Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Side 6
6 Fréttir 26. ágúst 2013 Mánudagur 2 8 ára karlmaður telur að sér hafi verið nauðgað í Heið­ mörk aðfaranótt þriðjudags. Maðurinn leitaði eftir aðstoð lögreglunnar og var fluttur á Neyðarmóttöku. Honum hefur nú verið úthlutaður réttargæslumaður en hann á fund með lögreglunni í byrjun vikunnar þar sem til stendur að leggja fram formlega kæru. Í leit að skyndikynnum Fyrr um kvöldið hafði maðurinn rætt við tvo til þrjá íslenska karl­ menn í gegnum stefnumótasíðuna Gayromeo, þar sem hægt er að hitta hóp íslenskra karlmanna. Þá hafði hann sett inn stöðuuppfærslu á spjallsíðu um að hann yrði í Heið­ mörk á milli tvö til þrjú þessa nótt. Stöðuuppfærsluna sáu allir notend­ ur spjallsíðunnar sem tengjast hon­ um og voru skráðir inn á spjallið á þessum tíma. Flestum þeirra kynnt­ ist maðurinn í gegnum áðurnefnda stefnumótasíðu. „Ég veit að þetta er áhættuhegð­ un,“ segir hann og dæsir, „en ég var að sækjast eftir einhverri spennu. Þetta er nokkuð algeng leið á með­ al karla sem eru á höttunum eftir skyndikynnum. Þetta hefur alltaf verið í Öskjuhlíðinni en hefur verið að færast annað. Ég hef prufað þetta áður og þetta er þannig séð nokkuð auðvelt. Þá bið ég þá um að blikka ljósunum ef þeir vilja eitthvað. Yfirleitt hef ég samt verið búinn að staðfesta það við einhvern að hittast á ákveðn­ um stað og tíma. Í þetta skiptið var enginn búinn að staðfesta það að hann ætlaði að koma svo ég vissi ekki hvað yrði.“ Maðurinn segist hafa ekið eftir veginum sem liggur í gegnum Heið­ mörk og lagt bílnum úti í vegkanti. „Þá var bíl ekið að mér og lagt út í vegkanti fyrir framan mig. Bremsu­ ljósunum var blikkað þannig að ég drap á bílnum mínum og stökk út. Ég bankaði á rúðuna og ökumaður­ inn spurði hvort ég væri með þetta notandanafn á netinu. Ég játti því og settist inn.“ Skyndileg þreyta Að sögn mannsins átti sér ekkert kynferðislegt stað á milli þeirra eftir að hann settist inn í bílinn, ólíkt því sem oftast gerist í þessum að­ stæðum. „Yfirleitt vindur maður sér bara beint í það, ef ég má orða það þannig,“ segir maðurinn. „Þegar ég kem inn í bílinn þá fara þeir yfirleitt beint í mig. Í þetta sinn var þetta ekki þannig. Ég upplifði bílstjórann svo­ lítið feiminn því hann sat bara við stýrið og horfði ekki mikið til hlið­ ar. Ég hélt að hann væri bara feim­ inn og hikandi og var jafnvel farinn að velta því fyrir mér að það yrði kannski ekkert úr þessu. Ég sjálfur var eitthvað stressað­ ur. Hann var með opinn bjór og rétti mér hann. Við töluðum ekki mikið saman en þegar hann talaði við mig hálfhvíslaði hann. Ég veit ekki hvort ég er að lesa of mikið í það en eftir á að hyggja finnst mér eins og hann hafi ekki viljað að ég heyrði röddina hans. Ég kláraði bjórinn á kannski korteri, tuttugu mínútum – ég veit ekki hvað það leið langur tími, en í kjölfarið fann ég fyrir rosalegri þreytu. Ég sagði honum að ég yrði að fara heim en hann hvatti mig til þess að leggjast út af og jafna mig aðeins. Ég þáði það og lagði sætið niður. Hann lagði bílstjórasætið líka niður og lá rólegur í sætinu sínu án þess að eiga nokkuð við mig. Hann lét mig alveg eiga sig og sagði að hann yrði bara þarna með mér. Ég ætlaði bara að hvíla augun í svona fimm til tíu mínútur.“ Bað um hjálp Eftir á að hyggja er maðurinn 100 prósent viss um að það hafi verið eitthvað í bjórnum. Hann lýsir því þannig að hann hafi sofnað og vaknað upp, fullklæddur á sama stað og þegar hann sofnaði. Bíl­ stjórinn lá enn við hliðina á honum og í fyrstu virtist ekkert athugavert við aðstæðurnar. „Það var ekkert öðruvísi en ég hefði bara sofnað og vaknað aftur. Ég fattaði ekkert,“ seg­ ir maðurinn sem kvaddi, fór yfir í bílinn sinn og hélt heim á leið. „Það var ekki fyrr en þá sem ég fann fyrir óþægindum á tveimur stöðum, ég var aumur í rassinum og mig sveið í öxlina.“ Hann ók inn í Reykjavík í gegn­ um Vatnsenda. Af því að hann var ekki eins og hann átti að sér að vera, skynjunin var skrýtin, hon­ um var óglatt og hann var ekki í neinu ástandi til þess að keyra ók hann beint inn á næstu bensínstöð þar sem hann leitaði eftir aðstoð. „Ég kom inn og bað um hjálp. Ég vissi ekki hvað hefði gerst en ég var greinilega á einhverju og gat ekki keyrt og sagði að ég yrði að fá að tala við lögreglu. Starfsfólkið á stöðinni tók vel á móti mér og leyfði mér að setjast niður og gaf mér gos. Síðan kom lögreglan að sækja mig.