Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 3
E ignarhaldsfélag Háskóla Ís­ lands sem keypti hús Ís­ lenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í sumar á 6,6 milljarða króna átti ekki nema rúmar 15 milljónir króna í handbæru fé í lok síðasta árs. Fé­ lagið heitir Vísindagarðar Há­ skóla Íslands ehf. og er að fullu í eigu skólans. Enginn rekstur var sömuleiðis inni í félaginu í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fé­ lagsins í fyrra. Félagið á eignir upp á nærri 1.200 milljónir króna, þar af er lóð félagsins á Sturlugötu 2 metin á milljarð króna. Auk þess er bók­ færður undirbúningskostnaður upp á tæplega 160 milljónir króna og þar að auki er handbæra féð upp á meira en 15 milljónir króna. Skuldsettu sig vegna kaupanna Eignarhaldsfélagið fjármagnaði kaupin á húsinu með yfirtöku skulda upp á um 5,5 milljarða og svo með eiginfjárframlagi upp á um milljarð króna sem tekið var að láni. Framkvæmdastjóri Vísinda­ garða, Eiríkur Hilmarsson, stað­ festi að háskólinn hefði staðið að kaupunum með þessum hætti – með yfir töku skulda og láni – í við­ tali við DV í síðasta mánuði. Taldi Eiríkur að ekkert væri athugavert við fjárfestinguna: „Ég sé ekki þann vinkil á þessu máli sem ætti að gera aðkomu okkar að þessu tor­ tryggilega. Sá sem ætlar að gagn­ rýna þetta þyrfti að gagnrýna það að upp rísi vísindagarður við há­ skólann. Ég sé ekki að viðbrögðin við þessu hafi verið þess eðlis.“ Ákveðin furða DV hefur ekki upplýsingar um hvar Vísindagarðar fengu lán fyrir hús­ inu en ætla má að það hafi verið hjá Landsbankanum, fjármálafyr­ irtækinu sem á lánin sem hvíla á húsinu. Lánið sem notað var til að fjármagna eiginfjárframlagið í við­ skiptunum er ekki að finna í veð­ bandayfirliti hússins. Veðið fyrir láninu er samkvæmt þessu ekki í húsinu sjálfu líkt og lánin sem Vís­ indagarðar yfirtóku. DV hefur heimildir fyrir því ýmsir af starfsmönnum Háskóla Ís­ lands hafi furðað sig á því af hverju Háskóli Íslands væri að kaupa hús Íslenskrar erfðagreiningar fyrir alla þessa peninga. Háskólinn nýtti sér forkaupsrétt sem hann átti að hús­ inu en fyrir hendi var áhugi fjár­ festingarfélags sem er í eigu ís­ lenskra lífeyrissjóða. Breyttu tilgangi félagsins Rétt áður en Vísindagarðar keyptu hús Íslenskrar erfðagreiningar í júlí breyttu þeir aðalstarfsemi fé­ lagsins í „leiga atvinnuhúsnæð­ is“. Af starfsemi félagsins má ekki áætla annað en að um sé að ræða fjárfestingafélag af einhverri gerð og rímar þessi starfsemi félagsins ekki mjög vel við tilgang félags­ ins: „Tilgangur félagsins er að efla vísindarann sóknir og nýsköpun með því að skapa kjöraðstæður til slíks í vísindagörðum á lóð Háskóla Íslands.“ Ekki verður séð hvernig kaupin á húsinu ríma við tilgang Vísinda­ garða en ætla má að forsvarsmenn félagsins hafi einfaldlega séð við­ skiptatækifæri í húsinu og viljað nýta sér það þar sem 15 ára langur leigusamningur við Íslenska erfða­ greiningu fylgdi með í kaupunum en leiguverðið á húsinu er 37 milljónir króna á mánuði. Nánast gefið mál er að sá leigusamningur verður endur­ nýjaður þegar hann rennur út árið 2020 en húsið var byggt sérstaklega undir erfðafyrirtækið og starfsemi þess. Leigusamningurinn er raunar svo hagstæður fyrir leigusalann að fyrri eigandi, Jóhann Halldórsson, gat