Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 30
30 Fólk 13.–15. september 2013 Helgarblað
Bókmenntir
tóku völdin
É
g er ekki sama manneskjan og
fyrir tíu árum – hvað þá tuttugu.
Mitt líf hefur skipst í svo mörg
skeið. Það er einhvern veginn
eins og ég hafi alltaf endurnýjað
mig reglulega, á svona fimm til tíu ára
fresti, og það er svoleiðis endurnýjun
í gangi núna,“ segir Brynja en fyrir
tveimur árum hóf hún meistaranám í
bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
„Ég var búin að vera svo lengi á
leiðinni í framhaldsnám og hef alltaf
verið mikil bókamanneskja, ég var
algjört bókanörd sem krakki og vildi
ekkert vera mikið innan um fólk held
ur var alltaf heima að lesa. Pabbi á
rosalega gott bókasafn og ég las það
allt. Svo var ég alltaf á bókasafninu í
skólanum líka þannig að bækur hafa
alltaf verið mín ástríða, sem síðan
kveikti áhuga minn á fjölmiðlum.“
Langar að breyta til
Brynja segist þó alveg óvart hafa end
að í fjölmiðlum, hún hafi ekkert endi
lega ætlað sér feril á því sviði.
„Það er búið að vera mjög
skemmtilegt ferðalag að vera í fréttum
og Kastljósi en núna langar mig að
breyta aðeins um og þetta meistara
nám er hluti af því. Svo mun ég rit
stýra Djöflaeyjunni í vetur sem fellur
mjög vel að þessum umbreytingum
öllum því áhugasviðið hefur færst
svolítið frá hringiðu fréttanna og yfir
í menningu.“
Brynja segir lýjandi að vinna í því
stressi sem fréttamennska er, en að
sama skapi sé það afar gefandi og
skemmtilegt.
„Það tekur mikið en gefur mikið
líka. Það er ekki mikið pláss fyrir neitt
annað.“
Áhugi á hestum kviknaði
snemma
Kaflaskiptin í lífi Brynju hafa verið
nokkur en hún segist dugleg að hrista
upp í lífi sínu og taka nýja stefnu.
„Það er svona eitt og annað. Þegar
ég útskrifaðist fyrst úr háskóla árið
2000 byrjaði ég að vinna á fjölmiðl
um og þá hófst alveg nýr kafli. Svo var
hestamennska mjög stór þáttur í lífi
mínu frá svona 2005. Það umbreytt
ist margt við það að vera með hross og
fara í hestaferðir og ríða út.“
Þrátt fyrir að hafa ekki byrjað í
hestamennsku fyrr en um þrítugt
kviknaði áhuginn Brynju strax á barns
aldri.
„Ég var í sveit sem krakki og þar
voru hestar svo það var þar sem
áhuginn kviknaði. En það er enginn í
fjölskyldunni minni í hestum og það er
mjög erfitt fyrir krakka að vera einn að
vesenast í þessu, því þetta er bæði dýrt
og tímafrekt áhugamál. Þannig að það
var ekki fyrr en ég var orðin fullorðin
og ekki lengur fátækur námsmaður
sem ég gat byrjað sjálf.“
Grískir harmleikir í uppáhaldi
Líkt og fyrr segir hóf Brynja meistara
nám í bókmenntafræði fyrir tveimur
árum. Hún segist vera alæta á bækur
og að henni finnist það sem hún les
hverju sinni skemmtilegast.
„Við vorum til dæmis að byrja að
lesa gríska harmleiki núna og þá er
það bara uppáhaldið mitt. Í fyrra var
það eitthvað allt annað.“
Hún nýtir kvöldin í að lesa, bæði
fyrir skólann og sjálfa sig, og segir
lestur hennar helstu leið til að kúpla
sig frá amstri dagsins.
„Það var alltaf hestamennskan, það
var svolítið eins og jóga að komast á
hestbak og hugsa um eitthvað allt ann
að, en það er ekkert svoleiðis núna.
