Hagskýrslur um atvinnuveg

Eksemplar

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.12.1973, Side 17

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.12.1973, Side 17
15 3) Sú vörunotkun, sem fram kemur í rekstraryfirlitunum, innifelur niðurfærslu vörubirgða samkv. lögum nr.68/1971 og lögum nr.71/1972, að því marki, sem þessi lagaheimild hefur verið notuð. 4) Brúttóhagnaður að viðbættum umboðslaunum og aukatekjum er það, sem kalla mætti framlag til annars kostnaðar (en vörunotkunar) og hreins hagnaðar félaga/eigendatekna ein- staklinga. Þess skal gætt aö rugla ekki hugtakinu brúttó- hagnaður saman við hugtakið, "vergur hagnaður", sem sam- kvæmt orðanna hljóöan ætti að vera hið sama, en merkir í þessum yfirlitum í raun allt annaö, þ.e hreinn hagnaður fyrir eða eftir skatta að viðbættum afskriftum. Ástæðan til þess að hugtakið brúttóhagnaður er notað hér er sú, að orðið virðist hafa náö festu í þessari merkingu í fagmáli verzlunar hérlendis. 5) Aukatekjur þær, sem hér um ræöir, eru aö meginhluta vaxtatekjur og leigutekjur, þó ýmislegt annað komi til, eins og t.d. fenginn arður. 6) Með öðrum aðföngum er hér átt við eftirfarandi: umbúðir, bifreiðakostnað (nær til reksturs eigin bifreiða, aðkeypts aksturs og annars flutningskostnaðar á vörum, sem ekki hefur verið reiknaður inn í kostnaðarverð þeirra), viðhald, aug- lýsingar, ljós, hita, ræstingu, póst, síma, ritföng, prentun, aðstöðu- og fasteignagjöld,svo og ýmsan annan kostnað. 7) Vergt vinnsluviröi er sá verðmætisauki, sem starfsemin skilar,og sýnir framlag hverrar greinar til vergrar þjóðar- framleiðslu (þó með nauðsynlegum leiðréttingum vegna vaxta- munar), þ.e. mismun söluverömætis á tekjuvirði annars vegar og verömætis aðkeyptrar vöru og þjónustu frá öðrum fyrir- i tækjum hins vegar. 8) Leigur þær, sem hér um ræðir, eru eingöngu húsaleigu- gjöld. 9) Hreint vinnsluvirði svarar til vergs vinnsluvirðis að frádregnum afskriftum og leigum, og sýnir framlag hverrar * greinar til hreinnar þjóðarframleiðslu (þó með nauðsynlegum leiðréttingum vegna vaxtamunar).

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.