Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 4
4 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað
„Hugboð“ en þögn
n Landsliðsmenn vita ekki hver seldi silfrið
Þ
eir landsliðsmenn í hand
knattleik sem DV hefur rætt
við um söluna á ólympíu
silfurpeningnum segjast ekki
vita hver það var sem seldi pen
inginn. Enn hefur ekki komið í ljós
hver það var. Viðkomandi leikmaður
seldi peninginn vegna fjárhagserfið
leika og greip HSÍ inn í í kjölfarið og
kom peningnum aftur til hans. Málið
telst upplýst að mati HSÍ.
Mikil forvitni hefur hins vegar
gripið um sig hjá hluta landsmanna
sem ólmir vilja fá botn í málið: Hver
það var sem seldi silfurpeninginn.
DV hefur haft samband við
nokkra af leikmönnum landsliðsins
vegna málsins, meðal annars þá Sig
fús Sigurðsson og Ólaf Stefánsson.
Hvorugur þeirra sagðist hins vegar
vita um hvern ræddi.
Sigfús neitaði því aðspurður að
hann hefði selt sinn silfurpening og
sagðist jafnframt ekki vilja spá og
spekúlera í hver það væri af lands
liðsmönnunum sem kæmi til greina.
Hann sagði jafnframt að jafnvel ef
hann vissi hver hefði selt silfurpen
inginn þá væri alls ekki gefið að hann
segði frá því.
Ólafur Stefánsson sagðist ekki
vita hver seldi peninginn en að hann
hefði „hugboð“ um það sem hann
ætlaði jafnframt bara að halda fyrir
sig.
Sú staðreynd að ekki hefur enn
spurst út hver seldi silfurpeninginn
en fékk hann svo jafnframt aftur
er merkileg. Yfirleitt spyrjast slíkar
upplýsingar út. Þetta hefur hins
vegar ekki enn gerst hjá strákunum
okkar í silfurliðinu. Alveg ljóst er að
meirihluti leikmannanna veit hver
seldi peninginn en þeir tala ekki um
það. n
ingi@dv.is
1 matsk. safieða 1 hylki.
F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i .
Jafnvægi og vellíðan
lifestream™
nature’s richest superfoods
Hótar starfskonu
góðgerðasamtaka
n Krafin um milljón í miskabætur n Hefur ekki svarað kröfubréfi
Þ
ann 28. september síðast
liðinn sendi Vilhjálmur
Hans Vilhjálmsson, lög
maður Egils Einarssonar,
konu á fertugsaldri kröfu
bréf vegna ummæla sem hún lét falla
um Egil á athugasemdakerfi DV.is.
Í bréfinu er konan krafin um afsök
unarbeiðni og eina milljón króna í
miskabætur. Að sögn Vilhjálms hef
ur hún enn ekki brugðist við bréf
inu, þrátt fyrir að frestur til þess hafi
runnið út 6. október síðastliðinn,
og gæti málið því leitt til stefnu.
Konan er búsett erlendis þar sem
hún starfar fyrir góðgerðasam
tök sem berjast gegn hlutgervingu
kvenna en verði henni stefnt gæti
henni orðið gert að greiða háar fjár
hæðir vegna ummælanna.
Fjórir aðrir fengu kröfubréf
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson,
lögmaður Egils, segir í samtali við
blaðamann DV að konunni hafi
ekki verið stefnt en að kröfubréf
hafi verið sent.
„Ég sendi henni kröfubréf, vegna
ummæla í athugasemdakerfi DV.is.
Það voru fleiri sem fengu kröfubréf
fyrst. Gott ef það hafi ekki verið fjór
ir sem fengu kröfubréf. Einn ung
ur, vænn og sómakær drengur sá
sóma sinn í því að biðjast afsökun
ar og honum var ekki stefnt en eftir
stóðu þrjár stefnur. Það er kominn
dómur í einu máli og kemur dóm
ur í hinum 21. október. Síðan ger
ist það að það kemur þarna önnur
bylgja athugasemda í tengslum við
fréttaflutning af viðtali í Nýju Lífi og
fleira. Þetta eru ummæli sem eru
látin falla sem athugasemdir við
þær fréttir ykkar,“ segir Vilhjálmur.
Verður fleiri einstaklingum
stefnt?
„Það er ekki búið að stefna fleir
um en ég get staðfest við þig að
þessi kona fékk kröfubréf og hefur
ekki svarað því.“
Mörg mál til skoðunar
Ummælin sem um ræðir voru látin
falla dagana 29. ágúst og 14. sept
ember síðastliðinn og voru eftirfar
andi:
„Þetta var viðbjóðslegt mál og
hræðilegt að þurfa að sjá nauðgar
ann í öllum fjölmiðlum eins og ekk
ert hafi í skorist.“
„Nauðgun er nauðgun, sama
hver á í hlut. Fólk sefur ekki hjá grát
andi manneskju. Það er nauðgun.“
„Ójú, miðað við hvernig þessi
maður hefur komið fram við kon
ur og allt sem ég hef lesið um þessa
nauðgunarákæru, þá efa ég ekki að
hann sé sekur.“
Tveimur vikum eftir að síðustu
ummælin voru látin falla var kröfu
bréfið sent.
„Þetta bréf er dagsett 28. sept
ember 2013. Hún var með frest til 6.
október 2013 til að biðjast afsökun
ar á ummælunum, viðurkenna að
þau séu röng og greiða miskabætur
sem munu renna til góðgerðamála.
