Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 4
Nokkur launamunur hjá VR
n 20 prósent kvenna eru uppgefin að loknum vinnudegi
L
aunamunur kynjanna hjá VR
helst óbreyttur á milli ára, en
niðurstöður launakönnunar
voru kynntar á fimmtudag.
Kynbundinn munur er 9,4 prósent
en munur á heildarlaunum er 15,4
prósent. Í byrjun þessa árs kynnti fé
lagið Jafnlaunavottun VR, sem á að
tryggja að konur og karlar fái sömu
laun fyrir sömu vinnu. Níu fyrirtæki
hafa á árinu fengið slíka vottun og á
þriðja tug hefur sótt um. Það virðist
þó enn ekki hafa haft áhrif á launa
muninn.
Heildarlaun félagsmanna VR
hækkuðu um tæp 7 prósent frá
janúar mánuði 2012 til sama mánað
ar 2013. Grunnlaun hækkuðu um
7,5 prósent á sama tíma og kjara
samningsbundnar hækkanir námu
3,5 prósentum. Grunnlaun félags
manna eru að meðaltali 473 þúsund
krónur á mánuði en heildarlaun að
meðaltali 507 þúsund krónur.
Vinnutími kvenna hefur lengst
eftir hrun en vinnutíma karla stað
ið í stað. Nú munar aðeins þrem
ur klukkutímum á vinnuviku karla
og kvenna. Árið 2004 var munurinn
fimm klukkustundir. Konur vinna
nú að meðaltali 42,1 klukkustund á
mánuði en karlar 45,1 klukkustund.
57 prósent þátttakenda sögðu að
vinnuálag hefði aukist milli ára. Mun
fleiri karlmenn voru í þeim hópi.
Þegar spurt var nánar kom þó í ljós
að konur voru yfirleitt mun þreyttari
að loknum vinnudegi en karlmenn.
Um 20 prósent kvenna sem svöruðu
sögðust of þreytt að loknum vinnu
degi til að gera nokkurn skapaðan
hlut á móti 14 prósentum karla. n
Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn-
ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3
tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir.
Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu
hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við
náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu.
Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús-
torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét
Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar.
Haustbúðir á Spáni
- fyrir fullorðna
www.mundo.is
11. - 25. október 2013
Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi
Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi
Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is
Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði
síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla,
spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás
í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales
Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida.
Á svörtum lista og
kemst ekki í aðgerð
n Kristján Pétursson er áttræður og varð að sleppa augnaðgerð
É
g átti tíma í augnaðgerð á
Landspítalanum 29. apríl og
þá kom upp úr kafinu að það
var búið að setja mig á svart
an lista þannig að ég varð að
sleppa þessari aðgerð,“ segir Kristján
Pétursson, áttræður eftirlaunaþegi
og öryrki. „Við hjónin fórum til um
boðsmanns skuldara í fyrra, það
gekk svona sæmilega en sá tími er
útrunninn og það eru að koma sex
bréf mánaðarlega með rukkunum
frá Reykjanesbæ út af fasteigna
gjöldum. Það er ekkert verið að
spara lögfræðina, það eru tvö bréf
sem koma frá bænum, tvö frá Motus
og tvö frá Landslögum,“ segir Krist
ján en hann segist eiga fjórðungshlut
í húsi í Höfnum á Reykjanesi á móti
eigin konu sinni og tveimur dætrum
hennar.
Furðar sig á rukkunum
Skuldin í húsinu í Höfnum á
Reykjanesi er meðal annars tilkomin
vegna vangoldinna greiðslna sem
aðrir skráðir eigendur af húsinu hafa
ekki sinnt sem skyldi, að sögn Krist
jáns. Það hafi verið of mikið fyrir
hann einan að standa undir öllum
útgjöldum á húsinu sjálfur. „Ég hef
bara þessar örorkubætur og lífeyris
sjóð,“ segir Kristján en hann segir
stórt hlutfall af útgjöldunum tengj
ast bágu heilsuástandi sínu. Hann
segist ekki hafa búið í húsinu sjálf
ur í þrjú ár og að það standi nú autt.
„Það er rukkað fullt rafmagnsgjald
og vatnsgjald en vatnið er ekkert
notað og rafmagnið ekki neitt,“ seg
ir Kristján og furðar sig á rukkunun
um. Hann segist hafa rætt mál sín
við bæjar yfirvöld í Reykjanesbæ en
hann hafi ekki heyrt frá þeim þótt
tveir mánuðir væru nú liðnir og lög
fræðibréfin haldi áfram að streyma
inn um lúguna.
Bæjarstjórinn í Keflavík segir
málið flókið
Blaðamaður DV hafði samband
við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í
Keflavík, vegna málsins en hann
staðfestir að Kristján hafi leitað á
bæjarskrifstofu vegna aðstæðna
sinna. „Við þekkjum til Kristjáns og
viljum svo gjarnan hjálpa honum,“
segir Árni. „Fasteignagjöld eru yfir
leitt felld niður vegna mjög bágbor
inna og erfiðra aðstæðna einstak
linga og það er bara farið mjög vel
í gegnum þær aðstæður. En í þessu
tilviki er þetta mjög sérstakt þar sem
nokkrir eigendur eru að húsinu og
að skipta fasteignagjöldum á þá er
mjög flókið. Þá er erfitt að fella niður
fasteignagjöld á eign þar sem þú hef
ur ekki upplýsingar um tekjustöðu
og eignastöðu annarra eigenda,“ út
skýrir Árni. Hann segist hafa viljað
tryggja það að Kristján væri að fá
sína augnskoðun og aðgerð óháð því
hvort hann væri með ógreidd mál
hjá Reykjanesbæ. „Þegar hann var
að fara í aðgerð og ætlaði að fá lán þá
var honum tjáð að hann væri á svört
um lista. Ég fór í það að athuga hvort
sá listi væri ekki frá okkur. Mér skilst
að þetta sé frá bankanum komið,“
segir Árni.
