Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 10
10 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað
„Manneskjur en
ekki glæpaMenn“
n Hættuleg þróun að hælisleitendur séu brennimerktir, segir talskona UNHCR
P
ia Prytz Phiri, framkvæmda
stjóri umdæmisskrifstofu
Flóttamannahjálpar Sam
einuðu þjóðanna (UNHCR)
í NorðurEvrópu, gagnrýnir
það hvernig flóttamenn og hælisleit
endur hafa verið brennimerktir sem
glæpamenn hérlendis upp á síðkastið.
„Þetta er mjög óheppileg þróun og ég
tók málið sérstaklega upp á fundi með
innanríkisráðherra, vegna þess að
ég tel það vera á ábyrgð stjórnmála
manna að sjá til þess að fólk fái rétt
ar upplýsingar,“ segir Pia. Hún vísar
meðal annars til þess þegar fimmtán
hælisleitendur voru handteknir á
heimili sínu í Auðbrekku í Kópavogi í
síðasta mánuði. Engar skýringar hafi
verið gefnar á þeirri hörku sem sér
sveitin beitti í aðgerðinni, en látið í
það skína að um væri að ræða ótínda
glæpamenn. Pia segir ábyrgðina
liggja að einhverju leyti hjá fjölmiðl
um en ekki síður hjá lögreglunni sem
virðist hafa tilgreint þjóðerni nokkurra
mannanna sérstaklega í samskiptum
sínum við fjölmiðla. Þannig hafi að
gerðin verið réttlætt á þeirri forsendu
að á meðal hælisleitenda hefðu verið
menn frá Albaníu.
„Svona umfjöllun elur á
útlendingahatri og rasisma,“ segir Pia
sem kom hingað til lands á dögunum
til þess að kynna sér aðstæður hælis
leitenda og fylgja eftir skýrslu um
stöðu ríkisfangslausra á Íslandi. Hún
ræddi meðal annars við hælisleitend
ur sem handteknir voru í aðgerðinni,
sem og lögfræðinga sem þekkja til
málsins, og segir allt útlit fyrir að
brotið hafi verið á mannréttindum
mannanna. Margir þeirra hafi orðið
fyrir miklu sálrænu áfalli þegar sér
sveitin réðst inn á heimili þeirra og í
kjölfarið misst allt traust á íslenskum
stofnunum. Eins og DV greindi frá
voru velflestar dyr heimilisins brotnar
upp í aðgerðinni. Þá voru menn hand
teknir á nærbuxum einum fata og
þurftu sumir þeirra að dúsa hálfnakt
ir í fangageymslum lögreglunnar. Lög
menn hafa í samtali við DV sagði að
lögreglan hafi brotið meðalhófsreglu
í aðgerðinni. Framkvæmdastjóri um
dæmisskrifstofu Flóttamannahjálp
ar Sameinuðu þjóðanna í Norður
Evrópu lítur málið alvarlegum augum.
Ekkert leiðrétt
„Ég hef miklar áhyggjur af því hvernig
fjallað var um þessa aðgerð í fjölmiðl
um,“ segir Pia sem hefur kynnt sér fjöl
miðlaumfjöllun um málið. „Þetta var
látið líta þannig út að þarna hefði eitt
hvert glæpagengi haldið til, og það
síðan tengt við ákveðið þjóðerni og
með því var verið að brennimerkja
fólk: Þannig að ef þú ert hælisleitandi
af ákveðnu þjóðerni þá ertu glæpa
maður. Þannig fær þetta að grafa um
sig í vitund fólks sem er mjög hættu
legt.“ Piu þykir merkilegast að enginn
hafi þurft að svara fyrir aðgerðina.
Engin yfirlýsing hafi til að mynda
komið frá lögreglunni þar sem útskýrt
sé hvers vegna íbúar hússins hafi verið
handteknir með þessum hætti. Þá hafi
engin afsökunarbeiðni eða frekari út
skýring á aðgerðinni borist frá öðr
um stofnunum ríkisins. Þannig virðist
enginn vilji til þess að leiðrétta þann
misskilning sem orðið hefði til í kjölfar
aðgerðarinnar, segir Pia.
