Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Qupperneq 21
E f Noregur vinnur ekki Slóveníu á útivelli í næstsíð- ustu umferð riðlakeppninn- ar fyrir HM í knattspyrnu á næsta ári, verður sú staða uppi að Noregur á ekki möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum þegar þeir mæta Íslendingum í lokaumferðinni í Ósló 15. október. Þetta er að því gefnu að Ísland vinni Kýpur á Laugardalsvelli 11. október. Ef leikirnir spilast á þenn- an veg hafa Norðmenn að engu að keppa þegar þeir taka á móti Ís- lendingum. Ísland tyllti sér í annað sæti E- riðils í riðlakeppni fyrir HM í Bras- ilíu á næsta ári með góðum sigri á Albaníu fyrir fullum Laugardals- velli á þriðjudagskvöld. Leiknum lauk með 2–1 sigri – sigri sem gæti reynst ákaflega þýðingarmik- ill þegar upp er staðið. Noregur tapaði á sama tíma fyrir Sviss og missti þar með Íslendinga fram úr sér, eins og Albanir. Öll liðin eiga eftir að spila tvo leiki áður en úr- slitin liggja fyrir. Vinni Ísland báða leikina er ekkert sem kemur í veg fyrir að Ísland tryggi sér annað sætið í riðlinum, hið minnsta, og tvo umspilsleiki gegn annarri þjóð sem hafnaði í öðru sæti, um sæti á HM í Brasilíu. Forvitnilegt er að velta fyrir sér öðrum möguleikum sem í stöðunni eru. Enn geta öll iðin í riðlinum, nema Kýpur, hafn- að í öðru sæti riðilsins. Eins og sjá má eru afar margir möguleikar í stöðunni. Það helgast af því hversu jafn riðilinn er á þess- um tímapunkti. Næstneðsta liðið (Albanía) á enn möguleika á um- spilssæti, ef öll úrslit falla því í hag. Sviss á sigurinn í riðlinum hins vegar vísan. Þeir þurfa einn sigur enn til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum og beinan þátttökurétt í Brasilíu. Enn geta þó bæði Ísland og Slóvenía náð Sviss að stigum. Athygli vekur að Íslandi nægir hugsanlega eitt stig í viðbót til að hafna í öðru sæti riðilsins, ef önnur úrslit verða liðinu hagstæð. En það ekki er sama hvaðan það stig kem- ur – Ísland þarf jafntefli við Nor- eg, hið minnsta. Það stig þarf þá að nást Noregi. Á hinn bóginn er ekki víst að fjögur stig nægi, ef önn- ur úrslit fara á versta veg. Hér fyr- ir neðan má sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir Ísland. n Sport 21Helgarblað 13.–15. september 2013 Staðan í E-riðli Leikir U J T Mörk Stig Sviss 8 5 3 0 14:5 18 Ísland 8 4 1 3 14:14 13 Slóvenía 8 4 0 4 11:10 12 Noregur 8 3 2 3 9:9 11 Albanía 8 3 1 4 8:9 10 Kýpur 8 1 1 6 4:13 4 Leikir sem eru eftir n 11. okt. Slóvenía – Noregur n 11. okt. Albanía – Sviss n 11. okt. Ísland – Kýpur n 15. okt. Noregur – Ísland n 15. okt. Sviss – Slóvenía n 15. okt. Kýpur – Albanía Eitt stig gæti dugað liðinu n Svona eru möguleikar Íslands n Sigur og jafntefli ekki endilega nóg Átta möguleikar í stöðunni 1 Ísland vinnur Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 19 Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland nái að minnsta kosti öðru sæti riðilsins. Sviss þarf að tapa tveimur síðustu leikjunum sínum (gegn Albaníu úti og Slóveníu heima) til að Ísland nái efsta sætinu. 2 Ísland vinnur Kýpur en gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 17 Þetta gæti nægt Íslandi ef önnur úrslit verða hagstæð. Aðeins Slóvenía getur náð Íslandi að stigum. Slóvenía þarf bæði að vinna Noreg á heimavelli og Sviss á útivelli. Þá hefur Slóvenía 18 stig þegar upp er staðið. 3 Ísland vinnur Kýpur en tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 16 Þetta gæti nægt Íslandi. Ísland þarf að treysta á að bæði Noregur og Slóvenía tapi stigum í tveimur síðustu leikjunum. Þjóðirnar mætast innbyrðis svo ljóst er að önnur þjóðin, hið minnsta, tapar stigum. Vinni önnur þjóðin báða leikina (Slóvenía vinnur Noreg og Sviss eða Noregur vinnur Slóveníu og Ísland) missir Ísland af öðru sætinu. Einnig skal haft í huga að Albanía getur með því að vinna Sviss og Kýpur náð 16 stigum í riðlinum eins og Ísland. Ef hvorki Slóvenía né Noregur nær 16 stigum ræður markatala því hvort Albanía eða Ísland kemst í umspil. Fyrir leikina á Ísland eitt mark á Albaníu. 