Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 26. ágúst 2013 Mánudagur Enn meiri vonbrigði n Hápunktur á vondu kvikmyndasumri E ftir eitthvert versta kvikmynda- sumar í manna minnum var von að nú færi að birta til. Leik- stjóra- og handritshöfundapar- ið Nat Faxon og Jim Rash unnu ósk- arsverðlaun fyrir handrit að hinni ágætu Descendants með George Clooney, og langþreyttir gagn- rýnendur vestra tóku þessari mynd fagnandi. Vonin fer hins vegar brátt fyrir lítið. Margir ágætir leikarar eru hér í hefð- bundnum rullum, Toni Collette (úr Little Miss Sunshine) er húsmóðir- in sem verður að hafa einhvern til að elda fyrir, Amanda Peet (kærasta Jack Nicholson í Something‘s Gotta Give) er pirrandi gellan sem sefur hjá eiginmönnum hinna en er þó aðal- lega lögð í einelti fyrir að kunna ekki að elda og Steve Carrell er leiðinlegi fósturpabbinn. Sam Rockwell virðist ætla að hressa upp á þetta sem flipp- aði gaurinn, en tekst illa. Duncan er 14 ára strákur sem fer í fjölskyldufrí, og þó að hann sé ófram- færinn og klaufaleg- ur er strandgellan í næsta húsi af einhverj- um ástæðum skotin í honum (hvers vegna geta kærustur nörda- stráka ekki verið aðeins, tja, líkari þeim sjálfum). Af álíka óútskýrðum ástæðum tekur starfsmaður skemmti- garðs hann undir verndarvæng sinn og kennir honum að verða að manni. Allt verður eins fyrirsjáanlegt og hugsast getur. Ekki þarf nema að ýta stráknum út á dansgólfið og þá verður hann samstundis tekinn inn af svölu krökkunum. Það væri gaman að fá einu sinni að sjá einhvern samþykkt- an á eigin forsendum, frekar en að verða eins og allir hinir. Námið felst þó helst í að kenna stráknum að misnota aðstöðu sína sem sundlaugarvörður til að meina börnum að leika sér í rennibrautinni svo hann geti horft á rassinn á stelpunum í staðinn. Undir lokin fer sundlaugarvörð- urinn eldri með honum í fylleríspartí fullorðinna, þar sem lítið er um drykkju og mun meira um vatnsbys- suleik. Partí þetta gæti aðeins verið til í huga einhvers sem aldrei hefur farið í partí. Ég kýs að skilja það sem svo að öll myndin sé byggð á óráðsíu unglingsdrengsins á meðan sund- laugarvörðurinn misnotar hann, því þetta er það eina sem gæti útskýrt þessa skelfilegu bíómynd. n Soðið svið í Reykjavík Miðasala er hafin á nýtt íslenskt barnaleikrit, Hættuför í Huliðs- dal, sem leikhópurinn Soð- ið svið setur upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkið skrifar Salka Guðmundsdóttir en leik- rit hennar, Breaker, er nú í sýn- ingu á leiklistarhátíðinni í Edin- borg og hefur hlotið afar góðar viðtökur, meðal annars fjögurra stjörnu dóm í The Herald, einu stærsta dagblaði Skotlands. Verk- ið er eingöngu sýnt í Reykjavík út september en verður einnig á dagskrá Leikfélags Akureyrar síðar í vetur. Leikstjóri er Harpa Arnardóttir og leikarar í verkinu eru þau Aðalbjörg Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Leiðrétting Í grein um dagskrá Borgarleik- hússins og Þjóðleikhússins var fjallað um leikritið Harm- sögu eftir Mikael Torfason sem frumsýnt verður í Þjóðleikhús- inu í september. Í greininni var sagt að verkið væri byggt á morðmáli sem átti sér stað í Kópavogi árið 2005. Mikael Torfason vill koma því á fram- færi að þó hann hafi sótt sér innblástur úr nokkrum raun- verulegum glæpamálum úr íslenskum raunveruleika sé verkið ekki byggt sérstaklega á einu slíku – um skáldskap sé að ræða. Rússneskur vetur í Bæjarbíói Vetrardagskrá Kvikmyndasafns- ins hefst í byrjun september með sýningu á myndinni Bræðurn- ir Karamazov frá árinu 1969. Myndin verður sýnd með íslensk- um texta og er aðgangur ókeypis. Vetrardagskrá