tekið sér 88 milljóna króna arð út úr félaginu sem átti húsið á með­ an hann átti það auk þess sem hann fékk um milljarð króna mismun á söluverði hússins og áhvílandi skuldum þegar hann seldi húsið. Því má segja að háskólinn sé kom­ inn út í áhættufjárfestingar sem þó verða að teljast traustar og áhættu­ litlar miðað við sögu hússins. n Fréttir 3Miðvikudagur 16. október 2013 IKEA vill fimm milljónir n Hafa ákveðið að stefna meintum þjófum til að fá skaðabætur I KEA á Íslandi hefur ákveðið að stefna tveimur körlum og þrem­ ur konum sem fyrirtækið hefur grunuð um stórfelldan þjófn­ að úr versluninni. Fyrirtækið vill allt að fimm milljónum króna í bætur. DV greindi frá málinu í vor. Þá var sagt frá því að lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkr­ unarfræðingur væru meðal þeirra sem voru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. Þá greindi blaðið frá því að meintir glæpir væru raktir a.m.k. sex ár aftur í tímann og DV hef­ ur undir höndum leyniskýrslu um meintan þjófnað og þjófa. Einnig hefur DV undir höndum myndbönd úr öryggisvélum af meintum þjófum að athafna sig. Þar kemur fram að meintir þjóf­ ar notfærðu sér rúmar skilareglur IKEA. Þeir tóku strikamerki af hræ­ ódýrum vörum og límdu yfir strika­ merki á dýrari varningi. Þá má sjá af gögnunum að þeir tóku í nokkur skipti börn sín með í ránsferðirnar. Glæpirnir voru kærðir til lögreglu í febrúar síðastliðnum og nokkrir meintra þjófa yfirheyrðir, en sam­ kvæmt upplýsingum DV er rann­ sókn lögreglu ekki lokið. n Garðbæingar eru efnaðastir„Athygli vekur að mestu há- stökkvararnir á milli ár- anna 2007 og 2011 eru Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð. meðal annars og í Skagafirði er að finna FISK Seafood. Enn meiri lækkun Þegar heildarlaun íbúa þessara bæjarfélaga er umbreytt yfir í evr­ ur er munurinn enn meiri. Í tilfelli Garðabæjar er lækkunin miklu meira en 100 prósent. Árið 2007 voru meðallaun íbúa Garðabæjar nærri 10 þúsund evrur á mánuði en lækkuðu niður í tæplega 400 þúsund árið 2011. Sambærilega sögu má segja um Seltjarnarnes. Af þessum tölum sést hvernig góðærið var mest í bæjarfélögum þar sem er að finna vel menntað fólk í hvítflibbastörfum en útgerð­ ar­ og iðnaðarbæir á landsbyggð­ inni fundu minna fyrir því. Að sama skapi þá jukust tekjur fólks í útgerðarbæjunum þegar góðær­ ið var úti í þéttbýlinu og íslenska krónan hrundi. Ljóst er tekjulækk­ un á hátekjusvæðum í þéttbýlinu má rekja til bankahrunsins en á sama tíma má rekja tekjuhækkun í sjávarplássum á landsbyggðinni til bankahrunsins sömuleiðis. Eft­ ir hrunið er það aftur frumvinnsla sjávarafurða sem er málið. n Háskólinn stundar áhættufjárfestingar n Auka skuldsetning upp á milljarða n Tilgangi félagsins breytt Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Sá sem ætlar að gagnrýna þetta þyrfti að gagnrýna það að upp rísi vísindagarður við háskólann. Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Vilja bætur Glæpirnir voru kærðir til lögreglu í febrúar. Auka skuldsetning upp á milljarð Háskóli Íslands skuldsetti sig upp á milljarð króna auk þess að taka á sig 5,5 milljarða áhvílandi skuldir þegar skólinn keypti hús Íslenskrar erfðagreiningar af Jóhanni Halldórssyni í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.