Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 17
Fréttir 17Helgarblað 18.–20. október 2013 „Slæðan táknar vernd og virðingu“ n Heimsókn í íslamskan saumaklúbb n Allar giftar múslimum n Tvær kynntust eiginmanninum á netinu n Lífið betra með Guði n Glímdu við fordóma n Óþægilegt þegar fólk starir Giftust í leyni Hún segir að það hafi verið mjög sér­ stök reynsla að kynnast eiginmann­ inum á netinu. „Ég var ekki búin að gerast múslimi þegar ég kynntist honum og hélt að þetta myndi aldrei ganga. En æ bara, mér leiddist. Ég var einstæð móðir og mig vantaði fé­ lagsskap þannig að ég fór að spjalla á netinu og kynntist honum. Ég var búin að kynna mér íslam en þetta var samt rosalega flókið. Ekki síst af því að hann er frá Egyptalandi og þurfti nánast vega­ bréfsáritun til að komast úr landi. En hann var að læra þýsku og fór svo til Þýskalands til að halda náminu áfram og þá fór ég út að hitta hann. Ég stoppaði stutt en fór aftur út skömmu síðar, og aftur með dóttur mína og þá giftum við okkur. En ég sagði engum frá því, enda giftumst við bara inn­ an íslam til að koma í veg fyrir að við myndum gera eitthvað sem við myndum svo sjá eftir. Í kjölfarið vor­ um við áfram hvort í sínu landi þar til hann kom til Íslands. Það var mjög erfitt ferli að fá leyfi frá Útlendinga­ stofnun en við giftum okkur aftur og þá formlega. Það hjálpaði aðeins til en þetta var samt alltaf vesen. Við þurftum að fylla út alls kyns eyðublöð og fá pappíra frá Egyptalandi sem var erfitt að fá.“ Íris Björk þekkir þetta. „Það var líka mjög erfitt að fá þessi gögn frá Marokkó. Sumt fannst mér líka bara fáránlegt. Eins og að við þyrftum að koma með sönnun þess að við vær­ um ekki systkini þegar við giftum okkur. Hann er fæddur í Marokkó,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín en Katrín bendir á að tæknilega gæti pabbi hennar hafa barnað konu í Marokkó ef hann hefði farið í ferða­ lag þangað. Guðrún Lára hlær og seg­ ir að þetta sé bara formsatriði, en það hafi engu að síður verið vesen að út­ vega þessi gögn. „Pabbi hans þurfti að fara tvær ferðir til höfuðborgar­ innar til að redda þessu. Það var dagsferð í hvort skipti. Síðan þurftum við fimm stimpla á hvert einasta blað og við borguðum fyrir hvern stimpil.“ Kraftaverkabarnið Aðspurð segist hún hafa kynnst eigin­ manni sínum á kaffihúsi í Reykjavík og um leið springa þær allar úr hlátri þannig að sagan breytist aðeins. „Ókei, við kynntumst á bar,“ segir hún brosandi. „Síðan lét hann mig ekki í friði og ég varð ólétt seinna í sama mánuði. Áður var ég búin að vera í sambúð í mörg ár og glíma lengi við ófrjósemi. Þannig að hún var algjört kraftaverk stelpan, en án hennar veit ég ekki hvað hefði orðið úr þessu sambandi.“ Guðrún Lára segir þá að stelp­ an hafi kannski verið Guðsgjöf til að beina Írisi Björk að íslam. „Já, kannski,“ segir Íris Björk þá. „Áður var ég búin að reyna tvisvar sinnum að finna íslam þannig að Guð ákvað kannski að henda bara í mig einum Marokkóbúa sem var bæði mjög upp­ áþrengjandi og óheyrilega myndar­ legur,“ segir hún hlæjandi. „Hann var algjört fox. Hann bað mig um að giftast sér um leið og ég varð ólétt en ég harðneit­ aði. Það kom ekki til greina að giftast manni sem ég gat varla talað við, en þegar ég varð ólétt þá gat ég hvorki né vildi halda pabbanum frá. Það var svo árið 2005 sem við giftum okkur hjá sýslumanni. Það var þá búið að biðja hann um að halda brúðkaup úti í Marokkó en hann vildi frekar halda íslenska brúðkaupsveislu. Sama ár ákvað ég að taka upp trúna. Áður var ég hætt að drekka, djamma og borða svínakjöt þannig að lífsstíllinn breyttist ekki mikið. Ég tilkynnti engum að ég væri orðin múslimi en mamma og pabbi sögð­ ust sjá að ég væri orðin múslimi. Það var svo merkilegt að þá átti það að vera eitthvert mál að ég borðaði ekki svínakjöt, færi í mosku og með bænir. Þegar ég var lítil og var að fara að sofa þá lá ég alltaf á bæn til Guðs og ég fór aldrei á hestbak án þess að signa mig. En það er eins og það trúi því enginn að ég vilji vera múslimi.“ Alltaf forvitin um trúmál Humera gengur á hópinn og spyr hvort konur vilji frekar kaffi eða te. Hún skenkir svo í bolla og býður fólki að gjöra svo vel að borða. Enda er hér fullt borð af alls kyns kræsingum, allt frá pönnukökutertum að græn­ metisklöttum, súkkulaði og ávöxtum. Íris Björk heldur áfram: „Ég var heilluð af öllu sem tengdist menn­ ingu múslima og ég var alltaf mjög hrifin af slæðum. Amma átti mik­ ið af slæðum og ég var alltaf að leika mér að þeim. Ég var líka alltaf mjög forvitin um aðra trúflokka og það sem fólk var að gera annars staðar í heim­ inum. Kóraninn kallaði á mig og mig langaði til að kynnast þessu þannig að ég las aðeins í honum þegar ég var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þá hafði ég kynnst íslam aðeins í gegn­ um íslenska vinkonu mína.