Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 12
Gómaður níu sinnum Það sem af er árinu hafa samtals 149 akstursbrot, þar sem öku­ menn voru undir áhrifum fíkni­ efna, verið skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta er sam­ kvæmt bráðabirgðatölum emb­ ættisins. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé umtalsvert meira en á sama tímabili árið 2012, því þá voru 89 brot skráð. Þarna er því um 67 prósenta aukningu að ræða milli árshluta. Alls voru 154 brot af þessu tagi skráð hjá emb­ ættinu allt árið 2012. „Tekið skal fram að fjöldi brota segir ekki alla sögu um fjölda brotlegra ökumanna, því sumir þeirra hafa ítrekað brotið af sér. Sem dæmi má nefna að sami öku maður hefur verið tekinn níu sinnum fyrir fíkniefnaakstur og annar sjö sinnum. Þeir óku báðir sviptir ökuréttindum. Lögreglan á Suðurnesjum tók á síðasta ári þá ákvörðun að fara í átak gegn þeim vágesti sem fíkni­ efnin eru. Verður þeirri baráttu haldið áfram af fullum þunga í umdæminu eftir því sem fjár­ munir embættisins leyfa,“ segir lögreglan á Suðurnesjum í til­ kynningu. Húsaleiga verði á viðráð- anlegu verði Efla þarf leigumarkaðinn og fjölga valkostum heimilanna í húsnæðismálum. Þetta er mat Neytendasamtakanna sem fjalla um aðstæður á leigumarkaði hér á landi. Eins og margoft hefur komið fram er mikill skortur á leiguhúsnæði og hefur húsaleiga hækkað samhliða því. „Neytendasamtökin hafa ítrekað kallað eftir auknu fram­ boði á leiguhúsnæði á viðráðan­ legum kjörum. Þannig kallaði þing Neytendasamtakanna sem haldið var á haustdögum 2010 eftir því að leigumarkað­ urinn yrði efldur og að valkostir heimilanna í húsnæðismálum yrðu fleiri en nú er,“ segir á vef Neytendasamtakanna og tekið fram að sambærileg krafa hafi verið samþykkt á þingi samtak­ anna sem haldið var fyrir um ári. Þar var meðal annars bent á að eftir efnahagshrunið 2008 ráði stórir hópar fólks hvorki við markaðsleigu á húsnæði né greiðslubyrði sem byggist á markaðskjörum. „Afar rík þörf er á því að leigjendum standi til boða ör­ uggt langtímaleiguhúsnæði á viðráðan legum kjörum. Ekki verður annað séð en vilji stjórn­ valda, og allra flokka, standi til þess að gera leigu að raunhæfum valkosti en því miður hefur ekk­ ert enn gerst í þessum efnum. Því ítreka Neytendasamtök­ in þessa kröfu sína og ætlast til að stjórnvöld, bæði ríkisvaldið og sveitarfélög, bretti nú upp ermarnar og láti verkin tala. Þörf­ in er alla vega gríðarleg,“ segja Neytendasamtökin á vef sínum. n Fyrrverandi landsliðsmaður segir gistiheimili útlendinga í góðu standi É g skulda Orkuveitunni ekki krónu og hef aldrei gert,“ segir Róbert Þór Sighvatsson, fyrr­ verandi landsliðsmaður í handbolta, í samtali við DV. Róbert er einn eigenda Umboðs­ verslunarinnar Vista ehf. Félagið var skráður eigandi húsnæðisins við Hamraborg 7 í Kópavogi, þegar rafmagn var tekið þar af í þrjá sól­ arhringa í síðustu viku. Eins og DV greindi frá í upphafi viku voru hjón með nýfætt barn á meðal þeirra sem lentu í rafmagnsleysinu. RÚV greindi síðar frá því að herbergin í húsinu hefðu ekki verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði. Róbert seg­ ir ekkert að húsinu sem sé á „hótel standard“, eins og hann orðar það. Rúmlega 70 manns, þar á með­ al barnafjölskyldur, búa í 30 fer­ metra herbergjum í þessu verslun­ arhúsnæði sem hefur verið breytt í einhvers konar gistiheimili. Ljós­ móðir sem kom í húsið til að að­ stoða hjón með nýfætt barn sagðist í samtali við DV aldrei hafa séð ann­ að eins: „Ég hef heimsótt hundruð fjölskyldna og hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég var bara gráti nær. Fólk er að borga morðfjár fyrir að búa við fáránlegar og öm­ urlegar aðstæður.