Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Síða 40
40 Afþreying 13.–15. september 2013 Helgarblað Hætt við framleiðslu The Killing n Aðdáendur vonsviknir Þ að verður ekki framhald á hinum æsispennandi þáttum The Killing. Deadline- fréttavefurinn sagði frá því að AMC-framleiðslu- fyrirtækið sem hefur haft veg og vanda af þáttunum hefði ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna vegna lítils áhorfs á þriðju þáttaröð. Gagnrýnendur héldu þó varla vatni yfir þáttunum og þeir tryggu áhorfendur sem horfðu á þættina gefa þeim sinn besta dóm. AMC gat hins vegar ekki réttlætt frekari framleiðslu. Á fyrstu þáttaröð horfðu 2,7 milljónir en 1,5 milljónir á þá þriðju. „Við höfum tekið þá erf- iðu ákvörðun að framleiða ekki fjórðu þáttaröð The Kill- ing,“ sagði í tilkynningu frá AMC. „Við viljum þakka sam- starfsaðilum okkar hjá Fox- sjónvarpsstöðinni, handrits- höfundinum, Veenu Sud, og hinum frábæru leikurum og aðdáendum þáttanna sem horfðu á þá.“ Fox sendi einnig frá sér til- kynningu enda létu viðbrögð aðdáenda þáttanna ekki standa á sér og lýstu margir yfir vonbrigðum sínum. „Fox- myndverið er einstaklega stolt af þeim þremur þátta- röðum sem komust í fram- leiðslu.“ n kristjana@dv.is Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 13. september Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Launaskriðið Goðinn-Mátar Íslandsmeistari Fyrir nokkrum árum tefldi ég á minningarmóti hjá Skákfélagi Akureyrar, að mig minnir haldið til minningar um Jóhann Snorrason. Fór það fram í húsnæði Háskólans á Akureyri sem nú hýsir hótel. Á því móti tók ég eft- ir einum keppanda sem var afar vel til fara, í jakkafötum og með bindi. Hafði aldrei séð manninn áður og hreifst af klæðnaðinum enda hluti af þátttöku á skákmót- um að mæta til leiks í heldur fínum fötum. Minna hreifst ég nú af taflmennskunni en það hefur eitthvað skánað. Kappinn sá atarna er þingeyskur bóndi og formaður Skákfélags- ins Goðans-Máta sem hefur verið í miklum vexti undanfarin ár. Hermann Aðalsteinsson hefur í félagi við aðra góða menn staðið fyrir blómlegu skáklífi í Þingeyjarsýslu síðustu árin. Haldnar eru reglulegar æfingar og mót fyrir fyrir félagsmenn, og félagið hefur aukin heldur haldið stærri mót síðustu ár sem hafa verið sótt af sunnanmönnum sem og Akureyr- ingum. Hafa Goðamenn verið ófeimnir við að safna sér liði og margir sterkir skákmenn búsettir á höfuðborgarsvæðinu gengið til leiks við félagið sem nú heldur einnig úti starfsemi á höfuðborgarsvæðinu undir forystu Jóns Þorvaldssonar. Norðlenska félagið Mátar og Goðinn sam- einuðust svo í fyrra og úr varð geysisterkt félag sem á nú tvær sveitir í efstu deild Íslandsmótsins. Um síðustu helgi landaði félagið sínum fyrsta Íslandsmeist- aratitli þegar það sigraði í hraðskákkeppni taflfélaga eftir geysilega spennandi úrslitaleik gegn Víkingaklúbbnum. Eftir 72 skákir var jafnt; 36-36! Við tók bráðabani þar sem Þröstur nokkur Þórhallsson tryggði titilinn með því að þráskáka stórmeistarann Stefán Kristjánsson í síð- ustu skák viðureignarinnar. Fullt verður að gerast um helgina, allt um það á www.skak.is dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið Íslandsmeistarar Glaðbeittir Goðamenn 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe)e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe)e. 17.20 Unnar og vinur (22:26) 17.43 Valdi og Grímsi (1:6) 18.12 Smælki (9:26) (Small Potatoes) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Fagur fiskur (2:8) Matreiðslu- maðurinn Sveinn Kjartansson og Áslaug Snorradóttir, ljósmyndari og stílisti, sýna það og sanna að það er leikur einn að elda góm- sætt sjávarfang. Framleiðandi er Saga film. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Útsvar (Akureyri - Reykjavík) Spurningakeppni sveitarfé- laga. Í þessum þætti keppa lið Akureyrar og Reykjavíkur. