Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Side 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 1.–3. júlí 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 1. júlí 10.50 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Upptaka frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 12.40 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Upptaka frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 14.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Þýsk þáttaröð um ástir og afbrýði eigenda og starfsfólks á Hótel Fürsten- hof í Bæjaralandi. 15.20 HM stofan 15.50 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Bein útsending frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 17.50 HM stofan 18.15 Fisk í dag (8:8) Skemmtilegir og fræðandi þættir þar sem kynslóðirnar leggja saman krafta sína í eldhúsinu. e 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Njósnari (3:10) (Spy II) Bresk gamanþáttaröð þar sem fylgst er með Tim sem er njósnari hjá MI5 og togstreitu hans milli njósn- astarfs og einkalífs. Meðal leikenda eru Darren Boyd, Robert Lindsay og Mathew Baynton. e 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.30 HM stofan 19.50 HM í fótbolta (16 liða úrslit) Bein útsending frá leik í 16 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu. 21.55 HM stofan 22.15 Tíufréttir 22.30 Veðurfréttir 22.35 Castle 8,3 (22:23) (Castle) Bandarísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 23.20 Víkingarnir (6:9) (The Vikings) Ævintýraleg og margverðlaunuð þáttaröð um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Aðalhlutverk: Travis Fimmel, Clive Standen og Jessalyn Gilsig. Leikstjóri: Michael Hirst. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. e 00.05 Leynimakk (1:4) (Hidden) Breskur sakamálaflokkur um lögmann sem þarf að horfast í augu við vafasama fortíð sína. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. Meðal leikenda eru Philip Glenister, Thekla Reuten, Anna Chancellor og David Suchet. e 01.05 Dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 16:20 Moto GP 17:20 Dominos deildin - Liðið mitt 17:55 IAAF Diamond League 2014 20:00 Sumarmótin 2014 20:35 NBA (Oklahoma City Thunder: Heart of the City) 21:00 World's Strongest Man 2013 21:30 Box - Bryant Jennings - Mike Perez 23:35 UFC Now 2014 07:00 HM 2014 (Frakkland - Nígería) 08:40 HM 2014 (Argentína - Sviss) 11:50 HM 2014 (Mexíkó - Kamerún) 13:30 Destination Brazil 14:00 HM 2014 (Frakkland - Nígería) 15:40 HM 2014 (Argentína - Sviss) 17:20 Football Legends 17:50 HM 2014 (Bandaríkin - Þýskaland) 19:30 HM 2014 (16 liða úrslit) 21:10 Premier League Legends 21:40 HM 2014 (Hondúras - Sviss) 23:30 HM 2014 (16 liða úrslit) 01:10 HM 2014 (16 liða úrslit) 02:50 HM 2014 (16 liða úrslit) 17:55 Strákarnir Sveppi, Auddi og Pétur halda uppteknum hætti og sprella sem aldrei fyrr með óborganlegum uppátækjum. 18:25 Friends (3:24) 18:50 Seinfeld (17:23) 19:15 Modern Family þau lenda í hverju sinni. 19:40 Two and a Half Men (5:16) sjálfstraustið. 20:05 Léttir sprettir 20:25 Borgarilmur (8:8) 21:00 Breaking Bad (8:13) 21:50 Rita (6:8) 22:30 Lærkevej (4:12) 23:10 Chuck (13:13) 23:55 Cold Case (9:23) 00:40 Léttir sprettir 01:00 Borgarilmur (8:8) 01:40 Breaking Bad (8:13) 02:30 Rita (6:8) 03:10 Lærkevej (4:12) 03:55 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 11:55 Butter 13:25 Parental Guidance 15:10 Dear John 16:55 Butter 18:25 Parental Guidance 20:10 Dear John 22:00 Wrath of the Titans 23:40 Red Lights 01:35 The Rum Diary 03:35 Wrath of the Titans 18:35 Baby Daddy (15:16) 19:00 Grand Designs (10:12) 19:50 Hart Of Dixie (20:22) 20:30 Pretty Little Liars (19:25) 21:15 Nikita (20:22) 21:55 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (5:22) 22:50 Revolution (17:22) 23:30 Tomorrow People (19:22) 00:10 Grand Designs (10:12) 01:00 Hart Of Dixie (20:22) 01:45 Pretty Little Liars (19:25) 02:25 Nikita (20:22) 03:10 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (5:22) 04:05 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (24:26) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:50 Million Dollar Listing (8:9) 17:35 In Plain Sight (8:8) 18:15 Dr. Phil 18:55 Top Chef (14:15) 19:40 Happy Endings 7,7 (3:22) Bandarískir gamanþættir um vinahóp sem einhvern- veginn tekst alltaf að koma sér í klandur. 20:05 Men at Work (9:10) Þræl- skemmtilegir gamanþættir sem fjalla um hóp vina sem allir vinna saman á tímariti í New York borg. Þeir lenda í ýmiskonar ævintýrum sem aðallega snúast um að ná sambandi við hitt kynið. Æskudraumur rætist í þessum þætti þar sem Wililam Baldwin leikur gestahlutverk 20:30 Catfish (2:12) Í samskiptum við ókunnuga á netinu er oft gott að hafa varann á vegna þess að fæstir eru í raun þeir sem þeir segjast vera. Þáttaröðin fjallar um menn sem afhjúpa slíka notendur. 21:15 The Good Wife (21:22) 22:00 Nurse Jackie (2:10) 22:30 Californication (2:12) 23:00 Green Room With Paul Provenza (1:8) Það er allt leyfilegt í græna herberginu þar sem ólíkir grínistar heimsækja húmoristann Paul Provenza. 23:25 Royal Pains (11:16) Þetta er fjórða þáttaröðin um Hank Lawson sem starfar sem einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons Poppstjarna þarf á aðstoð læknis að halda í miðju- tónleikaferðalagi og Hank hleypur í skarðið. 00:10 Scandal (1:18) Við höldum áfram að fylgjast með fyrrum fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins Oliviu Pope (Kerry Washington) í þriðju þáttaröðinni af Scandal. Fyrstu tvær þáttaraðirnar hafa slegið í gegn og áskrifendur beðið eftir framhaldinu með mikilli eftirvæntingu. Scandal þættirnir fjalla um Oliviu sem rekur sitt eigið al- mannatengslafyrirtæki og leggur hún allt í sölurnar til að vernda og fegra ímynd hástéttarinnar. Vandaðir þættir um spillingu og yfir- hylmingu á æðstu stöðum í Washington. 00:55 Nurse Jackie (2:10) 7,6 Margverðlaunuð bandarísk þáttaröð um hjúkrunar- fræðinginn og pilluætuna Jackie. 01:25 Californication (2:12) 01:55 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Malcolm In the Middle 08:25 Extreme Makeover: Home Edition (14:26) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (5:175) 10:10 The Wonder Years (14:24) 10:35 The Middle (7:24) 11:00 Á fullu gazi 11:35 The Newsroom (3:10) 12:35 Nágrannar 13:00 Cold Feet (1:7) 14:00 American Idol (4:39) 14:45 Covert Affairs (13:16) 15:30 Sjáðu 16:00 Frasier (18:24) 16:25 The Big Bang Theory (14:24) Fjórða þáttaröðin af þessum stórskemmtilega gamanþætti um Leonard og Sheldon sem eru af- burðasnjallir eðlisfræðingar sem vita nákvæmlega hvernig alheimurinn virkar. Hæfileikar þeirra nýtast þeim þó ekki í samskiptum við annað fólk og allra síst við hitt kynið. 16:45 How I Met Your Mother -17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Back in the Game (2:13) 19:35 2 Broke Girls 7,0 (3:24) Bráðskemmtileg gaman- þáttaröð um stöllurnar Max og Caroline sem eru stað- ráðnar í að aláta drauma sína rætast. 20:00 Heimur Ísdrottningar- innar 20:20 Anger Management (13:22) Önnur þáttaröð þessara skemmtilegu gamanþátta með Charlie Sheen í aðalhlutverki og fjallar um Charlie Goodson, sem er skikkaður til að leita sér aðstoðar eftir að hafa gengið í skrokk á kærasta fyrrum eiginkonu sinnar. Málin flækjast heldur betur þegar Charlie á svo í ástarsambandi við sálfræðinginn sinn, sem hannleitar á náðir vegna reiðistjórnunarvanda síns. 20:45 White Collar (4:16) 21:30 Orange is the New Black (4:14) Dramatísk þáttaröð á léttum nótum um unga konu sem lendir í fangelsi fyrir glæp sem hún framdi fyrir mörgum árum. 22:30 Burn Notice (4:18) 23:15 Veep (9:10) Þriðja þáttaröðin ef þessum bráðfyndnu gamanþáttum. Julia Louis- Dreyfus er hér í hlutverki þingmanns sem ratar í starf varaforseta Bandaríkjanna. 