Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Page 36
36 Fólk 18.–20. október 2013 Helgarblað
og mér finnst ég alltaf standa í mik
illi þakkarskuld við þetta fólk. Ég er
bæði þeim og forsjánni mjög þakk
látur að hafa fengið að alast upp hjá
þessu góða fólki,“ segir hann.
Ekkert tiltökumál
Júlíus sér á blaðamanni að henni
þyki þetta nokkuð merkilegt en sjálf
ur segist hann aldrei hafa velt þessu
mikið fyrir sér. Bæði hafi tímarnir
breyst en svo telji hann sig líka bara
svo heppinn að hafa fengið að alast
upp hjá þessum sómahjónum. „Ég
sé það oft á fólki að því þyki þetta
merkilegt en mér hefur aldrei fundist
þetta neitt tiltökumál. Þetta var ekki
vegna þess að foreldrar mínir gætu
ekki alið mig upp eða neitt slíkt. Ég
valdi mér bara þessi yndislegu hjón
og þau mig. En ég átti líka yndislega
foreldra sem ég hef líka alltaf verið í
góðu sambandi við. Sérstaklega eft
ir að ég fór að vinna hjá fjölskyldu
fyrirtækinu.“
Hugfanginn af söng
Fósturforeldrarnir voru miklir
listunnendur og hlaut hann mikið
menningaruppeldi. Fór ungur að
sækja listsýningar og tónleika. Á
unglingsárunum varð hann svo hug
fanginn af sönglistinni.
„Þegar ég var í menntaskóla þá
einhvern veginn datt ég inn í þenn
an ofboðslega áhuga á söng.“ Líkt
og flest önnur ungmenni á áttunda
áratug síðustu aldar hlustaði hann á
Deep Purple og Led Zeppelin en leit
aði líka uppi klassíska söngvara með
góðar söngraddir. „Þegar ég var í MR
söng ég á tímabili í 4–5 kórum sam
tímis. Ég fór síðan í Tónlistarskól
ann í Reykjavík og svo Söngskólann,“
segir hann.
„Allt í einu rann upp fyrir mér
hvað fegurð söngsins getur verið
hrífandi. Þá fór ég að hlusta meira
og læðast til að kaupa plötur með
góðum söngvurum og óperur. Það
þótti nú svolítið sérstakt á þeim tíma,
þetta hefur breyst í dag.“
Hann segir próflestur meðal
annars hafa opnað augu sín fyrir feg
urð og frelsi söngsins. „Maður er svo
næmur þegar maður er í prófum.“
Á þessum tíma komst hann að
því að hann hefði góða rödd og hefði
möguleika á að gera sönginn að at
vinnu sinni. Hann vildi þó tryggja
sig og ekki bara treysta á sönginn og
lærði því lögfræði með.
Fannst lögfræðin leiðinleg
Lögfræðin fannst honum hins vegar
aldrei neitt sérlega skemmtileg og
söngurinn átti hug hans allan. Af
hverju lærði hann hana þá? „Það er
góð spurning,“ segir hann og skell
ir upp úr. „Mér fannst aðallega gott
að fara í lögfræði því þar lærir mað
ur svo margvíslegt sem nýtist manni
á mörgum sviðum. Ég sá aldrei fyrir
mér beint að starfa sem lögfræðingur
en ég er samt héraðsdómslögmaður
og hef stundað lögmennsku,“ segir
hann.
Meðan hann lagði stund á lög
fræðinám átti þó söngurinn hug
hans allan. Úr varð að hann fór til
Austurríkis í frekara söngnám og svo
seinna til Ítalíu eftir að hann kláraði
lögfræðinámið hér heima. Áður en
hann fór til Ítalíu hafði hann kynnst
konunni í lífi sínu; Svanhildi Blöndal
presti. Úr varð að Svanhildur kom út
til hans. Þá voru þau enn barnlaus en
hann átti einn son fyrir en í dag eiga
þau Svanhildur saman þrjú börn.
