamál. Þetta er
ekki flókið, eða jú, þetta er svo-
lítið flókið. Ég á von á að þetta ger-
ist á næstu dögum. Við ætluðum að
vera með hana tilbúna um leið og
við fórum í loftið en því miður ræð
ég ekki við forritarana. Þeir þurfa
stundum lengri tíma heldur en þeir
lofa,“ segir Ólafur. Sé reynt að kaupa
passa á Hveri, sem kostar 962
krónur, á vefsíðunni, endar við-
komandi á galtómri síðu þar sem
aðeins stendur „Kaupa passa“.
Óþarfi að skýra eignarhaldið
Á vefsíðunni kemur auk þess ekki
skýrt fram að hún sé alfarið á veg-
um landeigenda Reykjahlíðar,
þrátt fyrir að fyrirhugað sé að selja
passa rafrænt á síðunni. Spurður
um hvernig standi á þessu fýkur
í Ólaf. „Bíddu, til hvers þarf þess?
Hefur þú ekki lesið hver á þetta
land? Gleymdu þessu,“ segir
Ólafur áður hann skellir á. Hluthaf-
ar í einkahlutafélaginu Landeigend-
ur Reykjahlíðar eru fjölmargir en
stærsti eigandi félagsins er Guðrún
María Valgeirsdóttir sem á 25 pró-
sent í félaginu. Næststærstu hlut-
hafar eru börn og kona Ólafs,
en þau eiga nærri 17 prósenta
hlut.
Skulda 30 milljónir
Á vefsíðunni stendur að mark-
mið gjaldtökunnar sé að auka
uppbyggingu á svæðinu. „Nátt-
úruverndargjaldinu verður varið
til uppbyggingar á þjónustuhúsum
með salernum, veitingaaðstöðu o.fl.
Að auki verða lagðir göngustígar, út-
sýnispallar og útskot þar sem við
á,“ segir undir kaflanum „Af hverju
nátturuverndargjald [sic]?“ DV
greindi frá því á dögunum að Land-
eigendafélagið sé ekki vel statt fjár-
hagslega samkvæmt ársreikningum.
Á móti eignum sem metnar eru á
nærri þrjátíu milljónir króna hvíla lán
upp á ríflega sömu upphæð. Eigin-
fjárstaða félagsins er því neikvæð. n
Sódóma Mývatnssveit Samkvæmt vefsíðu gjaldtökunnar er Landeigendafélag Reykjahlíðar til húsa í Dúfnahólum 10.
Mývatnssveit Samkvæmt
vefsíðunni kostar 1.925 krónur að
sjá bæði Hveri og Leirhnúk-Kröflu.
Ekkert óeðlilegt Ólafur H. Jónsson, for-
maður Landeigenda Reykjahlíðar, segir að vef-
síðan sé ekki komin í loftið þrátt fyrir að hún sé
vel aðgengileg sé farið á natturugjald.is.
Þrjátíu sóttu
um skólavist
Veturinn í Hraðbraut kostar 890 þúsund krónur
U
msóknarfrestur fyrir vetur-
inn 2014–2015 í Mennta-
skólanum Hraðbraut er
runninn út og tæplega 30
manns sóttu um skólavist. Skóla-
gjöldin eru hærri en áður, enda er
skólinn ekki á fjárlögum. Veturinn
kostar 890 þúsund krónur, svo ætla
má að tekjur frá nemendum muni
nema um það bil 26,7 milljón-
um króna.
Á vef RÚV kemur fram
að nemendurnir verði í
einum bekk og fái kennslu
frá sjö til átta kennur-
um sem ráðnir verði sem
verktakar í hlutastarfi
fyrsta árið. Menntamála-
ráðuneytið veitti Mennta-
skólanum Hraðbraut skrif-
lega viðurkenningu til kennslu
til stúdentsprófs á náttúru-
og hugvísindabraut í
maí.
Skólanum
var lokað árið
2012 vegna þess
að mennta-
málanefnd Al-
þingis vildi ekki
halda áfram að
veita fjármun-
um til skólans.
Þá var orðið
ljóst Ólafur
hafði tekið
sér 177 millj-
óna króna
í arð út úr
rekstrarfé-
lagi skól-
ans og lánað
háar fjár-
hæðir út
úr honum, meðal annars til fast-
eignaverkefnis á vegum Nýsis hf. í
Skotlandi.
Ríkisendurskoðun vann svarta
skýrslu um starfsemi Hraðbrautar
á síðasta kjörtímabili og byggði sú
ákvörðun Alþingis að hætta fjár-
veitingum til skólans meðal annars
á henni. Samkvæmt ársreikn-
ingi fyrir árið 2012 tók
Ólafur sér sex milljóna
króna arð út úr móð-
urfélagi skólans þótt
skólinn skuldaði ríkinu
tugi milljóna. n
johannp@dv.is
Nýtt upphaf Hraðbraut
hefur göngu sína á ný.
Íslenskt tal leiðbeinir
notanda um allar aðgerðir
Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu
fjöri sem startað hefur verið í gang
með hjartastuðtækjum frá Donnu.
Samaritan PAD
hjartastuðtæki
kosta aðeins frá
kr. 199.600 m/vsk.