Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Qupperneq 23
Menning 23Mánudagur 26. ágúst 2013
Blakkát á Akureyri
L
eikritið Blakkát eftir Björk
Jakobs dóttur verður sett upp á
Akureyri í september. Leikritið
naut mikilla vinsælda í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu á síðasta leikári
og var sýnt fyrir fullu húsi. Í tilkynn-
ingu frá leikhópnum segir að „sök-
um vína flensu hefur Bokka í Blakkáti
misst skamtímaminnið og man því
ekkert eftir seinasta leikári. Því hefur
verið ákveðið að endurtaka leikinn
og mun partýið hefjast í Samkomu-
húsinu á Akureyri 6. september. Þar
verður hlegið þrjár helgar í röð, en
svo verður sameinast í leigubíla í
og brunað í Hafnarfjörðinn þar sem
sýningar halda áfram í Gaflaraleik-
húsinu í október.“
„Sýndu mér hetju og ég
skrifa fyrir þig harmleik“
n Lygar Lance Armstrong afhjúpaðar í nýrri bók
e
f eitthvað er of gott til að
vera satt þá er það yfirleitt
ekki satt. Ný bók eftir blaða-
manninn David Walsh sem
fjallar um hjólreiðagarpinn
Lance Armstrong gefur óhugnan-
lega innsýn í heim íþróttamanna
sem misnota lyf til að ná árangri.
Bókin heitir Dauðasyndirnar sjö.
Áður en Lance Armstrong fékk
eistnakrabbamein og þurfti að taka
sér frí frá hjólreiðum hafði hann
keppt fjórum sinnum í Tour de
France-keppninni og aðeins lokið
þátttöku einu sinni þegar hann lenti
í 36. sæti (1995). Hann var góður
hjólreiðamaður en alls ekki einn af
þeim allra bestu.
Árið 1999 hófst sigurganga hans í
Tour de France-keppninni sem stóð
óslitin til ársins 2005 þegar hann
vann sína sjöundu keppni í röð.
Einn ótrúlegasti árangur í sögu
íþrótta
David Walsh var á þessum tíma
blaðamaður á Sunday Times á Ír-
landi og eftir fyrsta sigur Lance
Armstrong hvatti hann fólk til að
sýna stillingu. Það væri full ástæða
til að fagna ekki of fljótt – það væri
í raun ómögulegt að Lance Arm-
strong hefði bætt sig á þennan hátt
án þess að hann væri að nota ólög-
leg lyf líkt og EPO, HGH eða stera.
Fáir tóku mark á varnarorðum
David Walsh. Það var þægilegra
að trúa sögunni um manninn sem
sigraðist á krabbanum og stóð nú
á verðlaunapalli í einni erfiðustu
íþróttakeppni heims. Næstu ár hélt
David Walsh áfram að skrifa greinar
um meinta lyfjamisnotkun Lance
Armstrong – oft við litlar vinsæld-
ir almennings eða kollega sinna á
öðrum fjölmiðlum. Og Lance hélt
áfram að vinna Tour de France-titla
og raka inn peningum.
Lýsingin á Lance í bók David
Walsh minnir mann á einhvern
hátt á stóru bankana fyrir hrun –
þeir voru of stórir til að falla – sú
varð raunin með Lance Armstrong.
Svo margir áttu hagsmuna að gæta
og svo miklir peningar voru í húfi
að ekki var hægt að afhjúpa svindl-
arann.
Fallin hetja
David Walsh vitnar
í F. Scott Fitzgerald
í bók sinni. „Sýndu
mér hetju og ég skrifa
fyrir þig harmleik“.
Hann var orðinn
erkióvinur Lance
Armstrong – hafði
skrifað um hann
óteljandi blaða-
greinar og gefið út
bók ásamt öðrum
blaðamanni þar
sem hann færði rök
fyrir því að Lance
Armstrong væri
að misnota lyf. Hann hafði
komið upp um samband Lance
Armstrong við Michel Ferrari, spillt-
an lækni í Sviss, sem tók tíund af
allri innkomu íþróttamanna gegn
því að gera þá að ofurmennum með
lyfjum á borð við EPO, testósterón
og kortisón.
Lance Armstrong uppnefndi
David Walsh „litla tröllið“. Í frægri
sigurræðu eftir síðasta Tour de
France-sigur sinn talaði Lance
Armstrong til Davids Walsh og allra
þeirra sem efuðust um trúverð-
ugleika hans. „Ég kenni í brjósti um
ykkur. Ég vorkenni ykkur fyrir að
eiga ekki stóra drauma. Ég vorkenni
ykkur fyrir að trúa ekki á kraftaverk,“
sagði hann.
Á endanum varð það David
Walsh og efasemdarfólkið sem hafði
rétt fyrir sér. Sigrar Lance Armstrong
voru byggðir á svikum og lygum. Í
skýrslu bandaríska lyfjaeftirlitsins
var dóphring Lance Armstrong lýst
sem mafíu. Liðsfélagar Lance Arm-
strong þurftu að nota smink til að
hylja sprautuför á handleggjum,
dópi var smyglað með einkaflug-
vélum, peningar millifærðir á sviss-
neska bankareikninga, blóð geymt
í leynilegum ísskápum, sprautur
faldar á keppnisstöðum í kókflösk-
um.
