Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 16
16 Lífsstíll 16. október 2013 Miðvikudagur „Ég læt ekkert stöðva mig“ n Elísabet Margeirsdóttir hleypur úti í öllum veðrum n Aldrei of seint að byrja Þ að er aldrei of seint að byrja,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og hlaupari sem gaf nýverið út bókina Út að hlaupa, með stallsystur sinni Karen Kjartans- dóttur. Bókin á að nýtast þeim sem eru að reima á sig hlaupaskóna í fyrsta sinn og líka þeim sem eru vanir að hlaupa og inniheldur ráð af fjöl- breyttasta tagi og hlaupakort af vin- sælum svæðum til útihlaups. Byrjaði á að ganga Bæði Elísabet og Karen hafa reynslu af að hlaupa, Elísabet hleypur í öllum veðrum og tekur þátt í maraþonum og ofurhlaupum á meðan Karen hef- ur notað hlaupin til þess að breyta lífsstíl sínum eftir barneignir. „Ég byrjaði fyrir um tíu árum og byrjaði þá að ganga lengri vegalengdir áður en ég fór út að hlaupa. Ári síðar hafði ég náð upp þoli til þess að hlaupa 10 kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hljóp síðan mitt fyrsta mara- þon um tvítugt,“ segir Elísabet sem hefur síðan þá hlaupið alls 8 maraþon og tekið þátt í nokkrum ofurhlaupum. „Hlaupin hafa lengst mikið,“ segir hún og hlær. „Maður er svolítið að lifa og hrær- ast í þessum lífsstíl.“ Sjálfsagi og hlaup haldast í hendur Hún segir ástundun sína og áhuga á íþróttinni ekki dofna, nema síður sé. „Ég hef svo gaman af því að hlaupa og hef ávallt markmið til að ná. Fólk heldur stundum að það sér búið að ná sínum besta árangri en síðan kemur það sjálfu sér á óvart.“ Til að byrja með þarf fólk að sýna sjálfsaga til að ná árangri til að fleyta sér áfram. Elísabet segir sjálfsaga og hlaup haldast í hendur. „Hlaup getur hjálpað mörgum að takast á við erf- iða hluti í lífinu. Þegar fólk er að byrja að hlaupa þá er það að búa til nýjar venjur. Breyta sinni daglegu rútínu og það krefst sjálfsaga og þegar það kemst upp í vana gefur það af sér og gefur fólki vellíðan sem það vill ekki fara á mis við. Fólk þarf svolítið að finna sér leiðir til að byggja upp sjálfsagann. Það getur hentað sumum að vera í hlaupahópi eða hlaupa með félaga, ef veðrið fælir frá má blanda saman innihlaupi og útihlaupi. Mest um vert er að finna sér rútínu.“ Hleypur í óveðrum Elísabet hleypur úti í öllum veðrum og býr sig sérstaklega undir óhag- stæð veðurskilyrði. „Ég læt ekkert stöðva mig, veðrið á heldur ekki að stjórna rútínunni. Hvort sem það er gott veður eða slæmt. Ég hljóp í óveðri í hlaupi í Frakklandi í fyrra, þá þurfti að stytta leiðina vegna veðurs. Veðurskilyrðin voru eins og svona vont íslenskt veður. Ég setti bara upp skíðagleraugu og og fannst þetta mjög skemmtileg reynsla.“ „Ég mæli sérstaklega með því að eiga regnjakka sem andar vel. Það er góð fjárfesting,“ segir Elísabet sem keypti sinn í Fjallakofanum fyrir nokkrum árum. „Í vondum veðrum er gott að eiga lambhúshettu eða buff sem má draga upp eða niður og klæða sig í nokkrum lögum. Mér finnst líka mikið atriði að vera í góð- um sokkum. Flestir hlaupasokkar eru úr gerviefnum en æ fleiri nota ull. Hún er mjög góð, þegar kalt er í veðri er gott að vera í fíngerðum ullarsokkum eða sokkum úr ullar- blöndu.