Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 28
28 Fólk 13.–15. september 2013 Helgarblað „Í mörg ár átti ég erfitt með að gráta, ég grét ekki þegar pabbi dó eða þegar afi, sem var verndari minn, dó og ég grét ekki þegar Kristjón var tekinn frá mér. Hérna gat ég fyrst grátið yfir því og þá endurtók ég hvað eftir annað, „ég var svo ung og hann var svo lítill“. Þegar ég hugsa til baka sé ég að ég var bara ung stelpa sem var að reyna að hugsa um litla strák­ inn sinn á sama tíma og hún var að glíma við geðveiki og alkóhólisma. Lengi fannst mér það dauðadómur að vera með alkóhólisma en það er bara sjúkdómur. Það tók mig langan tíma að fyrirgefa sjálfri mér, mér fannst ég svo sek og mér fannst all­ ir svo sekir og ég var svo reið. Fjöl­ skyldan mín reyndi að hjálpa mér en ég var ekki tilbúin til þess að horfast í augu við aðstæðurnar og þiggja hjálpina. Eftir á að hyggja er engin leið að vita hvort það hafi verið rétt ákvörðun að svipta mig sjálfræði eða taka af mér barnið, en það gerð­ ist og ég þarf að takast á við það. Það er fyrst núna sem ég er að losna við allar þessar rosalega sterku tilf­ inningar. Hvað með það þótt pabbi hafi dáið? Hann var illa farinn alkó­ hólisti sem var búinn að syngja sinn svanasöng.“ Gat ekki verið til staðar Í sjúkraskýrslum frá Kleppi stend­ ur að þessi sjúklingur, Elísabet, sé sjúk í viðurkenningu frá karlmönn­ um. Enda var hún með bæði pabba sinn og kærastann á heilanum. „Það er auðvelt að segja að pabbi hafi hafnað mér og ég orðið geðveik. Ég get líka hugsað þetta öðruvísi. Ég var 21 árs og kannski var ég ekki til­ búin til þess að taka þetta skref inn í fullorðinsárin. Ég vildi ekki verða fullorðin og fékk enga hjálp til að takast á við það. Ég vann einu sinni á Kleppi og fékk að lesa sjúkra­ skýrslurnar. Þá sá ég að þeir sem þar voru urðu allir geðveikir um tvítugt og út af tilfinningum. Seinna fór ég í maníu af því að ég var búin að vera skotin í manni í tíu ár án þess að segja honum það og varð síðan amma. Það var annað skref sem ég kunni ekki að takast á við. Þannig að kannski varð ég bara geðveik af því að ég varð amma og enginn gat sagt mér hvernig ég ætti að takast á við það. Síðan rankaði ég við mér, þegar ég hafði dansað allsnakin í blóma­ kjól á Austurvelli og farið til tengda­ dóttur minnar á eftir. Hún var þá örþreytt með mánaðargamla tví­ bura og sonur minn var að vinna. Í smá stund var eins og það rynni af mér geðveikin og ég áttaði mig á því að þarna var minn staður. Ég var amman og átti að vera þarna og hjálpa til en ég var veik og algjörlega ófær um það. Það eru svona aðstæður sem geta orðið svo yfirþyrmandi,“ segir hún og bætir því við að tíminn líði svo hratt. Þegar hún varð fimmtug fyrir fimm árum fékk hún þráhyggju fyrir því að hún væri að deyja. „Síðan hef ég verið í þunglyndi að berjast við það. Mér fannst bara eins og lífið væri á enda eftir sextugt og því fylgdi líkamleg þjáning.“ Glíman við rómantíkina Geðveikinni fylgdi líka ótti. Fyrir tvítuga stúlku voru það hræðileg örlög að vera lokuð inni á Kleppi í blóma lífsins. Þetta var líka á þeim tíma sem umræðan var engin og fordómarnir miklir. Tveimur árum seinna fékk hún vinnu sem blaða­ maður á Tímanum en var rekin eftir þriðja mánuðinn, þrátt fyrir að hafa staðið sig vel. „Þá var ég sannfærð um að ritstjórinn hefði frétt að ég hefði verið á Kleppi og ekki viljað hafa geðveikan blaðamann á sínum snærum. Skömmin var svo mikil – skömm­ in og óttinn. Þegar það bráði af mér þá var ég alltaf að glíma við það að ég hafði einu sinni verið geðveik og óttinn við að verða það aftur helltist yfir mig í tíma og ótíma. Ég var alltaf að glíma við þetta. Núna veit ég að ég verð að taka ábyrgð á batanum, sofa, borða og forðast einangrun. Ef ég hætti því þá er ég komin á geðveikibraut­ ina en ég er alltaf að berjast gegn róman tíkinni. Sumir vilja stund­ um mála upp einhverja rómantíska mynd af því að verða geðveikur eða vera alkóhólisti. Rómantískar hugmyndir eru hættulegar því þannig tekst þér að telja þér trú um að það sé ást í sársaukafullum of­ beldissamböndum.