Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 24
Fjöldi atvinnumanna vekur athygli
n Aðrar þjóðir farnar að líta til Íslands varðandi þjálfun
S
igurður Ragnar Eyjólfsson,
fyrrverandi landsliðsþjálfari
kvenna í knattspyrnu, skrifaði
á þriðjudaginn áhugaverð-
an pistil um frammistöðu íslenska
landsliðsins og einnig hvað býr að
baki. Hann er um margt sammála
Rúnari hér að ofan um hvað búi
að baki árangri atvinnumannanna
okkar.
„Ísland á um 70 atvinnumenn í
knattspyrnu sem spila erlendis og á
hverju ári fara ungir leikmenn héð-
an til liða erlendis sem þekkja orð-
spor íslenskra leikmanna og sjá
þá hæfileika sem sem þeir hafa til
að bera,“ skrifar Sigurður Ragnar
á heimasíðu sína, siggiraggi.is, og
bendir á að íslensk félög séu í aukn-
um mæli farin að sjá mikilvægi þess
að reka öflugt uppeldisstarf sem
og afreksstarf. Uppeldisfélög okkar
bestu landsliðsmanna séu farin að fá
verulegar tekjur þegar leikmennirnir
eru síðan seldir áfram og milli liða.
Og hann talar einnig um mikilvægi
aðstöðunnar í þessu samhengi.
„Börn í yngstu flokkunum á Ís-
landi hafa miklu betri æfingaaðstöðu
í dag en fyrir rúmum 10 árum. Það er
ekki í mörgum löndum þar sem byrj-
andi getur byrjað að æfa knattspyrnu
hjá sínu uppáhaldsfélagi og fengið
strax þjálfun hjá menntuðum þjálf-
ara í knattspyrnuhöll eða á góðu
gervigrasi.“
Leikmenn fái góðan grunn hér
á landi þar sem mikilvægt sé að
þróa eiginleika eins og tækni, mýkt
í hreyfingum, betri móttöku og
sendingar á aldrinum 8–12 ára. Síð-
an fari menn oftar en ekki ungir út
líkt og tíðkast hefur í gegnum tíðina.
„Leikmennirnir í A-landsliðinu í
knattspyrnu náðu langt af mörgum
mismunandi ástæðum. En ég vil leyfa
mér að fullyrða að mikilvægur hlekk-
ur í keðjunni voru þjálfararnir sem
þeir höfðu hér á Íslandi í yngri flokk-
um. Án þess grunns hefði undirstað-
an ekki verið til staðar þó margir aðr-
ir þættir þurfi að sjálfsögðu að vera til
staðar.“
Sigurður Ragnar segir aðrar þjóð-
ir vera farnar að horfa til Íslands
varðandi þjálfun ungra leikmanna. Í
janúar á næsta ári mun hann halda
fyrirlestur á einni af stærstu þjálfara-
ráðstefnu í heimi þar sem hann mun
ræða hvernig Ísland fari að því að
búa til svona marga atvinnumenn í
knattspyrnu. „Árangur landsliðanna í
ár, félagsliðanna og árangur okkar í að
búa til efnilega leikmenn gefur okkur
tilefni til að vera ákaflega stolt.“ n
mikael@dv.is
Í hæsta gæðaflokki Sigurður Ragnar
Eyjólfsson segir þá þjálfara sem landsliðs
mennirnir okkar höfðu á sínum uppvaxtar
árum hafa gegnt lykilhlutverki í mótun
þeirra.
Strákar með sterkan
karakter og vilja
n Af hverju eigum við svona marga góða atvinnumenn?
Þ
að er í rauninni alveg ótrú-
legt afrek að Ísland skuli
eiga svona marga atvinnu-
menn. Við höfum átt at-
vinnumenn í mörg, mörg
ár, en akkúrat á þessum tímapunkti
eigum við gríðarlega marga stráka
sem fóru ungir að árum út, eru bún-
ir að koma sér vel fyrir hjá sínum
liðum og eru að spila. Það er afar
mikilvægt,“ segir Rúnar Kristins-
son, þjálfari Íslandsmeistara KR
í knattspyrnu, um hversu merki-
legt það sé að Íslendingar eigi jafn
marga knattspyrnumenn í fremstu
röð og raun ber vitni.
