Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 14
14 Fréttir 18.–20. október 2013 Helgarblað „Ég gat alltaf treyst þér“ n Sigrún Pálína minnist Stefaníu n Tókust saman á við biskupsmálið V ið kynntumst árið 1996 þar sem þú vægðarlaust steigst fram og studdir okkur Dag- björtu í vonlausri baráttu við valdið og mannfjöldann,“ skrifar Sig- rún Pálína Ingvarsdóttir í minningar- grein um vinkonu sína Stefaníu Þor- grímsdóttur. Stefanía Þorgrímsdóttir fæddist á Húsavík 11. apríl 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. sept- ember 2013. Útför Stefaníu fór fram frá Fossvogskirkju 10. október 2013. Sigrún Pálína og Stefanía tengdust fyrst í gegnum mál Ólafs Skúlasonar biskups. Stefanía varð fyrir kynferð- islegri áreitni af hálfu Ólafs árið 1963, tólf ára gömul. Hún var á sundnám- skeiði og hann var æskulýðsprestur með fermingarnámskeið á sama stað. Stefanía var ráðgjafi hjá Stígamótum þegar mál Sigrúnar Pálínu Ingvars- dóttur og Dagbjartar Guðmunds- dóttur komu upp árið 1996. Þar sem hún bjó sjálf yfir þessari reynslu af Ólafi ákvað hún að stíga fram og segja sögu sína til þess að styrkja þær. Hún tók sér leyfi frá Stígamótum en sneri aldrei aftur til starfa. Í fallegri minningargrein minnist Sigrún vinkonu sinnar og segir: „Þú horfðir ákveðið fram og lést engan bilbug á þér finna. Ég gat alltaf treyst þér og þú vékst aldrei undan, hvorki fyrir hótunum né öðru valdi. Þú varst vægðarlaus í þínum skoðunum og komst mér oft niður á jörðina og í raunveruleika lífsins.“ Sigrún segir Stefaníu hafa staðið með óendanlegum baráttuvilja keik með sannleikanum. „Án þín hefði það verið erfitt að ná fram réttlætinu og þeirri uppreisn æru sem við feng- um 2010. Við höfum reynslu sem gerði okkur að systrum eins og við kölluðum hvor aðra,“ segir Sigrún og segist bera mikla og djúpa virðingu fyrir Stefaníu, en hún geti aldrei endurgoldið Stefaníu þann stuðning sem hún sýndi. n Ferðalag Gunnars kostaði 1,2 milljónir n Þéttskipuð dagskrá utanríkisráðherra n Hitti Barack Obama F erð Gunnars Braga Sveins- sonar og eiginkonu hans til New York á dögunum kostaði 1,2 milljónir króna. Gunnar Bragi var staddur í New York vegna setningar allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna und- ir lok september. Gunnar Bragi og eiginkona hans voru í borginni í átta daga. Ekki eru greiddir dag- peningar fyrir maka eftir því sem kemur fram í upplýsingum frá utan ríkisráðuneytinu. Þéttskipaðir dagar Samkvæmt dagskrá utanríkisráð- herrans voru þessir átta dagar mjög þéttskipaðir og frá fyrsta degi voru allir dagar bókaðir frá morgni til kvölds. Samkvæmt dagskrá Gunnars Braga hitti hann meðal annars Barack Obama Banda- ríkjaforseta, fór í móttökur forseta Suður- Afríku, Tyrklands og í boð ESB. Mikið var um fundi sam- kvæmt dagskrá ráðherrans, með- al annars með utanríkisráðherrum hinna Norðurlandanna. Fordæmdi hryðjuverk Gunnar Bragi hélt ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og fór yfir áherslur Íslands í utan- ríkismálum og fordæmdi hryðju- verk. Utanríkisráðherra undirstrik- aði mikilvægi þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og sagði þau grundvöll stefnu Íslands í þróunar- samvinnu. Þá lagði hann áherslu á að í nýjum þróunarmarkmiðum, sem taka munu gildi eftir 2015, verði áfram áhersla á upprætingu fátæktar, jafnrétti kynjanna, heilbrigðismál og menntun stúlkna og drengja. Ræddi þúsaldarmarkmið SÞ Gunnar Bragi tók einnig þátt í ráð- herrafundi um framvindu þús- aldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og mótun nýrra þróunar- markmiða eftir árið 2015 sem