Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Page 11
Fréttir 11Helgarblað 13.–15. september 2013
„Maður verður svo tættur“
Dæmi um verð á leiguhúsnæði
Stærð er í fermetrum
Keilugrandi (107)
Leiga: 150.000
Stærð: 52
Herbergi: 2
Ægisgata (101)
Leiga: 250.000
Stærð: 65
Herbergi: 2
Njálsgata (101)
Leiga: 170.000
Stærð: 67
Herbergi: 2
Klapparstígur (101)
Leiga: 180.000
Stærð: 52
Herbergi: 2
Háteigsvegur (105)
Leiga: 205.000
Stærð: 105
Herbergi: 3
Engihlíð (105)
Leiga: 230.000
Stærð: 105
Herbergi: 4
Fellsmúli (104)
Leiga: 150.000
Stærð: 59
Herbergi: 2
Hólmgarður (108)
Leiga: 170.000
Stærð: 75
Herbergi: 3
Hegranes (210)
Leiga: 120.000
Stærð: 58
Herbergi: 2
Hnotuberg (220)
Leiga: 135.000
Stærð: 60
Herbergi: 2
Asparfell (111)
Leiga: 120.000
Stærð: 57
Herbergi: 2
Iðufell (111)
Leiga: 100.000
Stærð: 79
Herbergi: 2
Lækjarás (110)
Leiga: 150.000
Stærð: 76
Herbergi: 3
Frostafold (112)
Leiga: 160.000
Stærð: 78
Herbergi: 2
Laugarnesvegur (105)
Leiga: 180.000
Stærð: 65
Herbergi: 2
A
nna María Ingadóttir þekkir
leigumarkaðinn betur en
hægri höndina á sér. Hún er
orðin langþreytt á sífelldum
flutningum og vill sjá tekið á vand-
anum.
„Ég er orðin hámenntuð á sviði
flutninga. Ætli þetta séu ekki kom
átta skipti á tíu árum,“ segir Anna
María, stofnandi umræðuhóps
leigjenda á facebook og einn af að-
standendum nýju hagsmunasam-
takanna. Þrátt fyrir tíða flutninga
hafa allir þessir leigusamningar
kallast langtímaleigusamningar.
„Tilfinningin mín fyrir þessu orði
„langtímaleiga“ er allavega fimm ár,
en ég veit ekki hvað þetta þýðir hér
á landi. Eitt ár er enginn tími þegar
þú ert að tala um heimili. Ég er til
dæmis löngu hætt að taka upp úr
kössum. Það er ekkert gaman að lifa
svona, því flestir hafa þörf fyrir að
hreiðra um sig.“
Stundum þarf að skipta um innbú
Hún segist oft hafa eytt bæði pen-
ingum og tíma í að mála, setja upp
gardínur gera heimilislegt, en það
hafi breyst með árunum. „Svo stund-
um þarf maður að skipta um innbú
því hlutirnir passa ekki. Einu sinni
eignaðist ég nýtt rúm en þurfti fljót-
lega að skipta íbúð og þá þurfti ég
að saga glænýtt rúmið í sundur og
hefta það svo aftur saman. Það komst
nefnilega ekki inn,“ segir hún og hlær
yfir grátbroslegum aðstæðunum.
Þá bendir Anna María jafnframt á
að í kringum hvern leigusamning sé
töluverð vinna, enda þurfi að þing-
lýsa gögnum, sækja um húsaleigu-
bætur og fleira. „Þegar maður er far-
inn að gera þetta á hálfs árs til eins á
fresti þá er þetta mikil vinna. Sérstak-
lega ef maður er bíllaust og blankur.“
„Orðin svo mikil geðveiki“
Hún segir ástandið á leigumarkaðn-
um á Íslandi vissulega allaf hafa ver-
ið slæmt en það hafi farið hríðversn-
andi á síðustu misserum. Anna María
segist til að mynda vita til þess að
fólk vinni myrkranna á milli í tveim-
ur störfum til að geta greitt af íbúð-
um sem jafnvel eru heilsuspillandi.
„Þetta er orðin svo mikil geðveiki. Ég
vil bara meina að þetta sé eitt stærsta
vandamál á Íslandi í dag.“
Anna María er sammála Ástu
með að vekja þurfi meiri athygli á fé-
lags- og heilsufarslegum afleiðingum
slæms ástands á leigumarkaði.
„Afleiðingarnar eru svo hræði-
legar. Fólk áttar sig líklega ekki á
því fyrr en það lendir í þessu sjálft
en maður verður svo tættur. Maður
hættir aldrei að hugsa um þetta og er
stöðugt með áhyggjur.“
Geðræn vandamál aukast
„Ég þori alveg að halda því fram að
fjölgun geðrænna vandamála, bæði
hjá börnum og fullorðnum, eigi ræt-
ur sínar þarna. Þó auðvitað spili fleiri
þættir inn í. Það er bara þannig að ef
þú átt fastan punkt, eitthvað hreið-
ur, þá ertu sterkari.“ Hún bendir á að
börn þurfti bæði rútínu og öryggi og
það sé erfitt að veita þeim það þegar
sífellt er verið að flakka á milli hverfa
og jafnvel sveitarfélaga. „Ég þekki það
sjálf að maður verður mjög heltek-
in af þessu. Maður þorir ekki að taka
neinar ákvarðanir því maður veit ekki
hvar maður verður í næsta mánuði.“
Anna María bendir á að það hafi
í raun aldrei þróast almennilegur
leigumarkaður hér á landi og fæstir
kjósi að leigja. Þeir geri það frekar af
illri nauðsyn. Hún segir að leigjendur
hafi í raun á sér hálfgerðan aumingja-
stimpil og að fólk á leigumarkaði
þyki annars flokks. En því þurfi að
breyta. „Mér fannst ég upplifa þetta
sjálf, þegar ég átti íbúð. Þá var maður
meira inn.“
Stórum hluta ekki þinglýst
Miðað við þær upplýsingar sem Anna
María hefur undir höndum er stór-
um hluta leigusamninga aldrei þing-
lýst, en það skekkir opinbera tölfræði
varðandi leigumarkaðinn og get-
ur komið sér illa fyrir leigjendur. Oft
er um að ræða annaðhvort munn-
legt eða skriflegt samkomulag á milli
leigu sala og leigjanda sem hugsan-
lega greiðir lægri leigu fyrir vikið.
Eitt af vandamálunum sem reglu-
lega koma upp er að fólk fær ekki
trygginguna sína til baka við lok
leigu samnings. Leigusalinn er þá
búinn að eyða peningunum sem
leigjandi lagði fram sem tryggingu
og vill að hann verði frekar áfram í
íbúðinni fram yfir samninginn í stað
þess að fá peningana til baka. „En
fólk hefur ekkert endilega hugsað
sér það. Vill frekar fá peninginn til að
nota hann upp í tryggingu fyrir næstu
íbúð,“ segir Anna María. n
Þurfti að saga rúmið í sundur
n Anna María hefur flutt átta sinnum á tíu árum