Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Page 27
Fólk 27Mánudagur 26. ágúst 2013
Það leynist margt í svörtu bókinni
n „Er mamma þín nokkuð í töskunni“
Þ
að styttist í bókina, en hún
kemur út fyrir jólin. Vinnu
heitið er Litla svarta tísku
bókin en nafnið er í fæðingu,“
segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir rit
stýra og eigandi Tíska.is. Hún legg
ur nú lokahönd á bók sem hún er að
skrifa fyrir íslenskar konur sem hafa
áhuga á tísku og almennum huggu
legheitum.
Hvað kom til að þú ákvaðst að
skrifa sjálfshjálparbók um tísku?
„Það er nú bara þannig að flest
allir jarðarbúar klæða sig í föt á
hverjum morgni og jú auðvitað er
það ákvörðun hvers og eins hvað
verður fyrir valinu. En mig langaði
að setja saman í eina bók góð ráð og
skemmtilegar en einfaldar lausnir til
að hjálpa konum að draga fram það
besta og verða besta mögulega út
færslan af sjálfri sér. Við kunnum öll
að klæða okkur, það lærist í leikskóla,
en það er bara hvernig við setjum
þetta saman sem er galdurinn.“
Skrifar fyrir allar Íslenskar
konur
„Ég er að hluta til að skrifa þessa bók
fyrir sjálfa mig og pottþétt allar vin
konur mínar og vinkonur þeirra,
mæður, systur, ömmur og frænkur,
sem þýðir í raun allar íslenskar kon
ur.
Ég er eins og allar aðrar stelpur
oft í vandræðum þegar ég stend fyrir
framan skápinn minn. Ég viðurkenni
það fúslega að ég stend reglulega fyr
ir framan skápinn minn og segi; „ég á
ekkert til að fara í“.“
Pakkar of miklu fyrir
ferðalagið
„Nú svo er ég þessi týpa sem pakka
oft aðeins of miklu til dæmis þegar
ég fer í ferðalög og nota oft ekki
nema brot af því sem ég pakkaði
niður. Ég man eftir fyrsta ferða
laginu með kærastanum mínum,
þá spurði hann mig hvort mamma
væri nokkuð í töskunni.“ n
„Ég hef kysst konu
sem kyssti Elvis“
É
g þarf að gefa þeim að borða
og hýsa þau, ég þyrfti eigin
lega að fara að skoða þau mál,“
segir Helgi Björnsson og skell
ir upp úr.
Hann hefur fengið þýsku hljóm
sveitina Capital Dance Orchestra til
að spila með sér á tónleikunum Helgi
syngur Hauk í Eldborgarsal Hörpu
11. október næstkomandi.
Dýnur á stofugólfið
Hljómsveitina, sem er gamaldags
swingband, skipa 15 manns og því
ekkert smámál að flytja bandið til Ís
lands.
„Ég flýg þeim til Íslands. Það
kom ekkert annað til greina, ég beit
þetta í mig og nú er þetta að gerast
og ég verð að redda þeim gistingu.
Kannski legg ég bara dýnur á
stofugólfið,“ segir hann og gerir að
gamni sínu.
Plataður til að taka lagið
Helgi komst í kynni við Captial
Dance Orchestra þegar hún spilaði á
opnunarhátíð Admirals Palastleik
hússins í Berlín árið 2006. Hljóm
sveitin er gamaldags swingband, eða
bigband eins og slíkar sveitir eru oft
kallaðar.
„Ég var plataður til þess að taka
lagið með þeim. Ég er viss um að
þeim hefur ekkert litist á blikuna.
Hugsað sitt og svona. Hvað er karl
inn að vilja upp á dekk? En þegar ég
byrjaði að syngja tókst mér að koma
þeim á óvart. Þeir hrifust af söngn
um og ég tók upp nokkur lög með
þeim,“ segir Helgi og segir frá því að
í framhaldinu hafi hljómsveitin vilj
að gera með honum plötu. Af sam
starfi Helga og sveitarinnar varð
fyrr á þessu ári og spilaði hún und
ir á plötu hans með lögum Hauks
Morthens.
