Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2013, Side 41
Afþreying 41Helgarblað 13.–15. september 2013
American Psycho-þættir í bígerð
n Söngleikur einnig væntanlegur
B
andaríska sjónvarps
stöðin FX hyggst nú
framleiða sjónvarps
þætti sem verða fram
hald af kvikmyndinni
American Psycho. Líkt og
myndin munu þættirnir
byggjast á samnefndri bók
eftir Bret Easton Ellis frá ár
inu 1991 en sagan fjallar um
raðmorðingjann Patrick Bate
man. Ólíkt myndinni munu
þættirnir hins vegar gerast
þegar Bateman er kominn á
sextugsaldur og hefur tekið
sér lærling sem verður jafnoki
hans í morðæðinu.
American Psycho vakti
mikla athygli þegar hún kom
út og var nokkuð umdeild
en bókin þótti lýsa ofbeldi
og kynferðislegum athöfn
um á full djarfan hátt. Þrátt
fyrir það sló hún í gegn og
árið 2000 varð gerð kvikmynd
eftir henni með Christian Bale
í aðalhlutverki. Myndinni
var leikstýrt af Mary Harron
og hlaut góða dóma gagn
rýnenda en hún átti auk þess
stóran þátt í því að koma Bale
á kortið sem einn eftirsóttasti
leikari Hollywood. Tveimur
árum síðar var gerð fram
haldsmynd með engum öðr
um en Milu Kunis og William
Shatner í aðalhlutverki en þar
fór Kunis með hlutverk blóð
þyrsts háskólanema sem þrá
ir að verða aðstoðarmaður
háskólaprófessors síns. Auk
þáttanna er nú einnig væntan
legur söngleikur eftir bókinni
en hann hefur verið í bígerð
frá árinu 2008 og verður frum
sýndur í London í desember
næstkomandi. n
horn@dv.is
Laugardagur 14. september
Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport
08.00 Morgunstundin okkar
08.01 Tillý og vinir (38:52)
08.12 Háværa ljónið Urri (13:52)
08.23 Sebbi (25:52) (Zou)
08.34 Úmísúmí
08.57 Abba-labba-lá (6:52)
09.10 Litli Prinsinn (19:27)
09.33 Kung Fu Panda - Goðsagnir
frábærleikans (22:26)
09.56 Robbi og Skrímsli (1:26)
10.19 Skúli skelfir (24:26)
10.30 Útsvar (Akureyri - Reykjavík) e.
11.35 360 gráður (16:30) e.
11.55 Með okkar augum (4:6) e.
12.20 Kastljós Endursýndur þáttur.
12.45 Mótorsport (3:3)
13.15 Kiljan. e.
14.00 Stofnfruman og leyndar-
dómar hennar e.
14.50 Af hverju fátækt? - Afríka
arðrænd e.
15.45 Popppunktur 2009 (13:16)
(Ljótu hálfvitarnir - Sigur Rós) e.
16.30 Snúið líf Elvu e.
17.30 Táknmálsfréttir
17.40 Bombubyrgið (2:26) e.
18.10 Ástin grípur unglinginn
18.54 Lottó
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Ævintýri Merlíns (3:13) (The
Adventures of Merlin V)
20.30 Hljómskálinn (Djass) Þáttaröð
um íslenska tónlist fleytifull
af skemmtilegheitum og
fjöri. Sigtryggur Baldursson
og félagar fara yfir víðan
tónlistarvöll og yfirheyra goð og
garpa íslenskrar tónlistarsögu.
Að þessu sinni verður djassinn
rannsakaður með varfærni og
hæfilegri virðingu. Textað á síðu
888 í Textavarpi.
21.05 Hraðfréttir e.
21.15 Indiana Jones og Dóms-
dagsmusterið 7,6 (Indiana
Jones and the Temple of Doom)
Fornminjafræðingurinn Indiana
Jones lætur til sín taka og reynir
að hafa uppi á helgum steini
sem hefur verið stolið. Leikstjóri
er Steven Spielberg og í helstu
hlutverkum eru Harrison Ford,
Kate Capshaw, Amrish Puri og
Roshan Seth. Ævintýramynd frá
1984.
23.15 Gott ár 6,8 (A Good Year)
Breskur verðbréfamiðlari
erfir vínbúgarð frænda síns í
Provence og nýtur lífsins þar.
Aðalhlutverk leika Russell
Crowe, Albert Finney og Marion
Cotillard og leikstjóri er Ridley
Scott. Bandarísk bíómynd frá
2006.
01.10 Fundið fé 6,6 (Snabba Cash)
Mynd byggð á sögu eftir Jens
Lapidus um ungan mann sem
gerist vikapiltur kókaínsala.
Leikstjóri er Daniel Espinosa
og meðal leikenda eru Joel
Kinnaman, Matias Padin og
Dragomir Mrsic. Sænsk bíómynd
frá 2010. Atriði í myndinni eru
ekki við hæfi barna. e.