Samkvæmt upplýsingum frá lög
reglu er málið ennþá í rannsókn, en
fjölmiðlar hafa meðal annars greint
frá því nýlega að tveir mannanna hafi
verið sendir aftur til heimalands síns
á þeirri forsendu að þeir væru á saka
skrá. DV hefur heimildir fyrir því að
þær upplýsingar hafi komið frá lög
reglunni, en heimildarmaður blaðsins
sem þekkir vel til innan stjórnkerf
isins segir að með þessu sé verið að
reyna að réttlæta aðgerðina í Auð
brekku án þess þó að svara beint fyr
ir hana, sem gæti reynst lögreglu erfitt.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög
regluþjónn á höfuðborgarsvæðinu,
getur ekki gefið upp hvort búið sé að
leggja fram ákæru á hendur einhverj
um mannanna, né heldur á hvaða
forsendu þeir voru allir handsamaðir.
Hann segir að þeim hafi verið gerð
grein fyrir tilefni handtökunnar. Það
stangast hins vegar á við frásagnir
mannanna sjálfra, lögmanna þeirra,
sem og þær upplýsingar sem fram
kvæmdastjóri umdæmisskrifstofu
flóttamannahjálparinnar fékk innan
úr stjórnkerfinu þegar hún grennsl
aðist fyrir um málið.
„Réðust þarna inn“
„Við ræddum við flóttamennina sem
voru handteknir í aðgerðinni og við
fengum að heyra þeirra hlið, sem við
fengum síðar staðfesta í samtölum við
lögmenn og aðra sem þekkja til máls
ins. Það sem er mikið áhyggjuefni er
að þeir [sérsveit ríkislögreglustjóra]
réðust bara þarna inn án þess einu
sinni að reyna aðrar leiðir fyrst,“ segir
Pia sem er á því að gróflega hafi ver
ið brotið á rétti mannanna. Í tilkynn
ingu frá lögreglu sem birt var í kjölfar
aðgerðarinnar kom fram að lítilræði af
fíkniefnum hefði fundist við leit, sem
og „eggvopn.“ Nýjustu upplýsingar DV
herma að þar hafi verið um að ræða
eldhúshnífa, sem og eitt gramm af
marijúana. Einn mannanna ku hafa
játað á sig vörslu fíkniefnanna og því
telst þeim hluta rannsóknarinnar
lokið.
Helga Vala Helgadóttir er lögmaður
tveggja manna sem handteknir voru í
aðgerðinni en hún hefur engar upp
lýsingar fengið um ástæðu handtök
unnar, þrátt fyrir að hafa ítrekað beðið
lögregluna um svör. Hún lýsti hand
töku skjólstæðings síns í samtali við
DV á dögunum með þessum orðum:
„Hann var handtekinn á nærbuxun
um og handjárnaður niður í gólf þar
sem hann var látinn liggja í klukku
tíma. Á meðan hann lá þarna var
öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa
tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu
þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir
það var hann leiddur á nærbuxunum
út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex
klukkutíma án þess að fá að tala við
lögmann eða túlk eða nokkurn ein
asta mann.“ Þeir íbúar sem DV hefur
rætt við lýsa atburðum með svipuðum
hætti.
Sálrænt áfall
Mennirnir sem héldu til í húsnæðinu
Auðbrekku komu frá ólíkum lönd
um, þar á meðal Gana, Sómalíu, Sýr
landi, Albaníu og Palestínu. Þeir hafa
sótt um hæli hér á landi, sumir hverj
ir vegna ofsókna í heimalandi sínu,
en Pia segir marga þeirra í miklu
sjokki eftir aðfarir lögreglunnar.
„Þarna ertu með hælisleitendur sem
margir hverjir koma úr aðstæðum
þar sem svona aðgerðir eru vinnu
aðferðir kúgandi stjórnvalda. Þeir
hafa kannski upplifað eitthvað í lík
ingu við þetta í heimalandi sínu, af
hendi hermanna eða lögreglu sem
beiti slíkum aðferðum til þess að of
sækja þá,“ segir Pia og bætir því við
að margir mannanna hafi í kjölfarið
orðið fyrir sálrænu áfalli, og misst allt
sitt traust á íslenskum stofnunum.
