Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Síða 8
V ið erum bara ótrúlega þakklát. Það eru nokkrar mömmur búnar að hringja og segja að strákarnir þeirra vilji leika við hann, það er búið að vera að spyrja eftir hon­ um og hann hefur bara aldrei verið ánægðari. Núna er von,“ segir Linda Líf Baldvinsdóttir, móðir Antons Mána Lindusonar, átta ára drengs í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, sem hefur orðið fyrir einelti síðan hann hóf skólagöngu sína. Fyrir helgi skrifaði systir Lindu, Tinna Líf, færslu á Facebook þar sem hún lýsti því hvernig komið væri fram við Anton Mána í skólan­ um. Lýsingarnar voru vægast sagt sorglegar en hún sagði meðal annars frá því hvernig skónum hans hefði verið stolið og sturtað ofan í kló­ settið, hann barinn og honum strítt. Hrein martröð frá fyrsta bekk „Þetta er búið að vera hrein martröð síðan hann byrjaði í fyrsta bekk,“ seg­ ir Linda um eineltið sem Anton Máni hefur orðið fyrir. „Í leikskólanum hafði hann gott stuðningsnet en þegar hann kom í skólann þá féll hann ekki inn. Ég fór að hafa miklar áhyggjur þegar að skórnir hans hurfu einn daginn. Eftir mikla leit fundust þeir ofan í einu kló­ settinu,“ segir móðir hans. Anton var að sjálfsögðu sár yfir skómissinum en fékk nýja fína skó sem hann var afar ánægður með. „En þeir voru líka tekn­ ir og aðrir skór til viðbótar. Hann var farinn að taka skóna með sér í tíma eftir þetta,“ segir hún. Anton er greindur með ADHD, kvíða, þunglyndi og vott af áráttu. Móðir hans segir hann geta verið erf­ iðan, hann þrái mikið að eignast vini og verði stundum of innilegur í því þegar að hann telur sig eiga vin. Hún segir það ekki aðeins vera bekkjarfé­ laga hans sem leggja hann í einelti heldur sé honum hvergi tekið inn­ an skólans. „Þetta eru bekkjarfélagar hans, sem og eldri og yngri krakkar.“ Vildi ekki lifa lengur Í síðustu viku var skólasetning hjá Antoni Mána sem var að byrja í þriðja bekk. Flestir krakkarnir mættu spenntir í skólasetninguna en Anton var ekki spenntur. Það tók hann langan tíma að manna sig upp til að fara með móður sinni, hann eyddi löngum tíma í að velja rétt föt og kveið því að mæta háðglósum og stríðni skólafélaga sinna. Á skóla­ setningunni heilsaði hann nokkrum vinum sínum. „Hann sagði hæ við nokkra skólabræður sem stóðu 5–6 saman í hóp. Þeir sögðu; „hann sagði hæ. Við skulum ekki segja hæ við hann,“ og litu undan,“ segir Linda. „Foreldrar þeirra stóðu þarna hjá þeim og sögðu ekki neitt.“ Linda seg­ ir ömurlegt að horfa upp á hvernig börnin láti við Anton og hvernig for­ eldrarnir virðast ekkert gera í því eða taki ekki eftir því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún sér hvernig krakkarnir haga sér gagnvart syni sínum en hef­ ur nú fengið nóg og er búin að skrá hann í nýjan skóla. „Þetta er ekki hægt lengur þó að mér finnist ömur­ legt að þurfa að taka hann úr skólan­ um. Þunglyndið var orðið svo mikið hjá honum að hann sagði nokkrum sinnum að hann vildi ekki lifa leng­ ur,“ segir Linda. Eineltið hættir ekki Linda segist hafa reynt að vinna með skólayfirvöldum að því að uppræta eineltið en það hafi gengið illa. Þrátt fyrir að rætt hafi verið við krakkana sem og foreldra þeirra þá stoppi ekki eineltið. „Þau eru búin að vinna með mér. Ástæðan fyrir að ég var ekki búin að láta hann skipta um skóla fyrr er sú að þau lofa alltaf öllu fögru. Skólasálfræðingurinn er búinn að hjálpa mér rosalega mikið en þetta er mest hjá foreldrum og börnum – þar er vandinn.“ Linda segir að honum hafi stund­ um ekki verið boðið í afmæli hjá skólafélögunum. Honum sé þó yfir­ leitt boðið en sé strítt í afmælunum. Þegar hann hélt upp á sitt afmæli mættu ekki allir vinir hans. „ Honum er boðið í afmæli en ég hef þurft að fara og fylgjast með og það hefur alltaf verið erfitt. Hann hefur farið að gráta, það er verið að skilja hann út­ undan og segja ljót orð við hann.