Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Side 19
Sport 19Mánudagur 26. ágúst 2013
Fíknin að fella Mike Tyson
n Óttast um líf sitt vegna neyslu fíkniefna og áfengis
É
g óttast um líf mitt sökum
þess að ég er fastur í vítahring
fíknar en þannig vil ég ekki
lifa,“ sagði hnefaleikagoð
sögnin Mike Tyson í sjónvarps
viðtali um helgina. Kappinn sagði
þar að fíkn sín í áfengi og dóp væri
hægt en bítandi að gera út af við
hann og biðlaði til vina um aðstoð.
Mörgum er kunnugt að ævi
kappans, sem um tíma var talinn
besti hnefaleikari heims, hef
ur aldrei verið dans á rósum og
hreint ekki eftir að hann varð milj
arðamæringur eftir að hafa náð
frægð og frama gegnum hnefa
leika. Hann eyðilagði farsælan fer
il með því að grípa til óhefðbund
inna aðferða í hringum eins og að
bíta eyrað af andstæðingi sínum
og hann fór með sjálfan sig utan
hrings með líferni sem á lítið skylt
við íþróttir og einkenndist af mik
illi drykkju og neyslu efna í veisl
um og viðburðum dag eftir dag.
Tyson er opinberlega gjald
þrota og síðastliðinn vetur lá við
að hann yrði borinn út úr húsi sínu
sökum skulda. En nú segist hann
hafa logið að sömu vinum og ætt
ingjum og hann biðlar til nú. Hann
sé ekki hættur í fíkniefnum eins og
hann hafi haldið fram. Þvert á móti
neyti hann sífellt meira magns
efna og áfengis og hann sé sjálf
ur hræddum um að dauðinn sé á
næsta leiti. Þetta kom fram í vin
sælum þætti tileinkuðum hnefa
leikum á sjónvarpsstöðinni ESPN
en þar var Tyson gestur. Stóð til að
hann ræddi þar aðeins almennt
um hnefaleika en það breyttist
með viðurkenningunni um fíkn
hans.
„Mig langar til að breyta lífi
mínu til hins betra og að mér verði
fyrirgefið það sem ég hef gert öðr
um. Ég var slæm manneskja lengi
vel og gerði öðrum illt en nú hef
ur mér tekist að vera án efna í sex
daga og fyrir mér er það kraftaverk
á langri leið. Ég bið alla fyrirgefn
ingar.“ n
Mike Tyson Þessi mikli
jötunn er að láta í minni
pokann fyrir fíkniefnum
að eigin sögn.
U
m helgina fóru fram fyrstu
leikirnir í helstu deildum
ítölsku knattspyrnunnar
og þó það hafi eflaust kætt
marga hefur sennilega
aldrei verið meiri skuggi yfir þeim
bolta og nú. Alda spillingarmála
hefur komið upp á yfirborðið síð
ustu misserin sem enn sér ekki fyrir
endann á. Allmargir leikmenn játað
að hafa tekið þátt í svindli eða vitað
af slíku og hvort sem þetta tengist
þá mælist almennur áhugi fyrir fót
bolta í landinu minni en nokkru
sinni á sama tíma og helmingur
knattspyrnuliða í efstu deild, Sería A,
ramba á barmi gjaldþrots.
Búið spil?
Allnokkrir spekingar hafa rifið upp
penna síðustu mánuði og nánast
dæmt ítalska boltann dauðann og
grafinn. Þannig háttar til að mynda til
í tveimur nýlegum bókum sem fjalla
um þennan herfilega kafla í þarlend
um bolta. Önnur þeirra fjallar um
svik, pretti og spillingu sem viðgeng
ist hefur um árabil með samþykki
allra sem að koma. Þar kemur fram
að á þessari stundu er lögregla að
rannsaka svik hjá helmingi þeirra fé
lagsliða sem leika í efstu deild á Ítalíu.
Hvert og eitt þeirra gæti misst stig eða
verið dæmt niður um deild eða gert
að greiða himinháar fúlgur fjár þegar
og ef málin sem eru til rannsóknar
fara fyrir dómstóla. Stóra spurningin
er hvort nokkur hafi áhuga að fylgjast
með slíkri deild þar sem enginn veit
fyrir víst hvort leikmennirnir inni á
vellinum séu raunverulega að leggja
sig fram eða aðeins þykjast. Lítt varið
í að veðja á leiki eða fara með börnin
á völlinn þegar úrslitin eru ljós áður
en leikur hefst.
Gjaldþrotahrina framundan
Helmingur félagsliða í Seríu A glíma
einnig við þann djöful að hafa far
ið illa með fé og standa veikum
fótum. Að hluta til er það ítalska
knattspyrnusambandinu um að
kenna sem hefur lengi haft undar
legar reglur um sölu sýningarréttar
á leikjum. Í stað þess að greiða þeim
hæst sem mest trekkja að hefur tekj
um lengi verið skipt bróðurlega milli
félagsliða ólíkt því sem gerist á Spáni,
Englandi eða í Þýskalandi. Enda er
það svo að ítalski boltinn hefur far
ið mjög halloka og nú er jafnvel talið
að efsta deild í Frakklandi trekki að
meira fjármagn en félagslið í Seríu A.
Þetta er vítahringur því sífellt minni
tekjur þýða að Ítalir kaupa færri er
lenda leikmenn og því lakari verð
ur boltinn í landinu. Þetta er stór
merkilegt þegar mið er tekið af því
að fyrir aðeins 20 árum var Sería A
deild deildanna í Evrópu þar sem all
ar skærustu stjörnur heims léku list
ir sínar.
