Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 10
10 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað „Maður verður svo tættur“ Á standið á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu hefur sjaldan verið verra en í dag. Mikill skortur er á leiguhús- næði og vaxandi eftirspurn gerir það að verkum að leiguverð fer sífellt hækkandi með tilheyrandi vandamálum fyrir bæði fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði. Margir leigjendur upplifa kvíða og streitu og rótleysi vegna sífelldra flutninga brýst út sem vanlíðan hjá börnum. Hópur leigjenda hefur nú tekið sig saman og vinnur að stofnun hags- munasamtaka leigjenda í þeirri von að hægt sé að sporna við vandanum. „Síðustu tvö og hálft ár hefur leigumarkaðurinn algjörlega mettast, á höfuðborgarsvæðinu alla- vega,“ segir Ásta Hafberg, viðskipta- fræðingur, baráttukona og ein þeirra sem kemur að stofnun hagsmuna- samtakanna. „Ástandið er orðið þannig að það er bæði mjög erfitt að finna húsnæði og fólk hreinlega neyðist til að flytja á milli hverfa með börnin sín,“ bæt- ir hún við. Þarf 700 þúsund í laun á mánuði Leiguverð hefur hækkað mjög mik- ið og fólk má gera ráð fyrir að þurfa að greiða frá um 140 þúsundum upp í 250 þúsund krónur fyrir tveggja til þriggja herbergja íbúð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er búin að reikna það út að til þess að geta borgað svona leigu, þá þarf ein manneskja að vera með um 700 þúsund krónur í laun fyrir skatt.“ Ásta bendir bendir á að forsendu- brestur lána hafi einnig sitt að segja þegar kemur að hækkandi leiguverði. „Bæði er eftirspurnin rosalega mikil og lánin hafa hækkað. Og öll gjöld sem fylgja því að eiga fasteign. Þetta er ekki bara það að þeir sem leigja út íbúðir séu allir mjög gráðugir.“ 900 þúsund í tryggingarfé Fyrir utan skort á leiguhúsnæði og hækkandi leiguverð hafa kröfur leigu sala um tryggingarfé einnig aukist. „Sumir eru farnir að biðja um þrjá til sex mánuði í tryggingarfé og sumir bankaábyrgðir. Fyrir þá sem eru ekki vel staddir er nánast ómögu- legt að fá bankaábyrgð.“ Ásta tekur sem dæmi eitt hæsta leiguverð sem hún hefur séð, 285 þúsund krónur fyrir tveggja herbergja íbúð. En sé krafa um að leggja fram þriggja mánaða tryggingu fyrir slíka íbúð þarf leigutaki að reiða fram tæp- ar 900 þúsund krónur við undirritun leigusamnings. „Fólk getur hvorki lagt fram slíka tryggingu né borgað svo háa leigu, en þetta er vissulega öfgafullt dæmi,“ tekur Ásta fram. Ef miðað er við aug- lýsingar á leiguhúsnæði sem DV hefur skoðað eru svona háar upphæðir þó langt frá því að vera einsdæmi. Fjölskyldur leigja saman Stefnt er að því að hagsmunasam- tök leigjenda verði formlega stofnuð þann 21. september næstkomandi. En Ásta segir slík samtök nauðsyn- leg, bæði til að standa vörð um hags- muni leigjenda og til að vekja athygli á vandanum sem blasir við. Einnig hefur verið hrundið af stað undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að gera úrbætur á leigu- markaði. „Það er mikilvægt að vekja athygli á því að við erum að glíma við alvöru bráðavanda í húsnæðismálum á Reykjavíkursvæðinu. Ef ekki verður brugðist við honum mjög fljótlega þá erum við með mjög stórt vandamál á herðunum.“ Ásta segist vita fjölmörg dæmi þess að fjölskyldur séu farnar að taka saman íbúðir á leigu. Börn farin að flytja inn á foreldra sína með börnin sín og foreldrar farnir að flytja inn á börnin. „Þegar við erum komin þang- að þá sýnir það bæði húsnæðiseklu og að fólk ræður ekki við það sem þarf að borga. Ég er búin að fá mörg dæmi inn á borð hjá mér þar sem fólk nær akkúrat að borga reikninga og hús- næði, en svo er ekkert eftir. Innkoman er ekki að duga fyrir því sem þarf að eiga til að lifa. Og þá erum við bara að tala um meðaltekjufólk sem er ekkert endilega með mikið af lánum á bak- inu.