Njósnarar fylgjast með
ungum leikmönnum
Rúnar segir nokkur lykilatriði í
árangri íslenskra knattspyrnu-
manna sem liggi meðal annars
í því að góður grunnur sé lagð-
ur í þjálfun hér á landi þar sem
bætt aðstaða og þjálfun skili af sér
betri knattspyrnumönnum. Þá séu
strákar að fara ungir út í heim þar
sem þeir alast upp í sterku ung-
lingastarfi stærri liða.
Rúnar bendir einnig á að áhugi
erlendra liða á íslenskum leik-
mönnum hafi aukist mikið undan-
farin ár. Njósnarar séu að þvælast
hér á landi allan ársins hring og
fylgist grannt með æfingum hjá
allt niður í yngstu landslið Íslands
þar sem strákar séu 16–17 ára. Auk
þess að fylgjast með þeim í mótum
erlendis.
„Þar af leiðandi hafa þeir verið
að ná í mjög unga stráka frá Íslandi
til sín og það gerir það að verkum
að þegar út er komið þá eru þeir
nánast orðnir atvinnumenn. Æfa
tvisvar á dag og ná auðvitað betri
árangri.“
Bylting með knattspyrnuhöllum
Leikmönnum er kippt snemma
út en grunnurinn er lagður hér á
landi þar sem búið er að vinna með
þá hæfileika sem heilla erlend lið.
En hvað hefur breyst? Rúnar segir
KSÍ hafa gert vel undanfarin ár í að
mennta þjálfara og setja félögum
stífari reglur um hverjir megi þjálfa
yngstu börnin. Liðin reyni að hafa
sem hæfasta þjálfara yfir yngstu
kynslóðinni. Þá hafi knattspyrnu-
hallir risið sem geri það að verk-
um að nú er hægt að æfa hér á landi
allan ársins hring við kjöraðstæður.
„Það hefur gjörbreytt öllu að
hafa fengið þessi hús. Þegar ég og
fleiri vorum að alast upp þá stóð
maður bara á mölinni og hljóp og
hljóp. Þá var ekkert hægt að stoppa
æfingar því menn kólnuðu bara
niður. Í þessum góðu skilyrðum í
dag getur þú sem þjálfari útskýrt,
kennt og leiðbeint.“
Rúnar bendir einnig á að Ís-
lendingar, og þar með taldir ís-
lenskir knattspyrnumenn, séu
vanir því að vera óhræddir við að
ferðast erlendis. „Þetta er í okkar
eðli. Íslenskir knattspyrnumenn
eru alveg til í það að fara út átján
ára og fara frá foreldrum sínum á
vit ævintýranna á sama tíma og
unga fólkið í nágrannalöndunum
finnst bara voða fínt að vera heima
hjá mömmu og pabba. Vilji ís-
lenskra drengja og karakterein-
kenni hafa gríðarlega mikið að
segja.“
Sterkir karakterar
En þegar menn eru komnir út í at-
vinnumennsku sem ungir menn þá
er björninn ekki unninn. Menn séu
umkringdir betri leikmönnum þar
sem barist er um mjög fá sæti.
„Það eru fáir leikmenn sem eru
teknir erlendis sem fara í gegnum
þessa síu sem er hjá þessum liðum
því mörg af stærstu liðum Evrópu
eru að sanka til sín mörgum leik-
mönnum á hverju ári á sama aldri.
