Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2014, Page 37
Vikublað 1.–3. júlí 2014 Fólk 37 Gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga n Bryan Adams væntanlegur í ágúst n Rafmagnslaust í Höllinni 1991 K anadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams mun halda tón- leika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst. Tón- leikarnir eru partur af Bare Bones- tónleikröð söngvarans þar sem hann situr einn með gítarinn, spilar sína helstu slagara og segir sögur. Í frétta- tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að jafnvel gæti gefist tækifæri til að „biðja um óskalag“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Adams kemur til Íslands. Hann hélt tónleika hér á landi árið 1991 og var hann þá á hápunkti ferilsins. Hann átti þá vinsælasta lag heims, (Every- thing I Do) I Do It for You. Lagið gerði hann fyrir myndin Robin Hood: Prince of Thieves sem skartaði Kevin Costner í aðalhlutverki en lagið fór á toppinn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Kanada svo eitt- hvað sé nefnt. Síðast þegar Adams kom hingað, í desember 1991, gerði hann hvalveið- ar Íslendinga að umtalsefni en söngv- arinn var á þeim tíma harður and- stæðingur hvalveiða og meðlimur Greenpeace. „Ég er meðlimur Green- peace, hef verið í mörg ár og er alger- lega á móti hvalveiðum,“ sagði söngv- arinn í viðtali við Vikuna árið 1991. „Þær eru fornaldarlegt og villimann- legt fyrirbæri. Það eru ekki margar þjóðir í heiminum sem enn stunda hvalveiðar og mér þykir mjög leitt ef Íslendingar ætla að byrja að veiða hval aftur,“ sagði Adams en þá var umræða um hvalveiðar hér á landi háværi og vakti athygli utan landsteinanna. Síðan þá hafa Íslendingar hafið hvalveiðar á ný eins og frægt er orðið og hvalveiðar hafa verið mik- ið í umræðunni undanfarið, ekki síst eftir að Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnu á vegum bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Gætu hvalveiðar því orðið umræðuefni Adams hér á landi enn á ný. Tónleikar Adams hér á landi gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Þegar tónleikarnir áttu að hefjast fór raf- magnið af Laugardalshöll og aflýsa þurfti tónleikunum. Svekktir áhorf- endur þurftu þó ekki að bíða lengi því tónleikarnir fóru fram daginn eft- ir. Í viðtalinu í Vikunni sagði Adams að þetta hefði verið alveg ný reynsla. Aldrei hefði hann þurft að aflýsa tón- leikum áður þrátt fyrir að hafa haldið þá í hundraða tali um allan heim. Þegar Adams var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að koma aftur til Íslands svaraði hann því ját- andi – þó hann teldi betra að koma að sumri til að halda þá stærðarinnar útitónleika. Nú er hann væntanlegur, tæpum 25 árum seinna en ekkert verður af útitónleikunum. n asgeir@dv.is Bryan Adams Heldur tónleika hér á landi í annað sinn. Fyrri tónleikar hans gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Fögnuðu Borginni á Bergsson Felix Bergsson gaf í síðustu viku út nýja plötu, Borgin. Efnt var til útgáfuteitis á Bergsson mathúsi á fimmtudaginn og mættu margir þjóðþekktir vinir Felix til að fagna útkomu plötunnar. Margt var um manninn og mikil ánægja fyllti andrúmsloftið. Sirrý gæðir sér á veitingum Fjölmiðlakonan Sirrý lét vel um sig fara. Parið alsælt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mætti ásamt konu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur. Innilegt faðmlag Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kom og fagnaði með vini sínum Felix. Samstarfsfélagarnir Jón Ólafsson vann með Felix að vinnslu plötunnar. Brosandi og sælir Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Reynir Eurovision, ásamt Baldri Þór- hallssyni, prófessor við HÍ og eiginmanni Felix. Lay Low afar hress Söng- konan Lay Low skemmti sér vel ásamt vinkonu sinni. Glæsilegar Vel fór á með fyrverandi alþingiskonunni Kolbrúnu Halldórsdóttur og Margréti Blöndal, samstarfskonu Felix á RÚV. Bræðurnir hressir Felix hélt útgáfuteitið á veitingastað bróður síns, Þóris Bergssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.