Helst er það þá lesturinn.“
Hestamennskan í dvala
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að
fara í hestaferð. Það er alveg toppur
inn á tilverunni að ríða einhvers stað
ar um óbyggðir,“ segir Brynja, spurð
hvað sé það skemmtilegasta sem hún
geri. Hún segist þó ekki hafa komist í
hestaferð í sumar vegna vinnu og að
hestamennskan hafi þurft að sitja á
hakanum undanfarin ár.
„Ég seldi mest allt sem ég átti
fyrir tveimur árum af því að ég hafði
ekki tíma fyrir þetta í bili en ég hélt
einni meri eftir. Hún heitir Sál og ég
hélt henni eftir af því að hún er mér
fædd þannig að ég tímdi ekki að selja
hana. En hún stendur bara úti í haga í
Borgar firðinum.“
Brynja vonast þó til að geta skellt
sér aftur í hestamennskuna á næstu
árum.
„Yngri sonur minn er fimm ára svo
ég kemst lítið, en um leið og hann fer
að geta verið einn heima í klukkutíma
eða tvo þá get ég farið. Eða þegar hann
vill fara með mér, mikið væri það nú
gaman.“
Eins og blómi í eggi
Brynja býr á Álftanesi ásamt tveimur
sonum sínum en þar er hún einmitt
fædd og uppalin.
„Það er mjög gott að búa á Álftanesi
og foreldrar mínir búa þar ennþá.
Mamma var skólastjóri í Öldutúns
skóla, er reyndar komin á eftirlaun
núna, og pabbi er sálfræðingur. Svo á
ég eina yngri systur sem er viðskipta
lögfræðingur. Þetta var mjög dæmi
gert, íslenskt millistéttarheimili og ég
ólst bara upp eins og blómi í eggi.“
Brynja segir foreldra sína miklar
fyrirmyndir en að tveir hlutir hafi þó
mótað hana hvað mest í æskunni.
„Annars vegar það að mamma var
og er mjög mikill femínisti og þegar
ég var að alast upp var hún hörð rauð
sokka. Það hefur alltaf mótað mig að
hún lagði mikla áherslu á það að stelp
ur geti allt sem þær vilja og að þær eigi
ekki að taka því þegjandi að það sé
valtað yfir þær vegna kyns þeirra. Hitt
sem mótaði mig var svo bókasafnið
hans pabba.“
Allir femínistar inni við beinið
„Ég sé enga skynsemi í því að vera ekki
femínisti, mér finnst það bara liggja
beint við,“ segir Brynja, spurð um af
stöðu sína í þessum málum.
„Ég held að það séu allir femínistar
inni við beinið. Það er rifist um
skilgreininguna á þessu en auðvitað
vilja allir jafnan rétt karla og kvenna,
annað er bara fásinna.“
En er munur á stöðu karla og
kvenna í fjölmiðlabransanum?
„Ég hef aldrei fundið fyrir því í mín
um störfum á ljósvakamiðlum að það
sé gert upp á milli karla og kvenna,“
segir Brynja en bætir við að dæmin
sýni þó að það hafi reynst konum erf
iðara að komast í valdastöður.
„Konur í stjórnunarstöðum í fjöl
miðlum eru alltof fáar og hafa verið
í gegnum tíðina. Það hafa til dæmis
ekki verið margir kvenkyns fréttastjór
ar og Sigrún Stefánsdóttir er eini kven
kyns dagskrárstjórinn sem hefur verið
í sjónvarpi. En í störfum á gólfinu hef
ég aldrei fundið fyrir neinu misrétti.“
Stelpurnar fengu lægra kaup
Brynja var ung þegar hún byrjaði að
láta jafnréttismál sig skipta enda varð
hún sjálf fyrir misrétti tólf ára.
