Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Síða 13
Óvinir ríkisins Fréttir 13Mánudagur 26. ágúst 2013 C helsea Manning, áður þekktur sem Bradley Mann- ing, var dæmdur í 35 ára fangelsi síðastliðinn miðviku- dag fyrir að leka rúmlega 700 þúsund leynigögnum til uppljóstr- unarsíðunnar Wikileaks. Þessi fyrr- verandi hermaður átti yfir höfði sér allt að 90 ára fangelsi en saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti 60 ára fangelsi. Stuðningsmenn Mannings – sem sagði að ástæðan fyrir lekanum hafði verið löngunin til að benda á mis- gjörðir Bandaríkjahers í Afganistan og Írak – hafa hampað honum sem hetju fyrir að leka gögnunum. Sjálf- ur hefur Manning farið fram á verða náðaður. Hvað sem því líður er fróð- legt að skoða aðra Bandaríkjamenn sem gerst hafa sekir um njósnir og að leka trúnaðargögnum. Manning er langt því frá fyrsti Bandaríkjamað- urinn sem gerist sekur um slíkt. All- ir eiga þeir þó sameiginlegt að hafa fengið vægari fangelsisdóma en Manning. Bauð njósnara leynigögn William Colton Millay, herlögreglu- maður í Alaska, var í apríl síðastliðnum dæmd- ur í sextán ára fang- elsi. Millay var sakfelldur fyrir til- raunir til njósna eftir að hann seldi leynigögn til FBI- fulltrúa sem þóttist vera rússneskur njósn- ari. Millay átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Hann játaði sök í mál- inu. Í dómsmálinu gegn honum kom fram að hann væri orðinn þreyttur á starfi sínu í hernum og yfirvöldum í Bandaríkjunum. Hann hefði verið tilbúinn til að selja gögn til rúss- neskra njósnara þó það myndi kosta bandaríska hermenn lífið. Nafngreindi leyniþjónustu- menn Á nokkurra ára tímabili á sjöunda áratug liðinnar ald- ar seldi David Henry Barnett, fyrrverandi fulltrúi í bandarísku leyniþjónustunni, CIA, gögn til KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Upp- lýsingarnar sem hann lét KGB í té voru meðal annars nöfn 30 fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar – full- trúa sem áttu að njóta algjörrar nafn- leyndar í starfi sínu fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Í millitíðinni hætti Barnett störfum sínum fyrir CIA en var ráðinn aftur síðar. Þá komst allt saman upp og játaði Barnett, fyrir bandarískum dómstólum, að hafa stundað njósnir. Hann afplánaði tíu ára fangelsisdóm áður en honum var veitt reynslulausn árið 1990. Barnett lést árið 1993, sextugur að aldri. 27 ára fangelsi Harold James Nicholson er æðsti fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar sem dæmdur hefur ver- ið njósnir fyrir erlent ríki. Í störfum sínum fyrir CIA vann hann með- al annars við þjálfun bandarískra njósnara og var í miklum metum. Nicholson var handtekinn á flug- vellinum í Washington árið 1996 eftir að í fórum hans fannst talsvert magn leynigagna á ljósmyndafilmu. Nicholson var ákærður fyrir njósnir en fyrir dómi kom fram að hann hefði eytt tveimur og hálfu ári í að komast yfir öll leyni- og trúnaðargögn sem hann gat. Hann braust meðal annars inn í tölvukerfi þar sem hann náði í mikið magn upplýsinga. Gögnin afhenti hann síðan yf- irvöldum í Rússlandi gegn veg- legri greiðslu. Árið 1997 var hann dæmdur í 23 ára fangelsi og árið 2011, þegar frekari upplýsingar um njósnir hans komust í dagsljósið, var átta árum bætt við dóminn. Hann afplánar dóm sinn í öryggisfangelsi í Colorado og verður látinn laus úr haldi árið 2024. Leynigögn til Fidels Castro Ana Belen Montes starfaði lengi fyrir eina af leyniþjónustustofnun- um Bandaríkjahers, DIA. Þar var hún einn helsti sérfræðingur stofn- unarinnar