Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Side 13
Sjón er sögu ríkariGet unnið með
öllum
Þetta eru bara
glæpamenn
Tolli Morthens hannar Cintamani-úlpur. – DVÞorbjörg Helga Vigfúsdóttir býður sig fram í borginni. – DVAnna Valdís Jónsdóttir gjaldþrota eftir að hafa hlustað á bankann. – DV
Var ekki komið nóg af niðurskurði?
Spurningin
„Nei, því miður. Ef ég ætti
pening.“
Birgitta Guðmundsdóttir
19 ára nemi
„Já, að sjálfsögðu. Ég ætla m.a.
að sjá Mac DeMarco og Apparat
Organ Quartet.“
Birgir Sigurjón Birgisson
22 ára þjónn á Babalú
„Nei, ég verð í Mexíkó.“
Snorri Ásmundsson
46 ára myndlistarmaður
„Hátíðin er of „mainstream“ fyrir
mig í ár. Ég verð samt „back-up“-
dansari á Lord Pusswhip-tónleik-
unum.“
Marteinn Hjartarson
21 árs tónlistarmaður
„Nei, tími því ekki.“
Grétar Guðmundur Sæmundsson
18 ára nemi
Ætlar þú á
Iceland Airwaves
tónleikahátíðina?
1 Líf hennar varð að martröð eftir að nauðgunarmál var
fellt niður
Samfélagið snérist gegn fjölskyldu
stúlkunnar sem býr í Bandaríkjunum.
2 Offitusjúklingur gerðist einkaþjálfari
Mike Waudby missti 114 kíló á einu og
hálfu ári.
3 Blokk byggð á röngum stað Byggingin var reist við Hrólfsskálamel
á Seltjarnarnesi.
4 Burðardýr í Málinu: „Með ecstacy í leggöngunum“
Sölvi Tryggvason fjallaði um burðardýr
og fíkniefnasmygl í Málinu á þriðju-
dagskvöld.
5 Ólympíusilfur frá Peking 2008 til sölu
Safnaramiðstöðin fékk silfrið í
umboðssölu frá einum af strákunum
okkar.
6 „Þú ert sannarlega stórkost-legur leikari“
Anthony Hopkins er hrifinn af Bryan
Cranston í þáttunum Breaking Bad.
Mest lesið á DV.is
F
átt kom mér eins á óvart við
fjárlagafrumvarp nýrrar ríkis
stjórnar og sú staðreynd að
hefja ætti að nýju niðurskurð í
heilbrigðis kerfinu eftir árs hlé. Það
virðist skoðun ríkisstjórnar Fram
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að
þessi málaflokkur beri meiri niður
skurð. Í ljós kom í fjárlagafrumvarpi
að forgangsröðun nýrrar ríkisstjórn
ar væri meiri niðurskurður og aukin
gjöld á sjúklinga.
Niðurskurði fjárveitinga til heil
brigðismála hætt fyrir ári.
Strax haustið 2012 var ljóst að ekki
yrði gengið lengra í niðurskurði á
heilbrigðisstofnunum og því ákveðið
að þær yrðu undanþegnar öllum
niðurskurði árið 2013. Í framhaldinu
var raunar ákveðið að bæta við um
talsverðum fjárhæðum til heilbrigðis
mála.
Verkefnin voru næg og nokkur
þeirra nefnd hér.
Brýnt að endurnýja tækjakost.
Í fjárlögum fyrir árið 2013 var bætt
600 m.kr. í tækjakaup á Landspítala
(LSH) og 50 m.kr. á Fjórðungssjúkra
húsið á Akureyri (FSA). LSH hafði
þannig tæpar 900 m.kr. til tækja
kaupa á þessu ári í samræmi við
tækja og búnaðarlista sem spít
alinn lagði fram. Reiknað var með
að upphæð til tækjakaupa þyrfti að
vera 1.000 m.kr. á ári næstu 3 árin.
Þessar fjárveitingar falla út í fjárlög
um 2104.
Húsakostur heilbrigðisstofnana
þarfnast endurnýjunar
Fyrrverandi ríkisstjórn lagði áherslu
á að tryggja að endur og nýbygging
Landspítalans hæfist sem allra fyrst
og að allar áætlanir miðuðust við
að færa starfsemina sem mest á
einn stað. Þá voru ákveðnar endur
byggingar í Stykkishólmi og á Sel
fossi. Allt þetta er slegið af í fjárlaga
frumvarpinu.