23:45 Daily Show: Global Edition 00:10 Dallas (5:15) 00:55 Mistresses (3:13) 01:40 Bones (1:24) 02:25 Fringe (13:22) 03:10 Battleship 05:20 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. N ú hefur verið staðfest að Para- mount Pictures mun fram- leiða myndina Beverly Hills Cop 4. Um er að ræða fjórðu myndina um löggutöffarann Axel Foley sem Eddie Murphy lék á níunda áratug síðustu aldar. Það er Brett Ratner sem leikstýrir myndinni og Jerry Bruckheimer framleiðir en Eddie Murphy snýr að sjálfsögðu aft- ur í hlutverki Foley. Beverly Hills Cop 3 kom út árið 1994 og fékk afleita dóma. Þá var Foley að rannsaka glæpahring sem stal bílum en rambaði inn í mun stærra mál. Þegar hér er komið sögu hefur Foley tekið því rólega og starf- að sem einkaspæjari um langt skeið. Myndirnar gerðust allar í Detroit en í þeirri fjórðu snýr Foley aftur á heimaslóðir. Ástæðan fyrir því að tafir hafa orðið á gerð myndarinnar er að framleiðsla myndarinnar er greidd af stórum hluta af Michigan-ríki. Við gerð myndarinnar er gert ráð fyrir að hátt í 400 manns úr ríkinu munu fá vinnu meðan á tökum stendur. n Axel Foley snýr aftur Tökur hefjast loksins á Beverly Hills Cop 4 Eddie Murphy Tekur aftur að sér hlutverk Axel Foley. G uðbergi Bergssyni tókst að ýfa upp hárin á menn- ingarvitum landsins í ný- legu viðtali í Fréttablað- inu. Guðbergur ræddi um hrunið: „Allir peningarnir fóru í glingur, þeir keyptu ekkert sem er varanlegt. Þessi þjóð hefur óbeit á öllu sem stenst tímans tönn og kann ekki að meta það sem er mikils virði. Menning okkar er svo grunn.“ Ýmsir urðu til þess að svara fyrir menningaráhuga Íslendinga. „Það er ansi bratt að halda því fram að menningin á Íslandi sé sérlega „grunn“ og að þjóðin hafi „óbeit á öllu sem stenst tímans tönn,“ sagði til að mynda Egill Helgason fjöl- miðlamaður, einn margra til að benda á ótrúlega þrautseigju land- ans til að starfa að menningu og list- um þrátt fyrir smæð þjóðfélagsins. „Tekur stórt upp í sig“ Aðrir urðu til að taka að nokkru leyti undir orð hans. Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri sem hefur minnt landann á að iðka sjálfsgagnrýni sagði Guðberg taka stórt upp í sig – eins og oft áður – og það væri fínt. „Loðmullan vekur engan, hvorki til umhugsunar eða umræðu. Ætli sé ekki sannleikskorn í fullyrðingu Guðbergs. A.m.k. er miklu hollara að nálgast umræðuna í því ljósi en í ljósi heimóttarskapar og sjálfs- ánægju. En eins og oftast eru öfgarn- ar í báðar áttir, það er bara spurning úr hvorri áttinni þú vilt byrja um- ræðuna.“ Menningarlegir lemúrar Ansi víðfeðmar umræður spunnust sum sé um menningu út frá örfáum orðum Guðbergs. Sem út af fyrir sig er nokkuð merkilegt. Það lýsir við- kvæmni. En kannski líka baráttu- vilja. Á umræðuþræði Egils Helga- sonar komst Eiríkur Norðdahl vel að orði þegar hann skrifaði: „Þegar fólk er ósammála Guðbergi er hann gamall og önugur, en þegar það er honum sammála er hann ungur og frakkur og skemmtilega ófyrirleit- inn.