“ Sjálf hleypur Elísabet oft- ast í sokkum frá Compress Sport sem eru með doppum á núnings- svæðum. „Ég er gjörn á að fá blöðr- ur á ilina undir tábeinið. Þessir sokkar koma í veg fyrir það. Þegar ég var að byrja þá einkenndist fyrsti mánuðurinn af glímu við blöðrur og auma fætur svo ég mæli með því að hlúa sérstaklega vel að fótunum og heimsækja jafnvel fótaaðgerðar- fræðing reglulega.“ n Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is „Fólk þarf svolítið að finna sér leið­ ir til að byggja upp sjálfs­ agann. Tíu vikna æfingaáætlun fyrir byrjendur Í bókinni eru fjölmargar æfingaáætl- anir sem henta algjörum byrjendum í ofþyngd til reyndra hlaupara. Hér að neðan er ein þeirra birt. Fimm kílómetra æfingaáætl- un byggð á áætlun norsku hlaupadrottn- ingarinnar Gretu Waitz. 1 Vika 1 Skokkaðu og gakktu 100 m í senn til skiptis 15 sinnum = 1,5 km. Gerðu æfinguna þrisvar í vikunni. 2 Vika 2 Skokkaðu og gakktu 200 m í senn til skiptis 10 sinnum = 2 km. Gerðu æfinguna þrisvar í vikunni. 3 Vika 3 Skokkaðu og gakktu 200–400 m til skiptis þar til þú hefur náð 2,5 km. Gerðu æfinguna þrisvar í vikunni. 4 Vika 4 Skokkaðu og gakktu til skiptis. Í þetta skipti skaltu samt aðeins ganga um helming vegalengdar- innar sem þú skokkar. Miðaðu við að ganga 400 m og skokka 800 m þar til þú hefur lokið við að skokka 3 km. 5 Vika 5 Þrjár mismunandi æfingar: a) Skokkaðu 800 m, gakktu 400 m, skokkaðu 1.200 m, gakktu 400 m, skokkaðu svo 800 m í lokin. b) Skokkaðu 1.200 m og gakktu 800 m til skiptis þar til þú ert kominn 3,2 km. c) Skokkaðu 3,2 km án gönguhlés. 6 Vika 6Þrjár mismunandi æfingar: a) Skokkaðu 800 m, gakktu 400 m, skokkaðu 1.200 m, gakktu 400 m, skokkaðu svo 800 m í lokin. Samtals 3,6 km. b) Skokkaðu 1.600 m, gakktu 400 m, skokkaðu svo 1.600 m í lokin. Samtals 3,6 km. c) Skokkaðu 3–3,6 km án gönguhlés. 7 Vika 7 Skokkaðu 4 km – gerðu æfinguna þrisvar í vikunni. 8 Vika 8 Skokkaðu 4,4 km – gerðu æf- inguna þrisvar í vikunni. 9 Vika 9 Skokkaðu 4,8 km – gerðu æf- inguna þrisvar í vikunni. 10 Vika 10 Skokkaðu 5 km – gerðu æfinguna þrisvar í vikunni. Ítarleg og skemmtileg Bók Elísabetar og Karenar er viðamikil og inniheldur ráð til bæði byrjenda og reyndra hlaupara. Lagalisti Elísabetar Í viðauka aftast má finna lagalista eftir höfundana og nokkra tónlistarsér- fræðinga sem hafa gaman af líkams- rækt og hlaupum. Elísabet deilir með lesendum DV sínum uppáhaldslögum. Run the World (Girls), Beyoncé Spectrum, Florence and the Machine Calvin Harris Remix What Doesn‘t Kill You, Kelly Clarkson Scream, Usher La Dolce Vita Páll Óskar I Follow Rivers, Lykke Li The Edge of Glory, Lady Gaga Ég er farinn, Úlfur úlfur Pyramids, Frank Ocean, stutta útgáfan Every Teardrop is a Waterfall, Coldplay Paradise, Coldplay Hlaupaskór Brýnt að velja skóna vel. Sumir þurfa styrk- ingu utan- eða innanfótar. Hlaupasokkar Ekki hlaupa í bómullarsokkum. Fíngerð ull er betri eða gerviefni. Elísabet er í sokkum frá Compress Sport. Hlaupabuxur Gott er að eiga þægilegar hlaupabuxur. Hlaupatreyja Góð treyja undir jakkann. Gott er að klæða sig lagskipt þegar það er kalt. Vindjakki Elísabet mælir með jakka sem andar vel. Íþróttabrjóstahaldari(f. konur) Til að veita stuðning. Feitt krem í andlitið Vörn fyrir húðina þegar kalt er í veðri. Hlaupaúr Með hlaupaúri er auðveldara að fylgjast með þjálfuninni og árangrinum af henni. Úrið heldur utan um upplýsingar um vegalengdir, hraða og brennslu. Púlsmælir Fylgst með hraða, vegalengdum og tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.