Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Page 36
36 Fólk Vikublað 1.–3. júlí 2014 Tónlistarmaður í ljósmyndun Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver ætlar að söðla um og setjast á skólabekk í haust. Daníel Óliver, sem hefur búið og starfað í Svíþjóð upp á síðkastið þar sem hann hefur unnið að tónlist sinni, er kominn inn í danskan háskóla og mun hefja nám í ljósmyndun í sept- ember. Daníel Óliver segir frá ljós- myndaranáminu á Facebook þar sem hann þakkar einnig góðar kveðjur og hamingjuóskir. „Takk, eitthvað verður maður að kunna þegar röddin brestur og fegurðin dofnar.“ Mjólk og bið Þorbjörg Marinósdóttir eða Tobba eins og hún er oftast köll- uð bíður nú eftir að hennar fyrsta barn komi í heiminn. Eins og gjarnan vill verða fá konur óstjórnlega löngun í ótrúlegustu hluti á meðgöngunni en Tobba deildi því fyrir skömmu með Facebook-vinum sínum að hún drykki tvo lítra af mjólk á dag á meðan hún biði eftir barninu. Tobba á von á krílinu ásamt unnusta sínum Karli Sigurðssyni, Baggalútssöngvara og fráfarandi borgarfulltrúa. Tobba sendi ný- verið frá sér bókina 20 tilefni til dagdrykkju en sjálf mun hún þurfa að bíða þó nokkuð leng- ur til þess að geta farið eftir eigin heilræðum í þeim efnum. Álfrún og Friðrik giftu sig Leikkonan Álfrún Helga Örnólfs- dóttir og leikarinn Friðrik Friðriks son giftu sig um helgina en þau hafa verið í sambandi í tíu ár. Um borgaralega giftingu var að ræða sem haldin var undir Eyjafjöllum. Álfrún gekk í hjóna- bandið berfætt og var athöfnin mjög falleg. Níu ára aldursmunur er á leikurunum sem saman eiga tvær dætur, þær Margréti og Kolbrúnu Helgu. Friðrik hefur leikið fjöl- mörg hlutverk á sviði sem og í sjónvarpi. Álfrún er fastráðin við Borgarleikhúsið en hefur einnig leikið í fjölda íslenskra kvik- mynda. Þ að eru ekki nema fjögur ár síðan Linda Péturs- dóttir hóf lyfjameðferð á Landspítalanum vegna slæmra verkja sem hún þjáðist af sökum liðagigtar. Hún gat vart gengið og bólgnaði mikið upp á þessum tíma. Í kjölfarið breytti hún um lífsstíl, dró úr kjötneyslu og fór að hreyfa sig oftar og reglulega. Á þessum tíma þurfti hún að fara á spítala á sjö vikna fresti til þess að fá lyfjagjöf í æð. Í dag sprautar hún sig á tíu daga fresti og er verkjalaus. Erfitt að vera heilsulaus „Árið 2010 byrjaði ég í lyfjameðferð en ég var mjög veik af liðagigt. Átti erfitt með að hreyfa mig og var mjög verkjuð,“ segir Linda. „Ekki síst þá fann ég á eigin skinni hvað það er að vera ekki heilsuhraustur. Í kjölfar þess að mér fór að líða betur, byrjaði ég að hreyfa mig reglulega og breytti um mataræði – minnkaði kjötneyslu og jók grænmetisneyslu til muna. Grænt mataræði á vel við mig og ég drekk græna safa og drykki flesta daga ársins og finnst þeir lostæti í dag. Ég stunda gufuböð að staðaldri og finn mikinn mun á mér eftir að ég hóf að fara í infrarauða sánu sem ég er með í Baðhúsinu,“ segir Linda um hinn nýja lífsstíl. „Einnig hugleiði ég daglega og er að fara í kennaranám í hugleiðslu hjá sjálfum Deepack Chopra, sem oft er kallaður guðfað- ir hugleiðslunnar.“ Miðlar reynslunni til kvenna Linda segist vilja nýta reynslu sína og kenna fleiri konum leiðina til betra lífs. „Í kjölfarið verð ég með námskeið fyrir konur sem vilja breyta um lífsstíl líkt og ég gerði. Það verður kennd hugleiðsla, jóga og fleira spennandi. Ég tel að all- ar konur geti náð árangri og orðið besta útgáfan af sjálfri sér með því að breyta nokkrum mikilvæg- um atriðum í daglegu lífi. Við eig- um að fagna því að eldast með reisn og vera besta útgáfan af sjálfum okkur, jafnt að innan sem utan. Þegar okkur líður vel þá líð- ur þeim sem standa manni næst einnig vel. Þetta er ekki flókið,“ segir Linda. Linda hefur verið við- loðandi heilsu- og fegurðarbrans- ann í 25 ár. Af hverju ákveður hún að fara af stað með námskeið sem þetta núna? „Af því mér fannst tíminn réttur – og þetta er hluti af stærra samhengi. Ég er að byrja með nýtt vörumerki, „Beauty by Linda“. Snyrtivörulína frá mér und- ir því merki er í framleiðslu á Ítalíu og kemur á markaðinn von bráð- ar, svo er það þetta lífsstílsnám- skeið mitt og fleira spennandi fram undan sem ég kynni þegar nær dregur.