„Þegar ég var í unglingavinnunni á
Álftanesi, tólf ára gömul, fengu stelp
ur lægra kaup en strákar. Það var árið
1986 svo það er ekkert svo langt síð
an. Þetta fannst mér mjög ósann
gjarnt og spurði af hverju þetta væri
svona, af hverju ég gæti ekki fengið
sama kaup og bekkjarbróðir minn sem
var að vinna við hliðina á mér. Þá var
sú skýring gefin að strákarnir fengju
hærri laun af því að þeir væru á vél
unum og þeir fengju að slá, vera með
orf og sláttuvélar og svona. Þá spurði
ég hvort ég mætti ekki bara vera á vél
unum líka en það mátti ég ekki. Mér
var nefnilega sagt að það að vera með
orf framan á maganum gæti skemmt
eggjastokkana, sem er auðvitað bara
algjör fásinna. Það sat lengi í mér djúp
óréttlætis tilfinning og ég velti því fyrir
mér hvort þessi líffæri væru í raun og
veru svo viðkvæm að þau þyldu ekki
þennan hristing. Ég hugsaði mikið um
þetta en gerði ekkert frekar, enda var ég
bara krakki, en núna sér maður náttúr
lega að þetta er bara hluti af goðsögn,
goðsögn sem hefur verið notuð í gegn
um aldirnar til að afsaka þetta misrétti
og snýst um að vísa í frjósemishlut
verk kvenna sem rök fyrir því að þær
eigi að hafa minni völd og lægra kaup.
Og þetta var ekkert í fornöld, þetta var
bara árið 1986.“
Einrænt barn
„Ég var frekar einrænt og skrýtið barn
held ég,“ segir Brynja í léttum dúr. „Ég
var mjög ákveðin og svolítið ósveigj
anleg. Svo var ég rosalega leiðinlegur
unglingur, bæði hrokafull og leiðinleg
og ég er mjög þakklát foreldrum mín
um fyrir þolinmæðina sem þau sýndu
mér á þeim tíma. Mér fannst þau til
dæmis vera mjög smáborgaraleg og
að eldri kynslóðin væri svo föst í ein
hverjum kössum en að við, unga fólk
ið, vissum hvernig hlutirnir ættu að
vera. Að þeir sem eldri voru væru bara
staðnaðir og komnir á grafarbakkann.“
Hún segir unglingahrokann þó
sem betur fer hafa elst af sér enda hefði
hún helst ekki viljað hitta sjálfa sig er
hún var um 15 ára gömul.
„Ég var mjög alvarleg manneskja og
afar djúpt hugsi. Það vantaði kannski
smá léttleika.“
Gerðist sjálfboðaliði
í Mósambík
Brynja gekk í Kvennaskólann í Reykja
vík en að loknu stúdentsprófi lá leiðin
til suðurhluta Afríku þar sem hún
gerðist sjálfboðaliði í Mósambík um
hálfs árs skeið.
„Þetta var á vegum samtaka sem
taka við ungum krökkum alls staðar
að, bæði til að fá vinnuafl í sitt þró
unarstarf en líka til þess að leyfa krökk
unum að víkka sína sýn á lífið.“
Hún segir dvölina úti hafa haft
djúpstæð áhrif á sig.
„Þetta breytti manni alveg. Þá sá
maður utan frá þessa múra sem við
höfum reist í kringum vestrænt sam
félag og að við lifum innan þessa ein
angraða heims og áttum okkur ekkert
á því hvað jörðin er stór og fjölbreyti
leg. Þarna eru allt önnur gildi og svo er
auðvitað þessi fátækt og eymd.“
Í Mósambík tók Brynja þátt í
forvarnarfræðslu um sjúkdóma á borð
við malaríu, HIV og ýmsa barnasjúk
dóma auk þess sem krakkar voru bólu
settir.
„Það var erfitt að aðlagast svona
nýjum aðstæðum og að viðurkenna
að maður getur ekki lagað þetta. Þarna
var hópur vannærðra, heimilislausra
barna sem þú stendur frammi fyrir
og getur lítið gert. Þá finnur maður
þennan vanmátt, að maður getur ekki
hjálpað öllum. Svo sættir maður sig við
það að það sem maður er að gera er að
minnsta kosti lóð á vogarskálarnar.“
Tók tíma að venjast sjónvarpi
Í Mósambík þurfti Brynja að læra
portúgölsku og eftir dvölina þar bjó
hún í hálft ár í Portúgal til að læra mál
ið enn betur. Þegar heim kom lá leiðin
svo í Háskóla Íslands þar sem Brynja
lagði stund á mannfræði og segir hún
dvöl sína í Mósambík hafa haft mest
áhrif á valið. Að loknu BAprófi fór
Brynja að vinna hjá Skjá Einum.