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórs- dóttir og spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson. 21.20 Barnaby ræður gátuna – Draugasetrið 7,2 (4:8) (Midsomer Murders XIII: The Silent Land) Bresk saka- málamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við dularfull morð í ensku þorpi. Meðal leikenda eru John Nettles og Jason Hughes. 22.55 Föstudagurinn þrettándi 5,5 (Friday the 13th) Hópur ungs fólks fer í útilegu í yfirgefnar sumarbúðir þar sem sagan segir að voðaverk hafi verið framin á árum áður. Áður en langt um líður lenda þau í ólýsanleg- um hremmingum. Leikstjóri er Marcus Nispel og meðal leikenda eru Jared Padalecki, Danielle Panabaker, Amanda Righetti og Derek Mears. Bandarísk hryllingsmynd frá 2009. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.35 Ástríðustef 4,3 (Passion Play) Seinheppinn trompetleikari bjargar engli úr klónum á miskunnarlausum glæpamanni. Leikstjóri er Mitch Glazer og meðal leikenda eru Mickey Rourke, Megan Fox og Bill Murray. Bandarísk bíómynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:10 Malcolm in the Middle (1:16) 08:30 Ellen (43:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (54:175) 10:15 Fairly Legal (3:13) 11:00 Drop Dead Diva (9:13) 11:50 The Mentalist (17:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Marmaduke 3,8 14:35 Extreme Makeover: Home Edition (20:25) 16:00 Ævintýri Tinna 16:25 Ellen (44:170) 17:10 Nágrannar 17:35 Bold and the Beautiful 17:57 Simpson-fjölskyldan (15:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:48 Íþróttir 18:55 Haustpartý Stöðvar 2 Logi Bergmann Eiðsson stjórnar veglegum skemmtiþætti þar sem spennandi og fjölbreyttur vetur á Stöð 2 verður kynntur með pompi og prakt. Ekki missa af skemmtilegum gestum og flottum tónlistaratriðum í frábærri skemmtidagskrá. 20:00 Bara grín (6:6) Sprenghlægi- legur og stórskemmtilegur gamanþáttur þar sem Björn Bragi Arnarsson rifjar upp bestu gamanþættina úr sögu Stöðvar 2. 20:30 Mirror Mirror 5,5 Spennu og ævintýramynd um Mjallhvíti og dvergana sjö, stjúpmóðurina vondu, aðstoðarfólk hennar og prinsinn sem verður ástfanginn af Mjallhvíti lifnar við í þessari litríku og léttu grínútfærslu leikstjórans Tarsems Singh með Juliu Robert í fantaformi sem vonda drottningin. 22:15 Hunger Games 7,2 Fram- tíðartryllir sem byggð er á metsölubókum og fjallar um keppni sem er haldin árlega þar sem nokkrir einstaklingar eru valdir til að keppa í Hungurleik- unum sem sjónvarpað er um allt land. Keppnin er að hluta til skemmtun en að hluta til til að vekja, með grimmilegum hætti, ótta meðal íbúa landsins. 00:35 Franklyn 6,0 Spennandi mynd með Ryan Phillipe og Evu Green í aðalhlutverkum. 02:10 Space Cowboys 6,3 (Geim- kúrekar) Árið 1958 benti allt til þess að félagarnir Frank, Hawk, Jerry og Tank yrðu fyrstir manna sendir út í geiminn. Af því varð ekki og vonbrigðin voru mikil. Nokkrum áratugum seinna er Frank óvænt beðinn um aðstoð við að bjarga biluðu gervitungli. Hann samþykkir beiðnina en setur það skilyrði að gömlu félagarnir komi honum til aðstoðar í ferðinni. 04:15 Sea of Love 6,7 Frank Keller (Al Pacino) er leynilögregla í New York borg. Hann fær það verk- efni að elta uppi raðmorðingja og fellur fyrir hinni grunuðu. 06:05 Simpson-fjölskyldan (15:22) 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:40 Pepsi MAX tónlist 15:10 The Voice (12:13) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er að hæfileikaríku tón- listarfólki. Í stjörnum prýddan hóp dómara hafa bæst Shakira og Usher. 17:25 The Office (23:24) Skrifstofu- stjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Undir áhrifum gefur Robert þá skipun að loka skuli einu útibúi Dundar Mifflin. 17:50 Dr.Phil 18:30 Happy Endings (3:22) Banda- rískir gamanþættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í klandur. 18:55 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Systurnar Taneshia og Shalaye Camillo leggja hart að sér í spennandi keppni. 