“ Endurtaka það góða Aðspurð hvort allar konur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér segir Linda: „Já, við getum það svo sannarlega! Með því að hugsa vel um okkur sjálfar. Við getum allar orðið besta útgáfan af sjálfum okk- ur, jafnt að innan sem utan. Til þess að geta hlúð að sjálfum sé þarf maður að trúa því að maður sé þess verðugur.“ Linda segir að það sem þurfi til að ná varanlegum árangri sé að endurtaka það góða í lífinu aftur og aftur. n iris@dv.is Gat vart gengið vegna verkja n Nýtt líf Lindu Pétursdóttur n Miðlar reynslu sinni til kvenna Linda P Þjáist af gigt en hefur endurheimt heilsuna með breyttum lífsstíl. Fyrir og eftir Linda í júlí 2010 þegar hún hóf lyfjameðferð vegna gigtar og ákvað að breyta alfarið um lífsstíl. Miðlar reynslu Linda ætlar að bjóða upp á lífsstílsnámskeið, og jóga og hugleiðsla verða þar stór þáttur. Geislandi Lindu hefur ekki liðið betur í mörg ár. Júlí 2010 Maí 2014 HM fyrir blinda Illugi Jökuls og Stefán Jón Hafstein gagnrýna lýsendur RÚV F lestir eru sammála um að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur sjaldan verið skemmtilegra en í nú. Ekki virð- ast allir jafn hrifnir af gæðum lýsenda Ríkisútvarpsins. Meðal gagnrýnenda þeirra má nefna fjölfræðinginn Ill- uga Jökulsson og sjónvarpsmanninn fyrrverandi Stefán Jón Hafstein. Inn- tak gagnrýni þeirra beggja er að lýs- ingarnar henti blindum frábærlega, en bæti engu við utan þess sem þess sem augað greinir. Þannig fari fólk á mis við dýpri fræði leiksins – taktíska hlutann – sem hið óþjálfaða auga nemur ekki. Í honum sé fegurð fót- boltans helst fólgin. „Kæra íþróttadeild RÚV,“ skrifar Illugi inn á Facebook-hópinn Fjöl- miðlanördar og heldur áfram: Í gær horfði ég og hlustaði á lýsingu ykkar manns (heyrði aldrei nafnið á hon- um) [Benedikt Grétarsson, innsk. blm.] á leik Brasilíu og Tjíle á HM. Þar mátti vissulega treysta því að ef mað- ur sá Dani Alves detta á vellinum, þá sagði þulurinn okkur nokkru síðar að þarna hefði Dani Alves dottið á vell- inum. En annað gagn var því miður ekki að hafa af þessari lýsingu.“ Fyrir þetta innlegg, sem reynd- ar er lengra, uppsker Illugi fjölmörg „like“ og fær góðar undirtektir. Stef- án Jón tekur í sama streng á sama vettvangi, jafnvel fastar. Hann skrifar meðal annars. „Góður þulur á sjón- varpsleik er ekki bara fræðimaður heldur sagnaþulur og dramatúrg.“ En hvers vegna eru sjónvarpslýs- ingar RÚV eins og útvarpslýsingar? „Við erum bara að fylgja ákveðinni formúlu, sem heitir „play-by-play“- lýsing og kemur frá ekki ómerkari manni en Andy Gray. Í draumaheimi værum við náttúrlega með „play-by- play“lýsanda og aðstoðarmann sem sæi um leikgreiningu,“ segir Kristín Hálfdánardóttir, yfirmaður íþrótta- deildar RÚV, og bætir við aðspurð hvers vegna sú leið var ekki farin: „Niðurskurður.“ Þar eð þorri landsmanna horfir á HM er ekki skrítið að gagnrýnisradd- ir heyrist, en Kristín segir þær vera færri en hinar sem hrópa húrra. „Við höfum fengið miklu fleiri jákvæð við- brögð en neikvæð, sem er óvenjulegt í þessum bransa. Ég er ánægð með lýsendurna, svona heilt yfir. Ríkisút- varpið er að skila góðu verki, eins og áhorfið er til vitnis um. Við erum aft- ur á móti alltaf að fara yfir þetta, hvar menn geta bætt sig. En stílnum ætl- um við ekki að breyta.“ n baldure@dv.is Kristín Harpa Hálf- dánardóttir Íþrótta- deild Ríkis útvarpið sækir innblástur sinn til breska íþróttalýsand- ans Andy Gray. Mynd SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.