4 Ísland tapar fyrir Kýpur en vinnur Noreg Stig í riðlinum: 16 Slóvenar geta með jafntefli og sigri (gegn Noregi og Sviss) náð jafn mörgum stigum og Íslendingar. Þá ræður markatalan röðinni. Albanía getur einnig náð 16 stigum með tveimur sigrum (gegn Sviss og Kýpur). 5 Ísland gerir jafntefli við Kýpur og Noreg Stig í riðlinum: 15 Ísland getur komist áfram ef Noregur og Slóvenía gera jafntefli í sínum leik og Slóvenía vinnur ekki Sviss í lokaleiknum. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki (gegn Sviss og Kýpur). 6 Ísland tapar fyrir Kýpur og gerir jafntefli við Noreg Stig í riðlinum: 14 Það er hugsanlegt að Ísland komist áfram. Til þess þurfa önnur úrslit að vera Íslandi í hag. Noregur og Slóvenía þurfa að gera jafntefli og Slóvenía má ekki fá stig á móti Sviss í lokaleik sínum. Ef Slóvenía gerir jafntefli við Sviss þá eru Ísland og Slóvenía jöfn að stigum. Slóvenar verða þá með hagstæðara markahlutfall. Þá má Albanía ekki vinna báða sína leiki. 7 Ísland gerir jafntefli við Kýpur og tapar fyrir Noregi Stig í riðlinum: 14 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast. Noregur myndi alltaf hafna ofar en Ísland, í það minnsta á markatölu. 8 Ísland tapar bæði fyrir Kýpur og Noregi Stig í riðlinum: 13 Ísland kemst ekki í umspil, sama hvernig aðrir leiki spilast. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Eitt stig gæti nægt Verði öll úrslit hagstæð gæti eitt stig nægt til þess að Ísland nái öðru sæti riðilsins. Mynd Sigtryggur Ari Vissir þú … … að Ísland væri aðeins með átta stig ef hálfleikstölur réðu úrslitum. … að Sviss hefur ekki fengið á sig mark á útivelli í keppninni. … að Ísland hefur skorað sex mörk í fyrri hálfleik í keppninni en átta í þeim síðari. … að Robin van Persie og Edin Dzeko eru markahæstir í riðlakeppninni. Þeir hafa skor- að átta mörk hvor. Ísraelinn Tomer Hemed er með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. … að Ísland er með eitt mark í plús á útivelli en eitt í mínus á heimavelli. … að 21 leikmaður hefur komið við sögu í leikjum Íslands í keppninni. Þeir hafa fengið 21 gult spjald og eitt rautt. … að aðeins Birkir Bjarnason, Ragnar Sigurðsson og Hannes Hallórsson hafa spilað alla leikina. góðir í sókninni Eiður Smári og Jóhann Berg hafa spilað vel í keppninni fyrir Íslands hönd. Háar sektir Háar sektir verða lagðar á þau körfuknattleikslið sem tefla fram ólöglegum leikmönnum í leikj- um í deildar- og bikarkeppnum á vegum sambandsins á komandi keppnistímabili. Sektin nemur 250 þúsund krónum. Þetta kem- ur fram á vef Körfuknattleiks- sambandsins en félagslið munu væntanlega forðast í lengstu lög að brjóta reglurnar. Efstu deildir kvenna og karla hefjast 9. og 10. október. Löglegt en sið- laust Dómsmáli sem snerist um félaga- skipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga árið 2011 er lokið. Stabæk lá undir ámæli fyrir vafasama viðskiptahætti í tengslum við söluna. Félagið hafði áður keypt leikmanninn af Nancy í Frakklandi árið 2009 og samdi á þeim nótum að Nancy fengi helm- ing kaupverðsins ef Stabæk seldi Veigar Pál síðar. Norsku félögin sömdu um að kaupverðið fyrir Veigar Pál yrði lágt en að Vålerenga fengi forkaups rétt á sextán ára leik- manni hjá Stabæk. Fyrir það greiddi Vålerenga miklu hærri upphæð. Stabæk þurfti þannig ekki að standa skil á hárri greiðslu til Nancy – sem taldi á sér brotið. Forráðamenn Stabæk voru sýkn- aðir á fimmtudag. Ekki taldist sannað að Stabæk hefði hlunnfar- ið Nancy. „Ég segi ekki að það hafi verið svindl í gangi en þetta var siðlaust,“ hefur RÚV eftir Veigari Páli. Ísland upp um sextán sæti Góður árangur Íslands gegn Sviss og Albaníu í undankeppni HM varð til þess að Ísland stökk upp um 16 sæti á styrkleikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambands- ins. Ísland var í 70. sæti listans í ágúst en á nýjum lista sem gef- inn var út á fimmtudag er Ísland í 54. sæti. Fyrir neðan Ísland eru nokkrar ágætar knattspyrnuþjóð- ir á borð við Írland, Kamerún, Suður-Kóreu og Pólland sem allar hafa tekið þátt í stórmótum. Spán- verjar eru í efsta sæti listans og á eftir þeim koma Argentínumenn, Þjóðverjar, Ítalir, Kólumbíumenn, Belgar, Úrúgvæjar, Brasilíumenn og Hollendingar. Króatar eru svo í 10. sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.