“ Linda segist hafa rætt nokkrum sinnum við foreldra barna í skólan­ um, þeir hafi rætt við sín börn en þrátt fyrir það virðist ekkert breyt­ ast. „Það var atvik þar sem þeir voru fimm saman sem héldu honum niðri og voru að kasta grjóti í hann. Hann á það til að segja mér ekki hvað ger­ ist en þarna sagði hann mér það eft­ ir að ég fór að spyrja hann út í áverka sem ég sá á honum. Ég fór og talaði við foreldra strákanna sem komu af fjöllum og fannst þetta bara ótrúlegt. Þau létu þá biðjast afsökunar á þessu en þetta batnaði samt ekkert,“ segir hún. Stanslaus barátta „Þetta er bara búið að vera stanslaus barátta og aldrei endar þetta,“ segir hún. Nú hefur hún sótt um skólavist fyrir Anton í öðrum skóla en segir það vissulega vera erfitt og ósann­ gjarnt að Anton þurfi að skipta um skóla. „Það er það. Fólk áttar sig ekki á því hvað börn geta verið grimm og það trúir því enginn að barnið þeirra geti gert svona. Ég er alls ekki að segja að Anton geri aldrei neitt. En eins og systir mín segir; hann er bara svo misskilinn. Hann vill eignast vini en kann ekki að fara rétt að því. Eina sem hann vill er að eignast vini. Þetta er búið að vera hrein martröð sem ég vona að fari að taka enda og hann eignist loksins einhverja vini.“ Mikill stuðningur Svo virðist vera að einmitt eftir að systir Lindu birti pistilinn á Face­ book hafi augu barna og foreldra opnast fyrir vandanum. Linda segist fegin því að systir hennar hafi sagt frá þessu en viðurkennir þó að það hafi alls ekki verið auðvelt að stíga svona fram í dagsljósið með vandamálið en þetta sé eitthvað sem ekki eigi að þegja um. Enda létu viðbrögðin ekki á sér standa. Stuðningskveðjur hafa borist hvaðanæva að, krakkar í hverfinu hafa haft samband við Anton og for­ eldrar hafa talað við móður hans og sagst ekki hafa vitað að vandamálið væri svo djúpstætt. „Og nú er bara að vinna rétt úr allri hjálpinni,“ segir Linda. Meðal þeirra sem réttu fram hjálpar hönd var Stefán Karl Stefáns­ son, forsvarsmaður Regnboga­ barna, sem var væntanlegur til þeirra mæðgina þegar DV talaði við þau á sunnudag. „Anton er alveg ótrúlega spenntur yfir því að vera að fara hitta Glanna glæp,“ segir móðir hans hlæj­ andi en Stefán leikur einmitt persón­ una Glanna glæp í þáttaröðinni Latabæ. „Það er líka búið að bjóða honum að koma í Parkour í Gerplu, landsliðsmaður í fótbolta er búinn að bjóða honum að koma á æfingu og ætlar að koma honum í fótbolta, það er trommari sem ætlar að kenna honum á trommur og þetta er bara allt yndislegt,“ segir Linda snortin. Hún er þó staðráðin í að koma hon­ um í nýjan skóla. „Nú er bara að einblína á það að finna góðan skóla og koma honum út úr þessu þannig að hann verði ánægður í skólanum og með lífið. Mig langar bara að þakka öllum þeim sem hafa sett sig í samband við okkur og sýnt okkur stuðning. Þetta er ómetanlegt.“ n „NúNa er voN“ 8 Fréttir 26. ágúst 2013 Mánudagur n Móðir Antons Mána er hrærð yfir viðbrögðum eftir að sagt var frá vanlíðan hans Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Hann sagði nokkrum sinnum að hann vildi ekki lifa lengur Mikill stuðningur Linda segir það sárt að hafa horft upp á son sinn vera lagðan í ein- elti. Eftir að sagt frá eineltinu í fjölmiðlum hafa þau fundið fyrir miklum stuðningi. „Ég vil sofna að eilífu“ DV sagði frá því í október 2011 að níu ára drengur, Gabríel Víð- ir, hefði beðið móður sína um lyf svo hann gæti sofnað að eilífu. Gabríel var lagður í hrottalegt einelti af samnemendum sínum. Svipti sig lífi 11 ára Dagbjartur féll fyrir eigin hendi í september 2011. Hann hafði fyrst reynt sjálfsmorð aðeins níu ára. Dagbjartur átti erfitt í skólanum, var með hjarta- galla sem háði honum í daglegu lífi og var lagður í einelti. 23. ágúst 2013 Sagt var frá pistli móðursystur Antons á DV.is á föstudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.