“ Þetta staðfestir starfsfólk bensín­ stöðvarinnar. Með brunasár Lögreglan flutti manninn upp á spít­ ala þar sem hann var látinn skipta um föt og lagður upp í rúm. Þar lá hann í smá stund áður en hann ákvað að fara inn á bað til þess að skoða öxlina sem hann sveið alltaf meira og meira í. „Þegar ég stóð upp úr rúminu sá ég blóðpoll þar sem ég hafði legið. Þá blæddi úr rassinum.“ Eins og gefur að skilja brá mann­ inum verulega. Sjónin sem blasti við honum í spegli hjálpaði heldur ekki. Á öxlinni var hann með brunasár, sár sem voru ekki þar áður en hann sofnaði. Hann telur líklegast að sár­ in séu eftir sígarettu, án þess að vita það fyrir víst. „Þó ég hafi aldrei séð manninn reykja þá fann ég á lykt­ inni í bílnum að þar var reykt.“ Á Neyðarmóttöku vegna nauðg­ ana fór maðurinn í læknisskoðun. Tekin voru sýni til þess að kanna smit og annað auk þess sem hann ræddi við lögregluna sem geymdi fötin sem hann klæddist þetta kvöld og lakið sem hann lá á á spítalan­ um. Manninum var einnig útvegað­ ur sálfræðingur og réttargæslumað­ ur og fékk símtal seinna í vikunni þar sem honum var tjáð að hann ætti tíma með lögreglunni í byrjun vikunnar þar sem hann ætlar að leggja fram formlega kæru. Myndin situr föst í huga hans Enn hefur maðurinn ekki sagt sín­ um nánustu aðstandendum frá nauðguninni, aðeins besta vini sín­ um. „Hann er alltaf til staðar þegar ég þarf að tala við hann.“ Eins og gefur að skilja er maður­ inn enn í talsverðu áfalli og er veru­ lega órólegur á meðan hann segir frá því sem kom fyrir hann. Hann reynir sitt besta til þess að dreifa huganum með því að hringja í vini sína, lesa bækur eða vera í kring­ um fjölskylduna. En minningarnar koma alltaf aftur til hans. „Kannski er fáránlegt að segja það en sem betur fer hef ég ekki myndræna minningu af því sem gerðist. Ekki það að það sé minni nauðgun fyrir því, en ég var sofandi. Hins vegar situr það fast í huga mér þegar ég stóð upp úr rúminu og sá blóðið því það var þá sem ég áttaði mig á því hvað hafði gerst.“ Að honum hefur einnig læðst þunglyndi og kvíði. „Á köflum fer hjartslátturinn bara af stað, það tengist ekki alltaf því sem ég er að hugsa. Eins hugsa ég alltaf um það að ég fór þangað, ég vissi að þetta væri áhætta en ég var ekki að biðja um þetta.“ Mikilvæg skilaboð Frá því að maðurinn leitaði til neyðarmóttökunnar hefur lítið gerst í málinu að hans mati. Hann furðar sig á því að lögreglan hafi ekki enn komið að sækja tölvuna til þess að hafa uppi á gerandanum og að bíll­ inn hafi ekki enn verið skoðaður. Hann segist meðvitaður um að það hjálpi ekki til að vita ekki nafn hins grunaða en engu að síður komi bara ákveðnir menn til greina. „Ég myndi halda að lögreglan væri á fullu að leita að þessum manni,“ segir maðurinn og bætir því við að honum finnist eins og „allir séu hálfslakir yfir þessu. Eins og það sé ekkert að gerast,“ án þess að hann viti nákvæmlega hvernig rannsókn lögreglunnar sé háttað. Hann tekur einnig fram að hann hafi mætt afar vinsamlegu viðmóti og að allir sem hann hafi talað við fram til þessa hafi verið tilbúnir til þess að veita honum alla mögulega hjálp, stuðning og hlýju. „En það er á meðan ég er á staðnum. Síð­ an gerist ekkert, eða ég upplifi það þannig. Mér líður eins og ég hafi bara gleymst en kannski er ég bara svona óþolinmóður. Mér finnst allavega mikilvægt að senda út þau skilaboð að þetta var ekki í lagi. Það er óþægilegt að hugsa til þess að hann sé þarna úti og haldi kannski að hann hafi kom­ ist upp með þetta. Það er rangt, hann mun aldrei komast upp með þetta.“ n Kom á bensínstöðina og óskaði eftir hjálp n Telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan í Heiðmörk n Vaknaði upp blæðandi og með brunasár Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þegar ég stóð upp úr rúminu sá ég blóðpoll þar sem ég hafði legið. Þá blæddi úr rassinum. „Ég vissi að þetta væri áhætta en ég var ekki að biðja um þetta Sárin á öxlinni Maðurinn vaknaði upp með þessi brunasár á öxlinni, sár sem voru ekki þar þegar hann sofnaði. Erfiðir dagar Minningin um blóðpollinn sem hann sá eftir sig situr í manninum og hann vill að það sé skýrt að sá sem gerði honum þetta muni ekki komast upp með það. Mynd KriStinn MagnúSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.