„Ég ætlaði alltaf að vinna á blaði en
svo sá ég að það var auglýst eftir frétta
mönnum á Skjá Einn og ég fékk starf
ið, mér til mikillar undrunar. Ég var þar
þangað til sú fréttastofa var lögð niður
einu og hálfu ári seinna. Þá fór ég að
vinna hjá Stöð 2 og var þar í fimm ár.“
Brynja hefur eingöngu starfað við
fjölmiðla og segist líka það vel. Það
hafi þó tekið tíma að venjast sjónvarp
inu.
„Ég hef alltaf verið mikil texta
manneskja og því tók mig smá tíma að
líta sjónvarpið réttum augum. Fyrstu
árin fannst mér þetta vera svolítill
„poppmiðill“ en þegar ég fór að læra
betur á þennan miðil og frásagnar
möguleikana sem hann býr yfir þá
fór ég að skilja hversu undursamlegur
hann er. Myndir, texti og hljóð vefast
saman í áhrifamikla heild og stemn
ingu sem er mjög gaman og gefandi
að skapa, og nær oft miklu betur til
fólks en eingöngu hreinn texti.“
Rykfallinn fræðimaður
með flösu
Brynja segir gaman að vinna í sjón
varpi en hún sér þó ekki fyrir sér að
ílengjast í starfinu.
„Mig langar rosalega mikið til að
verða fræðimaður. Ég sé fyrir mér að
klára þessa meistaragráðu og fara svo
í doktorsnám, það er tíu ára planið.
Ég ætla að verða rykfallinn fræðimað
ur með flösu að gera nörda legar bók
menntarannsóknir uppi í háskóla.“
En í hverju vill Brynja
sérhæfa sig?
„Ég myndi helst vilja að það yrði eitt
hvað gagnlegt, að það kæmi úr því
einhver afurð. Að ég yrði ekki svona
fræðimaður úti í horni að skrifa eitt
hvað sem enginn tengir við. Það er svo
leiðinlegt að vera sérfræðingur í ein
hverju sem enginn skilur, þá geturðu
eiginlega ekki talað við neinn um það.
En það yrðu auðvitað bókmenntir og
það væri til dæmis gaman að skoða
einhvern einn höfund.“
„Ætli þetta heiti ekki bara þroski“
Brynja á tvo syni sem hún eignaðist
með tíu ára millibili; þá Jökul Breka, 15
ára, og Þorgeir Nóa, sem er fimm ára.
„Það er allt öðruvísi að eignast barn
á fertugsaldri en þrítugsaldri. Ég var 23
ára þegar ég eignaðist Jökul og þá var
maður einhvern veginn úti um allt.
Manni fannst maður vera að missa af
einhverju og þurfti alltaf að vera alls
staðar. Svo þegar sá yngri fæddist tíu
árum seinna þá fannst manni bara
gott að vera einn heima með barnið
og gat notið þess betur. Ætli þetta heiti
ekki bara þroski.“
Brynja segist njóta
móðurhlutverksins en að það geti
oft verið erfitt að flétta því saman við
„Ég held að það séu
allir femínistar inni
við beinið.
„Það er ekki pláss fyrir neitt annað,“ segir Brynja
Þorgeirsdóttir um starf sitt í fjölmiðlum. Brynju
hefur þó tekist að ganga menntaveginn samhliða
störfum sínum á RÚV og stundar meistaranám í
bókmenntafræði. Hestamennskan sem hún hefur
haft ástríðu fyrir hefur setið á hakanum og hún hef-
ur selt alla hestana utan einn og það þótt ástríða
hennar felist í því að ríða um óbyggðir landsins. Hörn
Heiðarsdóttir settist niður með Brynju og ræddi við
hana um kaflaskiptin í lífi hennar, nýjar áherslur í
starfi á RÚV og krabbameinið sem hún komst yfir
fyrir nokkrum árum.
Viðtal
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is