Þá sé einnig merkilegt að enginn
mannréttindasamtök á Íslandi hafi
talað út um málið. „Enginn hefur
stigið fram og sagt; „Það þarf að láta
reyna á lögmæti þessara aðgerða
fyrir dómstólum“.“ Þetta finnst Piu
athyglisvert vegna þess að um sé að
ræða grundvallarmannréttindi fólks,
sama hvort um sé að ræða einstak
linga sem koma erlendis frá eða eru
frá Íslandi. „Það virðist einfaldlega
vera þannig að hér séu engin sam
tök, enginn umboðsmaður hælisleit
enda, engin innri skoðun á störfum
lögreglunnar sjálfrar, ekkert afl sem
getur skorist í leikinn, skoðað málið,
og útskýrt fyrir fólki hvað gekk þarna
á. Þetta er mikið áhyggjuefni.“
Manneskjur ekki glæpamenn
„Þetta eru manneskjur en ekki
glæpamenn, það er mikilvægt að
halda því til haga,“ segir Pia og bæt
ir því við að aðgerðir í líkingu við þá
sem sérsveitin réðst í í Auðbrekku sé
eitthvað sem ætti að skoða mjög ít
arlega áður en farið er í þær. „Ef lög
reglan telur sig þurfa að fara í að
gerðir af þessu tagi, og hún byggir
Fundaði með ráðherra Talskona
Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
lítur málið alvarlegum augum en hún ræddi
það meðal annars á fundi sínum með
innanríkisráðherra. Mynd SigtRygguR ARi
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Aðgerð í Auðbrekku
Hælisleitendur voru í
fastasvefni þegar sérsveit
ríkislögreglustjóra réðst
inn á heimili þeirra. Margir
þeirra hafa í kjölfarið misst
traust á íslenskum stofn-
unum. Mynd SigtRygguR ARi
Engar sektir
fyrir hundaskít
Ekki er hægt að sekta fólk sem
lætur hundaskít eftir hunda sína
liggja, í stað þess að taka hann
upp. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
segir að sönnunarbyrðin í slíkum
málum sé erfið vegna þess að þeir
sem láta hjá líða að þrífa skítinn
upp geri það yfirleitt þegar ekki
sést til þeirra.
Tillaga þess efnis að sekta beri
fólk sem skilji eftir hundaskít var
vísað til eftirlitsins úr umhverfis
og skipulagsráði borgarinnar. Á
hverju ári berast margar kvartanir
um óþrifnað af þessu tagi. Eftirlitið
telur vænlegast að höfða til vitund
ar almennings um góða umgengni
auk þess að ráðast í áróðursherferð
gegn skítnum á vorin, þegar skítur
kemur undan snjó.
Íbúum fjölgar
á Íslandi
Íbúar á Íslandi voru 325.010 í lok
þriðja ársfjórðungs, samkvæmt
tölum Hagstofunnar. Af þeim voru
22.760 erlendir ríkisborgarar, eða
sjö prósent íbúa. Landsmönnum
fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungn
um.
Hjá Hagstofunni kemur fram
að á ársfjórðungnum hafi 1.130
börn fæðst en 530 einstaklingar
hafi látið lífið. Á sama tíma hafi
620 flutt til landsins umfram brott
flutta. Fram kemur líka að brott
fluttir einstaklingar með íslenskt
ríkisfang hafi verið 170 umfram
aðflutta.
Fiskafli jókst
í september
Heildarverðmæti íslenska flotans
í septembermánuði var 31,1 pró
senti hærra en í september í fyrra,
samkvæmt upplýsingum á vef
Hagstofunnar. Þetta er miðað við
fast verðlag.
Aflinn, það sem af er árinu, eða
fyrstu níu mánuðina, var 3,2 pró
sentum meiri en á sama tímabili
í fyrra. Alls veiddu íslensk skip
115.240 tonn fyrstu níu mánuði
ársins en í fyrra voru tonnin
104,928.
Þegar horft er á september
nam aukningin 10 prósentum frá
því í fyrra.