í málefnum Kúbu. En upp komast svik um síðir og í ljós kom að þegar hún hóf störf hjá DIA var hún í raun og veru njósnari kúbverskra yfir valda. Ana var handtekin árið 2001 og dæmd í 25 ára fangelsi eftir að hafa játað á sig njósnir. Hún seldi gögn til yfirvalda á Kúbu, meðal annars upplýsingar um leyniþjónustustarfsmenn Banda- ríkjanna. Þá sagði hún yfirvöldum á Kúbu frá leynilegri herstöð Banda- ríkjahers í El Salvador árið 1997, en kúbverskir uppreisnar menn gerðu skömmu síðar árás á herstöðina þar sem einn bandarískur hermað- ur lést. Fyrir dómi kom fram að hún hefði aðstoðað Kúbu vegna þess hversu illa bandarísk yfirvöld fóru með landið. Milljónagreiðslur Á níunda og tíunda ára- tug liðinnar aldar stund- aði Earl Edwin Pitts, fulltrúi bandarísku alrík- islögreglunnar, FBI, njósn- ir fyrir Sovétríkin og síðar Rússland. Árið 1997 var hann fundinn sekur um njósnir og dæmdur í 27 ára fangelsi. Dómur- inn vakti athygli enda fóru sak- sóknarar aðeins fram á 24 ára fang- elsi. Pitts var fundinn sekur um að selja leynigögn frá árinu 1987 til 1992 og fékk hann 224 þúsund dali í staðinn, 27 milljónir króna á núver- andi gengi. Gögnin sem hann seldi voru meðal annars um njósnara sem störfuðu fyrir Bandaríkin. Gaf sig óvænt fram Þegar Kalda stríðið var að líða und- ir lok árið 1989 hvarf Michael Peri, sérfræðingur í bandaríska hern- um, skyndilega frá herstöð Banda- ríkjahers í Fulda í Þýskalandi. Það sem vakti athygli var að með honum hvarf tölva sem innihélt mikið magn viðkvæmra gagna. Peri var talinn hafa flúið til Austur-Þýskalands en innan við hálfum mánuði síðar gaf hann sig óvænt fram í herstöðinni og var umsvifalaust handtekinn. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Austur-Þýskaland. Svikull öryggisvörður Clayton Lonetree játaði árið 1987 að hafa komið gögnum frá banda- ríska sendiráðinu í Moskvu í hendur Sovét manna. Lonetree var öryggisvörður í sendiráðinu og heyrði undir land- göngulið banda- ríska flotans. Um var að ræða teikn- ingar af sendiráðs- byggingum Banda- ríkjamanna í Moskvu og Vínarborg og nöfn bandarískra leyniþjónustustarfs- manna í Sovétríkjunum. Réttað var yfir honum fyrir herdómstól Banda- ríkjahers í Virginíuríki og hann sak- felldur fyrir njósnir árið 1987. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi en var sleppt úr haldi eftir að hafa afplánað níu ár í fangelsi. Fékk 150 þúsund krónur Albert Sombolay var dæmdur í 34 ára fangelsi árið 1991 fyrir að stunda njósnir og „aðstoða óvini“ Bandaríkjanna. Sombolay var sér- fræðingur í bandaríska hernum en hann var fundinn sekur um að leka trúnaðargögnum frá hern- um í aðdraganda fyrra Persaflóa- stríðsins, meðal annars um áætlan- ir Bandaríkjahers í Persaflóa. Fyrir lekann fékk Sombolay greidda 1.300 dali, eða rúmar 150 þúsund krón- ur á nú verandi gengi. Sombolay, sem einnig var fundinn sekur um að hafa reynt að selja yfirvöldum í Írak trúnaðargögn, játaði sök í málinu og hlaut þungan fangelsisdóm. Hann þurfti þó aðeins að sitja inni í 12 ár af þeim 34 sem hann var dæmdur til.n n Fulltrúar bandarískra yfirvalda sem hafa verið dæmdir fyrir að leka trúnaðargögnum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Persaflóastríðið Albert Sombolay lak trúnaðargögnum og sat inni í 12 ár. 35 ára fangelsi Bradley Mann- ing var dæmdur í 35 ára fangelsi á miðvikudag. Hann er langt því frá fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem gerist sekur um að leka trúnaðar- gögnum frá bandaríska hernum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.