Bætt kjör heilbrigðis
starfsmanna.
Ríkið og Læknafélag Íslands gerðu
kjarasamning árið 2011, sem leiddi til
bættra kjara og umtalsverðs kostnað
arauka fyrir ríkið, en meira þarf til.
Aðrar heilbrigðisstéttir, þar sem
konur voru í miklum meirihluta,
höfðu setið eftir í launum og tekið á
sig aukna vinnu og álag og kröfðust
leiðréttingar.
Í framhaldi af ákvörðun fyrri ríkis
stjórnar að stíga myndarleg skref
til að jafna kynbundinn launamun
var í upphafi árs 2013 ákveðið að
greiða 4,8% ofan á launaliði allra
heilbrigðis stofnana ríkisins til að
skapa svigrúm til að gera stofnana
samning og bæta kjör þessara hópa.
Fyrir lá að kostnaður af þessum
samningum yrði 1,5–2 milljarðar
króna á ári.
Fjölga þarf hjúkrunarrýmum
Fyrir lá að fjölga þyrfti hjúkrunar
rýmum, einkum á höfuðborgarsvæð
inu, svo þeir sjúklingar sem þyrftu á
slíkum rýmum að halda gætu útskrif
ast strax og meðhöndlun á sjúkrahúsi
væri lokið.
Við átak fyrrverandi ríkis
stjórnar og sveitarfélaga til endur
byggingar hjúkrunarheimila, þar
sem einbýlum var fjölgað, fækkaði
hjúkrunarrýmum nokkuð. Nokkur
sveitarfélög sem höfðu samið um
byggingu hjúkrunarheimila og fjölg
un rýma seinkuðu sínum áformum.
Því varð að leita annarra leiða til að
fjölga hjúkrunarrýmum. Fagna ber
ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að
taka Vífilsstaði í notkun sem hjúkr
unarheimili með 40–42 hjúkrunar
rýmum og létta þannig á LSH.
Nýjustu og bestu lyf
Loks hefur ítrekað verið nefnt að ný
sérhæfð lyf sem koma á markað væru
ekki nógu fljótt tekin í notkun vegna
fjárskorts.
Í fjáraukalögum 2012 var u.þ.b.
800 m.kr. bætt við til lyfjakaupa og
fjárveiting ársins 2013 hækkuð um
svipaða upphæð. Þessi útgjaldaliður
heyrir undir Sjúkratryggingar Íslands
og sést því ekki í útgjaldaaukningu
til sjúkrahúsanna. Þarna bætir ný
ríkisstjórn enn við í fjárlögum 2014,
svo vel ætti að vera séð fyrir útgjalda
aukningu vegna þessara lyfja.
Snúum vörn í sókn
Heilbrigðiskerfið snýst ekki aðeins
öfluga spítala eins og LSH og FSA. Þó
niðurskurður hafi verið mildari hjá
heilsugæslunni, þá má ekki gleyma
henni. Margar heilbrigðisstofnanir
landsins hafa sætt jafn miklum eða
meiri niðurskurði en LSH og ljóst er
að þar verður ekki lengra gengið. Það
er því ótrúlegt að sjá að spara eigi
um 300 m.kr. til viðbótar hjá þessum
stofnunum á næsta ári, þvert á allar
fyrri áætlanir og loforð. Þau sparnað
aráform verða að ganga til baka.
Það var nóg komið af niðurskurði
fyrir ári og því enginn grundvöllur til
að halda áfram niðurskurði. Eins og
ítrekað hefur komið fram þá hefur ís
lenska ríkið svigrúm til að bæta heil
brigðiskerfið ef ríkisstjórnin og Al
þingi afsala sér ekki tekjum. Verkefni
Alþingis er að breyta forgangsröðun
í fjárlagafrumvarpinu og tryggja 3,3–
3,5 milljarða króna aukningu til heil
brigðismála í fjárlögum 2014. n
Haustlitir Það hefur viðrað vel til hjólreiða í borginni síðustu daga og vikur. Haustið skartar sínu fegursta og umhverfið tekur á sig ýmsar myndir.
MyNd Sigtryggur ariMyndin
Kjallari
Guðbjartur
Hannesson
þingmaður Samfylkingar
Umræða 13Miðvikudagur 16. október 2013
„Þau sparnaðar-
áform verða að
ganga til baka.
MyNd Sigtryggur ari