Fékk lömunarveiki
Kristján hefur að eigin sögn þurft
að glíma við þráláta sjúkdóma og
margs konar áföll yfir ævina en
hann er hjartasjúklingur og notast
við hækjur til að komast leiðar sinn
ar. „Ég fékk lömunarveiki þegar ég
var strákur og það hefur alltaf fylgt
mér og versnað eftir því sem ég elt
ist.“ Kristján var því kominn á örorku
fyrir aldur fram. „Ég er með slitgigt í
baki, mjöðmum og hnjám. Þeir sem
eru veikir fyrir hjarta taka svona hót
anir mikið meira nærri sér en aðrir
sem heilbrigðir eru,“ segir Kristján
um greiðslukröfurnar.
Missti aleiguna í snjóflóðunum á
Patreksfirði
Árið 1982 varð Kristján fyrir þeirri
hörmulegu lífsreynslu að lenda í
snjóflóðunum á Patreksfirði. „Þar
missti ég móður og bróður og heim
ili. Allt sem hægt var að missa. Þau
fylgja manni nú í gröfina svoleið
is áföll,“ segir Kristján sem segir
áfallahjálp ekki hafa verið í boði á
þeim tíma. Fjallað var um snjóflóðin
í Kastljósi í vetur en þar kom fram
að þeir eigendur sem misstu húsin
sín í flóðunum hafi ekki fengið tjón
ið bætt fjárhagslega. Kristjáni finnst
erfitt að rifja málið upp. „Þetta var
kært á sínum tíma því það var talið
að hreppurinn bæri ábyrgð í þessu
og í héraðsdómi var hann dæmdur
sekur. Svo fór þetta fyrir Hæstarétt.
Þá var þessu snúið við og hreppur
inn var sýknaður. Það var engu lík
ara þá en við sjálf hefðum komið
okkur í þessar aðstæður. Alls staðar
var lokað á okkur,“ segir Kristján en
hann segist hafa flutt í burtu frá Pat
reksfirði í kjölfarið og fest kaup í eign
út frá loforðum um bætur sem hann
segist hafa fengið á sínum tíma. „Ég
er búinn að vera á svörtum lista í
Landsbankanum í 30 ár af því að
það sem okkur var lofað kom aldrei,“
segir Kristján. n
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Vonbrigði Kristján varð
að víkja frá upprunalegum
áformum um að komast
í augnaðgerð. Mynd: dV ehF /
Sigtryggur Ari
4 Fréttir 13.–15. september 2013 helgarblað
Fannst kaldur
og hrakinn
Aðfaranótt fimmtudags fann
Landhelgisgæslan karlmann sem
villst hafði á milli Svínafells og
Skaftafellsjökuls. Maðurinn var
orðinn kaldur og hrakinn þegar
hann fannst enda veður mjög
slæmt.
Þyrla gæslunnar var kölluð út
rétt fyrir átta á miðvikudagskvöld
þegar ljóst var að maður væri
villtur á svæðinu og voru björg
unarsveitarmenn komnir á stað
inn um tíu leytið. Maðurinn hafði
náð sambandi við fjölskyldu sína
með farsíma en gat ekki sagt hvar
hann var staddur. GSMmiðunar
búnaður í þyrlunni TFGNA kom
því að góðum notum, en með
honum tókst að staðsetja síma
mannsins. Það tókst um ellefu
leytið og var þá hægt að þrengja
leitarsvæðið til muna. Skilyrði
til leitar með þyrlunni voru hins
vegar mjög slæm, var henni því
lent og beðið átekta. Björgunar
sveitarmenn fundu svo manninn
rétt rúmlega eitt eftir miðnætti.
Óbreytt á milli ára Launamunur
kynjanna helst óbreyttur á milli ára hjá
félagsmönnum VR. Mynd: Mynd dV
Efast um endur-
nýjanlega orku
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra segist efast um
að endurnýjanlegir orkugjafar
dugi til að svara orkuþörf heims
ins á næstu árum og áratugum.
Því sé mikilvægt að ríkisstjórn Ís
lands stuðli að nýtingu hugsan
legra olíulinda á Drekasvæðinu,
en rannsóknir benda til að þar
gætu reynst stórar og miklar olíu
auðlindir.
Vefmiðillinn Austurfrétt grein
ir frá því að þetta hafi komið fram
í erindi sem aðstoðarmaður Sig
mundar Davíðs, Jóhannes Þór
Skúlason, flutti fyrir hann á mál
þingi samtakanna Landsbyggðin
lifir í síðustu viku.
Þá sagðist Sigmundur telja Aust
firðinga eiga mikil tækifæri í upp
byggingu þjónustu við gas og
olíuleitarfyrirtæki.