Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Qupperneq 41
Menning 41Helgarblað 18.–20. október 2013 „Einstaklega ánægjulegt að fylgjast með barnaskaranum“ „Vel kryddaður hrærigrautur“ „Nostalgían var allsráðandi“ Óvitar Leikstjóri: Gunnar Helgason Beyond: Two Souls PS3 Stundin okkar RÚV Menningarlegt ofurhönk n Verðlauna myndin Mud tekin til sýninga í Bíó Baradís H vurn fjandann er Matthew McConaugheya að gera í menningarbíó?“ geturðu vel spurt, lesandi góður, og þér myndi fyrirgefast að spyrja svo. Matthew þessi, sem ber eitthvert erfiðasta eftirnafn í bransanum síð- an Arnold Schwarzenegger kom fyrst fram á sjónarsviðið, er helst þekktur fyrir að birtast á skjánum ber að ofan í myndum á borð við Fool‘s Gold og Surfer, Dude. Í fyrra gekk hann svo alla leið og lék strippara ásamt mun yngri mönnum í myndinni Magic Mike. Matthew (þið fyrirgefið þó ég leggi ekki aftur í eftirnafn hans) birt- ist okkur fyrst í myndinni Dazed and Confused árið 1993 ásamt fleiri ungum leikurum sem síðar áttu eft- ir að verða stórstjörnur, svo sem Ben Affleck og Millu Jovovich. Átta ár eru liðin frá því tímaritið People valdi hann kynþokkafyllsta karl- mann í heimi, en þrátt fyrir að verða 44 ára í ár lætur hann lítinn bilbug á sér finna og leikur gjarnan aðalhlut- verkið í rómantískum gamanmynd- um. Hann er og ekki aðeins hetja á hvíta tjaldinu heldur mikill ævin- týramaður í lifandi lífi og hefur siglt niður Amazonfljót og brugðið sér í göngutúr um víðáttur Malí. Hönk bjargar kisu Rétt eins og okkar eigið heljarmenni Fjölnir Þorgeirsson stökk í tjörnina til að hífa upp hesta sem höfðu dottið í gegnum ísinn, þá lét Matthew sig ekki vanta þegar fellibylur skall á New Orleans-borg um árið. Átti hann þátt í að bjarga strönduðum gælu- dýrum sem höfðu króast inni hér og þar sökum flóða. Ári síðar, eða 2006, bætti hann um betur og bjargaði ketti sem unglingar höfðu útatað í hár- spreii og höfðu hugsað sér að kveikja í. Það sama ár giftist hann brasilískri fyrirsætu sem er 14 árum yngri en hann. Eina lýtið á annars glæstum ferli var þegar nágranni hans kvart- aði undan hávaða og þegar lögregla kom á svæðið fann hún Matthew spilandi á bongótrommur (nakinn, að sjálfsögðu) og talsvert af kanna- bisefnum. Okkar maður neitaði að kannast við efnið, en fékk sekt fyrir að raska ró granna sinna. Gott og vel, gætirðu nú sagt. En hvað kemur þetta allt saman menn- ingarbíói við? Jú, auk þess að sjarmera Kate Hudson, Söru Jessicu-Parker og Liz Hurley á hvíta tjaldinu á Matt okk- ar sér einnig menningarlegri hlið. Í fyrra starfaði hann aftur með hinum stórgóða leikstjóra Dazed and Con- fused, Richard Linklater, í myndinni Bernie. Lék hann þar ásamt móð- ur sinni, sem kallar sig KayMac, lík- lega orðinn langþreytt á að þurfa að stafa nafn sitt. Og nú hefur verið tek- in til sýninga í Bíó Paradís myndin Mud, sem keppti um gullpálmann á Cannes- kvikmyndahátíðinni í fyrra og hefur víðast hvar fengið afbragðs- góða dóma. Undarlegasta mynd allra tíma Myndin er lauslega byggð á sögu Mark Twain um Tom Sawyer og segir frá tveim drengjum sem sigla niður Mississippi-fljót og