Ekki öll nótt úti
En góðu heilli eru Ítalir að vakna til
lífsins um að þeir verði að koma sér
inn í nútímann. Í kjölfar spillingar
mála hafa verið gerðar töluverðar
breytingar hjá ítalska knattspyrnu
sambandinu og félagsliðunum
og á nýliðnu sumri bárust stöku
fréttir af ítölskum liðum sem voru
að kaupa stærri stjörnur utan en
raunin hefur verið um tíma. Balo
telli er vitanlega kominn heim aft
ur frá Englandi en þar í landi spila
nú einnig menn á borð við Gon zalo
Huguín sem kaus Ítalíu fram yfir
England og ein skærasta stjarna
Spánar, Fernando Llorente, tók
einnig þann kostinn. Þar spilar líka
Carlos Teves svo fáeinir séu nefnd
ir. Þessir menn og fleiri slíkir munu
hægt og bítandi reisa ítalskan fót
bolta upp úr þeim rústum sem
hann hefur komið sér í. n
Kröpp lægð en ekki dauði
Spilling og áhugaleysi í ítalska boltanum:
Albert Örn Eyþórsson
albert@dv.is
Skoðun
Betri leikmenn Þetta sumarið hafa ítölsk félagslið náð til sín stærri stjörnum en raunin
hefur verið undanfarin ár.
Gleði og spilling
Inter Milan fagnar
meistara titlinum fyrr á
árum meðan Adriano
Galliani, forseti ítalska
knattspyrnusambandsins,
fylgdist með. Skömmu
síðar var hann yfirheyrður
vegna spillingar um árabil.
Úrslit
Enska úrvalsdeildin
Fulham - Arsenal 1-3
0-1 Giroud (14.), 0-2 Podolski (41.), 0-3 Podolski
(68.), 1-3 Bent (77.)
Everton - WBA 0-0
Hull - Norwich 1-0
1-0 Brady v. (22.)
Newcastle - West Ham 0-0
Southampton - Sunderland 1-1
0-1 Giaccherini (4.), 1-1 Fonte (88.)
Stoke - Crystal Palace 2-1
0-1 Chamakh (31.), 1-1 Adam (58.), 2-1 Shawcross (62.)
Aston Villa - Liverpool 0-1
0-1 Sturridge (21.)
Cardiff - Man.City 3-2
0-1 Dzeko (52.), 1-1 Gunnarsson (60.), 2-1 Campbell
(79.), 3-1 Campbell (87.), 3-2 Negredo (90.)
Tottenham - Swansea 1-0
1-0 Soldado v. (58.)
Staðan
1 Chelsea 2 2 0 0 4:1 6
2 Liverpool 2 2 0 0 2:0 6
3 Tottenham 2 2 0 0 2:0 6
4 West Ham 2 1 1 0 2:0 4
5 S.hampton 2 1 1 0 2:1 4
6 Man.City 2 1 0 1 6:3 3
7 Man.Utd 1 1 0 0 4:1 3
8 Aston Villa 3 1 0 2 4:4 3
9 Arsenal 2 1 0 1 4:4 3
10 Stoke 2 1 0 1 2:2 3
11 Cardiff 2 1 0 1 3:4 3
12 Fulham 2 1 0 1 2:3 3
13 Hull 2 1 0 1 1:2 3
14 Everton 2 0 2 0 2:2 2
15 Norwich 2 0 1 1 2:3 1
16 Sunderland 2 0 1 1 1:2 1
17 WBA 2 0 1 1 0:1 1
18 Newcastle 2 0 1 1 0:4 1
19 Cr.Palace 2 0 0 2 1:3 0
20 Swansea 2 0 0 2 1:5 0
Þýska bundesliga
Dortmund - Werder Bremen 1-0
1-0 Lewandowski (55.)
Bayern - Nurnberg 2-0
1-0 Ribery (69.), 2-0 Robben (78.)
Leverkusen - Monchengladbach 4-2
1-0 Kiessling (23.), 2-0 Sam (28.), 2-1 Stranz (54.)
2-2 Arango (56.), 3-2 Sam (60.), 4-2 Castro (72.)
Hannover - Schalke 2-1
1-0 Huszti (21.), 2-0 Diouf (42.), 2-1 Szalai (55.)
Hoffenheim - Freiburg 3-3
1-0 Salihovic (9.), 1-1 Sorg (13.), 2-1 Volland (25.), 2-2
Guede (29.), 2-3 Freis (69.), 3-3 Strobl (77.)
Mainz - Wolfsburg 2-0
1-0 Moting (60.), 2-0 Muller (78.)
Hertha Berlin - Hamburg 1-0
1-0 Ramos (74.)
Braunschweig - Frankfurt 0-2
0-1 Meier (52.), 0-2 Aigner (62.)
Staðan
1 Dortmund 3 3 0 0 7:1 9
2 Leverkusen 3 3 0 0 8:3 9
3 Bayern M. 3 3 0 0 6:1 9
4 Mainz 3 3 0 0 7:3 9
5 Hertha Berlín 3 2 1 0 9:3 7
6 W.Bremen 3 2 0 1 2:1 6
7 Hannover 3 2 0 1 4:4 6
8 Hoffenheim 3 1 2 0 10:6 5
9 Wolfsburg 3 1 0 2 4:4 3
10 M‘gladbach 3 1 0 2 6:7 3
11 E.Frankfurt 3 1 0 2 3:7 3
12 Augsburg 3 1 0 2 2:6 3
13 Nürnberg 3 0 2 1 4:6 2
14 Freiburg 3 0 1 2 5:8 1
15 Schalke 3 0 1 2 4:9 1
16 Hamburger SV 3 0 1 2 4:9 1
17 Stuttgart 3 0 0 3 3:6 0
18 Braunschweig 3 0 0 3 1:5 0