19:40 Family Guy (21:22) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjöl- skylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (40:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 The Biggest Loser (12:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 22:00 Silence of the Lambs 8,7 Spennumynd frá árinu 1991 með stórleikurunum Jodie Foster og Anthony Hopkins sem bæði hlutu hin eftirsóttu Óskarsverð- laun fyrir frammistöðu sína í myndinni. FBI-fulltrúinn Clarice Sterling leitar raðmorðingjans Buffalo Bill sem hefur unun af því að húðfletta konur. Til að reyna að skilja hvernig svona ódæðismenn hugsa leitar Clarice til annars raðmorðingja, Hannibal Lecter, en til að öðlast trúnaðartraust hans þarf Clarice að opna sig. Bönnuð börnum. 00:00 Flashpoint (13:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lög- reglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 00:50 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 01:15 Bachelor Pad (6:6) Sjóðheitir þættir þar sem keppendur úr Bachelor og Bachelorette eigast við í þrautum sem stundum þarf sterk bein til að taka þátt í. 02:45 Pepsi MAX tónlist 07:00 Pepsí-mörkin 2013 08:15 Pepsi deildin 2013 17:05 Pepsi deildin 2013 18:45 Pepsí-mörkin 2013 20:00 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 20:30 La Liga Report 21:00 GS#9 - Guðmundur Steinarsson 22:05 Þýski handboltinn (RN Löwen - Flensburg) 23:25 Noregur - Sviss 16:10 The Lying Game (18:20) 16:55 Jamie’s American Road Trip (1:6) 17:40 Raising Hope (1:22) 18:05 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (1:7) 18:30 Funny or Die (1:12) 19:00 The Great Escape (1:10) 19:40 Smash (1:17) 20:25 The X-Factor US (2:26) 21:50 Strike back (1:10) Bresk/banda- rísk spennuþáttaröð sem byggð er á samnefndri sögu eftir fyrrum sérsveitarmann í breska hernum. 22:35 Cougar Town (1:15) 23:00 The Great Escape (1:10) 23:45 Smash (1:17) 00:30 The X-Factor US (2:26) 01:55 Strike back (1:10) 02:40 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 17:50 Strákarnir 18:20 Friends (Vinir) 18:45 Seinfeld (3:13) (Seinfeld) 19:10 The Big Bang Theory (2:23) 19:35 Modern Family 20:00 Það var lagið 21:10 A Touch of Frost (1:4) 22:55 24 (1:24) 23:40 It’s Always Sunny In Philadelphia (5:10) 00:05 Það var lagið 01:15 A Touch of Frost (1:4) 03:00 24 (1:24) 03:45 It’s Always Sunny In Philadelphia (5:10) 04:10 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 06:00 Eurosport 10:45 BMW Championship 2013 (1:4) 13:45 PGA Tour - Highlights (35:45) 14:40 BMW Championship 2013 (1:4) 17:40 Champions Tour - Highlights 18:35 Inside the PGA Tour (37:47) 19:00 BMW Championship 2013 (2:4) 22:00 BMW Championship 2013 (2:4) 01:00 Eurosport SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin 21:00 Motoring. Mótoringfréttir 21:30 Eldað með Holta Grillupp- skriftir Holta í matreiðslu Úlfars. ÍNN 10:05 Scent of a Woman 12:40 Joyful Noise 14:35 Splitting Heirs 16:00 Scent of a Woman 18:35 Joyful Noise 20:30 Splitting Heirs 22:00 Source Code 23:35 This Means War 01:10 The Killer Inside Me 02:55 Source Code Stöð 2 Bíó 17:20 Messan 18:20 Newcastle - West Ham 20:00 Match Pack 20:30 Enska úrvalsd. - upphitun 21:00 Premier League World 21:30 Ensku mörkin - neðri deild 22:00 Enska úrvalsd. - upphitun 22:30 Liverpool - Man. Utd. Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Gull Stöð 3 I ndiana Jones og dómsdags- musterið er á dagskrá RÚV á laugardagskvöld. Allar myndir ævintýramanns- ins Jones verða sýndar í septembermánuði mörgum til mikillar gleði. Í þessari mynd bregður Indiana Jones sér til Indlands og lætur til sín taka í þorpi þar sem börn hafa horfið með dularfullum hætti. Garpurinn vaski reynir að hafa uppi á helgum steini sem hefur verið stolið og bjarga börnunum. Ævintýramynd frá 1984. Leik- stjóri er Steven Spielberg og í helstu hlutverkum eru Harri- son Ford, Kate Capshaw, Amrish Puri og Roshan Seth. n Indiana Jones á RÚV Góðir þættir Þættirnir The Killing voru byggðir á dönsku þáttunum Forbrydelsen. Framleiðslu þeirra hefur verið hætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.