Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 14
Þ eir sem leitast við að borða sem hreinasta grænmetið og án allra eiturefna ættu að rækta sem mest sjálfir. Það þarf alls ekki að vera flókið eða erfitt og það má jafnvel rækta grænmetið úr grænmetisafgöngum. Það sem þarf að hafa í huga er að gæði plöntunnar sem notuð er til ræktunar hefur mikið að segja um gæði afurðanna. Það er því ekki úr vegi að kaupa lífrænt ræktað græn- meti til að byrja ræktunina með. Þannig veistu að þú ert með hreint og eiturefnalaust grænmeti í ræktun. Á síðunni Wake Up World er fjallað um nokkrar grænmetistegundir sem ein- falt er að rækta. Blaðlaukur, vorlaukur, púrru- laukur og fenníka Þú getur annaðhvort notað hvítu rótina sem verður eftir þegar þú hef- ur skorið af það sem þú notar eða keypt nýjan lauk sem þú notar sér- staklega í þetta. Þú setur einfaldlega rótina í gler- krukku með smá vatni í og hefur á sólríkum stað. Eldhúsglugginn er ágætur staður. Græni hluti plöntunnar heldur áfram að vaxa. Þegar þú þarft matvælin í matargerð klippir þú bara af plöntunni en hefur rótina áfram í vatni. Skiptu um vatn einu sinni í viku og þú þarft aldrei að kaupa þessar plöntur aftur. Sítrónugras Sítrónugras vex eins og annað gras. Ef þú vilt rækta það þarftu einungis að setja rótina í glerkrús með vatni og hafa á sólríkum stað. Á innan við viku eða svo byrjar það að vaxa. Færðu grasið þá yfir í pott og hafðu það utan dyra, ef veð- ur leyfir. Svo getur þú byrjað að nýta það þegar grasið er orðið um það bil 30 sentímetra hátt. Taktu það sem þú þarft og leyfðu plöntunni að halda áfram að vaxa. Sellerí, bindisalat (Romaine Lettuce) og hvítkál Líkt og með blaðlaukinn þá vaxa þessar plöntur aftur út frá hvítu rótinni. Skerðu stilkana af eins og þú gerir venjulega og settu rótina í grunna skál með vatni. Hafðu nægi- lega mikið magn af vatni til að hylja rótina en ekki alla plöntuna. Settu skálina í gluggakistu þar sem sólin skín og úðaðu vatni yfir af og til til að halda plöntunni rakri. Eftir nokkra daga ættir þú að sjá rætur og lauf vaxa. Eftir um það bil viku má setja plönturnar í mold og láta þá einungis laufin standa upp úr. Plantan heldur áfram að vaxa og á nokkrum vikum mun vaxa nýr haus. Það er mögulegt að setja plöntuna beint í mold og sleppa því að setja hana í vatn en þá þarf að passa að halda moldinni mjög rakri fyrstu vikurnar eða þar til nýir sprotar byrja að vaxa. Engiferrót Það er mjög einfalt að rækta engifer- rót. Plantið einni rót í mold og látið nýjustu nabbana snúa upp. Engi- ferrótin þrífst best þakin rakri mold sem síar sólargeislana. Hafið pottinn á sólríkum stað. Áður en langt um líður munu nýir sprotar vaxa og rætur. Þegar plant- an er tilbúin skaltu taka hana upp úr moldinni í heilu lagi, með rótum. Taktu hluta af rótinni eða það sem þú þarft og byrjaðu ræktunarferlið aftur. Auk þess er engiferplantan falleg og þó þú notir ekki mikið af rótinni þá getur þú notið plöntunnar. Hvítlaukur Það er hægt að rækta plöntuna út frá einu rifi. Það þarf einungis að setja það í mold og láta rótina snúa niður. Hafið pottinn á hlýjum stað þar sem sólin skín mikið. Hvítlaukurinn skýtur rótum og framleiðir nýja sprota. Þegar plantan hefur náð að vaxa, klipptu þá sprotana en við það setur plantan alla sína orku í að framleiða stóra og bragðgóða lauka. Líkt og með engifer- rótina þá má hefja ræktunarferlið upp á nýtt með nýja lauknum. Laukur Laukur er eitt auðveldasta grænmetið til að rækta. Skerðu rótarendann af lauknum og hafðu um það bil þrjá sentímetra af lauknum með. Settu þetta í mold á sólríkum stað í garðin- um. Laukar þrífast á hlýju svo það þarf að taka þá inn og setja þá í pott yfir vetrarmánuðina. Gróðursettu alltaf nýjan rótar- enda, eins og lýst var hér að framan, og þú þarft ekki að kaupa aftur lauk í búðinni. 