Lærði hjá kennara Pavarotti
Á Ítalíu stundaði hann nám við tón
listarháskólann í Bologna og lærði
hjá mörgum af bestu söngvurum
Ítalíu. Meðal annars var kennari
Pavarotti, Arrigo Pola, prófessor við
háskólann. „Svo var ég í tímum hjá
manni sem hét Mario Del Monaco
sem var einn af stærstu söngvurum
síðustu aldar.“ Júlíus Vífill bjó á Ítalíu
ásamt eiginkonu sinni í tvö og hálft
ár. „Þetta voru yndislegir tíma og
maður hugsar oft til baka til þessara
ára,“ segir hann. Þau komu aftur til
Íslands árið 1982. „Ég ætlaði mér
ekkert að koma heim en það var haft
samband við mig frá Þjóðleikhúsinu
og mér boðið að koma og syngja þar
aðalhlutverkið í óperettu sem var
verið að setja upp. Ég ætlaði mér að
vera lengur úti en mig vantaði pen
ing, þarna bauðst mér að koma heim
og fá greitt fyrir það. Svo eins og
gengur rak hvert hlutverkið og verk
efnið annað þannig að maður var
alltaf sívinnandi á þessum vettvangi
og ég fór ekki aftur út.“
Var frelsinu feginn
Júlíusi gekk vel í söngnum og söng
hvert aðalhlutverkið á fætur öðru.
„Ég söng í rúmlega sex ár og söng
eitthvað á annað hundrað óperusýn
ingar – yfirleitt alltaf í aðalhlutverk
um. Þessu fylgdi líka talsvert af tón
leikum, bæði í Reykjavík og úti á
landi. Þetta var skemmtilegur tími en
mjög annasamur og mikið vinnuálag
sem fylgdi. Maður lifir ekki á söngn
um einum saman þannig að annað
hvort þarf maður að kenna með eða
vinna annað og ég vann alltaf með.
Þarna fór ég inn í fyrirtækjarekstur
fjölskyldunnar, vann við það og
hélt svo áfram þar eftir að ég hætti í
söngnum.“
Júlíus Vífill segist eftir á kannski
hafa unnið of mikið á þessum tíma,
allavega varð hlé á söngnum til þess
að hann langaði ekkert sérstak
lega til baka. „Það er hægt að vinna
svona mikið í ákveðinn tíma en svo
fann ég að ég var svolítið frelsinu feg
inn. Þetta var mikið um helgar og á
kvöldin. Kannski 10 tíma vinnudagar
og svo söngurinn með. Augljóslega
var þetta ekki fjölskylduvænt. Það
gengur ekki til lengdar.“
Á sama tíma var hann að vinna
sem framkvæmdastjóri hjá fjöl
skyldufyrirtækinu, Ingvari Helgasyni
hf., en því starfi gegndi hann allt þar
til hann fór út í borgarpólitíkina.
Dró sig til baka
Eins og áður sagði hefur hann verið
borgarfulltrúi frá árinu 1998. Hann
var þó frá kjörtímabilið 2002–2006
og það eru ástæður fyrir því. „Ég gaf
kost á mér í prófkjörinu fyrir kosn
ingarnar 1998 og óskaði þá eft
ir 4. sæti sem ég fékk. Mér fannst
þetta mjög áhugavert og gat hugs
að mér að halda áfram. Að því kjör
tímabili loknu kom í ljós að áhrifa
fólk innan flokksins vildi stilla inn
á lista án þess að fram færi próf
kjör. Og tilgangurinn með því var
að stilla Birni Bjarnasyni upp sem
leiðtoga listans. Björn Bjarnason er
merkur stjórnmálamaður og mín af
staða snerist ekki á nokkurn hátt um
hans persónu. Ég hef alltaf stutt það
að það séu flokksmenn sjálfir sem
raða upp á framboðslista í prófkjöri
og ráði því hvernig raðast. Það getur
verið óþægilegt fyrir suma en það er
eina leiðin sem næst sátt um því það
er ekki hægt að bera brigður á það að
niðurstaðan er vilji flokksfélaga. Af
því að það var ákveðið að gera þetta
þarna með öðrum hætti þá einfald
lega dró ég mig til baka. Mér fannst
þetta ekki viðeigandi og vildi ekki
taka þátt í þessu. Mér var boðið eitt
af efstu sætunum en engu að síður þá
fannst mér þetta ekki gott upplegg og
hafði ekki trú á þessu.“ Hann segist
vissulega hafa skynjað að ekki hafi
allir verið sáttir við þessa ákvörðun
hans innan flokksins.
Erfir ekkert við Ólaf F.
Hann lét það þó ekki á sig fá og að
fjórum árum liðnum sneri hann aft
ur og þá tók við skrautlegur tími í
borginni. Fyrst samstarf með Fram
sóknarflokknum en svo tók hinn
svokallaði 100 daga meirihluti við
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í
meirihluta ásamt Ólafi F. Magnús
syni. „Það samstarf gekk erfiðlega,“
segir hann en flestir þekkja söguna.