“ Skelfingin skein úr augunum Manían er ástand sem Elísabetu hryllir við. „Sumar vinkonur mínar sem eru með geðhvörf finnst man­ ían svo æðislegt ástand. Mér finnst það hins vegar hryllilegt, tilgerðar­ legt og ömurlegt stjórnleysi. Í raun er það besta sem hefur komið fyrir mig að ná þeim botni að finnast þetta ekki í lagi.“ Það gerðist eftir að hún hafði verið að lesa upp í BSRB þar sem Ögmundur Jónasson var ásamt um 300 manns og Elísabet gerði alls kyns gloríur með bjölluhatt á hausn­ um. „Öllum fannst þetta voða fyndið eða létu allavega þannig. Þaðan fór ég upp í Hagaskóla þar sem ég gekk stofu úr stofu að reikna út heimsendi á allar töflur og tala við bekkina. Kennararnir sátu og hlust­ uðu og ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég fékk að vera þarna. Af því að ég var Elísabet Jökulsdóttir, eitt­ hvert nafn? Allavega, krökkunum fannst þetta æðislegt og ég var eins poppstjarna. Ég fór fram á gang og þar skall á mér flóðbylgja af krökk­ um sem allir vildu fá mig til sín og ég hélt áfram að reikna út heimsendi í flöskugrænum kjól með klauf upp á læri. Þegar þetta var loksins búið þá mætti ég tvíburunum mínum. Þeir höfðu heyrt af þessu og horfðu þannig á mig að ég hugsaði með mér að mig langaði aldrei að sjá þetta augnaráð aftur. Það var eins og þeir hefðu misst mömmu sína, skelfingin, óvissan og hræðslan skein í gegn. Glorían er einskis virði þegar þeir sem elska mig eru hræddir um að missa mig. Það er það sem gerist þegar ég verð geðveik. Þá er eins og ég týni sjálfri mér og deyi á einhvern hátt. Ég á ekki að gera börnin mín ábyrg fyrir batanum mínum, enda er ég ekki að því, en það hefur hjálpað mér mjög mikið að eiga þessa stráka, alla þrjá og tengjast þeim svona sterkt.“ Ætlaði að lækna sig sjálf Augnaráð tvíburanna sat lengi í henni og varð til þess að hún gafst loks upp fyrir sjúkdómnum og ákvað að taka lyfin sem henni voru ávísuð. Þetta var árið 1998, ári eftir að hún var greind með geðhvarfa­ sýki. Greiningunni fylgdi viss létt­ ir því loksins vissi hún hvað var að hrjá hana, af hverju hún var skyndi­ lega komin niður á torg í kjólnum einum klæða eða búin að leggja á borð fyrir föður sinn sáluga. „Ég var kannski ekki í maníu en á mörkun­ um. En eins frábært og það var að fá greininguna vildi ég ekki þiggja hjálpina. Ég brást við eins og týpískur geðsjúklingur og vildi frekar lækna mig sjálf en að taka lyf. Síðan hafði ég háar hugmyndir um að skrifa metsölubók um það hvernig mér hefði tekist að lækna sjálfa mig af geðveiki og hún átti að seljast um allan heim. En síðan sá ég að ég yrði að gef­ ast upp fyrir þessu og hef verið á jafnvægislyfjum síðan. Að vísu þekki ég ekki þunglyndi nema sem stöð­ ugar efasemdir um sjálfa mig, útlit mitt, hæfileika mína og ákvarðanir. Talandi um þögnina og þetta fang­ elsi – það er erfitt að segja frá þessu en ég læsti sjálfa mig inni í innra fangelsi í mörg ár og efaðist um allt sem ég gerði og sagði.“ Fyrir ekki svo löngu fór Elísabet í nudd. Nuddarinn tók á henni og sagði að það væri greinilega búið að vera erfitt hjá henni síðustu þrjátíu ár. Elísabet kom af fjöllum, hún sem var búin að vera edrú í öll þessi ár og ala upp sín börn, skrifa bækur og átti bæði hús og dásamlegan heim. „Síð­ an áttaði ég mig á því að inni í mér var ég enn á Kleppi, lokuð inni í her­ berginu sem ég var sett í árið 1979 og fullkomlega ómeðvituð um það.