“ Ég tek undir orð hans. Guðbergur vill vera ófyrirleitinn Hann vill vera óræður og hæðinn. Hann hefur að ég held unun af því, enda fer þá fólk fyrst að róta og efast. Hann rígheldur í sitt innra frelsi og ber það eins og höfuðdjásn. Hann er broddfluga og góður sem slík. Skoð- anir hans eru hins vegar ekki góðar og gildar fyrir það eitt. En þær stuðla að gagnrýnni hugsun. Og það er gott. Ég velti því oft fyrir mér hvort það sé mögulegt að búa við innra frelsi í svo litlu þjóðfélagi. Á Íslandi hreyf- umst við eins og læmingjar þegar kemur að menningu. Hratt og öll í hóp. Það er óhjákvæmilegt. Eina stundina erum við öll að lesa sömu bækurnar og mæra eitt ákveðið verk í leikhúsinu. Aðra stundina erum við öll að úthúða einhverju tilteknu. Það er hollt að berjast á móti þessari til- hneigingu. Það er líka hollt að telja ekki allt sem vel er gert stórkostlega sköpun. Mýtan um listamanninn er sú að hann skapi á eigin forsendum. Hafi hann náðargáfu sé hann utan meginstraumsins og sjái eiginlega inn í guðdóminn eða hið óorðna. Mér finnst það skemmtileg og róm- antísk mýta og gef lítið fyrir sann- leiksgildið. Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Ísands hefur teiknað upp þá mynd af lista- manninum að sköpunargáfan sé nokkurs konar efsta stig. List byggist fyrst á þekkingu, tækni og hugtök- um, þeas faglegri tækni, þá ímynd- unarafli og loks nái nokkrir tengsl- um við sköpunarkraftinn. Mörkin á milli þessara stiga krefjist hugrekk- is og sjálfstæðrar hugsunar og oft komist þeir sem þrá ekki í tengsl við sanna sköpunargáfu. Lítið barn í móa Sjálfur hefur Guðbergur gefið inn- sýn í hugarheim sinn og hvers vegna innra frelsi er honum mikilvægt. Hann þurfti á því að halda. Það var honum sprottið af nauðsyn. Hann þurfti að verja sig að eigin sögn. Hann var öðruvísi. Hann var blíður og viðkvæmur en umhverfið æskti þess að hann væri harðgerður. Það ber að hafa í huga að Guðbergur er alinn upp við kröpp kjör í mikilli kreppu og vann mikið – allt frá sjö ára aldri. Ég birti hér nokkur brot úr við- tali sem ég tók við Guðberg frá ár- inu 2011. Hér lýsir hann því hvern- ig hann leitaði í fegurð náttúrunnar sem lítið barn. Hvað það er í hans huga sem stenst tímans tönn og það felst ekki endilega í stórbrotnum menningarafrekum heldur því fagra og smáa sem gefur að líta í okkar nánasta umhverfi. Þessar ferðir hans út í móa höfðu mikið gildi. Þangað flúði hann. „Ég hafði unun af blómum, lit og ilmi af blómum sem var náttúrulega óeðlilegt í þeim heimi sem ég lifði í. Þá fylgdist maður með því hvernig litirnir breyttust eftir því sem dagarn- ir liðu, hvernig lykt og áferð breyttu- st með raka og birtu. Ég hafði hreina unun af þessu en vissi vel að ég þyrfti að hafa það fyrir sjálfan mig.“ Guðbergur segir Íslendinga ansi fjarsýna og þráin blindi þeim sýn. „Það er talað um að maður eigi að ferðast og sjá þessar náttúruperlur, en það finnst mér firra því fegurðin er alls staðar og allt um kring. Ís- lendingar eru haldnir svo mikilli þrá eftir einhverju stórkostlegu, þess vegna sjá þeir ekki fegurðina sem er allt um kring. Þeir þrá eitthvað stór- kostlegt en þegar til kastanna kem- ur þá ráða þeir ekki við neitt og það sígur á ógæfuhliðina.“ Enginn skortur en vandi sálar Í samhenginu við hið smáa og fagra ræddi Guðbergur svo um hrunið. Ég kemst ekki hjá því að huga að upp- vexti hans og baráttu þegar hann „tekur stórt upp í sig,“ eins og fólk vill kalla það. „En við misstum ekki mikið, því við áttum ekki mikið,“ segir hann. „Það er enginn raunverulegur skortur í þessu samfélagi eins og er í mörgum öðrum en það er mikill vandi sálar. Það er eitthvert munað- arleysi í þessari þjóð. Hún var ósjálf- stæð lengi og alltaf þegar hún þarf að bjarga sér þá gerir hún það ekki.“ n Glingur Guðbergs Um menningarlemúra og lítið barn í móa Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Broddflugan Guðbergur Víðfeðm umræða um menn- ingu og listir hefur skapast út frá örfáum orðum Guðbergs. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.