Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Síða 30
Vikublað 1.–3. júlí 201430 Sport Hár verðmiði ekki ávísun á velgengni n Dýrustu ungu leikmenn sögunnar n Luke Shaw dýrastur n Fleiri United-menn á listanum L uke Shaw varð fyrir helgi dýrasti ungi leikmaðurinn í sögunni, þegar hann var keyptur frá Southampton til Manchester United fyrir 31,5 milljónir punda. Þessi enski vinstri bakvörður er ein helsta vonarstjarna Englendinga og lék í vetur frábær- lega fyrir Southampton. En það að vera keyptur fyrir metfé, ungur að árum er ekki ávísun á velgengni, eins og fram kemur hér fyrir neðan. Það er hins vegar ekki dónalegt að feta í fótspor manna á borð við Michael Laudrup, Dino Baggio, hinn brasil- íska Ronaldo og Wayne Rooney, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið keyptir á metfé áður en þeir náðu 20 ára aldri. Hér fyrir neðan eru tíu dýrustu táningarnir sem keypt- ir hafa verið í boltanum og mat lagt á það hvernig þeir hafa staðið sig. Daily Mail tók listann saman. n baldur@dv.is / einar@dv.is 1 Wayne Rooney (18 ára)Keyptur: Frá Everton til Manchester United Ár: 2004 Verð: 25,6 milljónir punda Rooney sló tóninn strax í sínum fyrsta leik með þrennu á móti Fenerbache. Hefur leikið tíu tímabil með United og hefur alltaf skorað meira en tíu mörk á leiktíð. Var bestur 2012 þegar hann skoraði 34 mörk en er enn, þrátt fyrir nokkra lægð, lykilmaður fyrir United. 2 Javier Saviola (19 ára)Keyptur: Frá River Plate til Barcelona Ár: 2001 Verð: 24 milljónir punda Var sex ár í herbúðum Barcelona en var lánaður burt í tvígang. Hann þótti afar efnilegur á sínum tíma en tókst aldrei að slá í gegn. Frá Barcelona fór hann til Real Madrid þar sem hann staldraði stutt við og var að lokum látinn fara á frjálsri sölu. Leikur með Olympiacos í dag. 3 Marquinhos (19 ára)Keyptur: Frá Roma til PSG Ár: 2013 Verð: 23,5 milljónir punda Þessi tvítugi leikmaður er brasilískur miðvörður og spilaði afar vel á sínu fyrsta tímabili með Paris Saint Germain. Hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og gæti orðið risastórt nafn í boltanum á næstu árum. Afar hæfileikaríkur ungur knattspyrnumaður. 4 Sergio Ramos (19 ára)Keyptur: Frá Sevilla til Real Madrid Ár: 2005 Verð: 21 milljón punda Mikið var gert úr þessum kaupum á sínum tíma, enda töluverð upphæð á þeim tíma. Óhætt er að segja að Ramos hafi staðið fyrir sínu. Hann hefur leikið meira en 400 leiki fyrir Real Madrid og verið lykilmaður um langt skeið. Hann skoraði til dæmis jöfnunarmarkið mikilvæga gegn Atletico í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum. 5 Anderson (19 ára)Keyptur: Frá Porto til Manchester United Ár: 2007 Verð: 18 milljónir punda Miklar væntingar voru gerðar til leikmannsins þegar hann kom til Old Trafford. Það er óhætt að segja að hann hafi ekki staðið undir þeim. Anderson var lánaður til Fiorentina í vetur og stóð ekki heldur undir væntingum þar. Framtíð hans hjá United er í óvissu. 6 Antonio Cassano (19 ára)Keyptur: Frá Bari til Roma Ár: 2001 Verð: 18 milljónir punda Roma greiddi ótrúlega fjárhæð fyrir Cassano enda var hann lygilega efnilegur þegar hann braust fyrst fram á sjónarsviðið í ítölsku deildinni. Staðreyndin er sú að hann stóð aldrei undir væntingum hjá Roma og lenti upp á kant við hvern þjálfarann á fætur öðrum. Árið 2006 var hann seldur til Real Madrid fyrir fjórar milljónir punda. 7 Romelu Lukaku (18 ára)Keyptur: Frá Anderlecht til Chelsea Ár: 2011 Verð: 17 milljónir punda Þessi ungi Belgi er enn í hópi efnilegustu framherja heims. Þó að þrjú ár séu síðan Chelsea festi kaup á honum hefur hann ekki enn fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá Chelsea. Hann hefur staðið sig vel sem lánsmaður hjá West Brom og Everton en spurningin er hvort hann muni gagnast Chelsea á komandi misserum. 8 Alex Pato (17 ára)Keyptur: Frá Internacional til Milan Ár: 2007 Verð: 17 milljónir punda Mikið var látið með þennan unga brasilíska framherja á sínum tíma þegar Milan klófesti hann árið 2007. Hann byrjaði ágætlega og skoraði í heildina 63 mörk í 150 leikjum. Meiðsli settu þó strik í reikninginn og var hann seldur til Corinthians á síðasta ári fyrir 12 milljónir punda. Pato tókst ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. 9 Sergio Aguero (18 ára)Keyptur: Frá Independiente til Atletico Madrid Ár: 2006 Verð: 16,5 millj- ónir punda Aguero lék í fimm ár með Atletico Madrid og stóð sig frábærlega hjá félaginu áður en hann var seldur til Manchester City. Á þessum fimm tímabilum skoraði Aguero 101 mark og var einn af mönnunum á bak við sigur þeirra í Evrópudeildinni 2010. City borgaði 38 milljónir punda fyrir hann árið 2011. 10 John Obi Mikel (19 ára)Keyptur: Frá Lyn til Chelsea Ár: 2006 Verð: 16 milljónir punda Stuðningsmenn Chelsea skiptast í tvær fylkingar varðandi Obi Mikel. Hann hefur vissulega sannað gildi sitt sé tekið mið af því að hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina, meistaradeildina og enska bikarinn fjórum sinnum með félaginu. Chelsea lagði mikið á sig til að klófesta þennan nígeríska landsliðsmann og nappaði honum úr greipum Manchester United á sínum tíma. Dýrastur Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort Luke Shaw feti í fótspor Wayne Rooney og verði frábær fyrir United eða hvort hann valdi vonbrigðum eins og Anderson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.