Það hefur hún ekki gert. Ég sendi
henni þetta með tölvupósti þar sem
hún býr í Englandi. Hún hefur ekki
svarað þessu,“ segir Vilhjálmur.
Hvað var farið fram á háar
miskabætur?
„Mig minnir að það hafi verið
ein milljón.“
Gæti þetta leitt til stefnu?
„Ég get staðfest það að þessi
kona hefur fengið kröfubréf og ég
efast ekki um að henni verði stefnt
ef hún ætlar ekki að bregðast við.“
Eru fleiri sambærileg mál til
skoðunar?
„Það er búinn að vera mikill
fjöldi mála til skoðunar. Mjög mikill
fjöldi. Nafnlausar Facebooksíður og
annað.“
Þremur hefur verið stefnt
Líkt og fyrr sagði starfar konan fyrir
góðgerðasamtök á Englandi en ljóst
er að starfsmenn góðgerðasamtaka
eru sjaldnast á háum launum og
má því ætla að verði hún dæmd til
að greiða Agli miskabætur yrði það
henni þung fjárhagsleg byrði. Ekki
virðist þó liggja fyrir hvort konunni
eða öðrum verði stefnt en fyrir utan
konuna sem um ræðir höfðu fjór
ir einstaklingar þegar fengið send
kröfubréf af svipuðum toga og var
þremur þeirra síðan stefnt fyrir
meiðyrði.
Dómur hefur fallið í einu þeirra
mála en líkt og kunnugt er var hin
tvítuga Ingibjörg Lilja Hafliðadótt
ir dæmd í Héraðsdómi Austurlands
til að greiða rúmar 900 þúsund
krónur vegna ummæla sem hún lét
falla um Egil á samskiptasíðunni
Facebook. Var henni gert að greiða
Agli 100 þúsund krónur í miska
bætur, auk vaxta og dráttarvaxta,
800 þúsund krónur í málskostnað,
þar sem meðal annars var tekið til
lit til ferðakostnaðar lögmanns Eg
ils, og 30 þúsund króna sekt í rík
issjóð. Í kjölfarið hóf Guðný Rós
Vilhjálmsdóttir, stúlkan sem kærði
Egil og unnustu hans, Guðríði Jóns
dóttur, í desember 2011, söfnun á
Facebook þar sem sú upphæð sem
Ingibjörgu Lilju var gert að greiða
safnaðist á innan við sólarhring. n
Hörn Heiðarsdóttir
blaðamaður skrifar horn@dv.is
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Ég efast ekki um
að henni verði
stefnt ef hún ætlar ekki
að bregðast við
Vilhjálmur Hans Vilhjálmur segir fjölda
mála til skoðunar hjá honum og skjólstæðingi
sínum, Agli Einarssyni. Mynd Sigtryggur Ari
Egill Einarsson Egill fer fram á að konan biðji hann afsökunar og greiði auk þess milljón í miskabætur fyrir ummæli sín. Mynd Sigtryggur Ari
Gerir upp
síðustu ár
Steingrímur J. Sigfússon, þingmað
ur og fyrrverandi fjármálaráðherra,
ræðir í væntanlegri bók átökin á
bak við tjöldin í íslenskum stjórn
málum á síðasta kjörtímabili. Bók
ina ritar Björn Þór Sigbjörnsson en
bókaforlagið Veröld gefur hana út.
Mikið mæddi á Steingrími á
síðasta kjörtímabili og fór hann á
stundum með mörg ráðuneyti. Lík
lega hefur hann frá mörgu að segja.
Í tilkynningu frá Veröld segir að í
bókinni svipti Steingrímur hulunni
af átökum sem fram fóru að tjalda
baki, jafnt frá þungbærum deilum
við samherja sem og glímu við
pólitíska andstæðinga. „Og hlífir
hvorki sjálfum sér né öðrum.
Engar leið-
réttingar fyrir jól
Bjarni Benediktsson segir að engar
ákvarðanir verði teknar á þessu ári
um skuldamál heimilanna
„Varðandi skuldamálin leiðir af
þessu svari mínu að stjórnvöld eru
ekki að fara í neina samninga við
kröfuhafa um skuldamál heimil
anna.“ Þetta sagði Bjarni Benedikts
son fjármálaráðherra á Alþingi í
gær. Tilefnið var fyrirspurn Helga
Hjörvar, þingmanns Samfylkingar
innar. Helgi spurði hvort rétt væri
eftir Bjarna haft á Bloomberg fyrr í
vikunni þar sem fram kom að ekki
yrði ráðist í aðgerðir í skuldamálum
heimilanna fyrr en á næsta ári.
Bjarni sagði líka að ekkert hefði
breyst með skuldamál heimilanna.
Þau væru í sérstakri nefnd sem
ákveðin var í sumar. Þaðan kæmu
tillögur bæði í nóvember og des
ember, annars vegar frá skuldaleið
réttinganefndinni og hins vegar
verðtryggingarnefndinni. „Það er
mitt álit að síðan þurfi að taka þær
tillögur til skoðunar og eftir atvik
um til meðferðar hér í þinginu.“
Leiðréttingar á skuldamálum
heimilanna voru eitt stærsta kosn
ingaloforð Framsóknarflokksins.
Ljóst er að bið verður á að í þær
verði ráðist.
Silfurleyndarmál Enn er á huldu hver
af strákunum okkar seldi ólympíusilfur
peninginn sinn. Sigfús Sigurðsson og
Auðunn Atlason sjást hér saman í landsleik.
Mynd gEtty iMAgES