Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Blaðsíða 20
Özil í eldlínunni
E
ftir landsleikjahrinu í
undankeppni HM mun bolt-
inn rúlla á ný í ensku úr-
valsdeildinni um helgina. Á
dagskránni eru fjölmargar
athyglisverðar viðureignir og eiga
toppliðin á hættu að misstíga sig.
Liverpool er á toppi deildarinnar eft-
ir þrjár umferðir og er eina liðið sem
enn er með fullt hús stiga. Liðið á
ekki leik fyrr en á mánudag en þá fer
Rauði herinn í heimsókn til Wales og
mætir Swansea. Þá mæta Aron Einar
Gunnarsson og félagar hans í Cardiff
Hull á útivelli á laugardag í fyrsta ný-
liðaslag vetrarins.
Skyldusigur United
Fjórða umferðin hefst í hádeginu á
laugardag þegar Englandsmeistarar
Manchester United taka á móti ný-
liðum Crystal Palace. David Moyes
og lærisveinar hans í United hafa
ekki byrjað tímabilið með glæsibrag
en United-liðið situr í 7. sæti deildar-
innar með 4 stig. Liðið tapaði fyrir
Liverpool fyrir hálfum mánuði, 1–0,
en á sama tíma vann Crystal Palace
sinn fyrsta leik í deildinni þegar
Sunderland steinlá á Shelhurst Park,
3–1. Ef allt er eðlilegt ætti United þó
að landa öruggum þremur stigum.
Fyrsti leikur Özil
Um miðjan dag á laugardag fara
fram sex leikir þar sem Manchester
City, Arsenal og Tottenham verða öll
í eldlínunni. Manchester City mætir
Stoke City á útivelli en Manchester
City er í 3. sæti deildarinnar og Stoke
í 5. sæti. Bæði lið eru með sex stig.
Arsenal, sem hefur spilað vel í
undanförnum leikjum heimsækir
Sunderland, en eftir tap í fyrstu
umferðinni gegn Aston Villa hefur
Arsenal klifrað upp töfluna og unnið
síðustu tvo leiki sína. Sunderland
hefur hins vegar verið í vandræðum
og er liðið aðeins með eitt stig eftir
fyrstu þrjár umferðirnar. Mesut Özil,
sem var keyptur frá Real Madrid
á lokadegi félagaskiptagluggans,
mun væntanlega leika sinn fyrsta
leik með Arsenal og verður gríðar-
lega spennandi að sjá hvernig hann
smellur inn í lið Arsenal. Ljóst er að
til mikils er ætlast af þessum lang-
dýrasta leikmanni í sögu Arsenal.
Loks mætir Tottenham Norwich
á White Hart Lane og má liðið illa við
að misstíga sig eftir tap gegn Arsenal
í síðustu umferð. Tottenham er þó í
ágætis málum með sex stig í 6. sæti
deildarinnar. Norwich hefur byrjað
tímabilið þokkalega og er með fjögur
stig.
Hörkuslagur í Wales
Síðdegis á laugardag fer fram
einn athyglisverðasti leikur umferð-
arinnar þegar Chelsea heimsækir
Everton. Leikir þessara liða hafa oft-
ar en ekki verið frábær skemmtun.
Everton hefur ekki farið vel af stað
í deildinni og er enn án sigurs eftir
fyrstu þrjár umferðirnar. Liðið hefur
gert þrjú jafntefli og þarf að fara að
hala inn stig á heimavelli. Chelsea
er í ágætum málum í 2. sæti deildar-
innar með sjö stig og virðist til alls
líklegt í vetur. Umferðinni lýkur á
mánudag þegar Swansea tekur á
móti toppliði Liverpool. Swansea er
með þrjú stig í 16. sæti deildarinn-
ar en liðið vann góðan 2–0 útisigur
á WBA í síðustu umferð. Liverpool
hefur byrjað tímabilið frábærlega og
hefur sýnt að það getur vel blandað
sér í toppbaráttuna í vetur. Mánu-
dagsleikurinn ætti því, aldrei þessu
vant, að geta orðið frábær skemmt-
un að þessu sinni. n
n Enski boltinn rúllar af stað að nýju n Liverpool heimsækir Swansea
20 Sport 13.–15. september 2013 Helgarblað
D
V fékk Magnús Gylfason,
þjálfara karlaliðs Vals í
knattspyrnu og eldheitan
stuðningsmann Manchester
United, til að spá í spilin fyrir um-
ferðina. Magnús spáir sínum
mönnum sannfærandi sigri gegn
Crystal Palace og að eitt mark muni
ráða úrslitum í leikjum Chelsea og
Liverpool. Þá reiknar hann með að
okkar maður, Gylfi Þór Sigurðsson,
byrji á bekknum eftir tvo erfiða
landsleiki.