Af 15–20 strákum eru kannski 1 eða
2 sem komast upp í aðalliðið. Þarna
þarftu að hafa karakter og vilja til
að leggja mikið á þig til að komast
áfram og í gegnum þessa síu. Þar
erum við sterkir líka held ég.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Þetta er í
okkar eðli
24 Sport 18.–20. október 2013 Helgarblað
Mikið afrek Rúnar Kristinsson þekkir það
sem til þarf til að verða atvinnumaður í
knattspyrnu enda lék hann sjálfur erlendis
um árabil. Hann segir það ótrúlegt afrek
hversu marga atvinnumenn litla Ísland eigi.
MyNd Eyjólfur GArðArSSoN
Vel fylgst með
Rúnar bendir á að njósnarar erlendra liða fylgist vel
með ungum íslenskum leikmönnum.
40 mörk í 41 leik
Markaskorun Alfreðs Finnboga-
sonar með Heerenveen í Hollandi
virðist engan endi ætla að taka. Í
þeim 41 leik sem Alfreð hefur spil-
að fyrir félagið hefur hann skorað
hvorki meira né minna en 40 mörk.
Alfreð hefur verið orðaður við stór-
lið á meginlandi Evrópu sem og á
Bretlandseyjum, en afar líklegt er
að Alfreð muni skipta um félag í
janúarglugganum. Í því samhengi
hefur enska liðið Newcastle verið
nefnt til sögunnar sem mögulegur
áfangastaður markaskorarans ís-
kalda.
Kolbeinn
magnaður
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður
Ajax í Hollandi, lék sinn fyrsta
landsleik í Kórnum gegn Færeyj-
um í marsmánuði 2010. Hann
skoraði annað mark Íslands í
2–0 sigri og síðan þá hefur hann
skorað 13 mörk í 19 leikjum. Það
gerir hátt í 0,7 mörk í leik. Töl-
fræði framherjans er mögnuð
og er ljóst að markahæsta leik-
manns Íslands frá upphafi, Eiðs
Smára með 24 mörk, bíður mikil
samkeppni um markametið.
Nánast allir
atvinnumenn
Það er af sem áður var þegar
íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu samanstóð að mestu
leyti af leikmönnum sem léku
með félagsliðum hér á landi. Lars
Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur
nær einvörðungu valið menn í
landsliðshópinn sem leika í sterk-
ari deildum erlendis. Af þeim 23
leikmönnum sem valdir voru í
landsliðshópinn fyrir leikina gegn
Kýpur og Noregi á dögunum voru
hvorki fleiri né færri en 20 atvinnu-
menn. Þrír leika í Pepsi-deildinni
en það eru markverðirnir Hannes
Þór Halldórsson (KR) og Gunnleif-
ur Gunnleifsson (Breiðablik) auk
vinstri bakvarðarins Kristins Jóns-
sonar, liðsfélaga Gunnleifs.
Fyrir utan Hannes, sem stóð í
markinu, voru allir þeir leikmenn
sem tóku þátt í leikjunum tveimur at-
vinnumenn, flestir til fjölmargra ára.
Markmenn
n Gunnleifur Gunnleifsson Breiðablik
n Hannes Þór Halldórsson KR
n Haraldur Björnsson Fredrikstad FK
Varnarmenn
n Birkir Már Sævarsson SK Brann
n Ragnar Sigurðsson FC København
n Kári Árnason Rotherham United
n Eggert Gunnþór Jónsson Belenenses
n Ari Freyr Skúlason OB
n Hallgrímur Jónasson Sønderjyske
n Kristinn Jónsson Breiðablik
Miðjumenn
n Emil Hallfreðsson Hellas Verona
n Aron Einar Gunnarsson Cardiff City FC
n Helgi Valur Daníelsson Belenenses
n Jóhann Berg Guðmundsson AZ
n Birkir Bjarnason Sampdoria
n Rúrik Gíslason FC København
n Ólafur I. Skúlason SV Zulte Waregem
n Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham
n Guðlaugur Victor Pálsson NEC
Sóknarmenn
n Eiður Smári Guðjohnsen Club Brugge
n Kolbeinn Sigþórsson Ajax FC
n Arnór Smárason Helsingborg IF
n Alfreð Finnbogason Heerenveen