“ Hjálpin Kolbrá, litla systir hennar, hafði þó bent henni á að hún væri að grafa sig lifandi inni í húsinu sínu og hvatt hana til þess að stíga út fyrir þægindarammann og taka þátt í líf­ inu. „Ég átti mjög erfitt með að fara út,“ segir Elísabet sem fór út í búð og í bankann en aldrei út til þess að skemmta sér eða finna gleðina. „Ef einhver bað mig um að koma í ferðalag sagði ég nei, það gæti sprungið dekkið. Ef einhver bað mig um að koma í leikhús sagði ég nei, ég lít ekki nógu vel út. Það var alltaf meiriháttar mál fyrir mig þegar ein­ hver bað mig um að gera eitthvað með sér.“ Á borðinu liggur pakki af nikótíntyggjói. Elísabet teygir sig í pakkann og fær sér tyggjó. Hún seg­ ist finna fyrir skömm þegar hún segir frá þessu. „Mér finnst eins og ég eigi að lifa ævintýralegu lífi og óttast að nú haldi fólk að ég sé bara geðveik ein í þessu húsi. Hugsanirnar ráð­ ast svona á mig og ég er að reyna að hætta að beita mig þessu leynilega ofbeldi sem ég get ekki endilega rak­ ið eða sagt frá. En það hjálpar að taka lyfin og kynnast öðrum sjúklingum.“ Það er af sem áður var, þegar Guðrún Gísladóttir, mágkona henn­ ar, hvatti Elísabetu til þess að kynn­ ast hinum sjúklingunum þegar hún var lögð inn árið 1997. „Ég vissi ekki hvert ég ætlaði. Mér fannst það fráleit hugmynd að kynnast hinum sjúklingunum því þeir voru allir geð­ veikir. Ég var reyndar nýbúin að vera í símanum að panta kvíguhland í gjörning austur í sveitum,“ segir hún hlæjandi. Með tímanum hafa viðhorf­ in breyst. Í maí í fyrra þurfti hún að leggjast inn og þegar hún lét fjöl­ skylduna vita svaraði einn sonurinn: „Frábært mamma. Til hamingju.“ „Þetta er ekki eins og áður þegar ég hringdi bara í gamlan frænda sem ég vissi að hafði blætt út í lófunum á föstudaginn á langa, eins og ger­ ist með margt fólk, og ég var að vona að ég væri eins og hann, við værum bæði Jesús Kristur.“ Hefur alltaf barist Með tímanum hefur hún lært að leita eftir viðurkenningu frá sjálfri sér en ekki öðrum. Hún er enn að vinna í því og skrifar á hverju kvöldi niður þrjú til átta atriði sem hún kann að meta í eigin fari. „Ég er orðin svo þreytt á að svona æðisleg manneskja eins og ég sé föst í þessu fari, að vera háð viðurkenningu annarra. Fyrst pabbi er dáinn þá pikka ég bara upp næsta mann sem á að veita mér viðurkenningu og næsta. Um leið er ég að ganga inn í fórnarlambshlutverkið. En ég er hetja, ég hef alltaf barist á móti þessu, alið upp börn­ in mín, skrifað mínar bækur og far­ ið í alls konar ferðalög um lífið. Nú langar mig til þess að segja fólki að myndin getur breyst ef það fer í gegnum erfiðleikana og tekst að breyta viðhorfinu. Í dag lít ég á það sem gjöf að hafa gengið í gegnum erfiðleika því það gerir mér kleift að hjálpa öðrum. Á endanum er það alltaf ég sem ber ábyrgð á því að vinna úr mínum málum og halda áfram. Næst þegar einhver snýr baki í mig þá get ég sagt honum að hann sé með helvíti síð­ an rass.“ Lífið betra en draumarnir Í æsku lét hún sig dreyma um Nóbelsverðlaun og frækinn leikferil. Draumarnir voru stórir og þeir rifj­ uðust upp fyrir henni fyrir nokkrum árum síðar þegar hún var á leiðinni í kvennapartí til vinkonu sinnar. „Þá fattaði ég að líf mitt hefur verið mikið stórkostlegra en draumar æskunnar. Af því að ég hef verið svo heppin að taka eftir litlu hlutunum og njóta þeirra, þess að ganga um bjarta sumarnótt til vinkonu minnar og sitja á tröppunum og skrifa sögur. Ég er aldrei eins hamingjusöm og þegar ég skrifa. Svo á ég sjö ömmustelpur. Sú næstyngsta heitir Lillý Elísabet Jökuls dóttir og hún á afmæli í dag þannig að ég var að spá í að kaupa blóm. Þegar ég eignaðist nöfnu þá fékk ég þá tilfinningu að ég þyrfti ekki að gera neitt meira í líf­ inu. Jú, mig langar til Palestínu, að stofna barnaleikhús og fylgjast með barnabörnunum, en líf mitt hefur verið svo stórbrotið og ég hef fengið tækifæri til þess að gera svo margt. Fyrir það er ég þakklát.“ n „Mig langaði aldrei að sjá þetta augnaráð aftur. Það var eins og þeir hefðu misst mömmu sína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.