Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 23
„Ég var svo ungur þegar Ásgeir Sigurvinsson var að brillera en man að hann var frábær. Ég er aðallega dómbær á það að Eiður Smári Guðjohnsen toppi í sögunni miðað við það sem ég hef séð“ Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á RÚV „Eiður Smári og Ríkharður Jónsson myndi ég segja að væru bestu leikmenn sögunnar, þó svo ég hafi bara séð annan þeirra spila. En sögurnar sem ég hef heyrt og tölfræðin talar sínu máli“ Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu „Í mínum huga er ekki nokk- ur vafi á því að það er Ásgeir Sigurvinsson. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að sjá hann leika í Þýskalandi þegar hann var upp á sitt besta og enn þann dag í dag hef ég ekki séð jafngóðan ís- lenskan knattspyrnumann“ Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 „Erfitt að gera upp á milli Ásgeirs Sigurvinssonar og Eiðs Smára. Uppi á mismunandi tímum og náðu báðir frábærum árangri. Afrek Eiðs þó stærri að mínu mati. Að vera keyptur til Barcelona, vinna Meist- aradeildina og spila með einu besta lið allra tíma er afrek sem verður seint endurtekið“ Henry Birgir Gunnarsson íþróttablaðamaður á Fréttablaðinu „Það þarf ekkert nema að skoða feril hans til að sann- færast um að Eiður Smári er besti leikmaður sem við höfum átt. Það hefur enginn komist nálægt því að afreka það sem Eiður hefur gert“ Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 „Guðjohnsen-feðgarnir. Spil- aði með Nóra þegar hann var næstum sjötugur og að enda ferilinn – hann var ótrúlegur. Ólst upp við að dýrka hann. Eiður kemur númer tvö. Sá leikinn Chelsea - West Ham þar sem Mourinho líkti hon- um við Maradona. Frammi- staða sem gleymist seint“ Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Morgunblaðinu „Eiður Smári er klárlega sá besti í sögunni hingað til“ Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður „Eiður Smári. Hann vann ensku deildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Menn gera það ekki fyrir tilviljun“ Valgeir Örn Ragnarsson fréttamaður á RÚV mikael@dv.is Þetta segja sérfræðingarnir Hver er sá besti í sögunni? Sport 23Helgarblað 18.–20. október 2013 Þetta eru okkar bestu leikmenn K olbeinn fékk stimpilinn „barnastjarna“ ungur að aldri á Íslandi og á tímabili virtist hann ekki ætla að standa undir því. Hann átti í mikl­ um meiðslavandræðum og var oftar utan vallar en innan. Kolbeinn ólst upp í Víkingi, en skipti yfir í HK þar sem hann var til 17 ára aldurs. „Hugarfar hans var mjög gott gagnvart öllu,“ sagði Sigþór Sigurjóns son, faðir Kolbeins og eig­ andi Bakarameistarans, aðspurður hvernig hugarfar kappans var gagn­ vart fótbolta á uppvaxtarárum hans. „Hann var góður drengur með mik­ inn áhuga á fótbolta.“ 17 ára skrifaði hann undir hjá AZ Alkmaar eftir að hafa slegið í gegn með unglingalandsliði Íslands. Tvítugur steig hann sín fyrstu skref í hollensku úrvalsdeildinni og sló í gegn. Sumarið eftir var hann seld­ ur til stórliðsins Ajax í sama landi þar sem hann hrellir varnarmenn deildarinnar í víðfrægri treyju núm­ er 9. „Fyrirmyndirnar eru náttúru­ lega alls staðar,“ heldur Sigþór áfram. „Andri bróðir hans var náttúrulega í atvinnumennskunni. Þetta er bara hvaða fyrirmyndir menn velja sér.“ Andri Sigþórsson lék sem atvinnu­ maður en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla aðeins 27 ára að aldri. Kolbeinn er alhliða framherji og virðist ekki eiga marga galla. Hann er góður í öllu. Sterkur, fljótur, góður í löppunum og í loftinu. Hann er alltaf hættulegur og þrífst á að samherj­ ar mati sig. Varnarmenn líta ekki af Kolbeini eitt augnablik. „Þetta er bara vinnusemi. Vinna og aftur vinna. Auðvitað hæfileikar líka. Sumir hafa bolta í sér, aðrir eitt­ hvað annað,“ sagði Sigþór að lokum um framúrskarandi hæfni sonar síns. Alfreð Finnbogason Aron Einar Gunnarsson H ann hefur alltaf verið mjög rólegur og var einbeittur í því að koma sér út í atvinnu­ mennsku. Hann var mjög ungur þegar hann tók þá ákvörðun,“ sagði móðir Gylfa Þórs, Margrét Hrefna Guð­ mundsdóttir, í samtali við blaðamann DV. Gylfi sleit barns­ skónum hjá FH áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Breiðablik í leit að betri aðstöðu til iðk­ unar. Fljótlega komu hæfileikar Gylfa í ljós og skrifaði hann undir samning við Reading 16 ára. „Þegar ég var