03.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
07:00 Strumparnir
07:25 Villingarnir
07:50 Hello Kitty
08:00 Algjör Sveppi
10:15 Young Justice
10:35 Big Time Rush
12:00 Bold and the Beautiful
12:20 Bold and the Beautiful
12:40 Bold and the Beautiful
13:00 Bold and the Beautiful
13:20 Bold and the Beautiful
13:45 Heimsókn
14:05 Um land allt
14:35 The Middle (6:24)
15:00 ET Weekend
15:45 Íslenski listinn
16:15 Sjáðu
16:45 Pepsí-mörkin 2013
18:00 Ávaxtakarfan - þættir
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:50 Íþróttir
18:55 Ísland í dag - helgarúrval
19:10 Lottó
19:20 Næturvaktin
19:50 Beint frá messa Tónleikaröð í
umsjá Bubba Morthens þar sem
valinkunnir tónlistarmenn halda
tónleika í messa skipa. Skipin
eru hvaðanæva af landinu og
hljómsveitirnar jafn ólíkar og
þær eru margar. Meðal þeirra
sem troða upp í messanum
eru Mugison, Gylfi Ægisson og
Retro Stefson að ógleymdum
stórsveitinni Stuðmönnum.
Íslensk tónlist í hæsta gæða-
flokki flutt við afar íslenskar
aðstæður.
20:30 Veistu hver ég var? Laufléttur
og stórskemmtilegur spurninga-
þáttur í umsjá Sigga Hlö og mun
andi níunda áratugarins vera í
aðalhlutverki.
21:10 The Magic of Bell Isle 6,8
Skemmtileg mynd með Morgan
Freeman í aðalhlutverki.
Drykkjusjúkur uppgjafa rithöf-
undar breytir um umhverfi til að
fá innblástur á ný, en þar lendir
hann í óvæntum atburðum.
23:00 Dark Knight Rises 8,6 Stór-
mynd með Christian Bale og
Anne Hathaway í aðalhlut-
verkum. Átta ár eru liðin síðan
Batman tók á sig ábyrgðina
fyrir glæpi glæpaforingjans
Two Face. Nú er kominn nýr
hryðjuverkaleiðtogi fram á
sjónarsviðið, Bane.
01:40 Red 7,0 Hörkuspennandi mynd
með Bruce Willis, Morgan
Freeman og Helen Mirren í
aðalhlutverkum. Sérsveit-
armaðurinn Frank Moses er
sestur í helgan stein en þegar
hátæknilegir launmorðingjar
elta hann uppi, kallar hann
saman gömlu sveitina sína og
reynir að komast að því hver
fyrirskipaði árásina.
03:25 Hot Tub Time Machine 6,4
(Tímavélin) Fyndin ævintýra-
mynd.
05:05 Heights 6,9 Dramatísk mynd
sem gerist á einum sólarhring
og fjallar um manneskjur í New
York.
06:00 Pepsi MAX tónlist
11:20 Dr.Phil
12:05 Dr.Phil
12:50 Dr.Phil
13:35 Gordon Ramsay Ultimate
Cookery Course (5:20)
Frábærir þættir þar sem Gordon
Ramsey snýr aftur í heimaeld-
húsið og kennir áhorfendum
einfaldar aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
14:05 Gordon Behind Bars (1:4) Í
þessum skemmtilegu þáttum
bregður Gordon Ramsey sér
bakvið lás og slá í þeim tilgangi
að kenna föngum að elda alvöru
mat án þess að það kosta of
miklu til.
14:55 Design Star (1:13) Skemmtilegir
þættir þar sem hönnuðir fá erfið
verkefni og sá sem færastur er
stendur uppi sem sigurvegari.
15:45 Judging Amy (4:24)
16:30 The Office (23:24) Skrifstofu-
stjórinn Michael Scott er hættur
störfum hjá Dunder Mifflin en sá
sem við tekur er enn undarlegri
en fyrirrennari sinn. Undir
áhrifum gefur Robert þá skipun
að loka skuli einu útibúi Dundar
Mifflin.
16:55 Family Guy (21:22)
17:20 America’s Next Top Model
(1:13) Bandarísk raunveruleika-
þáttaröð þar sem Tyra Banks
leitar að næstu ofurfyrirsætu.
Verkefnin eru ólík og stúlkurnar
margar en aðeins ein mun
standa eftir sem næsta súper-
módel.
18:10 The Biggest Loser (12:19)
Skemmtilegir þættir þar sem
fólk sem er orðið hættulega
þungt snýr við blaðinu og kemur
sér í form á ný.
19:40 Secret Street Crew (2:6)
Ofurdansarinn Ashley Banjo
stjórnar þessum frumlega þætti
þar sem hann æfir flóknar dans-
rútínur með ólíklegasta fólki.
20:30 Bachelor Pad (1:7) Sjóðheitir
þættir þar sem keppendur úr
Bachelor og Bachelorette eigast
við í þrautum sem stundum þarf
sterk bein til að taka þátt í.
22:00 Kite Runner 7,6
00:05 Rookie Blue (5:13) Skemmti-
legur þáttur um líf nýliða í
lögreglunni sem þurfa ekki
aðeins að glíma við sakamenn
á götum úti heldur takast á við
samstarfsmenn, fjölskyldu og
eiga um leið við eigin bresti.