“ Róbert vísar á fyrri eigendur sem hafi ekki staðið í skilum við Orkuveituna. „Húsið á hótel standard“ Róbert þvertekur fyrir að húsið sé óíbúðarhæft. „Þetta er eitt besta sprinkler­kerfið sem er í húsinu, og það er á hótel standard,“ segir hann. Þar vísar hann til úðakerfisins í hús­ inu sem hann segir af bestu gerð. „Það eina sem vantaði voru fjögur slökkvitæki, reykskynjari og einn þröskuldur.“ Hann staðhæfir að búið sé að laga þetta. Arna Schram, upplýsinga­ fulltrúi Kópavogsbæjar, staðfest­ ir að húsnæðið í Hamraborg 7 sé ekki ólöglegt, í skilningi laganna. „Byggingarnefnd samþykkti árið 2008 ósk um að þar mætti vera gisti­ heimili. Sú samþykkt er enn í gildi,“ segir Arna í skriflegu svari við fyrir­ spurn DV. Hún segir húsið ekki vera talið heilsuspillandi, „nema þá daga sem var rafmagnslaust.“ Til skoðunar að loka húsinu Í svari Örnu Schram kemur þó fram að slökkviliðið hafi ítrekað gert athugasemdir við brunavarn­ ir í húsinu. Bætt hafi verið úr því á árunum 2011 og 2012. Í ár hafi þau mál síðan aftur verið vanrækt af hálfu húseiganda: „Til dæmis lokast ekki hurðir í stigagöngum sjálfkrafa. Slökkviliðið hefur því aftur óskað eftir úrbótum og kom til skoðunar síðsumars að loka húsinu. Eigendaskipti eru að verða og hefur nýr aðili lofað úr­ bótum. Fylgst verður vel með því að það gangi eftir.“ Róbert gefur lítið fyrir þetta og spyr hvort eigendur slíkra húsa fái ekki alltaf einhverjar athugasemd­ ir? Ábyrgð eigenda Róbert vísar á fyrri eigendur, Eidel ehf., varðandi rafmagnsleysið, og segir að þeir hafi ekki staðið í skil­ um við Orkuveituna. Orkuveitan hefur staðfest að ekki hafi verið um vanskil að ræða hjá Umboðsversl­ uninni Vista heldur uppgjör vegna kaupa þeirra á húseigninni Hamra­ borg 7 af Eidel ehf. „Orkureikningur Vista er hvergi í vanskilum eða neitt. Hvort að fyrri eigendur eru í vanefnd eða ekki, það eru þeir sem þurfa að bera ábyrgð á því. Þannig að þetta snertir mig og mitt fyrirtæki ekki neitt,“ seg­ ir Róbert. Í skriflegu svari frá Eiríki Hjálmars syni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, við fyrirspurn DV, segir að það sé á ábyrgð eigenda hverju sinni að réttur notandi sé skráður fyrir notkuninni hverju sinni. „Þetta þýðir að hafir þú keypt húsnæði án þess að láta OR vita að nýr greiðandi orkureikninga sé til kominn, gæti komið til lokunar.“ Fyrrverandi eigandi tengdur smyglmáli Af þessu má vera ljóst að Umboðs­ verslunin Vista og Eidel hafa van­ rækt þá skyldu sína að skrá réttan notanda, með þeim afleiðingum að íbúar hússins bjuggu við raf­ magnsleysi í þrjá daga. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni eru eigendur húsnæðis látnir vita um yfir vofandi lokun á rafmagn með hálfs mánaðar fyrirvara. Róbert kannast ekki við að hafa fengið viðvörun frá Orkuveitunni og vísar á fyrri eigendur hjá Eidel. Athafnamaðurinn Sigurð­ ur Hilmar Ólason er fram­ kvæmdastjóri Eidel ehf. en hann situr einnig í stjórn félagsins. Tölu­ vert hefur verið fjallað um Sigurð Hilmar í fjölmiðlum en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til landsins árið 2001. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ít­ rekaðar tilraunir. Tíð eigendaskipti Eins og DV greindi frá á mánu­ daginn áttu íbúar erfitt með að ná í eigendur enda hafa eigendaskipti verið tíð síðustu mánuði. Róbert og félagar hjá Umboðsversluninni keyptu húsið af Eidel ehf. í sum­ ar og seldu það í vikunni til félags­ ins Golden Circle Apartments ehf., en samkvæmt upplýsingum úr fyr­ irtækjaskrá var kaupsamningi þing­ lýst í vikunni. n Segir húsið í lagi Sigurður Þór Sighvatsson, nú fyrrverandi eigandi húsnæðisins, segir það vera í fínu standi. Átti að loka húsinu Slökkviliðið gerði athugasemdir við brunavarnir í húsinu og til skoðunar kom að loka því. Mynd SigTryggur Ari Barnafjölskyldur í herbergjum Rúm- lega 70 manns búa í herbergjum hússins sem eru 30 fermetrar. Þeirra á meðal eru barnafjölskyldur. Mynd: dV eHF / SigTryggur Ari 12 Fréttir 13.–15. september 2013 Helgarblað Hamraborg 7 er á „hótel standard“ Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.