Nýlega tjáði Þorbjörg Helga Vigfús
dóttir borgarfulltrúi sig um samstarf
ið við Ólaf F. í viðtali við tímaritið
Nýtt Líf. Þar sagði hún meðal annars
að samstarfið við Ólaf F. hafi verið
mistök og þau hafi nýtt sér veikindi
hans til þess að komast til valda. Júl
íus tekur ekki undir það. „Við Ólafur
F. áttum aldrei neitt sérstaklega mik
il samskipti. Hvorki í aðdraganda
þessa meirihluta eða þann tíma sem
hann var borgarstjóri. Ég var for
maður menntaráðs og hafði gríðar
lega mikinn áhuga á því starfi og
setti mig inn í þau málefni og var
mjög upptekinn við það. Ólafur hafði
minni áhuga á þessum málaflokki
að því er virðist því við áttum nán
ast engin samskipti um þetta en auð
vitað sátum við saman í borgarstjórn
og öðru slíku. En okkar samskipti
voru nokkurn veginn í lágmarki. Það
var ekki af því að við værum eitt
hvað ósáttir, það bara einhvern veg
inn æxlaðist svona,“ segir hann. Það
sló þó í brýnu milli þeirra og lýsti
Ólafur yfir vantrausti á Júlíus vegna
orðaskipta þeirra á milli á fundi
skipulagsráðs.
„Þetta var augljóslega erfiður tími
fyrir Ólaf eftir að samstarfi við hann
var slitið. Ég erfi það ekki á nokkurn
hátt þótt hann hafi sagt þessa hluti
sem ekki standast skoðun. Vegna
þess að ég veit að hann varð mjög sár
yfir því hvernig þetta endaði. Hann
sagði hluti sem auðvitað er ekki gam
an að einhver segi um mann; eins og
það að hann sagði að ég væri haldinn
fordómum gagnvart geðsjúkum.
Hann veit það ekki en ég auðvitað
eins og allir aðrir hef kynnst geðsjúk
dómum hjá mjög góðum vinum og
fjölskyldumeðlimum og er auðvit
að ekki haldinn fordómum gagnvart
veikindum. Það er náttúrulega alveg
af og frá. Þetta er svo löngu fyrirgefið
af minni hálfu það sem Ólafur sagði.“
Vantar leiðtoga í borgina
Það dylst engum að undanfarið kjör
tímabil hefur verið nokkuð rólegt
miðað við kjörtímabilið þar á undan.
Meirihluti Besta flokks og Samfylk
ingar virðist hafa skapað ró í borginni
og miðað við skoðanakannanir virð
ast borgarbúar nokkuð sáttir. Júlíus
Vífill segir að það sjái ekki allir hvert
stefni enda séu fjármál sveitarfélaga
lítil skemmtilesning. Ástandið í fjár
málum borgarinnar sé ekki gott og
honum finnst Jón Gnarr borgar stjóri
ekki vera að sinna því starfi sem hann
telur borgarstjóra eiga að sinna. „Það
er ekki haldið utan um fjármál borg
arinnar með þeim hætti sem þarf að
gera. Það sjáum við til dæmis á því að
útgjöld hafa verið að aukast. Þá þarf
að horfa á svokallaðan Ahluta árs
reikninganna. Núna á þessu kjör
tímabili þá er borgarsjóður rekinn
með halla. Hann hefur verið rekinn
með halla hvert einasta ár eftir að
þessi meirihluti tók við. Hann var
rekinn með afgangi á þeim tíma
sem við vorum við völd hér og þó
var það á einhverju erfiðasta efna
hagsskeiði þjóðarinnar. Hallarekstri
fylgir skuldaaukning sem einnig má
sjá í ársreikningnum,“ segir hann og
heldur áfram. „Það er ekki nægjan
legt utanumhald. Fólk getur sagt: þú
ert bara sjálfstæðismaður, þú ert ekki
ánægður með þennan meirihluta,
það er svo sem satt, en það er líka
hægt að horfa til þess að það var ráð
in úttektarnefnd óháðra sérfræðinga
sem fjölluðu um rekstur borgarinnar
og þar er margt gagnrýnt sem snýr að
„Allt í
einu
rann upp fyrir
mér hvað feg-
urð söngsins
getur verið
hrífandi
Heldur sér við Þrátt fyrir að
hafa formlega hætt að syngja
fyrir nokkrum árum þá tekur
Júlíus stundum tarnir þar sem
hann fer til píanista og syngur.
MynD Sigtryggur Ari