14 Neytendur 16. október 2013 Miðvikudagur Haltu símanum hreinum n Farsímar og spjaldtölvur stútfullar af bakteríum V ið handfjötlum spjaldtölvur og farsíma allan daginn og ekki einungis okkar eigin tæki heldur fáum við þau einnig lánuð hjá öðrum. Þetta þýð- ir að bakteríur og óhreinindi eiga greiðan aðgang að höndum okkar. Á síðu Politiken segir að algeng- ustu bakteríurnar á þessum tækj- um séu streptókokkar og stafyl- kokkar en auk þess smitumst við af kvef- og magabakteríum af þeim. Þar segir jafnframt að við ættum að vera duglega að þrífa símana og spjaldtölvurnar og þannig minnka hættuna á að bakteríur berist á milli. Þegar það er gert þurfti að slökkva á tækinu. Nota skuli mjúk- an klút sem bleyttur hefur verið í vatni með örlítilli sápu. Passa þurfi að vinda klútinn eins vel og hægt er. Þurrkið svo af með vel undnum klút sem hefur einungis verið bleyttur með vatni. Þá er ráðlagt að hugsa um sím- ann og spjaldtölvuna eins og hvern annan hlut á heimilinu sem þarf að þrífa. Ekki gleyma þessum tækj- um þegar þú ert með þrifadag. Fyrirbyggjandi aðgerðir séu að þvo sér alltaf um hendurnar áður en tækið er notað, svo sem eftir mat. Að lokum er nefnt að gott sé að hafa hulstur utan um tækið sem auðvelt sé að þrífa. n gunnhildur@dv.is algengt verð 247,4 kr. 251,8 kr. algengt verð 243,7 kr. 249,6 kr. algengt verð 243,6 kr. 249,5 kr. algengt verð 243,9 kr. 249,8 kr. algengt verð 245,9 kr. 249,8 kr. algengt verð 243,7 kr. 249,6 kr. Eldsneytisverð 15. október BEnSín DíSiLoLía Ræktaðu grænmetið þitt úr afgöngunum n Ræktaðu þinn eigin vorlauk, hvítlauk, sellerí og engiferrót Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Gróðrarstía fyrir bakteríur Streptókokka og maga­ bakteríur má finna á farsímum og spjaldtölvum. Fékk gjafabréf n Mig langar að lofa Ham- borgarafabrikkuna en ég fór að kaupa máltíð fyrir mig og sam- starfskonu mína fyrir skömmu. Ég var frekar svöng nema hvað þegar ég kem frá Hamborgarafabrikkunni þá var bara að finna hennar borg- ara en ekki minn. Ég fór aftur og var alveg búin að setja mig í stellingar ef Hamborgarafabrikkan myndi nú ekki vilja bæta mér þetta en þá kom afgreiðslustúlkan með gjafabréf fyrir tvo upp á máltíð að eigin vali svo ég lofa þá fyrir frá- bæra þjónustu.“ Ekki hægt að kaupa staka þætti n Kona ein vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 en stundum langar mann að sjá einhvern einn þátt sem er sýnd- ur þar. Ég skil ekki af hverju stöð- in býður ekki fólki upp á að kaupa staka þætti á VOD, þótt það sé ekki áskrifandi. Maður mundi halda að það væri gróði fyrir Stöð 2 að selja áhorf á staka þætti,“ segir hún. Ásta Kristín Reynisdóttir, for- stöðumaður áskrifta og þjónustusviðs 365 miðla, segir að 365 miðlar séu að skoða ýmsa möguleika, en því miður geti hún ekki svarað, eins og staðan er, hvort þjónusta á borð við það að kaupa staka þætti á VOD sé einn þeirra. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.