Lífshættuleg baktería finnst í
söluskömmtum af eiturlyfjum
sem gerð voru upptæk en nú
þarf lögreglan að koma í veg
fyrir neyslu þeirra á götum úti.
00:55 Men at Work (9:10) Þræl-
skemmtilegir gamanþættir
sem fjalla um hóp vina sem allir
vinna saman á tímariti í New
York borg. Þeir lenda í ýmis-
konar ævintýrum sem aðallega
snúast um að ná sambandi við
hitt kynið. Æskudraumur rætist
í þessum þætti þar sem Wililam
Baldwin leikur gestahlutverk
01:20 Excused
01:45 Pepsi MAX tónlist
13:50 Fulham - WBA Beint
15:55 Noregur - Sviss
17:50 Spænski boltinn 2013-14
(Barcelona - Sevilla) Beint
20:00 Euro Fight Night Beint
21:00 Spænski boltinn 2013-14
(Villarreal - Real Madrid) Beint
21:55 Þýski handboltinn
23:20 Meistarad. Evrópu - fréttaþ.
23:50 Euro Fight Night
01:00 Box - Floyd Mayweather og
Canelo Alvarez Beint
06:00 Eurosport
11:50 BMW Championship 2013 (2:4)
14:50 THE PLAYERS Official Film 2011
15:40 Inside the PGA Tour (37:47)
16:05 PGA Tour - Highlights (35:45)
17:00 BMW Championship 2013 (3:4)
22:00 BMW Championship 2013 (3:4)
03:00 Eurosport
SkjárGolf
17:00 Motoring.
17:30 Eldað með Holta
18:00 Hrafnaþing
19:00 Motoring.
19:30 Eldað með Holta
20:00 Hrafnaþing
21:00 Stjórnarráðið
21:30 Skuggaráðuneytið
22:00 Björn Bjarnason
22:30 Tölvur ,tækni og kennsla.
23:00 Veiðin og Bender
23:30 Á ferð og flugi
00:00 Hrafnaþing
ÍNN
08:30 Muppets, The
10:05 Soul Surfer
11:50 The Big Year
13:30 The Adjustment Bureau
15:15 Muppets, The
16:50 Soul Surfer
18:35 The Big Year
20:15 The Adjustment Bureau
22:00 The Cold Light of Day
23:35 The Extra Man
01:20 Lethal Weapon
03:15 The Cold Light of Day
Stöð 2 Bíó
10:35 Match Pack
11:05 Enska úrvalsd. - upphitun
11:35 Man. Utd. - Crystal Palace Beint
13:50 Sunderland - Arsenal Beint
16:20 Everton - Chelsea Beint
18:35 Hull - Cardiff
20:15 Tottenham - Norwich
21:55 Stoke - Man. City
23:35 Aston Villa - Newcastle
Stöð 2 Sport 2
18:35 The Cleveland Show (1:21)
19:00 Jamie’s American Road Trip (2:6)
19:50 Raising Hope (2:22)
20:10 Don’t Trust the B*** in Apt 23
20:35 Cougar Town (2:15)
20:55 Golden Boy (1:13)
21:40 Machine Gun Preacher
23:45 The Vampire Diaries (1:22)
00:30 Zero Hour (1:13)
01:15 Raising Hope (2:22)
01:35 Don’t Trust the B*** in Apt 23
17:55 Strákarnir
18:25 Friends (2:24)
18:45 Seinfeld (4:13) (Seinfeld)
19:10 The Big Bang Theory (1:23)
19:35 Modern Family
20:00 KF Nörd (KF Nörd)
20:40 Pressa (6:6)
21:25 Entourage (5:12) (Viðhengi)
21:55 Fringe (13:20) (Á jaðrinum)
22:45 KF Nörd (KF Nörd)
23:25 Pressa (6:6)
00:10 Entourage (5:12) (Viðhengi)
00:40 Fringe (13:20) (Á jaðrinum)
01:30 Tónlistarmyndb. frá Popptíví
Stöð 2 Gull
Stöð 3
Uppáhalds í sjónvarpinu
„Merlin og Borgen“
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir meistaranemi í lögfræði
Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is
Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var
utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún
við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi
yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað
við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir
í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að
ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar.
Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café
í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu
þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en
þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri
eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við
í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu
þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir
utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi,
hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,”
segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum.
Skrifstofa í henglum
Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga
borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma
við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta
brauðið í bænum“ eins og hún orðar það.
Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju
götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram
úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan
þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til
Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir
Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum
leirhúsum sem standa lágreist við veginn.
Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá
segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk
sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu
þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið
sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist
því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður
kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“
Skemmtilegt að ögra sér
Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og
hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd-
um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“
Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu
þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem
þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja
starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og
orðspor samtakanna.“
Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni
hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott
skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á
skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama
skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir
þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri.
„Þetta er
svolítið
skrýtið líf.”
„Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar
og hann sagði bara: „Bönker!”“
Vaknaði upp við
sprengingar í Kabúl
Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar
snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan.
Fáðu meira
með netáskrift DV
790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi
*fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr.
Christian Bale Bale fór með aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni American
Psycho árið 2000.