Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2013, Side 44
44 Lífsstíll 18.–20. október 2013 Helgarblað
Mesti ofnæmisvaldurinn
n Búðu til þinn eigin svitalyktareyði
F
lestir nota svitalyktareyði dags-
daglega og finnst þeir ekki geta
verið án hans. Danskir vís-
indamenn hafa nú rannsakað
hvaða vörur framkalla oftast snyrti-
vöruofnæmi og er svitalyktareyðir
þar efst á lista. Fast á hæla honum
koma lyktarbætt krem og ilmvötn.
Rannsóknin náði til 17.700 manns og
höfðu 10 prósent þeirra snyrtivöru-
ofnæmi og í fjórðungi tilfella mátti
rekja það til svitalyktareyðis.
Þeir sem telja sig þurfa að nota
hann þurfa þó ekki að örvænta því
það er vel hægt að nota ýmislegt
af heimilinu í staðinn. Eitt ráð er
að dýfa klút í eplaedikið og strjúka
handarkrikana eftir bað eða sturtu.
Á netinu er auk þess fjöldinn all-
ur af uppskriftum að heimagerðum
svitalyktareyði og hér er ein þeirra.
Hráefni:
n 1/4 bolli matarsódi
n 1/3 bolli maizena-mjöl
n 10 dropar eða 1/4 tsk. tea tree, lavender,
eða uppáhaldsolía þín (í tea tree-olíunni eru
bakteríudrepandi efni)
n 1 msk. kókoshnetuolía
Aðferð:
Blandið matarsódanum og mjölinu
saman í skál og bætið olíunni út í.
Hrærið svo kókoshnetuolíunni út
í þar til blandan hefur náð þeim
þéttleika sem þú vilt. Þú getur
annaðhvort mótað blönduna í
höndunum eða sett hana ofan í
tóman svitalyktareyðisstaut. Þar
sem maizena-mjölið þarf hita til
að þykkna þarf mögulega að hita
blönduna aðeins. n
gunnhildur@dv.is
Kókoshnetuolía Er vinsæl í uppskriftum
að heimagerðum svitalyktareyði.
Í
framhaldi af síðustu grein
og í tilefni af Alþjóða
geðheilbrigðis deginum í síð-
ustu viku er rétt að líta betur á
hvað andleg vellíðan og félags-
legt öryggi skiptir okkur í raun öll
miklu máli.
Samhjálp og styrkleiki
Líklega gera fáir sér grein fyrir
hvað tengsl við hvert annað skipta
okkur í raun og veru miklu máli.
Hvernig við tjáum erfðaefni okk-
ar í upphafi lífs í móðurkviði og
síðar þegar við treystum á sam-
skipti við okkar nánustu, í um-
hverfi þar sem hættur geta falist
við hvert fótmál og við treystum
á samhjálp og styrkleika hjarðar-
innar. Hin ósýnilegu tengsl eru
hins vegar svo hversdagsleg að
við hugum oft ekki að mikilvægi
þeirra. Á síðustu árum hefur engu
að síður með hjálp vísindanna
komið betur í ljós hve nærum-
hverfið mótar okkur á allan hátt.
Ekki bara í heimi félagsvísinda,
heldur einnig lífvísindanna sem
saman hafa myndað nýjan þekk-
ingargagnagrunn sem nálgast
sjálfa „sálina“ ef svo má segja.
Þarna er ég ekki að tala um
hina nýuppgötvuðu Guðseind í
atómheiminum sem á að líma
allt. Útskýringar sem eru meira
en bara efna- og erfðafræðilegar,
að við erum eins og við erum. T.d.
hvernig eineggja tvíburar geta
verið ólíkir þegar þeir fullorðnast,
ef þeir hafa alist upp við ólíkar að-
stæður og ólík áföll í æsku. Þannig
ekki bara tengt mismunandi nær-
ingu, hreyfingu og mismunandi
efnafræðilegu áreiti í umhverfinu
sem skipta auðvitað miklu máli,
heldur hvernig félagslegt öryggi
og samskipti geta ráðið miklu um
tjáningu litninganna og gera okk-
ur að því sem við erum. Ósýnileg-
ir þættir sem opna og loka genun-
um eins og gluggum, allt eftir því
hvernig úti blæs hverju sinni.
Tengslin eru þó sýnilegri með
naflastrengnum, og síðar með
móðurmjólkinni. Með alls konar
boðefnum sem oft er þó lítið vitað
um og síðar með snertingu, sjón
og heyrn strax á fyrstu dögum ný-
fædds barns. Með augntengslum
og brosi, öryggistilfinningu móð-
ur og eftirhermu ungbarns. Allt
þættir sem e.t.v. leggja stærsta
grunninn að heilsu okkar síðar,
andlegri sem líkamlegri. Hvernig
við þroskumst og tengjumst
hvert öðru. Ekki síður hvort við
fáum svo hina ýmsu sjúkdóma
sem liggja í leyni í erfðaefni okk-
ar. Hvort við fáum t.d. háan blóð-
þrýsting fyrir aldur fram, krabba-
mein, sykursýki eða þunglyndi. Í
raun flesta þá félagslegu og sállík-
amlegu sjúkdóma sem ég kann að
nefna.
Félagslegt öryggi og
fjölskylduvernd
Flestir þessara þátta eru ósýni-
legir berum augum og stjórn-
málamenn mættu gjarnan hafa í
huga nú í umræðunni um mikil-
væg heilbrigðismál og forgangs-
röðun verkefna. Eins þegar hugað
er að t.d. nýjum lögum um stað-
göngumæðrun sem er ekki það
sama og blóðgjöf eins og einn
þingmaður vildi meina í umræðu
á Alþingi uam málið fyrir tveimur
árum.