að spyrja hvort hann færi einn út, þá sagði hann: „Nei, þið flytjið bara með mér“,“ sagði Margrét og sú varð raunin að lokum. Eftir að hafa brotið sér leið inn í aðalliðið var hann seldur til Hoffen­ heim, en var lánaður til Swansea á öðru ári sínu. Í Englandi sló hann í gegn og um sumar­ ið var hann keyptur til Tottenham, eftir að hafa verið m.a. orðaður við Liver­ pool. Hjá Spurs verður Gylfi betri með hverjum leik. „Ég var keyrandi og sækjandi fram og til baka. Af því hann ætlaði sér að verða fótboltamaður, þá sagði hann að hann þyrfti að kunna ensku og ég keyrði hann tvo vetur í enskuskóla í Reykjavík á laugardags­ morgnum og ég keyrði hann líka tvo vetur í Fífuna fyrir skóla að æfa í Knattspyrnuakademíunni,“ sagði Margrét aðspurð um mikinn áhuga Gylfa á leiknum frá unga aldri. Helsta kennimark Gylfa er hægri fótur hans. Ótrúlegar spyrnur hans eru í hæsta gæðaflokki. Gylfi er líka afar duglegur leikmaður og leggur sig alltaf fram fyrir liðið. Af nýrri kynslóð landsliðsins er Gylfi kominn lengst og hefur allt til að bera til að verða einn besti leikmaður Evrópu í framtíðinni. Gylfi Þór Sigurðsson A ron er ekkert besti knattspyrnu­ maðurinn,“ sagði Gunnar M. Gunnarsson, faðir landsliðs­ fyrirliða Íslands, um son sinn þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Hann hefur bara hugarfarið sem þarf. Þú hættir ekkert!“ Aron Einar hóf meistaraflokksferil sinn með Þór á Akureyri, en hélt utan í víking ungur að árum og skrifaði undir hjá AZ Alkmaar. Eftir að hafa spilað einn leik með aðalliði félagsins skrifaði hann undir hjá Coventry í B­ deild Englands og var fastamaður hjá þeim í þrjú tímabil. Síðan fór hann til Cardiff og leikur núna með liðinu í ensku úrvalsdeildinni. „Hann var alltaf með hugann við þetta. Aron þarf alltaf að vera bestur í öllu. Það er ósköp einfalt. Hann tók allt með trompi,“ bætti Gunnar M. við um hugarfar Arons Einars. Aron Einar er líkamlega sterkur, hleypur og berst mikið. Að vera með boltann á tánum hefur verið löstur á hans leik en það heyrir sögunni til. Boltatæknin hefur farið vaxandi og í dag er hann orðinn að vel spilandi miðjumanni. Allir vegir eru færir fyrir landsliðsfyrirliðann okkar sem á ef­ laust eftir að láta til sín taka í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Kolbeinn Sigþórsson Staða íSlandS á StyRkleikaliSta fifa fRá 2000-2013 A lfreð ólst upp í öflugu ung­ lingastarfi Breiðabliks og lék fyrsta heila tímabil sitt í meistaraflokksliði 20 ára. Það ár varð hann bikarmeistari og valinn efnilegasti leikmaður Ís­ landsmótsins. Þrátt fyrir áhuga er­ lendis lék hann annað ár með Blikum þar sem þeir urðu Íslands­ meistarar og Alfreð var valinn besti leikmaður deildarinnar. Sesselja Pétursdóttir, móðir Al­ freðs, segir að sonur hennar hafi alltaf verið kappsamur og ekki hætt fyrr en hann stóð uppi sem sigur­ vegari, í hverju sem það svo var. „Hann var athafnasamur og gafst aldrei upp. Þá meina ég aldrei.“ Í kjölfarið á frammistöðu sinni með Blikum var hann seldur til Lokeren en náði ekki að festa sig í sessi og var að lokum lánaður til Helsingborg í Svíþjóð. Eftir vask­ lega framgöngu á meðan láns­ dvöl sinni stóð var hann seldur til Heerenveen þar sem hann hefur blómstrað og skorað að meðaltali í hverjum leik. „Hann varð að vera bestur,“ heldur Sesselja áfram. „Hann varð að vera í vinningsliðinu. Hann var mjög seinþroska líkamlega. Þegar hann fermdist voru vinir hans höfðinu hærri en hann. Hann var aldrei í yngri landsliðum, þó hann hafi verið stundum í úrtök­ um.“ Alfreð býr yfir miklu markanefi og skorar flest mörk sín úr víta­ teignum. Skiptir engu hvort hann fær boltann á vinstri eða hægri, eða í loftinu ef svo ber undir, alltaf end­ ar boltinn í netinu. Einnig er hann svellkaldur á vítapunktinum en það er eiginleiki sem ekki allir búa yfir. Markahæstir frá upphafi Feðgarnir Arnór og Eiður Smári eru á lista yfir fimm markahæstu leikmenn Íslands fyrr og síðar. Kolbeinn Sigþórsson þarf eitt mark til viðbótar til að komast á listann, en hann hefur skorað jafn mörg mörk og Þórður Guðjónsson. Ferill Kolbeins er aðeins nýhafinn og því er ljóst að hann á góðan möguleika á að bæta metið. 24 - Eiður Smári Guðjohnsen 17 - Ríkharður Jónsson 14 - Ríkharður Daðason 14 - Arnór Guðjohnsen 13 - Kolbeinn Sigþórsson 13 - Þórður Guðjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.