Ljótur leikur
Bók Davids Walsh
lýsir ömurlegri hlið
á keppnisíþróttum.
Þetta er sá veruleiki
sem fæstir vilja vita
af og fjölmiðlar eru
oft tregir að fjalla um.
Það er auðveldara að
fjalla um stóru sigr-
ana en stóru svikar-
ana. Bókin er jafn-
framt persónulýsing
á tveimur mönnum
sem eru kannski líkari
en þeir halda. Annars
vegar Lance Arm-
strong sem byggir líf
sitt á lygi og er tilbúinn að gera hvað
sem er til að sigra. Hins vegar blaða-
manninn David Walsh sem helgar
líf sitt sannleikanum og gerir hvað
sem er til að þjóna honum – jafnvel
þó fjölskyldan hans þurfi að sitja í
öðru sæti.
Játaði að lokum
Á endanum viðurkenndi Lance
Armstrong svik sín í frægu viðtali
við Opruh Winfrey. Fram að því
hafði hann ekki aðeins neitað stað-
fastlega að hafa misnotað lyf – hann
hafði lagt þá sem héldu því fram í
gróft einelti, notað lögfræðingaher
til að hræða fólk og haft í hótunum
við sína nánustu vini. Viðtalið við
Opruh átti í huga Lance Armstrong
að marka nýtt upphaf en Lance var
ófær um að segja allan sannleikann,
ófær um að biðjast einlæglega af-
sökunar og var étinn með kjafti og
klóm af einum klókasta og besta
spyrli í heimi.
Lance Armstrong sagðist hafa
tapað um 75 milljónum Banda-
ríkjadala á einum degi, eftir að svik
hans komust upp. Hann var svipt-
ur sínum sjö Tour de France-titlum
– titlum sem í huga blaðamannsins
Davids Walsh eru táknmyndir fyrir
dauðasyndirnar sjö. n
Seven Deadly Sins
My Pursuit of Lance Armstrong
Höfundur: David Walsh
451 blaðsíða
Bækur
Símon Birgisson
simonb@dv.is
David Walsh Er ritstjóri íþróttafrétta hjá The Sunday Times í Bretlandi og hefur hlotið
fjölda blaðamannaverðlauna fyrir sín skrif.
Lance Armstrong í Tour de France
Var sviptur öllum sjö Tour de France-titlum
sínum. Hér sést hann í gulu treyjunni frægu.
Fallegar myndir frumkvöðuls
þýðufólki en þær eru yfirleitt teknar
utan stúdíósins.
Myndirnar sem eru teknar fyrir
utan ljósmyndastofuna eru að
mörgu leyti áhugaverðari því þær
eru skrásetning á sögunni: Líkt og
gildir um svo gamlar myndir af
Reykjavík og öðrum stöðum á Ís-
landi þá er alltaf forvitnilegt að
sjá hvernig þekktir staðir í landinu
litu út á sínum tíma og er þessi
bók Sigfúsar engin undantekning:
Nakin varðan stendur á Skólavöru-
holtinu og ekkert í kring þar sem í
dag er hjarta Reykjavíkur og Hall-
grímskirkja gnæfir yfir.
Textinn í bókinni er ekki lang-
ur, rúmar 50 síður, og er myndum
Sigfúsar leyft að tala ásamt mynda-
textum á þeim 200 síðum sem bók-
in spannar. Textamagnið í bókinni
er hæfilegt enda eru það myndirnar
sem bera hana uppi. Aftast í bókinni
eru svo ítarlegir myndatextar um
einstaka myndir. Þetta er falleg bók
hjá Þjóðminjasafninu; eins og oft
gerist þegar ég skoða gamlar mynd-
ir frá Íslandi kom sú tilfinning yfir
mig að allt hlyti að hafa verið betra
á Íslandi á þessum tíma, undir lok
19. aldar og í byrjun þeirrar tuttug-
ustu. Sú tilfinning er auðvitað röng –
þetta voru tímar einna mestu brott-
flutninga af landinu í sögunni líkt
og Sigfús dókumentaraði í mörgum
myndum af Vesturförum sem er að
finna í bókinni – en það er gaman að
finna hana: Fegurðin í myndunum
og rómantíkin í kringum þær ýtir
undir þessa tilfinningu. n
Kirkjustræti Hér er horft austur Kirkjustræti í
Reykjavík. Myndin er frá árinu 1883 og sýnir meðal
annars Alþingishúsið sem þá var nýbyggt.
Í Norðurfirði Myndin sýnir breska
farþegaskipið Camoens í Norður-
firði á Ströndum en það sigldi til
Íslands á árunum 1879 til 1887. Thor
Jensen, síðar athafnamaður, kom
meðal annars til landsins um borð í
skipinu árið 1883.