kynnast þar hin- um undarlega Mud, sem leikinn er af Matthew. Leikstjórinn Jeff Nichols hefur verið lengi með myndina í vinnslu, en hann segist hafa haft Matthew í huga fyrir aðalhlutverkið alveg frá því hann sá hina ágætu Lone Star eftir John Sayles árið 1996, en þar lék okkar maður lögreglu- stjóra í smábæ í Texas-fylki. Sú mynd sýndi að Matthew kann meira en að vera ber að ofan og bjarga dýrum, og vonandi mun Mud gera það sama. Það er þó nóg annað um að vera í Bíó Paradís um helgina. Svartir sunnudagar hefja göngu sína á ný og hefjast leikar með hinni stórmerki- legu mynd Videodrome frá 1983. Myndin skartar þeim James Woods og Blondie-gellunni Debbie Harry í aðalhlutverkum, og segir frá manni sem er heilaþveginn af sjónvarpi sínu. Eða eitthvað. Erfitt er að segja til þegar leikstjórinn David Cronenberg er annars vegar, og hefur myndin reglulega lent á lista yfir undarleg- ustu myndir allra tíma. Lettneskur grjótgöndull Öðruvísi kost er að finna á barna- sýningum bíósins, sem einnig hefj- ast nú um helgina. Sýnd verður myndin Ernest og Celestína, sem er frönsk en með íslensku tali. Fjallar hún um vináttu músar og bjarnar, en myndin er unninn upp úr vatnslitamyndum. Jafnframt verð- ur verðlaunamyndin Mamma, ég elska þig sýnd, og fjallar hún eins og nafnið bendir til um samband móður og drengs. Myndin kemur frá Lettlandi, en því ber að fagna að lettneskar myndir rati hingað í bíó. Við gáfum þeim jú sjálfstæði fyrir rúmum 20 árum og kominn tími til að sjá hverju þeir hafa áork- að í millitíðinni, annað en að gefa okkur grjótgöndulinn sem stendur í grennd við Landakotskirkju. Þar fyrir utan er enn hægt að sjá myndir á borð við La Grande Bellezza og Oh Boy, sem báðar vöktu athygli á Evrópsku kvik- myndahátíðinni. Það ætti því eng- um að þurfa að leiðast í kvik- myndaborginni þó að Alþjóðleg kvikmyndahátíð sem um garð gengin. n „Bjargaði ketti sem unglingar höfðu útatað í hárspreii. Ofur-Matthew Rétt eins og okkar eigið heljarmenni Fjölnir Þorgeirsson stökk í tjörnina til að hífa upp hesta sem höfðu dottið í gegnum ísinn, þá lét Matthew sig ekki vanta þegar fellibylur skall á New Orleans-borg um árið. Kvikmyndir Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Staurblind á setti Verður haldinn á lofti Kornhússins á Árbæjarsafni v/Kistuhyl, laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 18.00-19.30 Dagskrá 1. Setning fundar, val á fundarstjóra og ritara 2. Reikningar ársins 2012 og 2013 lagðir fram til samþykktar 3. Kosið um hvort Hreyfinguna skuli leggja niður samkv. samþykktum 4. Önnur mál Nefndin Landsfundur Hreyfingarinnar ríkt fólk. En vöxturinn er í hættu vegna fyrirhugaðs niðurskurðar. Það er sorglegt og skammsýnt.“ Selma: „Þetta var bara dimm- ur dagur þegar fregnir af niður- skurði í geiranum bárust. Ís- lensk kvikmyndagerð er að skila miklum tekjum í ríkiskassann og því er þetta með öllu óskilj- anlegt. Það eru fjölmörg verk- efni í vinnslu sem eru nú stopp. Við verðum heldur aldrei góð í neinu ef það er alltaf verið að skera niður og hamla framgangi greinarinnar.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.