safnsins nefnist Rússneskur vetur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Í tilkynningu segir að ástæðan fyrir þessu þema sé meðal annars tímabær rannsókn á kvikmyndasafni MÍR sem er stærsta gjöf sem safninu hefur borist. Sýningar Kvikmynda- safnsins í Bæjarbíó fara fram á þriðjudagskvöldum og laugar- dagseftirmiðdögum í vetur og er almenningur boðinn velkom- inn á opnunarsýninguna á Kara- mazov-bræðrunum þann 3. sept- ember næstkomandi. The Way, Way Back IMDb 7,8 RottenTomatoes 85% Metacritic 67 Leikstjórn og handrit: Nat Faxon og Jim Rash Leikarar: Steve Carell, Toni Collette og Sam Rockwell 103 mínútur Bíómynd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com The Way Way Back Fyrirsjáanleg og klisjukennd. Fallegar myndir frumkvöðuls n Glæsileg bók með ljósmyndum eftir Sigfús Eymundson Þ jóðminjasafn Íslands gaf nýlega út bók með safni ljósmynda eftir Sigfús Ey- mundsson. Bókin er gefin út í tilefni af 150 afmæli safnsins. Auk myndanna er texti um ævi og verk Sigfúsar eftir Inga Láru Baldvinsdóttur sem starfar á Ljósmyndasafni Íslands. Bókin er öll hin glæsilegasta og fá myndir Sigfúsar af mönnum, bæjarlífinu í Reykjavík, skipum og íslenskri náttúru að njóta sín vel á fallegum glansandi pappír. Sigfús var helsti frumkvöðull Ís- lendinga á sviði ljósmyndunar á nítjándu öld og rak ljósmyndastofu í Reykjavík á seinni hluta aldar- innar og þar til árið 1909. Lengst af þeim tíma var ljósmyndastofa Sigfúsar Eymundssonar sú eina sinnar tegundar í Reykjavík. Auk ljósmyndastofunnar rak Sigfús bókabúð í Reykjavík og er bóka- og ritfangaverslunin Eymundsson kennd við hann – sjálfsagt þekkja meira að segja talsvert fleiri Sigfús út af bókabúðinni sem kennd er við hann en ljósmyndum hans þó enginn hafi lagt eitt eins mikið til sögu ljósmyndunar á Íslandi á nítj- ándu öld og hann. Inga Lára rekur áhrif Sigfúsar á þessa sögu með eftirfarandi orð- um. „Þar til ljósmyndaöld rann upp áttu fáir þess kost að eign- ast af sér mynd en ljósmyndin gerði myndir bæði af fólki og um- hverfi að almenningseign. Sigfús gegndi lykilhlutverki í þeirri þróun á Íslandi. Langur starfstími ljós- myndastofu Sigfúsar Eymunds- sonar og umsvif hennar endur- speglast í fjölda varðveittra mynda frá stofunni. Þær eru stærsti hluti þess myndefnis sem varðveist hef- ur frá 19. öld á Íslandi.“ Bókin um Sigfús gefur ágæta innsýn inn í sögu ljósmyndunar á Íslandi á seinni hluta nítjándu aldarinnar og að sjálfsögðu þá stéttaskiptingu sem birtist í þeirri sögu, og Inga Lára ýjar að í brot- inu hér að ofan: Ljósmyndun var dýrt fag og var það ekki á færi hvers sem er að láta taka af sér ljósmynd- ir á þessum tíma. Bókin endurspegl- ar þessa staðreynd að hluta þar sem myndirnar úr ljósmyndastofu Sig- fúsar eru yfirleitt af efnameira fólki sem hefur farið í sitt fínasta fyrir myndatökuna. En í bland við slík- ar myndir sjást einnig myndir af al- Sigfús Eymundsson myndasmiður: Frumkövðull íslenskrar ljósmyndunar Höfundur: Inga Lára Baldvinsdóttir Myndaritstjórar: Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson Útgefandi: Þjóðminjasafn Ísland Blaðsíður: 196 Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Á Eyrarbakka Sigfús ferðaðist víða um land og tók myndir af mönnum, bæjarlífi og náttúru. Þessa mynd tók hann á Eyrarbakka árið 1886 og sýnir hún þá N.C. Nack bak- ara, J.A. Jacobsen vert og Guðmund Guðmundsson bókbindara. „Þar til ljósmyndaöld rann upp áttu fáir þess kost að eignast af sér mynd en ljósmyndin gerði myndir bæði af fólki og umhverfi að almenningseign.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.