“ Börn skipta oft um skóla Ásta er sjálf leigjandi en hefur hing- að til ekki lent á hrakhólum. Hún hef- ur náð að redda sér með herkjum og þurfti nýverið að flytja úr Mosfells- bæ í Hafnarfjörð af illri nauðsyn. Það var einfaldlega ekkert leiguhúsnæði í boði í Mosfellsbæ sem hentaði fjöl- skyldu hennar. „Ég var búin að vera með auglýsingu á Facebook sem fékk yfir 300 deilingar, fara yfir allan fast- eignavefinn á mbl.is og skrifa póst til margra fasteignasala. Maður kemst bara í þá stöðu að maður verður að reyna að redda sér. Ég náði að redda þessu, en það var á elleftu stundu.“ Ásta er með fimm börn og það er því töluvert rask fyrir fjölskylduna að flytja, ekki bara á milli hverfa heldur á milli sveitarfélaga. „Staðan hjá okkur er þannig núna að tvö barnanna taka hreinlega strætó úr Hafnarfirði upp í Mosfellsbæ í skólann. Þetta er mikið rót en er hægt því þau eru orðin það stór. En yngri börnin mín þurftu að skipta um skóla.“ Hún segir að á meðan staðan á leigumarkaðnum sé jafn slæm og raun ber vitni sé fólk jafnvel að lenda í því að börnin þurfi að skipta um skóla á miðju skólaári og svo aftur á því næsta. „Við erum þá kannski að tala um þrjá skóla á tveimur árum.“ Slæmir fylgifiskar ástandsins Þá bendir Ásta á að nauðsynlegt sé að gefa gaum að bæði heilsufars- og félagslegum afleiðingum slæms ástands á leigumarkaði. „Það er mjög stressandi fyrir fólk að hafa sífelld- ar áhyggjur af því hvar það eigi að búa eða hvort það nái að borga leig- una, að ekki sé talað um það að fara með börnin á milli skóla. Það getur verið mjög erfitt ef þau eru með ein- hverja greiningu. Þá þarf að byrja allt ferlið upp á nýtt og koma upp nýju prógrammi fyrir börnin.“ n n Slæmt ástand leigumarkaði hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu „Truflar stöðugleika barna“ n Sífelldir flutningar koma róti á fjölskylduna „Þetta truflar stöðugleika barna. Þau eru ekkert eyland í því samfélagi sem fjölskyldan er,“ segir Þóra Kemp, deildar- stjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts, um sífellda flutninga á milli hverfa og sveitarfélaga. Hún tekur undir það sem bæði Ásta og Anna María bentu á – að ástandið sem nú ríki á leigumarkaðnum geti haft slæm félags- og heilsufarsleg áhrif á fólk, og þá ekki síst börn. „Þetta kemur róti á alla fjölskylduna. Og það sem hefur áhrif á foreldrana það berst til barnanna og brýst út sem öryggisleysi og vanlíðan.“ Þóra segir að í sumum tilfellum þá reyni foreldrar að keyra börnin sín í skólann á milli hverfa og sveitarfélaga fyrst um sinn, ef þeir hafa tök á því. Það sé hins vegar ekki hægt til lengdar. Þá bendir hún á að það sé ekki bara skólinn sem börnin þurfi að yfirgefa heldur allt samfélagið í hverfinu. „Þetta slítur allt úr samhengi, því það er svo margt sem fylgir með skólanum. Eins og íþróttir, félagsstarf og aðrar tómstundir.“ Þóra segir ef að börnin upplifi rótleysi og vanlíðan þá geti það brotist út sem hegðunarvandamál eða ein- beitingarskortur í skólanum. Sérstak- lega ef húsnæðisvandinn er orðinn langvarandi. „Svo ef það eru fleiri þættir sem eru óstöðugir; húsnæði, atvinnu- leysi og það að vita ekki hvað verður í skólanum, þá eykur það streituna enn frekar. Ef fleiri þættir spila saman þá hefur það auðvitað meiri áhrif.“ Hún segir slíkt ástand vissulega hafa mismunandi áhrif á börn. „Sum börn fara inn á við, þegja og segja ekki neitt, á meðan önnur sýna vanlíðan út á við með ýmsum hegðunarvandamálum.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég er búin að reikna það út að til þess að geta borgað svona leigu, þá þarf ein manneskja að vera með um 700 þúsund krónur í laun fyrir skatt. Flutti á milli sveitarfélaga Ásta neyddist til að flytja úr Mosfellsbæ í Hafnarfjörð. Elstu börnin hennar taka nú strætó á milli sveitarfélaga í skólann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.