Hvernig þjóðfélag við viljum
byggja upp og hvaða áherslur á
að leggja á félagslegt öryggi og
fjölskylduvernd voru mál sem
rædd voru ítarlega á Læknadög-
um í fyrravetur, þar sem m.a. Linn
Getz læknir hélt fyrirlestur um
hinn áður óþekkta heim sem við
vitum enn allt of lítið um, en þar
sem tengsl þess efnislega, félags-
lega og andlega eru alltaf að verða
skýrari.
Í mæðravernd- og ungbarna-
heilsuvernd reynir starfsfólk að
styrkja tengsl foreldra við börn-
in. Þrátt fyrir niðurskurð má segja
að þessi grunnur standi á sterk-
ari stoðum en flestir aðrir, enda
almenn velferð barna sennilega
besti grunnurinn að heilbrigði
framtíðarinnar. Margar greinar
læknisfræðinnar eru hins vegar
illa farnar í dag og sumar rætur
jafnvel farnar að morkna, enda
hafa stjórnvöld látið hjá líða að
vökva þær og næra nægjanlega.
Í raun allt hið íslenska samfélag
sem hefur verið upptekið af öðr-
um hlutum. Bráðalausnir og eins-
taka blóðgjafir duga nú ekki leng-
ur til, heldur heildrænar lausnir
fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá
getnaði til grafar. n
Hinir ósýnilegu
gluggar heilsunnar
Vilhjálmur
Ari Arason
Af sjónarhóli
læknis
„Líklega gera fáir
sér grein fyrir
hvað tengsl við hvert
annað skipta okkur í
raun og veru miklu máli.
Temdu fýluna
n Ráð til að halda í góða skapið
N
ýliðinn er dagur fýlupúkans
sem haldinn var í Banda-
ríkjunum þann 15. október.
Óvíst er hvort mikið var um
gleði á þessum degi þar sem
alvörugefnir og viðskotaillir einstak-
lingar eru í hávegum. Dagurinn er
nefndur eftir Grouch, skemmtilegum
ólundargemsa sem býr í ruslatunnu
og hefur allt á hornum sér í vinsæl-
um barnaþáttum, Sesame Street.
„Það er ekki ætlun fólks að vera
fýlupúkar,“ segir sálfræðingur-
inn Julie de Azevedo Hanks í við-
tali við Health Magazine. „Fólk fæð-
ist með ákveðnar tilhneigingar sem
þroskast með aldri og reynslu. Ef
þú ert stimplaður fýlupúki, þá er
það einfaldlega af því þú hefur ann-
að sjónar horn á lífið en gleðiboltinn
við hliðina á þér,“ segir hún og gef-
ur nokkur ráð til handa fýlupúkum
til að temja fýluna og koma auga á
gleðilegri hliðar lífsins.
1 Taktu þér tíma til að vera í fýlu Taktu þér fimm
mínútur og leyfðu þér að engjast
um í fýlu. Kvartaðu og veltu upp
þínum dekkstu hliðum. „Stundum
þarf þinn innri fýlupúki bara smá
athygli,“ segir Julie.
2 Gerðu eitthvað kjánalegt Reyndu að finna barnið í þér.
Hoppaðu í pollum, blástu sápukúl-
ur, horfðu á teiknimynd. Þetta er
andstætt eðli fýlupúkans og gæti
reynst erfitt í framkvæmd en vel þess
virði að reyna.
3 Borðaðu hamingjufæði „Ef að þú ert fýlupúki og borð-
ar óhollt fæði þá þarftu að breyta
mataræðinu til að létta lundina,“
segir Drew Ramsey, prófessor í
geðlækningum við Columbia-há-
skóla, sem mælir með fæðu sem er
rík af B-vítamíni og Omega 3-fitusýr-
um. „Borðið fiskmeti, egg, grænkál
og lax.“ Hún bendir einnig á að
vísbendingar séu um að melting og
skapsveiflur eigi í nokkru orsaka-
sambandi. „Fýlupúkar sem borða
óhollt fæði eiga á hættu að fara í enn
verra skap þegar meltingartruflanir
gera vart við sig. Þá geta skapsveiflur
haft bein áhrif á meltinguna og gert
hana verri. Lagið meltinguna með
því að borða lífræna jógúrt,“ segir
Drew.
4 Gerðu eitthvað fallegt Að gera eitthvað fallegt og
kærleiksríkt fyrir náungann er góð
leið til að bæta líðan og gefa lífinu
tilgang. Taktu til í sameigninni
óumbeðinn, gefðu góðvini blóm,
farðu út í búð fyrir einstæðu móður-
ina í næsta húsi, hrósaðu óöruggu
afgreiðslustúlkunni í versluninni,
gefðu þjórfé og gefðu óþekkum
börnum ríkulega þolinmæði.
5 Gefðu fýlunni nafn „Að gefa fýlunni nafn getur gefið
nægilega fjarlægð frá vandanum til
þess að takast á við hann. Neikvæðar
hugsanir og tilfinningar eru hluti af
tilfinningalífinu en ættu ekki að vera
stór hluti sjálfsmyndarinnar,“ segir
Julie.
Tveir geðillir Þessir tveir
gáfu hvorum öðrum ekkert
eftir í geðvonsku í myndinni
Grumpy Old Men.