“ Guðrún Lára segir að það sé alltaf stórt skref þegar maður tekur Kóran­ inn upp og les hann. „Mér fannst það erfitt skref því ég óttaðist áhrifin sem það myndi hafa ef ég myndi finna sannleikann þar, að eitthvað myndi breytast.“ Íris Björk segir að það hafi ekki verið fyrr en seinna sem hún tók trúna. Í raun gerðist það ekki fyrr en hún las sér betur til í Kóraninum og fór yfir kaflann um Jesú. Þá varð hún alveg heilluð. „Þarna kom það sem ég hafði alltaf talið, að Jesús var bara maður en ekki Guð. Og í huga hans voru allir börn Guðs, ekki bara hann. Alla tíð hef ég trúað á Guð og ég hef bara viljað trúa á hann. Ég hef alltaf litið svo á að Jesús væri bara mað­ ur, eins og segir í Kóraninum þar sem hann er mikils metinn sem einn mikil vægasti spámaðurinn. Þar er hann sagður maður sem fæddist eins og hvert annað mannsbarn en undir sérstökum kringumstæðum.“ Vernd og virðing Konurnar hrósa Humeru fyrir veitingarnar. Hún kom til Íslands með íslenskum eiginmanni sínum, manni sem hún kynntist á brúðkaupsdegin­ um þegar hann var kominn gagngert til Pakistan til að kvænast henni. Hún unir sátt við sitt og segist hafa fengið ný tækifæri hér á landi, þar sem hún stundar nám í Tækniskólanum. Sonur Guðrúnar Láru tekur slæð­ una sem Katrín gaf henni og fer að leika sér með hana. Ég spyr út í slæð­ urnar, hver sé hugsunin á bak við þær. Guðrún Lára svarar, en hún er eina íslenska konan í þessum hópi sem gengur með slæðu alla daga og hefur gert það frá árinu 2007. „Slæð­ an táknar vernd og virðingu fyrir kon­ unni. Hún á að tryggja að konan sé metin að verðleikum og fyrir það sem hún hugsar og er, en ekki fyrir það hvernig hún lítur út. Af sömu ástæðu eigum við að hylja allt nema andlit og hendur. Til þess að vernda okkur eigum við ekki að vera í stuttum fötum og flegnum. Það getur reyndar skapað vanda­ mál, eins og í búningsklefanum í sundi þar sem allir stara á þig. Ég fór einu sinni í sund og mér leið svo illa þegar sturtuvörðurinn gekk upp að mér og sagði að ég mætti ekki vera í fötum í sundi. Ég útskýrði fyrir hon­ um að ég væri í sérsniðnum sundföt­ um fyrir múslima en hann krafðist þess að ég færi úr þessu í sturtunni.“ Slæðan truflar Aftur að slæðunni, sem Guðrún Lára er búin að bera síðan 2007. „Það var dálítið erfitt fyrst, sérstaklega fyrir fjölskylduna, því ég set alltaf upp slæðu þegar ég fer út. En ég þarf ekki að vera með slæðu fyrir framan fjöl­ skylduna eða karlmenn sem ég má ekki giftast. Það virðist vera auð­ veldara fyrir fólk að sjá mig með buff en slæðu. Ég veit ekki af hverju en slæðan virðist vera svona mikið mál fyrir fólk en það spyrja alltaf allir út í slæðuna. Það er eins og fólk tengi slæðuna við einhverja klikkun eða kúgun. Sem er skrýtið þegar við hugsum til þess að það er ekki svo langt síðan íslenskar konur gengu alltaf um með skott­ húfur. Kannski finnst fólki þetta bara svona erfitt af því að ég er að gera þetta fyrir Guð. Orðið Guð er rosalegt tabú hér á Íslandi. Íslendingar þora ekki að tala um Guð, trú er svo mikið einkamál að það má ekki ræða hana. Þannig að fólk skilur ekki af hverju ég þarf að sýna trú mína með slæðunni, en ég skammast mín ekkert fyrir það.“ Hún ber þetta saman við þau viðbrögð sem nunnur fá við sínum klæðnaði, sem eru önnur og já­ kvæðari. „Kannski af því að þær lifa ekki þessu hefðbundna lífi eins og við, þannig að það er enginn að velkj­ ast í vafa um það hvort þær séu pínd­ ar í þetta af körlum. Hugmyndir fólks um íslamskar konur virðast ekki ríma við það að ég keyri bíl, kaupi mat og föt og hagi lífi mínu eins og allir aðrir.“ Hætti að þóknast öðrum Heima getur Guðrún Lára gengið um á nærbuxum og hlýrabol en hún hefur verið spurð að því hvernig hún beri sig að í sturtu. „Mér fannst það mjög fyndið. Aðrir hafa spurt hvern­ ig það er að sofa með pinnana í Kynntust á bar Íris Björk kynntist eiginmanni sínum á bar í Reykjavík og varð barnshaf- andi seinna í sama mánuði, en hún hafði lengi glímt við ófrjósemi. Gamall hip hop-ari Guðrún var hip hop-ari og leit út eins og strákur á unglingsárunum. Hún hefur aldrei verið hrædd við að fara ótroðnar slóðir og kynntist egypskum eiginmanni sínum á netinu. Hér er hún með börnunum. Biðja saman og borða saman Konurnar hafa hist reglulega frá árinu 2009 og með þeim hefur tekist sterk vinátta og mikill kærleikur. Þær biðja frekar saman heima heldur en að fara á sérstaka kvennafundi í moskunni. Mynd dV eHf / SiGtryGGur Ari „Ég sagði engum frá því, enda giftumst við bara innan íslam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.