Laugardagur
Manchester United – Crystal
Palace
„Þetta verður auðveldur heima-
sigur, 4–0. Ef Wayne Rooney verður
klár í slaginn og byrjar, skorar hann
þrennu og Robin van Persie verður
með fjórða markið.“
Stoke – Manchester City
„Ég hef trú á að þetta verði jafn-
tefli, 1–1. Stoke hefur spilað ágæt-
lega og Manchester City gæti alveg
lent í smá vandræðum framan af
tímabili.“
Sunderland - Arsenal
„Sunderland er í smá rugli og ég
held að Arsenal vinni þarna sann-
færandi, 3–1. Ætli Özil verði ekki
maður leiksins. Ég held að það sé
enginn vafi á að þetta séu bestu
kaup Arsenal í mörg ár.“
Tottenham – Norwich
„Þetta verður hörku leikur sem
Tottenham vinnur, 2–0. Ef Villas-
Boas horfði á Gylfa gegn Albaníu
fær hann að spila. Hann er að vísu
búinn að spila erfiða tvo landsleiki
þannig að ég reikna með að hann
byrji á bekknum. En hann mun
koma inn á og vera öflugur.“
Aston Villa – Newcastle
„Aston Villa hefur staðið vel í stóru
liðunum á meðan Newcastle hef-
ur hikstað. Ég held að Villa vinni
þennan leik, 1–0, og Benteke skorar
alveg örugglega.“
Fulham – WBA
„Fulham er með Berbatov og ég
spái mjög fjörugum leik. Þetta fer
2–2 og Bernbatov skorar allavega
annað mark Fulham.“
Hull – Cardiff
„Bæði lið vita að þau verða að
vinna þennan leik og þau verða lík-
lega að berjast á svipuðum slóð-
um. Ég ætla að spá Hull 1–0 sigri í
miklum baráttuleik og þarna mun
heimavöllurinn ráða úrslitum.“
Everton – Chelsea
„Mig rámar í að Chelsea hafi stund-
um lent í vandræðum á Goodison
Park. Ég held samt að Mourinho
og hans menn merji þarna 1–0 úti-
sigur – Frank Lampard skori úr víti
snemma og Chelsea leiki svo agað-
an varnarleik og klári þetta.“
Sunnudagur
Southampton – West Ham
„Southampton leikur skemmti-
legan fótbolta og ég held að þeir
nái að vinna þetta, 2–1. Þeir eru á
heimavelli og Ricky Lambert skor-
ar allavega eitt mark.“
Mánudagur
Swansea - Liverpool
„Þó að mínir menn hafi unnið
sannfærandi sigur þarna í fyrstu
umferðinni hef ég á tilfinningunni
að Liverpool lendi í vandræðum.
Þetta verður mjög skemmtilegur
leikur en Michu skorar sigurmark
Swansea mjög seint í leiknum.
Liverpool getur ekki verið mikið
lengur á toppnum.“ n
Stórsigur United
n Magnús Gylfason spáir markasúpu á Old Trafford í hádeginu á laugardag
Vissir þú …
… að Manchester United hefur unnið
26 af síðustu 29 heimaleikjum sínum í
ensku úrvalsdeildinni.
… að Everton hefur haldið hreinu í
síðustu sex heimaleikjum sínum í ensku
úrvalsdeildinni.
… að hlutfall heppnaðra sendinga hjá
Steven Gerrard er 87 prósent það sem af
er tímabili.
… að Stoke átti fæst skot allra liða utan
teigs á síðasta tímabili, eða 31. Það sem
af er hafa þeir átt flest skot allra liða,
eða 8.
… að leikmenn frá 50 löndum hafa
spilað með West Ham frá stofnun
úrvalsdeildarinnar.
… að Ross Barkley hjá Everton
hefur skotið 13 sinnum utan teigs í
úrvalsdeildinni í vetur, oftar en nokkur
leikmaður.
… að Mesut Özil hefur gefið 72
stoðsendingar á síðustu fimm árum,
meira en nokkur leikmaður í stóru
deildunum fimm.
… að Romelu Lukaku var eini leikmaður
úrvalsdeildarinnar í fyrra sem skoraði
fjögur mörk eða meira með hægri fæti,
vinstri fæti og höfðinu..
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Frábær kaup Mesut Özil mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með Arsenal um helgina.
Toppliðið Augu margra
munu beinast að toppliði
Liverpool sem á erfiðan
leik fyrir höndum gegn
Swansea á mánudag.