Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 16. október 2013 Miðvikudagur SPORTÍS GÆÐA ÚTIFATNAÐUR Á BÖRNIN FRÁBÆR VERÐ! MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS Ætlar að keppa í fitness n Ragna Erlendsdóttir hefur misst 32 kíló á einu ári með breyttum lífsstíl R agna Erlendsdóttir segist hafa verið við dauðans dyr og aðframkomin vegna þunglyndis og offitu- vandamála í byrjun árs. Hún sneri blaðinu við og stundar nú líkamsrækt af mikilli ákefð og er árangurinn sláandi. Ragna læt- ur ekki þar við sitja og sagði skilið við reykingar og kvíðastillandi lyf sem hún hóf inntöku á fyrir fjórum árum þegar dóttir hennar Ella Dís tók skyndilega að lamast aðeins tveggja ára að aldri. Missti allt „Ég var hætt að geta borðað á tímabili vegna álags og gat ekki sofið. Mér leið illa í lifrinni og var orðin verulega þunglynd,“ segir Ragna sem segist hafa lent á botn- inum í tilverunni en hún missti tímabundið forræðið yfir dætrum sínum þremur. „Ég var búin að missa allt. Heimilið, börnin, heils- una og bara lífið eins og það legg- ur sig. Mér leið eins og að hlutverki mínu væri nú bara lokið. Ég var búin að hjálpa Ellu Dís að fá meðferð og koma hinum dætrum mínum fyrir hjá foreldrum mínum. Ég var búin að missa allt sem mér þykir vænst um,“ segir Ragna sem segist í kjöl- farið hafa tekið skrefin út úr eymd- inni með hjálp góðrar vinkonu sem hún telur að hafi bjargað lífi sínu. Reiðin étur upp að innan „Ég var orðin 145 kíló þegar allt var sem svartast. Ég var ekki að næra mig og hugsaði mjög illa um sjálfa mig. Ég var líka svo reið og reiðin át mig upp að innan. Ég skyldi ekki þetta óréttlæti sem var að gerast í kringum mig. Ég skil það núna að ég þurfti að missa allt til að kom- ast á þennan stað sem ég er á núna. Oft þarf maður að komast á botn- inn til að geta hafið gönguna upp aftur og uppgötva þann styrk sem maður raunverulega hefur til að takast á við lífið,“ segir Ragna sem segir það hafa verið mikilvægt fyr- ir sig að geta fyrir gefið bæði sjálfri sér og öðrum til að losna undan reiðinni. „Viltu segja eitthvað kær- leiksríkt eða meiða á móti. Maður þarf að vera meðvitaður um hugs- anir sínar og hvað maður segir,“ seg- ir Ragna sem fagnar góðu samstarfi við heilbrigðis yfirvöld í dag. Ætlar að keppa í fitness Ragna ætlar að láta gamlan draum verða að veruleika. „Ég er búin að byggja upp 7 kíló af vöðvum og stefni á keppa í fitness á næsta ári. Mér finnst gott að hafa markmið og er ótrúlega ákveðin,“ segir Ragna sem segist einnig hafa mikinn áhuga á næringarfræði. „Ég er mjög með- vituð um að næringin skiptir miklu máli. Ég les mér til sjálf þangað til að ég hef tíma til að fara í skóla. Annars þurfti ég nú ekki hjúkrunarnám til að bjarga Ellu Dís á sínum tíma. Ég hef þurft að blása í hana lífi oftar en ég kæri mig um að muna,“ seg- ir Ragna en hún segist í dag hjálpa öðru fólki með þyngdarstjórnun og upplýsingar um næringu með hjálp Herbalife. „Ég er orðin lífsstílsleið- beinandi sjálf í Heilsumiðstöð að Hátúni 12,“ segir Ragna ánægð að lokum. n „Viltu segja eitt- hvað kærleiksríkt eða meiða á móti. Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Vó 145 kíló „Ég var orðin verulega þunglynd,“ segir Ragna. Ragna Erlendsdóttir „Mér finnst gott að hafa mark- mið og er ótrúlega ákveðin,“ segir Ragna. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.