fór fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ, kynnti nýja skýrslu sína um eftirfylgni við þúsaldarmarkmiðin og Gunnar Bragi tók þátt í hringborðsumræð- um og ræddi mikilvægi skýrra þús- aldarmarkmiða, enda þótt að mik- ill árangur hafi náðst í baráttu gegn fátækt, í menntamálum og í heil- brigðismálum, sé enn mikið verk óunnið og sagði hann að ríki heims þyrftu að sameinast um ný mark- mið sem gætu tryggt komandi kyn- slóðum aukna hagsæld og réttindi. Hitti Obama Sem kunnugt er hitti Gunnar Bragi, ásamt Elvu Björk eiginkonu sinni, Barack Obama forseta Bandaríkj- anna og Michelle Obama, eig- inkonu hans, á Waldorf Astoria- hótelinu í New York. Meðfylgjandi mynd var tekin af þessu tilefni. Fundur Gunnars og Obama var lokaður fjölmiðlum, en Obama hitti þar alla þjóðhöfðingja sem sóttu allsherjarþingið. Þar spurði forsetinn hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði náð heilsu. Sem kunnugt er var Sigmundur með sýkingu í fæti þegar hann hitti forsetann í Stokk- hólmi á dögunum og þurfti að klæðast ósamstæðum skóm. Nike- skór sem Sigmundur klæddist var svo boðinn upp til góðgerðamála, en engum sögum fer af skótaui utan ríkisráðherrans. n Hitti Obama Hér má sjá þau Gunnar Braga og eiginkonu hans, Elvu, með Michelle og Barack Obama. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Styðja tillögu Bjartrar framtíðar Stjórn Ungra vinstri grænna fagnar framkominni þings- ályktunartillögu Bjartrar fram- tíðar um skipan starfshóps til að jafna búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Ungra vinstri grænna sendi frá sér. Hún fagnar jafnframt þings- ályktunartillögu Bjartrar fram- tíðar um skráningu umgengnis- foreldra. „Sameiginleg forsjá og jöfn búseta barna verður æ oftar fyr- ir valinu við skilnað fólks sem á börn saman. Pottur hefur þó verið brotinn í því kerfi sem er við lýði í dag. Réttur lögheimilis- foreldris umfram hins foreldris- ins tryggir ójöfnuð sem er ekki í takt við það jafnréttissamfélag sem við stefnum ört að. Það er einlæg trú Ungra vinstri grænna að jöfn búseta barna, helst með tvöfaldri lögheimilisskráningu, muni tryggja að ákvarðanir sem snerta barnið verði frekar teknar á jafnræðisgrundvelli barninu í hag. Ung vinstri græn vilja brýna það fyrir þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að veita máli Bjartrar framtíðar brautargengi og þora að taka skrefið í átt að jafnara samfélagi,“ segir í ályktuninni. „Kominn yfir hættumörk“ Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, skorar á alla Alþingismenn – hvar í flokki sem þeir eru – að standa sam- eiginlega að verulega auknum fjárframlögum til LSH, bæði til tækjakaupa og fyrir rekstur einstakra deilda. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér á miðvikudag. „Dögun krefst þess að uppbygging heilbrigðiskerf- isins verði hafin að nýju. Niðurskurður til Landspítala er kominn yfir hættumörk og svip- að er uppi á teningnum með heilbrigðisstofnanir víða um land,“ segir í tilkynningunni. Þar er Alþingi einnig hvatt til að setja þegar í stað tímabundin ákvæði í lög þannig að nauðungarsölur vegna innheimtu verðtryggðra lána verði stöðvaðar þar til að- gerðapakki ríkis stjórnarinnar hefur verið mótaður og kominn til framkvæmda. „Ríkisstjórnin hefur lofað víðtækum aðgerðum til leið- réttinga á stökkbreyttum lánum. Meðan ekki liggur fyrir hvernig að þeim verður staðið er mikil- vægt að öryggi skuldsettra fjöl- skyldna verði ekki ógnað meira en þegar er orðið.“ Skrifar minn- ingargrein Sigrún Pálína minnist vinkonu sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.