Það er langt síðan hann féll fyrir
Hauki Morthens. „Ég hef verið að
lauma einu og einu lagi inn á plötur
Reiðmanna vindanna. Haukur var
dásamlegur söngvari og lögin hans
dægurperlur. Nú fannst mér tími til
kominn að gera minningu hans hátt
undir höfði.“
Langar í nánd
Veturinn verður annasamur hjá
popparanum og hann ætlar að gera
róttæka breytingu á tónleikahaldi
á næstunni. Hann hefur í nokkurn
tíma þráð að ferðast einn um landið
með gítarinn og komast í návígi við
tónleikagesti.
„Mig langar í þessa nánd. Langar
að vera einn með gítarinn, ferðast
um landið og segja fólki sögur. Ég hef
verið að hugsa um þetta í dágóðan
tíma og ætla að fara að láta verða af
þessu. Það gerist eitthvað sérstakt á
svona tónleikum og mig langar til að
upplifa það.“
En hvaða sögur ætlar hann að
segja? „Ef ég segi þér það, þá er ekk
ert gaman að því að koma og hlusta
á mig,“ segir hann og hlær. „En ég
get sagt þér að ég hef kysst konu
sem kyssti Elvis Presley,“ segir hann í
stríðnistón og neitar að segja eitt orð
í viðbót til útskýringar. n
n Helgi Björns ætlar að spila og segja sögur n Flytur inn þýska stórsveit
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Vill nánd við tónleikagesti
Helgi ætlar að ferðast um landið
með eingöngu gítar í farteskinu.
MynD: Hörður SVEinSSon
Frábær árangur
Leikarinn Ólafur Darri þakkaði
fyrir stuðninginn eftir þátttöku
hans í Reykjavíkurmaraþoninu.
Hann hljóp fyrir AHCsamtökin og
safnaði rétt rúmlega milljón krón
um, fleiri hlupu fyrir samtökin og
söfnuðust rúmlega tvær milljón
ir. „Þetta var í fyrsta skipti en svo
sannarlega ekki síðasta sem ég
tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu,
þvílík stemning hjá hlaupurun
um og þeim sem hvöttu þá áfram,“
sagði Ólafur Darri.
Jón Gunnar Geirdal sem setti
markið á milljón náði einnig
markmiði sínu og gott betur, á
sunnudag var hann efstur í áheit
um með eina milljón og tæplega
hundrað þúsund krónur. Jón
Gunnar var ófeiminn við að
hringja í auðmenn landsins fyrir
veik börn í Rjóðrinu og er greini
legt að símtölin hafa skilað sínu.
Charlie Sheen
pósar í
miðbænum
Charlie Sheen kvaddi Ísland sæll
og glaður ef marka má Twitter
síðu hans um helgina. Eggert
feldskeri saumaði handa honum
tvær húfur svo honum ætti ekki
að verða kalt þegar hann þræð
ir barina.
Leikarinn var staddur hér við
veiðar og kom víða við, meðal
annars við styttuna af Jóni Sig
urðssyni, þar sem hann stillti sér
höfðinglega upp.
57,14
„Búinn að vera kósí uppi í rúmi í
57 mínútur og 14 sekúndur,“ segir
Óttar Martin Norðfjörð, í Face
bookstöðufærslu sinni á laugar
daginn síðastliðinn. Þeim sama
degi og margir voru duglegir að
segja frá góðum tíma sem þeir
náðu í Reykjavíkurmaraþon
inu sem var hlaupið í 30. sinn á
laugardag. 14.272 manns slepptu
laugardagskúri og hlupu maraþon
og söfnuð áheit voru á laugardag
komin upp í 68 milljónir sem er
nýtt áheitamet.
MynD TwiTTEr/CHarLiE SHEEn
MynD Eyþór ÁrnaSon
Snjöll Eva Dögg lumar
á góðum ráðum.
„Mig
langar
í þessa nánd