Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2013, Blaðsíða 11
É
g vonaði að börnin mín myndu
sjá mér farborða, en þau gerðu
það ekki. Ég hafði því ekki um
neitt annað að velja en koma
hingað,“ segir Shakti Dasi, 65
ára ekkja í Indlandi. Dasi er búsett í
bænum Vrindavan sem er 150 kíló-
metra norðaustur af Delhi. Vrinda-
van er einna þekktastur fyrir að vera
aðsetur tilkomumikils hindúahofs,
en bærinn er einnig þekktur undir
nafninu borg ekknanna.
Ekki um annað að velja
Flestir sem setjast að í bænum gera
það vegna trúar sinnar, aðrir koma
þangað vegna þess að þeir hafa ekki
um neitt annað að velja og enn aðr-
ir eru skildir eftir í bænum af fjöl-
skyldumeðlimum sem vilja ekki
lengur greiða fyrir uppihald þeirra.
Nánast allir í þessum hópi eru kon-
ur, ekkjur sem hafa misst eigin-
menn sína. Shakti Dasi er í þessum
hópi en hún kom til Vrindavan fyrir
átta árum þegar eiginmaður hennar
lést. Börn hennar höfðu lítið á milli
handanna og töldu ófært að greiða
fyrir uppihald hennar. Bláfátæk sá
hún sér þann kost vænstan að flytja
til Vrindavan.
40 milljón ekkjur
Talið er að á Indlandi séu að minnsta
kosti 40 milljón ekkjur, eða um 10
prósent allra kvenna á Indlandi.
Konur sem komnar eru á efri ár eru
berskjaldaðri en karlar og fá til að
mynda afar takmarkaðar bætur frá
indverska ríkinu. Góðgerðasamtök í
Vrindavan, Maitri að nafni, hafa þó
gert þessum konum kleift að setjast
að í bænum þar sem þær geta lifað
sómasamlegu lífi.
600 krónur í bætur
„Á Indlandi er í raun og veru ekk-
ert til sem heitir félagslegt velferðar-
kerfi,“ segir Winnie Singh, stofnandi
Maitri-góðgerðasamtakanna, í sam-
tali við breska ríkisútvarpið, BBC.
Allar ekkjur sem eru 60 ára eða eldri
eiga rétt á bótum frá ríkinu. Þær
hrökkva skammt enda er upphæðin
aðeins 300 rúpíur á mánuði, eða rétt
rúmar 600 krónur. Margar þessara
kvenna eru ólæsar og óskrifandi og
eiga ekki einu bankareikning og því
sjá þær aldrei þessa smánarlegu
upphæð sem þær fá í bætur. „Hvern-
ig á fólk að geta lifað á 300 rúpíum á
mánuði,“ segir Singh. „Hvernig eiga
þær að geta leigt sér herbergi eða
keypt sér mat,“ segir hún og bend-
ir á að jafnvel þótt þær fái vottun
þess efnis að þær séu undir fátækt-
armörkum fái þær ekkert gefins og
þurfi eftir sem áður að greiða fyrir
mat.
Það er einmitt af þessum sökum
sem margar ekkjur leita til Vrinda-
van, þær hafa ekkert annað og fjöl-
skyldur þeirra hafa snúið baki við
þeim.
Þjóðin eldist hratt
Í umfjöllun BBC kemur fram að Ind-
land sé enn sem komið er tiltölu-
lega ungt land. Aldraðir eru aðeins
níu prósent af heildaríbúafjölda
Indlands. Blikur eru þó á lofti og er
indverska þjóðin að eldast nokkuð
örugglega. Samkvæmt Sameinuðu
þjóðunum gæti fjöldi aldraðra,
eftirlaunaþega í skilningi laganna,
þrefaldast og verða 300 milljón-
ir á næstu 40 árum. Af þessum sök-
um hafa margir áhyggjur af því hvað
verði um eldra fólkið á Indlandi og
hvort ríkið muni standa undir því að
halda þessu fólki uppi.
Margir, eins og Shakti Dasi, verða
að treysta á góðgerðasamtök eins
og Maitri, en í dag eru 500 ekkj-
ur á snærum samtakanna. Þar fá
ekkjurnar eina heita máltíð á dag og
fá auk þess ókeypis heilbrigðisþjón-
ustu og ókeypis lyf. n
Fréttir 11Miðvikudagur 16. október 2013
Látinn, en samt ekki
n Lét sig hverfa og var úrskurðaður látinn
Þ
ó svo að hinn 61 árs Donald
Eugene Miller Jr. sé jafn lifandi
og þú er hann löngu dáinn – í
lagalegum skilningi að minnsta
kosti. Donald, sem er Bandaríkjamað-
ur, hvarf sporlaust árið 1986 og var úr-
skurðaður látinn árið 1994. Ítrekaðar
tilraunir hans fyrir bandarískum
dómstólum til að fá þessu breytt hafa
ekki borið árangur. Í síðustu viku fór
enn ein tilraunin út um þúfur þegar
bandarískur dómstóll hafnaði beiðni
hans um að fá skráningunni breytt.
Þegar Miller missti vinnuna árið
1986 missti hann tökin á lífi sínu og
hóf að drekka ótæpilega. Svo fór að
hann lét sig hverfa og ferðaðist á milli
staða í nokkur ár. Hann bjó meðal
annars í Atlanta og Flórída þar sem
hann tók að sér verkefni gegn greiðslu.
Það var svo ekki fyrr en árið 2005
að Donald hafði samband við ættingja
sína og voru það foreldrar hans sem
færðu honum þau tíðindi að sam-
kvæmt lagalegum skilningi væri hann
látinn. Var það fyrrverandi eiginkona
hans sem fór fram á að hann yrði úr-
skurðaður látinn svo hægt væri að
greiða tveimur börnum þeirra dánar-
bætur. Á þeim tíma skuldaði Donald
svimandi háar fjárhæðir í meðlög.
Donald getur enn áfrýjað dómi
dómstólsins í Hancock-sýslu í Flórída
og vonast hann til þess að fá dánarúr-
skurðinum snúið við. Lögum sam-
kvæmt mega ekki líða meira en þrjú ár
frá því að einstaklingur er úrskurðað-
ur látinn þar til úrskurðinum er breytt.
„Þannig standa málin og þú ert enn
látinn í skilningi laganna,“ sagði dóm-
arinn, Allan Davis, þegar hann hafn-
aði beiðni Donalds. n einar@dv.is
n Ayman al-Zawahiri verstur samkvæmt CNN n Þeir bera ábyrgð á dauða þúsunda
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Borg ekknanna
n Fjölskyldurnar snéru baki við þeim n Fá 600 krónur í bætur á mánuði
Búa frítt Í Vrindavan
fá ekkjur heitan mat og
þak yfir höfuðið.
Lélegt kerfi Winnie Singh er stofnandi Maitri-samtakanna. Hún segir að það sé ómögulegt
að lifa á 300 rúpíum á mánuði.
í barnaafmælið
Bjóðum einnig upp
á eggjalausar tertur